Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Side 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 Sviðsljós Elísabet Englandsdrottning verður sjötug 21. apríl: Á betra með að umgangast hesta og hunda en menn Er það bara einskær óheppni að hjónaband þriggja barna Elísabetar Englandsdrottningar skuli hafa end- að með skilnaði eða er hún einfald- lega slæm móðir? Þessum spurning- um velta Bretar nú fyrir sér þegar sjötugsafmæli drottningar nálgast með ógnarhraða. „Hún á auðveldara með að um- gangast hesta og hunda en fólk og hún ber afskaplega hlýjar tilfinning- ar í þeirra garð,“ segir einn af ætt- ingjum drottningar. Það verður nú virða Elísabetu það til vorkunnar að ekki er auðvelt að vera bæði góð drottning og góð móðir. Drottningin á afskaplega annríkt heima fyrir. Af þeim sök- um, og vegna langra og strangra ferða hennar til útlanda, hafa dóttir hennar og synimir þrír eytt meiri tíma með barnfóstrum sínum og á heimavistarskólum af ýmsu tagi en með foreldrunum, þeim Elísabetu og Filippusi prins. En þannig er nú hlutskipti barna fína fólksins á Englandi svona yfirleitt. Rithöfundurinn Sarah Bradford segir í bók sinni um ævi Elísabetar Englandsdrottningar að hún sé fremur kaldlynd í garð barna sinna og stundum beinlínis ægileg, hún geri sér það því að góðu að Filippus stjórni fjölskyldulífinu. Þegar börn drottningar voru ung að aldri sáu þau móður sína aðeins í tvær klukkustundir á dag. Hún eyddi með þeim einum tíma á morgnana og öðrum á kvöldin þeg- ar þau fóru í bað. Þess í milli önn- uðust barnfóstrurnar uppeldið. Kunnugir telja ekki leika vafa á Elísabet Englandsdrottning hafði lít- inn tíma fyrir móðurhlutverkið. því að strangleiki foreldranna og kaldlyndi séu meðal ástæðnanna fyrir því að einkalíf þeirra Önnu prinsessu, Karls ríkisarfa og Andr- ésar prins hafi verið, og sé enn, dá- lítið hnökrótt. Drottning bindur hins vegar vonir við að Játvarður, yngsti sonur hennar, snúi við þeirri öfugþróun sem hefur verið í hjóna- bandsmálum bamanna. Fastlega er gert ráð fyrir að Játvarður muni innan skamms opinbera trúlofun sína og hinnar fógru Sophie Rhys- Jones. Drottning gæti að minnsta kosti ekki fengið fallegri gjöf á sjö- tugsafmælinu 21. apríl. „Hún er fyrirtaksdrottning þegar venjubundin mál eru annars vegar en reynslan sýnir að hún ræður ekkert við fjölskylduna," skrifaði breski blaðamaðurinn og sagnfræð- ingurinn Paul Johnson. Breski popparinn Sting er ansi hugsi þar sem hann fylgist með eiginkonu sinni, Trudie Styler, flytja ávarp á fjáröflunarsamkomu Regnskógasamtakanna í Carnegie Hall í New York um helgina. Trudie stofnaði samtök þessi sem hafa það að markmiði að vernda frumbyggja regnskógasvæða heimsins og um- hverfi þeirra. Margir frægir listamenn komu við sögu á samkomunni, þar á meðal söngvararnir James Taylor og Diana Ross, svo og grínistinn Robin Willi- a>hs. Símamynd Reuter Konur Karen-þjóðflokksins í norð- urhéruðum Taílands leggja metnað sinn í að virðast með sem lengstan háls. Til að ná þvi takmarki sínu setja þær allt að 32 koparhringi um hálsinn og þrýsta þannig öxlunum niður. Talið er að siðurinn eigi rætur að rekja til gamalla þjóðsagna um að guðirnir hafi reiðst konum og sent tígrisdýr til að bíta þær á bark- ann. Símamynd Reuter Alexandra prinsessa stal senunni á fyrsta hirðballinu: Líður langbest í örm- unum á Jóakim prins Það var sveifla í mjöðmunum og þytur í pilsunum á hirðdansleikn- um i Kristjánsborgarhöll í Kaup- mannahöfn á dögunum þar sem Al- exandra prinsessa, hin gullfallega eiginkona Jóakims prins, stal sen- unni, eins og alls staðar þar sem hún kemur. Þetta var fyrsta hirð- ball Alexöndru, haldið fyrir rikis- stjórnina, þingmenn danska þjóð- þingsins og Evrópuþingsins, og gestgjafinn var að sjálfsögðu tengda- móðir hennar, Margrét Þórhildur drottning. Augu allra gestanna voru á Alex sem sveif um gólfið í hvítum hrá- silkikjól í örmum draumaprinsins og dansaði hinn forna dans lanciers af mikilli íþrótt. Hún var í þessum sama kjól í veislu sem Friðrik krón- prins hélt fyrir bróður sinn og væntanlega mágkonu tveimur dög- um fyrir brúðkaupið á síðasta ári. Þau Alex og Jóakim, jafn ástfang- in og þau voru í hallarkirkjunni í Friðriksborg þegar þau voru gefin saman, hófu dansinn, ásamt Mar- gréti drottningu og Hinriki drottn- ingarmanni. Hátindur kvöldsins kom svo þegar hljómsveitin hóf að leika lanciers af miklum móð. Jó- kakim hefur alltaf verið sleipur í dansi þessum, enda alinn upp við hann frá blautu barnsbeini. Og það var greinilegt að dansinn á vel við Alexöndru, því ekki leið á löngu áður en hún sveif um gólfið eins og hún hefði aldrei gert annað, bros- andi út undir eyru. Ef undanskilinn er einn dans við Hinrik prins dansaði Alexandra allt kvöldið við eiginmanninn, sem ljómaði af hamingju. Það er jú í örmum hvort annars sem þeim líð- ur best. Jóakim prins og Alexandra prinsessa Ijómuðu af hamingju á hirðballinu. Roseanne lét í minnipokann fyrir Forbes Roseanne Barr, hin kjaftfora, þurfti að játa sig sigraða í barátt- unni um hylli sjónvarpsáhorf- enda vestra á laugardagskvöldið þegar sýndur var splunkunýr þáttur hennar. Maðurinn sem hún tapaði fyrir var auðkýfingur- inn og útgefandinn Steve Forbes, fyrrum keppinautur um forseta- útnefningu repúblikana, en hann var kynnir í hinum sívinsæla háðþætti Saturday Night Live. Wesley rann- sakar morð í Hvíta húsinu Wesley Snipes, sá eðalleikari, fær að eltast við morðingja í Hvíta húsinu í Washington í næstu myndinni sinni, Executive Privilege, þar sem hann leikur löggu í Washington. Mörgum mundi nú finnast það ærin laun en ekki honum Wesley. Hann fær hvorki meira né minna en 650 milljónir króna fyrir leikinn. Það verður hins vegar ekkert auðvelt að rannsaka málið vegna íhlut- unar lífvarða forsetans og fleiri góðra manna. Dwight Little leik- stýrir. Travolta gerir roknatilboð Stórleikarinn John Travolta hefur gert söng- og leikkonunni Barbru Streisand tilboð sem hún getur varla hafnað: Hann hefur boðið henni að syngja með sér í söngvamynd sem Steven Spiel- berg á að leikstýra. Strákurinn vildi nefnilega ekki fara einn upp á svið. Ekki hefur enn borist svar frá Barbru en reikna má með að hún fallist á tilboðið því Travolta nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir og myndir hans því vel sóttar. Langt er hins vegar liðið síðan hann söng.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.