Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Qupperneq 36
>■ 1=1 CZ3 FRÉTTASKOTIÐ
“= L±J SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
S o S LT3 <C Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá i síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
oo
1— LD 1— >- LT3 550 5555
2
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996
Stormasamur prestafundur:
Pattstaða
áfram
Stormasamur fundur Prestafélags
íslands samþykkti eftir um sjö
klukkustunda umræður tillögu frá
sr. Sigurði Sigurðarsyni vigslubisk-
upi um að beina þeim tilmælum til
biskups Islands að hann kalli sam-
an nefnd þá sem bjó í hendur
Kirkjuþings frumvarp um stöðu,
stjóm og starfshætti þjóðkirkjunn-
ar. Nefndin ætti síðan að endur-
skoða ákvæði frumvarpsins um
embætti biskups Islands í ljósi þess
vanda sem biskupsþjónustan hefur
staðið frammi fyrir á liðnum vik-
um.
I greinargerð með tillögunni segir
að hluti af vanda biskups í kirkj-
unni nú sé sá að hann er stjórnar-
-formaður í nánast öllum nefndum
og ráðum innan kirkjunnar og geti
því engin þessara stofnana hennar
tekið hlutlægt eða hlutlaust á
vandamálum sem tengjast biskupi,
smbættisfærslu hans og hæfi eða
vanhæfí í embætti.
Biskup vildi halda sínu
Á sínum tíma var í þessari nefnd
uppi hugmynd um að setja í forsæti
Kirkjuþings annan aðila heldur en
biskup en hún náði ekki inn í frum-
varpið vegna andstöðu biskupsins.
'Aðrar tillögur sem fram komu voru
tillaga frá sr. Sigfúsi J. Ámasyni
um allsherjaratkvæðagreiðslu í fé-
laginu um þrjá valkosti; að biskup
víki, að biskup sitji áfram við
óbreytt ástand og í þriðja lagi að
biskup víki úr embætti að fullu. Þá
kom fram tillaga frá sr. Jakobi
Ágústi Hjálmarssyni um vantraust
á formann og stjóm Prestafélagsins
og loks tillaga frá sr. Halldóri Gunn-
arssyni í Holti um að fundurinn
skoraði á biskupinn að víkja meðan
mál hans væru fyrir dómstólum.
Búið var að tilkynna að tillögurnar
yrðu bornar undir atkvæði en þær
hlutu þau örlög að eftir fimm mín-
útna fundarhlé kom fram dagskrár-
tillaga um frávísun og var hún sam-
"þykkt. Prestur sem rætt var við í
morgun sagði að eftir þennan fund
væri ljóst að engin af stofnunum
kirkjunnar væri fær um að taka
hlutlægt á máli biskups. Sá eini sem
það gæti væri kirkjumálaráðherra.
Sr. Kristján Björnsson sem sendi
kirkjumálaráðherra bréf á dögun-
um með beiðni um að hann viki
biskupi úr embætti tímabundið
meðan mál hans sæta dómstólameð-
ferð sagði í morgun að hann væri
miður sín eftir þennan fund. „Ég sé
að þessi stofnun, Prestafélag ís-
lands, gat ekki frekar en aðrar
stofnanir innan kirkjunnar tekið á
máli sr. Ólafs Skúlasonar. Ég bind
þó vonir við tillöguna, sem sam-
■þykkt var, að hún leiði til þess að
staða biskupa framtíðarinnar verði
önnur. -SÁ
Dauðsfall rakið til salmonellusýkingar og tveir enn alvarlega veikir:
Líkur til mál-
sóknar gegn
bakaríinu
- segir stjórnarformaður Rikisspítalanna
„Málið hefur veriö í athugun
hjá okkar lögfræðingi hvernig
rétt sé að bregðast við. Tjón sem
Ríkisspítalamir hafa orðið fyrir
hefur verið áætlað og á þessu stigi
mála bendir allt til málsóknar
Ríkisspitalanna á hendur Sam-
sölubakaríinu. Þetta er litið mjög
alvarlegum augum,“ sagði Guð-
mundur G. Þórarinsson, stjórnar-
formaður Ríkisspítalanna, í sam-
tali við DV í morgun vegna nýj-
ustu upplýsinga um afleiðingar
salmonellusýkingar af rjómaboll-
um Samsölubakarís í febrúar sl.
Eitt dauðsfall aldraðs sjúklings á
Landsspítalanum er meðal annars
rakið til sýkingarinnar og tveir
sjúklingar liggja alvarlega veikir
á spítalanum af sömu völdum.
Þetta er alvarlegasta salmonellu-
sýking hér á landi í seinni tíð.
Að sögn Guðmundar er beinn
kostnaður Ríkisspítalanna af sýk-
ingunni áætlaður um 5 milljónir
króna. Felst sá kostnaður einkum
í rannsóknum og vinnutapi
starfsmanna. Ef óbeinn kostnaður
er tekinn með í reikninginn þá
má búast við að fjárhagslegt tjón
spítalanna og þeirra sem sýktust
nálgist 10 miUjónir.
Alls hafa sýkst 124 manns, þar
af um 40 starfsmenn Landsspítal-
ans og 32 sjúklingar. Tveir starfs-
menn eru enn frá vinnu vegna
veikinnar. Þá sýktust 27 börn
starfsmanna á leikskóla Ríkisspit-
alanna og 25 einstaklingar utan
spítalanna. Aðspurður sagðist
Guðmundur ekki útiloka að ein-
stakir starfsmenn og sjúklingar
gætu höfðað einkamál gegn bak-
aríinu.
Erlendur Magnússon, forstjóri
Samsölubakarís, sagði við DV að
fyrirtækið hefði sent frá sér yfir-
lýsingu þar sem það harmaði
stöðu mála, litlu væri hægt að
bæta við það í dag. Ef höfðað yröi
mál gegn bakaríinu sagði Erlend-
ur að tekiö yrði á því þegar og ef
það kæmi upp.
-bjb
Mcfííelgisbr.öitJ
Menn Landhelgisgæslunnar stóðu í gærkvöldi trillubát úr Hafnarfirði að ólöglegum rauðmagaveiðum út af Hrauns-
nesi rétt sunnan Straumsvíkur. Höfðu skipverjar lagt net í sjó á bannsvæði þar sem ekki má hefja veiðar fyrr en eft-
ir 20. apríl. Málið hefur verið fengið Rannsóknarlögreglunni til meðferðar. -GK/DV-mynds S
Þorskkvóti
ekki aukinn
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra ákvað í gær að þorskkvóti
þessa fiskveiðiárs verði ekki auk-
inn. Þorskvótinn í ár er 155 þúsund
lestir. Árni R. Ámason alþingis-
maður fullyrti á Alþingi í gær að
þorskaflinn í ár yrði ekki undir 170
þúsund lestum vegna þess hve
margir hafa farið fram yfir leyfileg-
an kvóta. -S.dór
Grindavík:
Stjórnlaus
bátur í inn-
siglingunni
Vélbáturinn Páll ÁR fékk á sig
brotsjó í innsiglingunni til Grinda-
víkur um áttaleytið í gærkvöldi.
Varð báturinn stjórnlaus um tíma
og sendu skipverjar út beiðni um
hjálp en aíþökkuðu hana síðar þeg-
ar þeim tókst að ná stjórn á bátnum
á ný. Páll ÁR er 230 lesta bátur.
Hann hélt á ný til veiða í morgun.
____________________-GK
Grensásdeild:
Eldur á salerni
Slökkviliðið var í gær kallað að
Grensásdeild Borgarspítlalans
vegna þess að reykur barst út af sal-
erni. I ljós kom að eldur var í hand-
þurrkum og gekk greiðlega að
slökkva hann. -GK
Norsk-íslenska síldin:
Komin inn í
færeyska
landhelgi
„Það er ljóst að fyrst síldin er far-
in að veiðast innan færeysku land-
helginnar er hún komin mun vestar
en hún var á sama tima í fyrra. Án
þess að hægt sé að segja að þetta
auki líkurnar á að hún komi inn í
íslenska lögsögu þá er það okkur i
hag eftir því sem hún fer vestar,“
sagði Jakob Jakobsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, í samtali
við DV.
Færeyingar, og skip á þeirra veg-
um, eru farin að veiða norsk-ís-
lenska síld innan færeysku land-
helginnar. Síldin er frekar smá en
feit. Það segir Jakob að bendi til
þess að um ókynþroska síld sé að
ræða. Ef hún væri kynþroska hefði
hún hrygnt í mars og ætti því að
vera grindhoruð núna.
Jakob sagði að hér áður fyrr, þeg-
ar norsk-ísíenska síldin gekk hing-
að til lands, hefði hún verið komin i
íslenska lögsögu um mánaðamótin
maí/júní. -S.dór
GÆSLAN TREYSTI
SÉRÍ ÞENNAN!
Veðrið á morgun:
Víða rigning
Á morgun verður norðaustan
stinningskaldi með éljum eða
slydduéljum á Vestíjörðum en
annars fremur hæg austlæg átt.
Víðast rigning um landið aust-
anvert og einhver væta verður
einnig vestan til á Norðurlandi
og með suðurströndinni en úr-
komulaust að mestu vestan-
lands.
Hiti frá 1 til 2 stigum á Vest-
fjörðum upp í 8 til 10 stig suð-
vestanlands.
Veðrið í dag
er á bls. 36
verO hr.
1.023.000.-
Bílheimar ehf.
Sœvarhöföa 2a Sími: 525 90001