Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 28
28 „Mín skoðun er sú að mistök hafi verið gerð í upphafi. Það er alltaf erfitt að leiðrétta hlutina eftir að í ljós kemur að rangt hefur verið farið að. Brotið lá mjög vel saman. Það þurfti ekki að hnika því neitt til í upphafi. Ef rétt hefði verið gengið frá því í byrjun hefði þetta bara ver- ið ósköp venjulegt handleggsbrot sem hefði gróið á 6 tii 8 vikum. í stað þess hef ég átt í þessu í 20 mánuði og er 75 prósent öryrki," segir Óli Már Guðmundsson, 42 ára, sem þurft hef- ur að glíma við heilbrigðis- og trygg- ingayfirvöld í langan tíma, án þess að fá bót sinna mála, eftir að hann handleggsbrotnaði 11. ágúst 1994. Heyrði smell í handleggnum Óli Már, sem bjó á Ólafsfirði þeg- ar óhappið átti sér stað, handleggs- brotnaði þegar hann lagði handlegg- inn yfir steypubrún og ætlaði að vega sig upp. Álagið á einum punkti var of mikið og beinið brast um 15 sentímetra frá úlnlið. „Ég hef aldrei brotnað en ég vissi þama að ég hafði handleggsbrotnað þvi það heyrðist smellur í hand- leggnum. Við fórum beint á heilsu- gæslustöðina og þar tók á móti okk- ur ungur læknir sem var að leysa þama af. Hann hringdi til Akureyr- ar og fékk upplýsingar um hvernig best væri að gera að brotinu og gekk frá því með því að setja gifs- spelku undir það. Spelkan festi hvorki úlnlið né olnboga þannig að ég gat hreyft handlegginn að vild. Síðan var vafið utan um spelkuna." Óli Már segist hafa farið fjóruin dögum seinna aftur á heilsugæslu- stöðina þar sem hann var með mikla verki í handleggnum. Puttarnir eins og væn bjúgu „Puttamir vom orðnir fjólubláir og gildir eins og væn bjúgu. Það eina sem ungi læknirinn gerði var að losa um bindið, skoða áverkann og binda síðan enn fastar um. Það var ekkert myndað í þetta skiptið. Ég spurði hann hvort ekki væri best að skreppa til Akureyrar, því það tekur ekki nema um hálftíma að keyra þangað, en hann sagði að þetta yrði í besta lagi - ferðalagið væri óþarfi.“ Óli Már hafði verið í rafeinda- virkjunarnámi í þrjú ár á Akureyri þegar þetta gerðist og fjölskyldan, Óli Már, eiginkona hans, Inga Sæland, og fjögur böm, ætlaði að flytja nokkmm dögum seinna til Reykjavíkur þar sem ÓIi ætlaði að ijúka síðasta námsári sinu með fjöl- skyldunni. Gerði dýralæknir að brotinu? „Ég var alltaf með verki í hend- inni áfram og eftir að við voram komin suður, um tveimur vikum eftir að óhappið átti sér stað, fór ég á Borgarspítalann. Þegar ég kom þangað skoðuðu beinasérfræðingar á mér handlegginn og spurðu mig spumingar sem hefur alltaf hljómað í höfði mér síðan: „Gerði dýralækn- ir aö brotinu?" Þeir sögðu að svona hefði alls ekki átt að gera.“ Ég fór í aðgerð hjá Brynjólfl Jóns- syni 9. september og hann setti það sem kallað er plötu í handlegginn - stálplötu og bolta, og spengdi brotið saman. Svo leið og beið og ég var látinn koma í myndatökur reglu- lega. Stundum sögðu þeir mér að sennilega væri eitthvað jákvætt að gerast en það var tóm vitleysa því aldrei gerðist neitt.“ Skömmu fyrir páska á seinasta ári var ákveðið að Óli Már færi aft- ur í uppskurð. Þá var Brynjólfur Jónsson hættur á Borgarspítala en Magnús Páll Albertsson tók við Óla, sem hann segist hafa verið sáttur við enda Magnús Páll talinn ein- hver færasti beinasérfræðingur hér á iandi. Rétt er að taka fram að þegar haft var samband við Magnús Pál sagð- ist hann ekki getað tjáð sig um mál einstakra sjúklinga. Bein flutt úr mjöðm „Hann skar mig og flutti bein úr mjöðminni upp í handlegginn á mér. Þá var komið bil á milli bein- anna þar er brotin höfðu fjarlægst hvort annað. Síðan var ég settur í mikið gifs frá hnúa og upp á öxl þannig að ég gat hvorki hreyft oln- boga né úlnlið." Hálfum öðrum mánuði seinna mætti Óli í myndatöku og læknarn- ir töldu ekkert vera aö gerast, það er engin batamerki var hægt að greina. Hann var samt látinn biða í þeirri von að eitthvað færi að gerast en engin breyting til batnaðar varð á brotinu. Þegar ljóst var að ekkert hafði gerst var ákveðið að skera aftur og flytja meira bein úr mjöðminni. „Þegar ég hafði farið í þessar vanalegu blóðprufur, myndatökur og aðrar rannsóknir var ákveðið að skera. Þetta var um miðjan septem- ber. Þegar ég vaknaði leið mér und- arlega vel í mjöðminni því seinast hafði sársaukinn verið meiri þar en í handleggnum. Læknirinn sagði mér þá að ekki hefði verið hægt að framkvæma aðgerðina því þegar hann var búinn að opna á mér handlegginn hefði komið í ljós að sýking var komin í brotið. Hann tók því úr mér plötuna og ég varð að vera á fúkkalyfjum í sex vikur. Ég var um mánuð á spítalanum fyrst og fékk fúkkalyf í æð. Lyfjagjöfin þýddi að ég var meö nál í mér og fékk svo lyfin í æð á sex tima fresti. Að mánuði liðnum var ég heima í hálfan mánuð og hjúkrunarkonur komu reglulega, á sex tíma fresti, til að halda áfram lyfjagjöfinni. Sam- hliða þessu fór ég reglulega í blóðprufur." Enn þarf að skera í janúar sl. fór Óli aftur í skoðun og rannsóknir voru gerðar á hon- um. Hann fékk þær upplýsingar að enn þyrfti að skera en læknarnir vildu ekki framkvæma aðgerðina strax því þeir vildu fullvissa sig um að engin sýking væri lengur til stað- ar. Á eftir fylgdu endurkomur í fe- brúar og loks fékk hann þær upplýs- ingar að ætlunin væri að skera hann í mars. Hins vegar varð ekk- ert af því en á dagskrá er önnur að- gerð þar sem reynt verður aftur að flytja bein úr mjöðminni til að setja í beinið sem brotnaði í handleggn- um. „Nú er ég ekki sérfræðingur í þessum málum. Ég held þó að í hvert skipti sem þetta er gert þurfi að sverfa meira af beinendunum. Ég er alltaf handleggsbrotinn og með tímanum iokast fyrir beinendana þannig að ég hlýt að vera fjær loka- markinu - bata - með hverri að- gerðinni sem misheppnast." Þau hjónin hafa reynt að leita skýringa á því hve illa gengur að fá sár Óla til að gróa en fá svör fengið. Þau segjast hafa spurt hvort eitt- hvaö væri að líkamsstarfsemi hans sem gerði þetta að verkum en svo virðist ekki vera. Hann hafi alltaf verið heilsuhraustur og verið fljót- ur að gróa sára sinna ef hann hefur verið svo óheppinn að meiða sig. Strik í reikninginn Á þeim tíma sem Óli Már hefur verið handleggsbrotinn hefur lík- ami hans rýrnað mjög - hann hefur lést um nokkur kíló. Þótt hann geti beitt hendinni og lyft léttum hlutum getur hann ekkert notað hana að ráði né haldið sér í formi svo heitið geti. Auk þess fylgja því kvalir í ein- hvern tíma ef hann beitir hendinni rangt í hugsunarleysi. Þau segja handleggsbrot Óla Más hafa sett stórt strik í reikninginn hjá þeim því Óii hefur hvorki getað lokið námi né aflað nokkurra tekna til heimilisins umræddan tíma. Inga er líka öryrki vegna skertrar sjónar og takmarkast tekjur hennar því af greiðslum Tryggingastofnunar. Hún segir forsendur nánustu framtíðar þeirra hreinlega hafa hrunið. Hins vegar era þau svo heppin að hafa til leigu íbúð sem Öryrkjabandalagið á. Eignasala til framfærslu „Við erum með ijögur börn og fyrstu mánuðina eftir slysið höfðum við engar tekjur. Við fengum ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.