Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 2
*\ 2 * LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 JjV Kjallaraleikhúsinu gert að rýma Tjarnarbíó í maí: Töluðu aldrei um að vera þarna í sumar - segir Ómar Einarsson í íþrótta- og tómstundaráði Kíallaraleikhúsið hefur að undan- fbrnu sýnt leikritið Þrjár konur stórar eftir Edward Albee í Tjarn- arbíói viö góöar undirtektir. Fáar sýningar eru hins vegar eftir þar sem KjaUaraleikhúsið þarf að rýma húsnæðið fyrir sýningum Light Nights um miðjan maí nk. Eftir það hefur. Light Nights Tjarnarbíó til umráða fram í september, sam- kvæmt samningi við Reykjavíkur- borg, og á meðan kemst enginn ann- ar leikhópur að. Forráðamenn Kjali- araleikhússins hafa kvartað undan þessu og telja óeðlilegt að Light Nights einoki húsnæðið í sumar. „Við höfum gert samning við Light Nights á hverju ári, síðast í haust sem gildir fyrir komandi sum- ar. Kjallaraleikhúsiö hefúr ekki sent okkur formlegt erindi. Það hef- ur ekki veriö nein ásókn í þetta hús á sumrin. Light Nights hefur verið með sýningar á hverjum degi og á meöan þau treysta sér til þess þá hefur ekki verið gerð athugasemd við það. Kjallaraleikhúsið vissi að það hefði húsnæðið aðeins fram í maí og þau töluöu aldrei um að vera þama í sumar. Það kemur okkur á óvart ef þau eru að biðja um að fá að vera í Tjamarbíói yfir sumartím- ann,“ sagði Ómar Einarsson, for- stööumaður íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur, sem fer með mál- efni Tjarnarbíós fyrir hönd borgar- innar. Ómar sagði að sýningar Light Nights, sem sérhæfðar hafa verið fyrir erlenda ferðamenn, væru færri í sumar en áður. Einn dagur væri laus en erfitt yrði að nýta það þar sem leikmynd Light Nights væri fóst á sviðinu og sett upp einu sinni fyrir ailt sumarið. „Mikil starfsemi hefur verið í húsinu í vetur og púsluspil að koma því öllu heim og saman í svona litlu húsi. Það er ekki einu sinni geymsluaðstaöa fyrir leikmyndir, það er vandamálið. Eina lausnin er að byggja viö húsiö en það er bara ekki á dagskrá,“ sagöi Ómar. -bjb Tvö börn á slysadeild Tvö börn voru flutt á slysa- deild i gær eftir aö skólabíll og vörubíll rákust saman við Dvergabakka síðdegis í gær. Meiðsli þeirra reyndust óveru- leg. Nokkrar skemmdir uröu á bílunum. -GK Borgarnes: Fríhafnarsamn- ingur hjá Vöru- húsiKB DV, Borgarneai: Vöruhús KB í Borgarnesi hefur gert samning við Fríhöfh- ina á Keflavíkurflugvelli um endurgreiöslu söluskatts til feröamanna, svokallað „Tax Free Shopping". Þetta er meðal þess sem fram kemur i frétta- bréfi kaupfélagsins, KB-frétt- um, sem er aö koma út um þessar mundir. Samningurinn gildir hjá þremur deildum Vöruhúss KB: fatadeild, búsá- haldadeild og sportvörudeild. Meö þessari auknu þjónustu telja forsvarsmenn Vöruhúss KB að það sé í fremstu röð varöandi þjónustu viö erlenda feröamenn og binda vonir við að þaö skili sér í aukinni sölu. -OHR Heppni og dugnaöur fór saman þegar Jónasi litla Haukssyni ó Hvanneyri var bjargað, köldum og illa tll reika, upp úr tjörn þar á staönum eins og greint hefur verið frá í DV. Hér er hann að bogra á hættusvæðinu en bjargvættirnar Krist- jón, Arnór og Reynlr standa í forgrunni. DV-mynd OHR, Borgarnesi Mistök viö kynningu á samræmdum prófum í Bolungarvík: Nemendur lásu ensku fyrir íslenskuprófið - ég ber ábyrgð, segir Rúnar Vignisson skólastjóri Þú getur svaraO þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. " ÖJ Nel 2 I r ö d FOLKSIN 904-160 Finnst þér komugjöldum á heilsugæslustöðum rétt varið? „Við vitum ekki af hverju þessi mistök stöfúöu en þaö voru ein- hverjir nemendur sem stóðu í þeirri trú að þeir ættu að lesa fyrir ensku- próf í stað íslensku. Þessi misskiin- ingur var leiðréttur og ætti ekki að hafa afgerandi áhrif á útkomuna úr prófinu," segir Rúnar Vífilsson, skólastjóri Grunnskólans í Bolung- arvík, í samtali viö DV. Að morgni miðvikudagsins 24. april var samræmt próf í íslensku í 10. bekk grunnskóla landsins. Þetta vissu nemendur með góðum fyrir- vara en af einhvejum ástæðum töldu nemendur í Bolungarvik að prófa ætti í ensku en ekki íslensku. Fóru þeir heim í þeirri trú á mánu- dagsmorgninum og hófu lestur. Síð- ar um daginn var þó misskilningur- inn leiöréttur. „Það er leiöinlegt þegar svona gerist en það er rétt að einhveijir nemendur stóöu í þeirri trú að prófa ætti í ensku. Nemendurnir hafa hins vegar veriö að læra þessi fög í mörg ár þannig að fáeinir klukkutímar í upplestri skipta ekki öllu fyrir árangurinn á prófinu," sagöi Rúnar. Rúnar sagöi aö ef misskilningur- inn heföi sannanlega áhrif á árang- ur nemenda væri hægt aö láta fram- haldskólann vita hver ástæðan væri. Við inntöku í framhaldsskóla í haust væri þá hægt að taka tiliit til þess. Meö öörum hætti væri ekki hægt að leiðrétta mistökin vegna þess að um var að ræða samræmt próf sem allir nemendur í 10. bekk ættu aö taka. Rúnar sagði enn frem- ur að ábyrgðin á þessum misstökum væri sín. „Skólastjórinn ber ábyrgð á því sem gerist í skólanum. Hann er skipstjóri á þessari skútu,“ sagði Rúnar. -GK Samræmdu prófunum lýkur: Áhyggjur vegna áfengisneyslu Fræöslustjórinn í Reykjavík, Ás- laug Brynjólfsdóttir, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frís í skólum 1. maí, daginn eftir að samræmdum prófum lýkur. Minnir hún á nei- kvæöa reynslu undanfarinna ára vegna óhóflegrar neyslu áfengis og annarra vímuefna. Þeim tilmælum er beint til foreldra og forráða- manna nemenda að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að þessi jákvæða stund breytist í andhverfu sína. Foreldrar eru hvattir til þess að leggja böm- unum liö við undirbúning þessarar fagnaðarstundar. .sv Vestmannaeyjar: Gæsluvarðhald til sunnudags Mennirnir tveir, sem nand- teknir voru í vikunni í Vest- mannaeyjum, verða í gæsluvarð- haldi til morguns. Þeir eru grun- aðir um að hafa brotist inn í fjölda fyrirtækja í Eyjum síðustu mánuði og ýmist haft þaðan verðmæti eða undirbúið stór- þjófnaði. -GK Reykj aneshryggur: 20 til 60 tonn á sólarhring Þokkalegur afli hefur imdan- fama daga verið á karfamiðun- um á Reykjaneshrygg. Þar eru nú 19 íslenskir togarar að veið- um og hafa verið að fá 20 til 30 tonn á sólarhring. Alls er 71 tog- ari á miðunum og þröngt um skipin. Þó hefur ekki borið á ill- deilum síðustu daga. Að jafnaði er togaö í 12 til 15 tíma og fást 10 til 30 tonn í hali. -GK Berar sig reglulega á elliheimilinu Engin leið virðist vera að hafa hendur í hári ungs manns sem með regluleg millibili kemur inn á elliheimilið Hlíf á ísafirði og flettir sig klæðum. Aðeins þrír dagar eru frá því hann kom sein- ast í heimsókn. Lögreglan á ísafirði hefur haldið fund með fólkinu á Hlíf og var þar ákveðið að læsa húsinu fyrr á kvöldin en veriö hefur. Þá var brýnt fyrir fólki að láta lög- reglu vita um leð og mannsins yrði vart þannig að lögreglan ætti meiri möguleika á að ná honum. -GK stuttar fréttir Séra Bolli með valdið Kirkjumálaráöherra hefur falið séra Bolla Gústavssyni að fara með biskupsvald vegna trúnaðarbrots biskups. Siða- nefnd presta vísaði málinu til biskupsembættisins. Biskup ritaði ráðherra bréf og óskaði eftir því að annar lyki málinu. Útvarpið greindi frá. VIII afnema línu- tvöföldun Sjávarútvegsráöherra vill af- nema línutvöföldunina, að sögn Útvarps, en vetrarafli á línu hefur aðeins að hálfu talist tU kvóta frá því kvótakerfinu var komiö á. RÚV sagði frá. Hagnaður hjá SÍF Hagnaöur SÍF hf. og dótturfé- laga nam 169 milijónum í fyrra en 164 milfjónum 1994. Heildar- veltan var yfír 9,5 milijarðar og jókst um 4% frá 1994. Útflutn- ingsverðmæti námu 7,4 millj- örðum króna. Tvelr enn á sjúkrahúsi 13 af 124 einstaklingum, sem veiktust af salmónellusýkingu á Landspítalanum í febrúar, hafa enn ekki náð sér. Tveir eru enn á sjúkrahúsi, að sögn RÚV. Afhenti trúnaðarbréf Sigríöur Á. Snævarr sendi- herra hefur afhent Nelson Mandela, forseta Suður-Afríku, trúnaöarbréf sitt sem sendi- herra með aðsetur I Reykjavík. Skuldir sexfaldast Skuldir íslenskra heimila hafa sexfaldast á 15 árum. Þær voru rúmlega 20% af ráðstöfun- artekjum heimila en nema nú rúmlega 120 %. RÚV sagöi frá. 318 milljarðar Skuldir heimila við lánakerf- ið námu um 318 millöröum í lok síöasta árs og höfðu þá auk- ist um 26 milljarða milli ára. Útvarpið greindi frá. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.