Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 51
JLlV LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 Ingvar Ingvarsson Ingvar Ingvarsson, aöstoðar- skólastjóri og bæjarfulltrúi, Vita- teigi 2, Akranesi, verður flmmtug- ur á morgun. Starfsferill Ingvar fæddist í Brákarey en ólst upp á Akranesi. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akraness 1963 og kennaraprófi frá KHÍ 1968. Ingvar var íþrótta- og æskulýðs- fulltrúi á Akranesi 1968-70, kenn- ari við Barna- og unglingaskóla Hríseyjar 1970-71, skólastjóri Steinsstaðaskóla í Skagafirði 1971-72, sveitarsjóri Hríseyjar- hrepps 1972-74, kennari við Lund- arskóla á Akureyri 1974-85, aðstoð- arskólastjóri Brekkubæjarskóla á Akranesi frá 1985 og þar af skóla- stjóri þar 1993-94. Ingvar er bæjarfulltrúi á Akra- nesi frá 1986, var formaður bæjar- ráðs 1992-93 og forseti bæjarstjórn- ar 1993-1994. Hann var formaður skrúðgarða- og vinnuskólanefndar Akureyrar 1978-82, í stjórn Dvalar- heimilisins Höfða og formaður fjár- öflunar- og framkvæmdanefndar Höfða 1990-94, í stjórn Rafveitu Akraness 1990-92, í stjórn Akranes- veitu frá ársbyrjun 1996 og í stjórn Andakílsárvirkjunar frá 2.4.1996. Ingvar var formaður stjórnar Kennarasambands Norðurlands eystra 1975-76, formaður stjórnar Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, 1980-81, fulltrúi kennara í skólanefnd Akureyrar og fræðs- luráði Norðurlandsumdæmis eystra 1975-82, í stjórn og fulltrúa- ráði og samninganefnd Kennara- sambands Islands 1982-87 og í stjórn Bandalags kennarafélaga 1984-87, sat í stjórn Félags ungra jafnaðarmanna á Akranesi 1968-70, í stjórn Sambands ungra jafnaðar- manna 1968-70, formaður kjör- dæmisráðs Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra 1976-82, og í flokksstjórn Alþýðuflokksins frá. 1986. Fjölskylda Ingvar kvæntist 18.6. 1972 Gunn- hildi Önnu Hannesdóttur, f. 15.8. 1938, matráöskonu og húsmóður. Hún er dóttir Hannesar Sveinsson- ar f. 1906, d. 1991, verkamanns í Hrísey, og k.h., Jóhönnu Kristins- dóttur f. 1906, d. 1987, húsmóður og verkakonu. Stjúpbörn Ingvars eru Sævar Sigmarsson f. 20.10 1956, kvæntur Sigrúnu Hjaltadóttur og eru börn þeirra Sara Hrönn f. 4.1 1977, Gunnhildur Anna, f. 23.9. 1983, og Sævar Örn, f. 30.12. 1990, en dóttir Sævars er Kolbrún, f. 11.3 1976, og er hennar maður maður Ólafur Bjarnason en sonur þeirra er Bjarni Þór, f. 11.7.1992; Sigurhanna Sigmarsdóttir f. 6.11. 1961, gift Ágústi Árna Stefánssyni og eru börn þeirra Sigmar Ingi, f. 6.2 1979, og Ágúst Arnar, f. 9.10. 1987, en sonur Ágústs Árna er Árni Már f. 14.5. 1974; Kristrún Steinunn f. 8.6. 1966, var gift Guðmundi Ómari Pét- urssyni og er dóttir þeirra Helga Sigrún, f. 12.3. 1989, en maður Kristrúnar er Arne Friðrik Karls- son og eru dætur þeirra Gréta Karen, f. 16.10. 1993, og Fanndís, f. 20.4.1996, auk þess sem dóttir Frið- riks er Sandra, f. 29.3. 1991. Systkini Ingvars: Steingrímur H. Ingvarsson, f. 16.11. 1939, umdæm- isverkfræðingur Vegagerðar ríkis- ins á Suðurlandi; Björn S. Ingvars- son, f. 10.4. 1942, rafvirki hjá Raf- verktökum í Reykjavík; Helga Ingvarsdóttir, f. 31.1. 1950, fulltrúi hjá Kassagerö Reykjavíkur; Krist- inn Ingvarsson, f. 13.4. 1962, ljós- myndari hjá Morgunblaðinu. Foreldrar Ingvars: Ingvar Bjömsson, f. 18.6. 1912, d. 28.4 1963, kennari í Borgarnesi og á Akra- nesi, og Svava Steingrímsdóttir, f. 8.9. 1921, húsmóðir, saumakona og skrifstofumaður. Seinni maður Svövu er Páll Hall- afmæli Ingvar Ingvarsson. grímsson f. 6.2.1912, fyrrv. sýslum- aður á Selfossi. Þau búa á Selfossi. Ætt Ingvar var sonur Bjöms Björns- sonar og Kristínar Jónsdóttur. Svava er dóttir Steingríms Davíðs- sonar skólastjóra og Helgu D. Jóns- dóttur á Blönduósi. Ingvar og Gunnhildur taka á móti gestum á Langasandi laugar- daginn 27. apríl (í dag) frá kl. 17.00 til 20.00. Astríður Guðmundsdóttir Ástríður Guðmundsdóttir hús- freyja, Efra-Seli í Hrunamanna- hreppi, verður áttatíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Ástríður fæddist í Vatnadal í Súgandafirði og ólst í í Súganda- firði. Eftir að hún gifti sig bjuggu þau hjónin fyrstu hjúskaparárin í Reykjavík en fluttu síðan að Efra- Seli 1945 og stunduðu þar búskap til 1967. Þá tóku dóttir þeirra og tengdasonur við búinu auk þess sem sonur þeirra stundaði þar bú- skap. Ástríður og maður hennar áttu þó áfram heima í Efra-Seli og þar er hún enn og heldur heimili með syni sínum. Fjölskylda Ástríður giftist 24.10.1936 Daníel Friðrik Guðmundssyni, f. 23.12. 1909, d. 29.5. 1993, bónda og oddvita að Efra-Seli. Hann var sonur Guð- mundar Bjarnasonar og Guðnýjar Arngrímsdóttur, bænda að Hafur- hesti í Önundarfirði. Börn Ástríðar og Daníels Frið- riks eru Helgi Erling Daníelsson, f. 4.7. 1938, starfsmaður hjá Flúða- fiski, búsettur að Efra-Seli; Ásdís Daníelsdóttir, f. 27.2. 1940, búsett í Kópavogi, var gift Sigurjóni Guð- röðarsyni og eru börn þeirra Barði, f. 31.7. 1971 og Ásta, f. 11.4. 1976; Ástríður Guðný Daníelsdótt- ir, f. 30.1. 1948, bóndi í Efra-Seli, gift Halldóri Elís Guðnasyni bónda og eru börn þeirra Daníel, f. 30.4. 1970, en sonur hans er Hákon Egill, f. 1.4.1995, Halldóra, f. 2.11.1974, en unnusti hennar er Unnsteinn Logi Eggertsson; Jóhanna Sigríður Dan- íelsdóttir, f. 30.1.1948, var gift Jóni Hreiðari Kristóferssyni, sem lést 1991, og eru börn þeirra Birgir Þór, f. 20.9. 1970, og Kristín Ásta, f. 20.11. 1980. Ástríður átti fjögur hálfsystkini og ellefu alsystkini. Hún á nú tvo albræður á llfi. Þeir eru Gissur Guðmundsson, f. 22.3. 1907; Þórður Finnbogi Guðmundsson, f. 27.5. 1919. Foreldrar Ástríðar voru Guð- Ástríður Guðmundsdóttir. mundur Júlíus Pálsson, f. 31.7. 1859, d. 13.6. 1932, bóndi í Vatnadal í Súgandafirði, og Herdís Þórðar- dóttir, f. 23.12. 1872, d. 30.8. 1942, húsfreyja. Rútur Skæringsson Rútur Skæringsson trésmiður, Víkurbraut 9, Vík í Mýrdal, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Rútur fæddist á Rauðafelli i Til hamingju með afmælið 28. apríl 90 ára Kristin Jóhannesdóttir, Hringbraut 39, Reykjavík. 75 ára Þórður Tóm- asson, safnvörður í Skógum, Aust- ur-Eyjafialla- hreppi. Þórður er að heiman á af mælisdaginn. Erla Guðmundsdóttir, Sléttuvegi 15, Reykjavík. Guðbrandur Guðmundsson, Miðtúni 3, Kefiavik. 70 ára Hansína Vilhjálmsdóttir, Hraunbæ 126, Reykjavík. Sigurður Sigurðsson, Vonarholti, Kjalarneshreppi. Steinimn Aradóttir, Miðtúni 18, Höfn Hornafirði. Haraldur Guðmundsson, Grundarbraut 5, Ólafsvik. Hann tekur á móti gestum í Dúnd- ursalnum, Dugguvogi 12, laugar- daginn 27.4. frá kl. 17.00-20.00. Gunnar Ólafsson, Hæðargötu 4, Njarðvík. Guðmundur Ingólfsson, Sólvallagötu 57, Reykjavík. Pétur Torfason, Sólvöllum 9, Akureyri. Kristinn Þ. Jensson, Kirkjubraut 2, Akranesi. 40 ára 50 ára Bjami Pétursson, Lautasmára 31, Kópavogi. Sigurður Ó. Kristófersson, Kveldúlfsgötu 18, Borgamesi. Sveinbjörn S. Reynisson, Melbraut 2, Garði. Sigrún Sigurðardóttir, Suðurengi 24, Selfossi. Valgerður K. Sigurðardóttir, Hvassaleiti 155, Reykjavík. María Björk Reynisdóttir, Miðstræti 16, Vestmannaeyjum. Gunnar Ingimundarson, Búlandi 18, Reykjavík. Emil Þór Guömundsson, Lækjarsmára 98, Kópavogi. Margrét Jóhanna Pálmadóttir, Vesturgötu 27B, Reykjavík. Guðmann Bjamason, Kambaseli 25, Reykjavík. Bjami Ingvarsson, Mánagötu 6, Reykjavík. Austur-Eyjafiallahreppi og ólst þar upp. Hann er trésmiður að mennt og starfa en Rútur hefur unnið við smíðar vitt og breitt um Vestur- Skaftafellssýslu. Hann hefur lengst af átt heima í Vík í Mýrdal, eða frá 1945. Fjölskylda Rútur kvæntist 2.6. 1945 Guð- björgu Jónsdóttur, f. 9.12. 1915, húsmóöur. Hún er dóttir Jóns Hjartarsonar og Sigríðar Heiði- mannsdóttur, bænda á Eystra- Skagnesi í Mýrdal. Böm Rúts og Guðbjargar eru Sigurjón Rútsson, f. 8.12. 1944, raf- virki í Vík i Mýrdal, kvæntur Kristínu Einarsdóttur og eiga þau þrjú börn; Kristín Rútsdóttir, f. 21.3. 1947, húsmóðir í Reykjavík, gift Eysteini Helgasyni og eiga þau þrjú börn; Heiðrún Rútsdóttir, f. 23.4. 1948, húsmóðir í Reykjavík, var gift Pálma Frímannssyni sem er látinn, og eru böm þeirra þrjú. Systkini Rúts: Aðalbjörg Skær- ingsdóttir; Sigurþór Skæringsson; Einar Skæringsson; Baldvin Skær- ingsson; Georg Skæringsson, nú látinn; Jakob Skæringsson, nú lát- inn; Anna Skæringsdóttir, nú lát- in; Ásta Ragnheiður Skæringsdótt- ir, nú látin; Guðmann Skærings- son; Kristinn Skæringsson. Foreldrar Rúts voru Skæringur Sigurðsson, f. 14.3. 1886, bóndi að Rútur Skæringsson. Rauðafelli, og k.h., Kristín Ámundadóttir, f. 13.4. 1886, hús- freyja. Rútur verður að heiman á af- mælisdaginn. Rúnar Magnússon Rúnar Magnússon, starfsmaður í mötuneyti og í kertagerðinni að Sólheimum, til heimilis að Undir- hlíð á Sólheimum í Grímsnesi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Rúnar fæddist í Gljúfurholti í Árnessýslu. Hann hefur búið og starfað að Sólheimum frá 1957. Hann starfaði lengi á smíðastof- unni á Sólheimum en starfar nú í mötuneytinu og í kertagerðinni þar. Rúnar hefur lengi verið virkur félagi í Leikfélagi Sólheima og tek- ið þátt í fiölda sýninga með félag- Fjölskylda Systkini Rúnars eru Hulda, Hjör- dís og Jón. Foreldrar Rúnars voru Magnús Ólafsson, sem lést 1972, og Margrét Jónsdóttir sem lést 1986. Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 5SS5M0 auglýsingar Brúðkaup Höíum sali fyrri minni og stærri brúðkaup Látið okkur sjá um brúðkaupsveisluna. HÓTEL tlLÁND 5687111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.