Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 36
44 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 DV l.i'J <4> Smásagnakeppni um Tígra í umferðinni Krakkar? Munið að senda inn sögur um Tígra í umferðinni fyrir 6. maí Allir fá verðlaun! Allir sem senda inn sögur fá að gjöf teinaglit á reiðhjólið. 50 sögur verða valdar og gefhar út í bók; Tígrabókinni. Þeir sem eiga sögu í bókinni eiga möguleika á að vinna reiðhjólahjálm frá versluninni Markinu, Ármúla 40. Til að skila inn sögum getið þið komið við hjá Krakkaklúbbi DV, Þverholti 14, 105 Reykjavík, eða sent okkur sögurnar í pósti. Einnig er tekið við sögum hjá Umferðarráði, Borgartúni 33, 105 Reykjavík Það er leikur að skrifa um Tígra í umferðinni. /VMR Á/múkl 40, »lml 91-J Sí 20 i /££1 y k í samstarfi við og íjE lögregluna Skemmtilegt að leika á móti litla drengnum - segir Erlingur Gíslason sem leikur á móti Bene- dikt syni sínum í Shakespeare-sýningu ara en athygli vekur, þegar sýning- arskráin er skoðuð, að feðgarnir Erlingur Gíslason og Benedikt Er- lingsson leika báðir stór hlutverk í sýningunni. Erlingur leikur reynd- ar þjón Benedikts, sem fer með hlut- verk Orlandos, viðamesta karlhlut- verk sýningarinnar. Erlingur er, sem alþjóð veit, ekki að stíga sín fyrstu skref á sviði. Reyndar á hann 40 ára leikafmæli á Þjóðleikhúsið frumsýndi síðasta vetrardag gamaleikinn Sem yður þóknast eftir meistara leikbók- menntanna, William Shakespeare. Hér er ekki um nýtt verk á fjölum Þjóðleikhússins að ræða heldur var verkið í raun fyrsta Shakespeare- sýning leikhússins, árið 1952, og var þetta jafnframt fyrsta Shakespeare- þýðing Helga Hálfdanarsonar. Sýninguna prýðir einvalalið leik- Shakespeare hefur á þessum tíma verið í fullri samkeppni við aðra afþreyingu eins og við í leikhúsi eigum í hörku- samkeppni vi.'. ,-jónvarp og annað slfkt. Hann þurfti einhvern veginn að freista fólks til að borga sig inn. Maður finn- ur á þessari sýr ír.gu að hann var að búa til virkilegt „show“,“ segir Benedikt Erlingsson sem hér er með föður sín- um í Sem yður þóknast. DV-mynd ÞÖK næsta ári. Þótt einungis séu tvö ár síðan Benedikt útskrifaðist úr Leik- listarskóla íslands er sömu sögu að segja af honum enda sonur leikara- hjóna. Feðgamir léku saman í nokkrum sýningum þegar Benedikt var bam. Til dæmis lék Benedikt engil en Erlingur djöfulinn í Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson, þá léku þeir saman í Góðu sálinni frá Sesúan og Erlingur lætur þess getið að eiginkona hans, Brynja Bene- diktsdóttir, hafi verið ófrísk að Benedikt þegar þau hjónin léku saman í Púntilla og Matta. Af þessu dregur Benedikt þá ályktun að hann eigi 27 ára leikafmæli um þessar mundir. Erlingur og Benedikt segjast ekki hafa átt neinn hlut að máli þegar þeir voru báðir valdir til að fara með hlutverk í Shakespeare-sýning- unni á dögunum. Þeir sem þessu hafi ráðið séu annars vegar leik- stjórinn og verkefnastjóm. Hins vegar hafi samstarfið á æfingum veriö einstaklega skemmtilegt á báða bóga en feðgamir leika mikið saman í sýningunni. „Mér finnst mjög skemmtilegt að leika á móti litla drengnum og sam- starfið hefur verið með ágætum," segir Erlingur. Leiklistin fjölskyldufag Aðspurður hvernig á því stóð að hann ákvað að leggja fyrir sig leik- list segir Benedikt það líklega þannig til komið að þetta sé í eðli sínu fjölskyldufag. Þó hafi tveir bræður hans náð að forða sér í önn- ur störf. „Það má segja að leikhúsið hafi verið bandið sem hélt fjölskyldunni saman. Leikhús er erfiður vinnu- staður en þetta er það sem maður ólst upp við. Hins vegar sagði ég oft sem strákur, þegar ég var spurður að því hvað ég ætlaði að verða þeg- ar ég yrði stór, að ég ætlaði að verða múrari," segir Benedikt en Erlingur segist hafa verið hissa þegar hann uppgötvaði hvaða ævistarf sonur- inn ætlaði að leggja fyrir sig. Sem yður þóknast er gamanleik- ur um lífið sjálft, ástina og alla hennar duttlunga. Erlingur segir að þessu til viðbótar sé eitt og annað sem leikritið fjalli um enda Shakespeare verið pólitískur höf- undur. Benedikt bætir því við að hugsanlega fjalli leikritið líka um það hve konur geti farið illa með menn. Að því leytinu til eigi það fullt erindi við fólk í dag. „Shakespeare hefur á þessum tíma verið í fullri samkeppni við aðra afþreyingu eins og við i leik- húsi eigum í hörkusamkeppni við sjónvarp og annað slíkt. Það er kannski dansandi björn i næsta húsi við leikhúsið og hann þarf ein- hvern veginn að freista fólks til að borga sig inn. Maður finnur á þess- ari sýningu að hann var að búa til virkilegt „show“. Þarna er að sjá glímu, klæðskiptingsatriði, ástina, söngva, dónaskap og fjöldamargt fleira,“ segir Benedikt. En feðgarnir gera meira en að fá útrás fyrir túlkunarþörfina á leik- sviði. í fristundum hafa þeir verið að reisa fjölnota hús, eins og Erling- ur kallar það, við heimili þeirra hjóna í miðbænum. Þar er jafnvel ætlunin að og vera með uppákomur. Erlingur er þó ófús að ræða mik- ið um þetta framtak á meðan það er ekki lengra komið og því spyr blaðamaður hvað sé á döfinni hjá þeim feðgum. Benedikt segir að næst á dagskrá hjá sér sé að setja upp einleik, sem hann hefur unnið upp úr Gunn- laugs sögu Ormstungu ásamt Hall- dóru Geirharðsdóttur og að öllum líkindum verður frumsýndur í ágúst. Næsta verkefni Erlings er hins vegar tengt Listahátíð í Reýkjavík. Um er að ræða Evripídes, Trójudætur sem sýndar voru í Iðnó fyrir nokkrum misser- um. Á Listahátíð verður bætt við einum þætti sem heitir Jötunninn. Inga Bjarnason leikstýrir sýning- unni og Leifur Þórarinsson semur tónlist við verkið. - Er von á frekara samstarfi með fleiri fjölskyldumeðlimum? „Það er mögulegt ef tími vinnst til. Samstarf okkar núna hefur gefið góða raun þannig að það er ekkert útilokað í þeim efnum." Smáauglýsingadeild DV er opin: . virka daga kl. 9-22. laugardaga kl. 9-14. sunnudaga kl. 16-22 auglýsingar 5505000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.