Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 22
22 ■ sérstæð sakamál LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 JL>V Gitti Meyer-lsrov. Ferill Gitti hófst í Beirút. Með verjandanum, Meier Zic, í Tel Aviv. Það leikur lítill vafi á því að hún hefði getað orðið leikkona. Enda var hún það á sína vísu. Hún bjó yfir sérstökum töfrum sem sumir lýstu sem „útgeislun" frá hinum grann- vaxna líkama hennar. Vera má að hún búi enn yfir töfr- um en fáir eru þá til frásagnar um það því hún situr í eina kvenna- fangelsinu í ísrael, með minning- arnar um þá daga þegar hún var þekkt sem „svarta ekkjan frá Tel Aviv“. Hún giftist fimm sinum til ijár en allir fengu eiginmennirnir að gjalda fyrir það. Gitti Meyer hét hún en hún gekk undir mörgum nöfnum meðan hún var og hét. Hún kunni vel við sig þar sem mikið bar á henni en fyrst vakti hún athygli á sér á einu spila- vítanna í Beirut, höfuðborg Lí- banons, sem var lýst sem „París Mið-Austurlanda“ áður en hún var lögð í rúst að stórum hluta tO í ára- langri borgarastyrjöld. En þegar þar kom færði Gitti Meyer sig til Tokýo þar sem hún vakti þegar eftirtekt þeirra sem stunduðu næturlífið. Brottvísun, flakk og rán Fullkomnar upplýsingar hafa ekki birst um það sem Gitti hafði fyrir stafni í Tokýo en þar kom að japanska lögreglan sá ástæðu til að hafa afskipti af henni. Var henni vísað úr landi árið 1969 og þá til Englands en hún var þá með breskt vegabréf. Hún var ekki lengi þar og skömmu síðar var hún komin til Austurlanda fjær, nánar tiltekið til Hong Kong þar sem hún brá sér í hlutverk ítalsks milljónaerfingja. Kom hún sér fyrir á einu dýrasta hótelinu þar. Samkvæmislíf í hópi auðugra kostar sitt en fé Gitti var af skorn- um skammti. Hún reyndi að koma sér úr þeirri klípu sem hún var komin í, eftir að geta ekki greitt reikninga sína, með því að komast yfir skartgripi ófrjálsri hendi. Hún gerði boð fyrir skartgripasala og sagðist hafa áhuga á að versla við hann. Hann kom með safn gripa sem metnir voru á jafnvirði tíu milljóna króna. Gitti lét í ljósi aðdáun sína á skartgripunum en dró síðan upp skammbyssu og heimtaði þá. En hann neitaði að afhenda þá. Því hafði hún ekki búist við og hleypti af. Kúlan lenti í höfði mannsins. Hún tók skartgripina og lét hann liggja í blóði sínu, lífshættulega særðan. I fangelsi Lögreglan í Hong Kong fékk mál- ið til meðferðar sama dag og ekki leið á löngu þar til hún hafði upp á Gitti á öðru hóteli. Hún var þegar sett í varðhald og nokkru síðar var henni birt ákæra fyrir morðtilraun og rán. Fékk hún fimm ára fangelsi og eftir að hafa tekið út dóminn var henni vísað úr landi, enn á ný til Englands. Þegar Gitti hafði komið sér fyrir í London tók hún að leggja snörur sínar fyrir efnamenn með hjóna- band í huga. Henni tókst það með ágætum og ekki bara þar heldur líka í Tel Aviv. Hún giftist íjórum mönnum og allir borguðu þeir henni á endanum verulegar fjár- hæðir fyrir að vera lausir við hana. Um þetta leyti var Gitti orðin þrjá- tíu og fimm ára. Vorið 1983 hitti hún Yosef Isrov, fimmtugan man, á hátíð í Tel Aviv. Henni fannst hún tilvalin eiginkona hans. Hún var yngri og hafði útlitið enn með sér. Þau gengu skömmu síðar í hjónaband. Hann var fimmti eiginmaðurinn hennar. Skjótt skipast veður í lofti Þau hjón fóru í brúðkaupsferð, og virtist þá fara vel á með þeim. En að hveitibrauðsdögunum loknum varð skyndilega breyting á Gitti. Hún fór að hæða mann sinn í annarra viður- vist og gekk jafnvel svo langt að lýsa því yflr að í raun væri hjóna- band þeirra aðeins viðskiptasamn- ingur. Hún hefði gifst honum af því hann væri efnaður. Kong. Loks neitaði Gitti að sofa hjá manni sínum og bauð honum upp á skilnað gegn hæfilegri greiðslu. Yosef sagðist ekki taka í mál að greiða henni það sem hún fór fram á. Afleiðingin varð hörð deila og árið 1985 fluttist Gitti til London. Þá sótti Yosef um skilnað á þeim for- sendum að hún hefði yfirgefið hann. Hún fór þá í skyndi til ísraels en skilnaðarmálið átti að koma fyrir rétt í september. Meðan Gitti var í Tel Aviv varð Yosef skyndilega lasinn. Hann fékk í magann og hélt því fram að kona hans hefði byrlað sér eitur. Lögregl- an komst í málið og þegar hún hafði kynnt sér aðstæður og kannað að hluta fortíð Gitti var henni birtur úrskurður þar sem henni var bann- að að fara úr landi eftir 21. septem- ber. En hún hafði greinilega gert ráð fyrir að henni yrði settur stóll- inn fyrir dyrnar á þennan hátt og fór flugleiðis til Englands þann 20. september. Banvæn töf Nú leið fram á vetur án þess að sæi fyrir endann á skilnaðarmálinu. I janúar var þó ljóst að hægt yrði að kveða upp úrskurð þann 27. janúar. Lá ljóst fyrir að hann yrði á þann veg að Gitti fengi ekkert af eigum manns síns. Af einhverjum ástæðum tafðist að ganga frá skilnaðarplöggunum sem leggja átti fyrir réttinn og dag- inn áður en rétturinn átti að taka málið fyrir, eða þann 26. janúar, fannst Yosef látinn í bíl sínum í út- jaðri Tel Aviv. Bíllinn fannst i litlu stöðuvatni og við hlið líksins fannst tóm viskíflaska. í fyrstu leit lögreglan svo á að slys hefði orðið. Ef til vill hefði öku- maðurinn fengið hjartaáfall vegna ofdrykkju og bíllinn runnið út í vatnið. Fljótlega vaknaði hins vegar grunur um að Gitti bæri sök á dauða manns síns. Hún hafði hags- muna að gæta og það yrði að teljast furðuleg tilviljun ef Yosef Isrov hefði farist af slysförum daginn áður en ganga átti frá skilnaði sem tryggði að kona hans fengi ekki eyri frá honum. Vitni gefur sig fram Ákveðið var að krufning færi fram. Þá kom í ljós að Yosef hafði verið gefið deyfilyf af einhverjum sem hafði síðan komið bílnum út í stöðuvatnið. Var nú kannað hvar Gitti væri en brátt kom í ljós að hún var á Englandi. Hvorki útlendinga- eftirlitið í ísrael né aðrir vissu til þess að Gitti hefði verið í landinu þegar maður hennar dó. Og hún var löglegur erfingi Yosefs. Því rynnu eigur hans til hennar. Greint var frá málinu í blöðum og þá gaf sig fram leigubílstjóri. Hann skýrði lögreglunni svo frá að um fjögurleytið að morgni hins 26. jan- úar hefði hann tekið upp konu við umrætt stöðuvatn og ekið henni út á flugvöll. Lýsing hans á konunni kom heim og saman við lýsingu á Gitti Meyer-Isrov. Haft var samband við lögreglu í London og víðar og brátt þótti ljóst að Gitti hefði komið til ísraels síð- degis 25. janúar á fölsku vegabréfi og farið aftur af landinu með flugvél klukkan hálfsex að morgni þess 26. eða um hálfum öðrum tíma eftir að leigubflstjórinn tók hana upp. Fullkomin játning Staðfesting fékkst skömmu síðar á því að kona, sem svaraði til lýs- ingar á Gitti, hefði komið með þotu til Parísar frá Tel Aviv. Útlendinga- eftirlitinu í París hafði þótt kona ein, sem var með þotunni, vera með grunsamlegt vegabréf og tekið hana til yfirheyrslu. Ekki hafði þó tekist að sýna fram á að vegabréfið væri falsað og fékk hún því að fara leiðar sinnar. Nú leitaði ísrelska lögreglan til starfsbræðra sinna í London en þá var sem jörðin hefði gleypt Gitti. Og í átta mánuði spurðist ekkert til hennar. En 6. október, um átta mánuðum eftir morðið, hafðist upp á henni í London. Var hún tekin til yfir- heyrslu og henni sýndur framburð- ur vitna sem höfðu séð til hennar í ísrael og París í janúar. Þá viður- kenndi hún að hafa farið til Tel Aviv og verið þar þann 25. janúar. Hefði hún átt fund með manni sín- um á Hilton- hótelinu þar til þess að ræða skilnað þeirra og mál honum tengd. Hún sagðist hins vegar hafa farið frá honum klukkan eitt um nóttina eða þremur tímum áður en hann dó og kvaðst enga skýringu geta gefið á því hvernig dauða hans bar að höndum. Ráttarhöld Þegar Gitti var að því spurð hvað hún hefði verið að gera við stöðu- vatnið í Tel Aviv um það leyti sem maður hennar dó sagði hún það hreina tilviljun. Svo margt þótti benda til sektar Gitti að hún var framseld til Israels. Þangað kom hún 1987 og var hún þá tekin til frekari yfirheyrslna. í framhaldi af því var gefin út ákæra á hendur henni. Þá var hún búin að fá sér lögmann. Gitti hélt fast við fyrri frásögn þegar hún kom fyrir rétt í Tel Aviv 1987. En nú hafði hún aðra og full- komnari skýringu á því hvernig Yosef hefði látist. Hún sagði að hann hefði verið undir stýri þegar hann hefði skyndilega fengið ast- makast. Hefði hann misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann hefði lent úti í vatninu og hann hefði ekki getað komist út úr honum. Hefði hún ekkertj getað gert annað en bjarga sjálfri sér en síðan skort kjark til að gefa sig fram. Réttarhöldin drógust ihjög á lang- inn eða allt fram í mars 1988. Þá komst rétturinn loks að niðurstöðu. Gitti Meyer-Isrov var fundin sek um morðið á manni sínum og dæmd í lífstíðarfangelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.