Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 25
|jV LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 *' íþróttir - Nick Faldo Á þessu ári er væn anleg á markaðinn ný tegund af golfboltum og telja fróðir menn að þar geti orðið um byltingu að ræða, bæði fyrir atvinnu- menn og þá sem skemmra eru á veg komnir. Það er japanska fyrirtækið Bridge- stone sem hefur unn- ið í mörg ár að hönn- un boltans í samráði við breska kylfinginn Nick Faldo. Hönnunin er nú á lokastigi og reiknað er með að boltinn komi á markaðinn á síðari hluta þessa árs. Reyndist Faldo vel á US Masters Hinn nýi golfbolti reyndist Faldo vel á nýafstöðnu Masters-móti í Bandaríkjun- um þar sem hann vann glæsi- legan sigur. Faldo vann þ- upp sex högga forskot Greg Normans á lokahringnun eins og frægt er orðið og é Masters lék Faldo með nýja golfboltanum. Þögnin ein Lítið sem ekkert hefur fengist uppgefið um nýja Nick Faldo segir að nýji golfboltinn frá Bridgestone hafi hjálpað sér mikið á með áritað eintak eftir sigurinn á Masters. Nick Faldo vann glæsilegan sigur á US Masters á dögunum. Símamynd Reuter boltann, enda fara framleiðend- ur sér afar hægt áður en boltinn verður settur á almennan mark- að. Hjá Bridgestone ríkir þögnin ein. Faldo er eini atvinnumaður- inn sem enn hefur fengið að nota boltann. „Hjálpaði már mikið" „Þrátt fyrir allt sem sagt hefur verið og skrifað um þennan nýja bolta hjálpaði hann mér mikið í að innbyrða sigurinn á Masters,“ segir Nick Faldo. Það eina sem fengist hefur uppgefið um boltann er að yfir- borð hans er mjög ólíkt því sem verið hefur og eins er hann eitt- hvað frábrugðinn að innan. Breytingin mun þó einkum fel- ast í ytra lagi boltans. „Við erum ekki enn farnir að fjöldaframleiöa þennan nýja golf- bolta en það kann að verða gert fljótlega. Við höfum látið Faldo hafa nokkra bolta til prufu og hann er ánægður," segir Jim Parsons, tals- maður Bridgestone. Hjá Tltleist og Maxfli eru menn rólegir Titleist og Maxfli hafa verið svo til einráðir á markaðnum undanfar- in ár og þar á bæ eru menn rólegir og kippa sér ekki upp við þá ógn sem stafar af nýja boltanum frá Bridgestone. Heimsfrægir kylfingar eins og Greg Norman, Tom Watson, Fred Couples og Ian Woosnam nota allir Maxfli bolta og staða Titleist er mjög sterk. Tuttugu af hæst launuðu kylfing- um á Evróputúrnum nota Titleist bolta og þar á bæ eru menn kok- hraustir enda kannski ekki ástæða til annars. „Rúmlega 80% allra atvinnu- kylfinga á Evróputúrnum nota Tit- US Masters á dögunum. Hér er hann Símamynd Reuter leist bolta. Á síðasta keppnistíma- bili unnu þeir kylfingar sem nota bolta frá Titleist 31 mót af 36,“ segir John Peal, markaðsstjóri Titleist. SfH ar ekki einkalífinu aldo Faldo fullyrðir að nýi boltinn frá Bridgestone eigi eftir að valda bylt- ingu i golfinu. Það kann að vera rétt en nýi boltinn getur varla breytt þeim erfiðleikum sem Faldo hefur átt við að stríða í einkalífinu. Þar hefur hvert vandamálið af öðru skotið upp kollinum og eru það einkum kvennamál hans sem eru í sviðsljósinu. Faldo er tvígiftur. Hann skildi fljótlega við fyrstu eiginkonuna en tók síðan saman við aðra skömmu síðar og eignaðist með henni þrjú börn. Nú er hann í skilnaðarmáli á ný og hefur tekið saman við tvítuga mær í Bandaríkjunum en sjálfur er Faldo kominn á fertugsaldur. -SK Látið Andy Cole alveg í friði - fyrrverandi „markaskorarar" hjá Man. Utd eru óhressir með árásir á Andy Cole Þegar Alex Ferguson, framkvæmdastjóri enska knattspyrnuliðsins Manchester United, keypti Andy Cole frá Newcastle var hann harðlega gagnrýndur af mörgum enda greiddi Ferguson um 700 milljónir króna fyrir Cole. Cole hafði náð ótrúlegum árangri hjá Newcastle og skorað 68 mörk í 84 leikjum. Það var til of mikils ætlast að Cole héldi uppteknum hætti hjá United en áhang- endur liðsins hafa nú tekið til við að baula á Cole í leikj- um United og eru alls ekki ánægðir með það hve fá mörk hann skorar fyrir lið- ið. Nú hafa nokkrir gamlir og fyrrverandi „markaskorar- ar“ tekið að sér að bera hönd fyrir höfuð Cole og sagt stuðningsmönnum United að láta hann einfaldlega í friði. Hann eigi eftir að ná sér verulega á strik hjá liðinu og sérstaklega vegna þess að Alex Ferguson hefur haldið tryggð við þennan snjalla leikmann. Alan Brazil var á sínum- tíma keyptur til Man. Utd fyrir mikla peninga. Hann átti að skora mikið af mörk- um. Niðurstaðan varð sú að hann skoraði aðeins 12 mörk •í 42 leikjum. Gary Birtles átti að skora enn meira af mörkum á sínum tima og kostaði einnig mikla pen- inga. Hann skoraði aðeins 12 mörk í 63 leikjum. Til samanburðar má geta þess að Andy Cole hefur skorað 24 mörk í 59 leikjum. Hann hefur því alls ekki skorað minna af mörkum en margir félagar hans sem keyptir hafa verið tO liðsins gegnum árin. Og hvað sem mörkunum líður þá er Cole mörgum gæðaflokkum betri leikmaður en Alan Brazil og Gary Birtles voru á sínum tíma. Cole hefur yfir mun meiri hraða að ráða, hann hreyfir sig mun betur boltalaus og sendingar hans hafa oft skapað mörk sem aðrir hafa skorað. Margir eru á því að Cole sé búinn að vera sem marka- skorari á þessu tímabili og hann muni ekki ná sér á strik fyrir framan mark and- stæðinganna. Þeir hinir sömu halda því hins vegar fram að á næsta tímabili muni Cole geta blómstrað á ný og skorað mikið af mörk- um. Alan Brazil segir um Andy Cole: „Cole leggur gifurlega hart að sér, kannski einum of hart. Þegar sjálfstraustið er farið er oft erfitt að endurheimta það. Á þessum erfiðu tímum geta áhangendur breytt miklu. í stað þess eru áhangendur Man. Utd að gera honum lífið leitt. En Ferguson hefur mikla trú á Cole og fyrr en varir mun Cole fara að skora mikið af mörkúm fyrir United." -SK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.