Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 56
ll f'imrrtfnMur 1 1. vinningur * j l'krtu vtíbúinín! idnningi ..'?96®©@® 25.4. Heilsugæsla Reykjavíkur: Ekki amast við fríhelgi erlendis - segir forstjórinn „Þaö hafa verið farnar starfs- mannaferðir til þess að kynna sér rekstur annarra heilsugæslustöðva bæði innanlands og erlendis. Við höfum ekki amast við því þótt fólk- ið hafi átt fríhelgi erlendis í leiðinni enda er það svo að nýtt hafa verið helgarfargjöld og tilboð sem eru mun ódýrari en þegar flogið er út og heim samdægurs," segir Guðmund- ur Einarsson, forstjóri Heilsugæsl- unnar í Reykjavík. Hann segir að ein reglugerð gildi um Tíundarsjóði allra heilsugæslustöðva í borginni. -SÁ Skafmiði fylg- ir hverju ein- taki DV í dag DV, Lego og Kjörís standa nú fyr- ir Lego-leik og fylgir skafmiði með hverju eintaki af Helgarblaði DV í dag. Skafmiðar fylgja einnig í köss- um af íspinnum og hlunkum frá Kjörís. Vinningar í Legoleiknum eru 8.020. Þeir eru tvær ferðir til Legolands fyrir tvo, 18 Pro Style ,-k- fjallahjól, 2000 Lego smáöskjur og fleira. -em Á ofsahraða Keflavíkurlögreglan tók í gær 17 ára gamlan ungling á ofsahraða á Garðvegi, milli Keflavíkur og Garðs. Reyndist hann vera á 144 kílómetra hraða þar sem 90 kílómetrar eru há- markið. Hann missti fjögurra mán- aða gömul ökuréttindi sín á staðnum í þessari viku hefur Keflavíkurlög- reglan svipt sex ökumenn réttindum sinum vegna ofsaaksturs. -GK ERU ÞETTA ÞÁ KOMU-GJALDAFAR- ÞEGAR? KIN KIN FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fuilrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Starfsfólk þriggja heilsugæslustööva út í heim fyrir komugjöld: Þetta er til skammar - segir Arnþór Helgason, forystumaöur í samtökum öryrkja „Þessi gjaldheimta og ráðstöfun fjárins er til skammar og ég skora á Ingibjörgu Pálmadóttur heil- brigðisráöherra að taka þetta mál til alvarlegrar athugunar," segir Arnþór Helgason sem lengi hefur verið í forystusveit samtaka ör- yrkja. Arnþór segir að þegar verið sé að spara í heilbrigðiskerfinu þá gangi það hreinlega út yfir aflan þjófabálk þegar sparnaðurinn felist m.a. í því að skemmta starfs- mönnum. „Þessar skemmtiferðir sem maður hefur heyrt um, bæði til Edinborgar og Parísar, og að jafnvel árshátíöir starfsfólks séu kostaðar úr þessum sjóði, hljóta að leiða til þess að þeir sem leita til stöðvanna spyrji sjálfa sig til hvers þeir séu eiginlega að greiða þessi komugjöld. Ég tel að heilbrigðisráðherra verði að kreíjast þess að fá í hend- ur ítarlegar ferðaskýrslur eftir þessa Edinborgarferð Kópavogs- starfsmannanna og Parísarferð Hafhfirðinganna,“ segir Arnþór Helgason. „Það er alveg klárt aö reglugerð um Tíundarsjóð heimilar stöðvun- um að nota hann til endurmennt- unar starfsfólks en ef um misnotk- un er að ræða á þeirri túlkun þá komum við til með að bregðast mjög hart við því,“ segir Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður Ingi- bjargar Pálmadóttur heilbrigðis- ráðherra. . Þórir segir að ráðuneytið hafi kallað eftir upplýsingum um hvemig þessir sjóðir hafi verið notaðir og það hafi vitneskju um dæmi þar sem notkunin var í það minnsta vafasöm. Viðbrögð al- mennings við frétt DV í gær um Parísarferð heilsugæslustarfs- fólksins í Hafnarfirði hafa verið mjög sterk og öll á einn veg; fólk er hneykslað á því að sjúklingar séu látnir kosta utanlandsferðir starfsmannanna, jafnvel hurtséð frá því hvort um sé að ræða skemmtiferðir eða að þær séu farnar í þeim tilgangi að fræða starfsfólkið og gera það hæfara í starfi. Maður sem gegnir stjómunar- stöðu í heilbrigðiskerfmu segir að fræðslugildi þess að senda hópa samstarfsfólks út í helgarferðir til erlendra ferðamannaborga orki mjög tvímælis. Um þessa helgi em flestir starfs- manna heilsugæslustöövarinnar í Kópavogi staddir í Edinborg og í gær sinnti afleysingafólk störfum Edinborgarfaranna. Ekki er langt síðan starfsfólk stöðvarinnar í Ár- bæjarhverfi var í London. -SÁ Að þessu sinni brást það ekki að sumarið kæmi með fyrsta sumardegi. Veðurblíða síðustu daga hefur verið einstök og það líkar ungviðinu. í görðunum spretta laukarnir upp og litlar hendur fá nóg að starfa í sumar. Myndin er tekin í gróðrarstöðinni Grænuhlíð þar sem Kristín B. Birgisdóttir, 5 ára, var að hlúa að nýgræðingunum. Fjöiærar plöntur er nú farnar að springa út mörgum vikum fyrr en í meðalári. DV-mynd GS * í ^ ':i Ú t j 11 SB'- 1 ffi m J ” r , N * 1 íí ■ 1 Drengur í lífs- hættu eftir sjö metra fall Sjö ára gamall drengur slasaðist alvarlega þegar hann féfl nær 7 metra niður í grjóturð við foss i El- liðaánum. Drengurinn var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og var hann lífshættulega slasaður að sögn læknis í gærkvöld. Slysið varð siðdegis í gær nærri félagsheimili Rafmagnsveitu Reykjavikur. Drengurinn mun hafa verið að leik á hjóli þegar hann féll fram af berginu við fossinn. -GK Kópavogur: Nágranninn bjargaði húsinu Ávökull náganni kom í veg fyrir að stórtjón yrði í eldi á íbúðarhúsi í austurbæ Kópavogs í gær. Eldurinn kom upp í garðhýsi við húsið síð- degis. Heimilisfólkið er statt í út- löndum en nágranninn sá hvað verða vildi og gat slökkt áður en stórbruni varö. Að sögn lögreglu bendir flest til íkveikju. -GK Hæg breytileg átt Á morgun verður norðvestangola eða kaldi. Sums staðar dálítil súld norðan- og vestanlands en skýjað með köflum á Suður- og Austurlandi. Hiti 2 til 10 stig, mildast suðaustanlands. Á mánudag verður hæg breytileg átt og skýjað að mestu en þurrt. Hiti 2 til 8 stig. Veðrið í dag er á bls. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.