Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 - segir Percy Stefánsson, sem fjallar um lífið, fordómana, alnæmið og samkynhneigðina Percy Stefánsson er tæknifræðingur og hefur búið í Reykjavík síðan 1978. Sama ár kynntist hann sambýlismanni sínum, Sigurði Rúnari, og kallar hann árið ’78 Gullna árið enda Samtökin líka stofnuð þetta ár. DV-myndir Brynjar Gauti „Það eru auðvitað heilmikU við- brigði að fá að vita að maður sé með ólæknandi sjúkdóm. Manni bregður óneitanlega, verður pínulítið dofinn og þarf virkUega að hugsa sinn gang. Ég man að þegar ég greindist jákvæður þá var ég fyrst hissa og hugsaði sem svo: „Af hverju ég?“ Þetta gæti komið fyrir alla nema mig. Það þarf hins vegar ekki nema eitt skipti ef maður er óheppinn og passar sig ekki. Maður hefði aUt eins getað spurt sig: „Af hverju ekki ég?“ Þetta hefur bæði verið létt og erfitt. í dag finnst mér þetta líka hafa gefið mér heilmikið. Þetta hef- ur þroskað mig og breytt mér. Það er erfitt að segja að maður hafi þurft að veikjast til að sjá að það er hægt að lifa lífinu öðruvísi en mað- ur gerði," segir Percy Stefánsson, 48 ára tæknifræðingur og fyrrum stjórnarmaður í Samtökunum 78. HlV-jákvæður í 12 ár Percy er samkynhneigður og greindist HlV-jákvæður árið 1988. Hann segist líklega hafa smitast fjórum árum fyrr en er mjög þakk- látur fyrir að hafa sloppið við alla fylgisjúkdóma sem gerir það að verkum að hann er ekki með al- næmi samkvæmt skUgreiningunni. Þegar Percy smitaðist var um- ræðan um alnæmi af komast af stigi geðshræringarinnar. „Umræðan var að skána. Hún var að færast af því stigi að tölur voru birtar um hve margir væru látnir. Þessi hræðsluáróður hafði minnkað en var þó enn við lýði. Það var ekki komin ákveðin ráðgjöf fyrir þá sem greindust jákvæðir og annað slíkt. Auðvitað tók það á en ég var svo heppinn að vera í sambúð, annars hefði þetta ekki gengið svona vel og ég er mjög þakklátur fyrir það.“ Percy segir, þegar hann lítur yfir farinn veg, að í sjálfu sér hafi sjúk- dómurinn ekki verið það versta. „Það sem var erfiðast var umræð- an sem var í gangi. Það var þessi tenging við homma, kynlíf og sprautufikla. ÖU sú hræðsla sem var í gangi og þessi tenging við það sem fólk ræðir ekki upphátt gerði þetta svo erfitt. Ég gat lítið sem ekk- ert talað um þetta. Þess vegna flúði ég inn í þögnina sem var óskaplegt. Ég þagði í fimm ár um þetta. Ef ég sé eftir einhverju þá sé ég eftir því.“ Percy segist hafa brugðist við fréttunum um að hann væri HlV-já- kvæður með því að halda áfram að vinna. Hann hafi lítið gert fyrir sjálfan sig. Drakk til að slaka á „Ég datt oftar f það um helgar - fór svona á helgarfyUirí. Ég reyndi að slaka á með því að fá mér vín. Þetta voru þessar hefðbundnu leiðir sem ég valdi og þær voru ekki tU góðs því auðvitað breyttist ekkert - ég þurfti að vakna á mánudegi og fara í vinnuna eins og aðrir. Þá sat aUt eftir og oft leið manni verr. Þetta var hins vegar sú leið sem ég valdi. Hún kom til af því að það var talsvert mál fyrir mig að sætta mig við að ég væri hommi og ofan á það lagðist alnæmið." Percy segir sambýlismann sinn, Sigurð Rúnar, sem hann hefur búið með í 18 ár, hins vegar hafa brugð- ist við þessu á aUt annan hátt. Hann hafi fengið sér trúnaðarvini sem hann ræddi við um hvernig komið var. „Ég gerði ekki neitt. Ég sagði ekki fjölskyldu minni frá þessu, öðr- um en bróður mínum, þannig að þetta var orðið mjög erfitt. Það voru fáir sem skildu af hverju ég var í skapinu eins og ég var. Enginn vissi af hverju ég var eiginlega ekki við- ræðuhæfur í marga daga i senn. En svona gekk þetta í nokkur ár þar tU ég fann að ég var kominn út í horn. Það var svo árið 1993 að ég áttaði mig á því að ég varð að finna leið út úr þeim ógöngum sem ég hafði ratað í, ef ég ætlaði ekki að enda í einhverri vesöld. Þá gerðist það að hringt var í mig og ég beðinn að ræða mín mál opinberlega. Ég sagði já og síðan hefur þetta rúllað." Á þessum tímapunkti höfðu Percy og Sigurður Rúnar samband við aUa sína vini og ættmenni og sögðu þeim frá því hvernig heUsu- fari Percys væri háttað. Sjálfur seg- ir Percy mikla breytingu hafa orðið á lífi sínu við þetta. Hann segir aUa hafa brugðist rétt, eða eins og hann vUdi, við fréttunum. VissiUega hafi sumir verið reiðir en þá einungis vegna þess að þeim var ekki trúað fyrir tíðindunum fyrr. Vann með sjálfan mig „Það eitt að ræða um hlutina breytti ekki öUu. Ég þurfti að gera eitthvað meira fyrir mig. Árið 1994 fór ég því í áfengismeðferð og það má segja að þá hafi orðið vendi- punktur í lífi mínu. Ég þurfti að læra mikið á sjálfan mig og vinna mikið í mér og mínum málum. Það var í raun það sem breytti öllu. ÖU sú vinna sem ég hef unnið eftir það hefur verið tU mikUs fyrir mig sem manneskju. Hún hefur falist í því að ég hef verið að byggja mig upp því ég var ákveðinn í því að reyna að snúa þessu dæmi við. Ég hef byggt mig upp andlega en einnig líkam- lega þótt það hafi verið minna en tU stóð - ég er svo latur við járnaruslið. Við breyttum mataræði okkar og ég hef frá þeim tíma reynt að sætta mig við mig sem mann- eskju - sem homma, sem HlV-já- kvæðan og reynt að læra að lifa með þessu.“ Percy segir að þetta hafi gengið ágætlega þótt um sé að ræða eUífa baráttu. Hann hefur, sem fyrr segir, verið svo heppinn að halda heUsu en andleg líðan hans er misjöfn. Hann finnur líka fyrir því að líkam- leg líðan hans fer eftir því hvernig honum líður andlega. Eins og fram kom í fjölmiðluin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.