Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 13
IjV LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 W*— enning Alfred Schnittke Meðal þekktustu rússneskra tón- I skálda á okkar tímum er Alfred ' Schnittke. Á ekki ósvipaðan hátt og landi hans Dmitri Shostakovich gerði á sínum tíma, hefur Schnittke I tekið þátt í hinum miklu tónlistar- legu umbyltingum aldarinnar, en þó i fjarlægð og með vissri varkárni og tortryggni og án þess að sleppa tök- um á hinni rússnesku hefð. Fyrir bragðið er stíll hans mjög persónu- legur, nútímalegur með gamaldags ívafi. Meðal ein- kenna hans má nefna sterka til- finningu fyrir því dramatíska. Oft er bók- menntalegur bakgrunnur að verkunum. Vinnu- brögð hans byggja á thematík og smástígri hljómfræði. í nýrri verk- um sínum teflir Schnittke oft saman óskyldu efni, lánuðu og frumsöndu í anda hins vinsæla coliage stíls. Nú fæst í hljómplötuverslunum diskur með viðamiklu hljómsveitar- verki eftir Schnittke, sem hann nefnir Symphony no. 2, „St. Flori- an“. Það hefur lengi verið í tísku hjá sumum tónskáldum að segja rómantískar sögur um tilurð verka sinna í anda þjóðsögunnar um það,þegar Beethoven samdi Tungl- skinssónötuna. Schnittke fer að þessu dæmi og segir sinfóníuna sprottna af heimsókn sinni í austur- ríska kirkju, „St Florian" þar sem hann stóð um hrið og lét áhrifin streyma inn í sál sína. Til þess að undirstrika trúarlegt eðli verksins skrifaði hann hljóma þess þannig að þeir mynduðu kross á nótnablað- inu. Allt þetta kann að hljóma bamalega en kemur þó ekki að sök því þessa gætir hvergi í tónlistinni. Hún er ekta Schnittke, bæði að inn- taki og ytra byrði. Stórformið bygg- ir á hinu gamla messuformi og hver kafli hefst á gregorssöng, en síðan tekur hljómsveitin við og aðalefni verksins er í hennar höndum. Slík samblöndun óskylds efnis er vafasöm frá listrænu sjónarmiði og hljómar oftast eins og ódýr lækning á hugmyndaskorti. Vandinn er að gera slíkt verk að sjálfstæðri heild. Til eru dæmi um að mönnum takist þetta vel. Má þar nefna flðlukonsert Bergs þar sem gamall sálmur í hljómsetningu Bachs kemur fyrir. Lausn Bergs byggir m.a. á því að flétta tónbilabyggingu sálmsins inn í tólftónaröð verksins svo að hann rennur eðlilega inn og út úr verk- inu. Sálmurinn verður sama kyns og aðrir hlutar verksins en með öðrum lit. Hjá Schnittke er ekki slíku til að dreifa. Gregorssálmarnir eru í eng- um tengslum við verkið að öðru leyti en hvað hugblæ varðar, sem jafnan er hátíðlegur og alvarlegur. Þetta gefur verkinu hráan svip. Það er eins og tónskáldið hafi ekki nennt að kafa til hlítar niður í efn- við sinn og mikið álitamál er hvort ekki hefði verið betra að sleppa gregorssöngvvmum. Þrátt fyrir þessar athugasemdir er það ánægjuleg reynsla að hlusta á þetta verk. Schnittke hefur óvenjulega gott vald á að tjá stemn- ingu og tilfmningar. Hann býður ekki aðeins upp á falleg hljóð held- ur virðist fleira búa að baki. Þján- ing og gleði, myrkur og birta fær ríkulega útrás í vönduðum búningi hins þjálfaða tónskálds. Diskur þessi er gefinn út að BIS útgáfunni og flutningur er í hönd- um Royal Stockholm Philharmonic Orchestra ásamt einsöngvurum og kór undir stjórn Leifs Segerstams. Ekki er annað að heyra en að flutn- ingur þeirra sé til fyrirmyndar og hljómur verksins mjög góður. Ef að einhverju mætti finna þá er endur- ómur ef til vill fullmikill á stöku stað. Hljómplötur HnnurM Stefánsson Örugg raflögn er ódýr fjölskyldutrygging. Slys vegna lélegra raflagna eru of dýru verði keypt. Búðu fjölskyldunni öruggt umhverfí. Láttu viðurkenndan fagmann lagfæra það sem betur má fara. RAFMAGNSVEITA LANDSSAMBAND RAFIDNAÐARSAMBAND REYKJAVÍKUR ÍSLENSKRA RAFVERKTAKA ISLANDS y _ sviðsljós ~~k ýc Á leið á frumsýningu 7////////////////, 15% staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur og stighækkandi birtingarafsláttur ggg Smá- auglýsingar Richard Gere elskar ekki ljós- myndara en lætiu sig þó hafa það að stoppa og leyfa þeim að smella af sér myndum þegar myndimar hans Richard Gere leyfði myndatöku þeg- ar hann var á leið á frumsýningu myndarinnar The Birdcage í Los Angeles nýlega. Með honum er vin- kona hans, Carey Lowell, úr Sleep- less in Seattle. eru frumsýndar. Hér er Gere spari- klæddur á leið á frumsýningu myndarinnar The Birdcage í Los Angeles ásamt vinkonu sinni og leikkonunni, Carey Lowell. Eins og lesendur muna gerði Lowell garð- inn frægan í Sleepless in Seattle. Dagar þnmgnir gróðurilmi og ljúfu lifi VORt Lágmarksdvöl er 3 dagar og hámarksdvöl er 7 dagar. Síðasti heimkomudagur er 2. júní. Hafðu samband við sölufólk okkar, ferðaskrifstofumar eða í síma 50 SO 100 (svarað mánud. - föstud. frá kl. 8 -19 og á laugard. frá kl. 8 -16.) FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi Vorferðir á sérstöku tilboðsverði til 2. júní 10.000 kr. afsláttur af verði pakkaferða. Flug, gistingí 3,4 eða 7 nætur og íslensk fararstjóm. Verðfrá ^820 kr. á mann í tvíbýli í 3 daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.