Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 50
5» afmæli LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 TIV i Guðmundur Sveinsson Guðmundur Sveinsson, fyrrv. skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, til heimilis að Flúðaseli 30, Reykjavik, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1941, embættis- prófl í guðfræði við HÍ 1945, stund- aði framhaldsnám í gamlatesta- mentisfræðum við háskólann í Kaupmannahöfn 1948-50, lauk prófi í hebresku 1949, stundaði fram- haldsnám í semítamálum og gamlatestamentisfræðum við há- skólann í Lundj og lauk þaðan fil. cand.-prófi 1951, vann að fræðslu- störfum við háskólann í Kaup- mannahöfn 1953-54, við háskólann í Manchester sumarið 1956, kynnti sér rekstur samvinnuskóla á Norð- urlöndum, Þýskalandi og Englandi sumarið 1955, fór námsferð til Sviss 1956, kynnis- og námsferð til Bandaríkjanna 1963 og 1974 og til Norðurlandanna, Þýskalands og Bretlands 1974. Guðmundur var stundakennari við KÍ 1943-45, stundakennari við Bændaskólann á Hvanneyri 1945-48, 1952-53 og 1954-55, kenndi guðfræði við HÍ 1952 og 1954, var skólastjóri Samvinnuskólans í Bif- röst 1955-74, skólastjóri Bréfaskóla SÍS 1960-74 og skólameistari Fjöl- brautaskólans í Breiðholti 1974-91. Guðmundur var sóknarprestur í Hestþingum 1945-56. Hann var for- maður nefndar er samdi heildar- frumvarp um fullorðinsfræðslu 1971-74, sat í nefnd er gerði tillögur um skipan fjölbrautaskóla í Reykjavík 1973, sat i námskrár- nefnd Fjölbrautaskólans í Breið- holti frá 1978, var formaður sund- laugarnefndar Breiðholts frá 1980 og í starfshópi á vegum mennta- málaráðuneytisins 1981 að sam- ræma nám í framhaldsskólum með áfangakerfi 1976. Guðmundur var ritstjóri Sam- vinnunnar 1959-63. Hann hefur skrifað fiölda greina og ritgerða um guðfræðileg, trúarleg og menning- arleg málefni. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 15.4. 1944 Guðlaúgu Einarsdóttur, f. 3.5. 1918. Hún er dóttir Einars Jónssonar, kennara og verkstjóra í Reykjavík, og k.h., Guðbjargar Kristjánsdótt- ur. Dætur Guðmundar og Guðlaugar eru Guðbjörg, f. 18.2. 1943, skrif- stofumaður í Reykjavík, gift Ólafi Péturssyni og eiga þau tvö börn; Þórfríður, f. 28.9. 1944, skólastjóri við Andakílsskóla á Hvanneyri, gift Gísla Kr. Jónssyni og eiga þau þrjú börn; Guðlaug, f. 22.5. 1952, skrifstofumaður í Reykjavík, gift Steinþóri Guðbjartssyni og eiga þau þrjú börn. Systir Guðmundar: Guðrún Sveinsdóttir, f. 23.7. 1927, kennari í Kópavogi, ekkja eftir Magnús Bær- ing Kristinsson, skólastjóra Kópa- vogsskóla, og eru börn þeirra fimm. Foreldrar Guðmundar voru Sveinn Óskar Guðmundsson, f. 5.11. 1895, d. 13.11. 1973, múrara- meistari í Reykjavík, og k.h., Þór- fríður Jónsdóttir, f. 26.4. 1895, d. 20.12. 1973, húsmóðir. Ætt Sveinn Óskar var sonur Guð- mundar Sveinssonar stýrimanns. Móðir Sveins Óskars var Guðrún Guðmundsdóttir, b. á Staðarhóli í Andakíl, Runólfssonar, b. á Innri- Skeljabrekku, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Ástríður Jónsdótt- ir. Móðir Guðrúnar var Halldóra, dóttir Gamalíels Sigurðssonar á Grjóteyri í Andakíl og Ingibjargar Halldórsdóttur. Þórfríður var systir Einars yfir- verkstjóra, afa Einars G. Jónsson- ar, sóknarprests á Kálfafellsstað. Guðmundur Sveinsson. Þórfríður var dóttir Jóns, b. í Saur- haga á Völlum, bróður Hjörleifs á Undirfelli, föður Einars Kvarans rithöfundar. Jón var sonur Einars, prests í Vallanesi, Hjörleifssonar, prests á Hjaltastöðum, Þorsteins- sonar, bróður Guttorms, prófasts á Hofi, langafa Þórarins á Tjörn, föð- ur Kristjáns Eldjárns forseta. Móð- ir Jóns í Saurhaga var Þóra Jóns- dóttir, vefara á Kórreksstöðum og ættföður Vefaraættarinnar Þor- steinssonar. Móðir Þórfríðar var Guðlaug Einarsdóttir, b. í Firði í Mjóafirði, Halldórssonar og Önnu Jónsdóttur, b. á Urriðavatni, Árna- sonar í Löndum Torfasonar. Auður Ingibjörg Ottesen Auður Ingibjörg Ottesen, garð- yrkjufræðingur og smiður, Sól- vallagötu 52, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Auður fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hveragerði. Hún stund- aði nám í húsasmíði, lauk sveins- prófi í þeirri grein 1984 og lauk námi í húsamíði 1985 og námi frá Garðyrkjuskóla ríkisins af garð- plöntubraut 1990. Auður vann við smíðar hjá Slippfélagi Akureyrar 1978-80, hjá Halldóri Bachmann 1981-84 en hef- ur svo starfað sjálfstætt við endur- byggingu gamalla húsa og starf- rækt garðaþjónustu. Þá var hún ræktunarstjóri hjá Skógræktarfé- lagi Reykjavíkur 1992-95. Auður starfrækir nú leikfangafyrirtækið Barnagull í handverkshúsinu El- gömlu ísafold i Þingholtsstræti auk þess að reka garðaþjónustu. Fjölskylda Sonur Auðar og Gunnars Evgen- íusar Randverssonar, tónmennta- kennara og ljóðskálds, er Hálfdán Mörður Gunnarsson, f. 29.7. 1980. Systkini Auðar eru Skafti Geir Ottesen, f. 3.10. 1947, hótelstjóri á Breiðdalsvík, en kona hans er Guð- ný Gunnþórsdóttir og eiga þau þrjá syni; Sigurbjörg Ottesen, f. 10.3. 1950, deildarfóstra í Reykjavík, og á hún þrjá syni; Guðný Ásta Ottesen, f. 14.8. 1951, skrifstofustjóri í Reykjavík, en maður hennar er Sigurður Ólafsson og eiga þau tvö börn; Anna Katrín Ottesen, f. 28.3. 1954, sjúkraþjálfari í Ólafsvík, en maður hennar er Stefán Garðars- son og á hún einn son; Morten Geir Ottesen, f. 5.4. 1959, húsasmiður í Ólafsvík en kona hans er Kolbrún Bjarnadóttir og eiga þau þrjú börn; Svava Ottesen, f. 8.10. 1964, d. 31.3. 1965; Sólhildur Svava Ottesen f. 13.4.1967, háskólanemi í Reykjavík. Foreldrar Auðar eru Oddgeir Ágúst Lúðvík Ottesen, f. 18.12.1922, gistihússtjóri og fyrrv. oddviti í Hveragerði, og k.h., Geirlaug Skaftadóttir Ottesen, f. 10.7. 1927, húsmóðir. Ætt Oddgeir er sonur Mortens Ottes- ens, fulltrúa í Reykjavík, sonar Oddgeirs Ottesens, b. á Ytra-Hólmi, Oddssonar, Péturs, b. þar, Lárus- sonar, kaupmanns í Reykjavík, Oddssonar, klausturhaldara, bróð- ur Sigurðar, biskups á Hólum. Hálfbróðir Odds var Ólafur Steph- ensen, ættfaðir Stephensenættar- innar, en hálfsystir Odds var Sig- ríður, ættmóðir Thorarensenættar- innar. Móðjr Odds Péturs var Sigrine, veitingakona í Dillons- húsi, Þorkelsdóttir, kaupmanns í Reykjavík, bróður Ólafs í Vind- hæli, föður Magnúsar, ættföður Bergmannsættarinnar, Björns, ætt- föður Olsenættarinnar, og Oddnýj- ar, móður Guðrúnar, ættmóður Blöndalættarinnar. Móðir Mortens var Sigurbjörg, systir Oddnýjar, móður Jóns Helgasonar ritstjóra. Bróðir Sigurbjargar var Ásgeir, faðir Magnúsar skálds og Leifs pró- fessors. Sigurbjörg var dóttir Sig- urðar, b. á Efstabæ, Vigfússonar, og Hildar, systur Símonar, afa Jó- hannesar Zoéga, fyrrv. hitaveitu- stjóra. Hildur var dóttir Jóns, ætt- föður Efstabæjarættarinnar, Sím- onarsonar, bróður Teits, ættföður Teitsættarinnar, langafa Helga Sig- urðssonar hitaveitustjóra og Ósk- ars Vilhjálmssonar, garðyrkju- stjóra Reykjavíkur. Móðir Hildar var Herdís Jónsdóttir, b. á Þor- valdsstöðum, Auðunssonar. Móðir Auður Ingibjörg Ottesen. Jóns var Margrét Þorvaldsdóttir, systir Jóns, ættfóður Deildartungu- ættarinnar. Móðir Oddgeirs var Anna Bjarn- arson frá Saurbæ í Dölum. Geir- laug er dóttir Skafta Þorlákssonar og Önnu Katrínar Jónsdóttur frá Viðey. 111 hamingju með afmælið 27. aprH 95 ára_______________ Ása Þ. Gissurardóttir, Hrafnistu í Reykjavík. 85 ára Hrólfur Jakobsson, Hólabraut 16, Skagaströnd. 80 áxa Hulda Sveinbjörnsdóttir, Engihjalla 11, Kópavogi. María Guðnadóttir, Vallholtsvegi 17, Húsavík. Jóhann Kr. Hannesson, Grettisgötu 19A, Reykjavík. 75 ára Brynhildur Jónsdóttir, Borgabraut 13, Hólmavik. 70 ára Huldís Annelsdóttir, Langholtsvegi 56, Reykjavík. Gunnhildur A. Magnúsdóttir, Öldusíg 10, Sauðárkróki. Andreas Færseth, Háaleiti 22, Keflavík. Guðmundur Jónsson, Ketilsstöðum, Dalabyggö. 60 ára Hrafnhildur Sigurðardóttir, Fannafold 2, Reykjavík. Eðvarð Siguijónsson, Aðalgötu 5, Stykkishólmi, Ulrik Arthúrsson, Lambastaðabraut 2, Seltjarnar- nesi. Anna Bjamadóttir, Gnoðarvogi 58, Reykjavík. Sigríður Bjamadóttir, Ásbraut 7, Kópavogi. 50 ára Hlín Aðalsteinsdóttir, Stelkshólum 2, Reykjavík. Jóhanna Dagbjört Jónsdóttir, Laugarvegi 44, Siglufirði. Bjöm Árnason, Ásbúð 62, Garðabæ. 40 ára_____________________ Rúnar Steinn Ólafsson, Meistaravöllum 7, Reykjavík. Vilhjálmur Ari Arason, Leiöhömrum 10, Reykjavík. Guðrún Aradóttir, Hraunbæ 48, Reykjavík. Magnús Gíslason, Flókagötu 49, Reykjavík. Tómas Guðmundsson Tómas Guðmundsson, fyrrv. sóknarprestur og prófastur í Hveragerðisprestakalli, Frostafold 25, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Tómas fæddist að Uppsölum í Norðurárdal í Mýrasýslu en ólst upp í Tandraseli í Borgarhreppi. Hann stundaði nám við Héraðs- skólann í Reykholti 1942^54, Hér- aðsskólann á Laugarvatni 1945-46, lauk stúdentsprófi frá MA 1950, kandidatsprófi í guðfræði frá HÍ 1955 og stundaði framhaldsnám í sjúkrahúsþjónustu og kirkjulegu félagsstarfi við St. Lukas stiftelsen í Stokkhólmi 1970. Tómas stundaði ýmis sumarstörf á námsárunum, s.s. við skógrækt, trésmíðar, múrverk og vann við raflagnir. Þá var hann lögreglu- þjónn í Reykjavík 1952-55. Tómas var sóknarprestur í Pat- reksfiarðarprestakalli 1956-70, og gegndi þá oft aukaþjónustu í Bíldu- dals-, Sauðlauksdals- og Brjáns- lækjarprestaköllum, og var sóknar- prestur í Hveragerðisprestakalli 1970-95. Hann var prófastur í Ár- nesprófastsdæmi frá 1986. Þá var Tómas skólastjóri Iðnskólans á Pat- reksfirði í tólf ár og stundakennari við Iðnskólann á Selfossi í tíu ár. Fjölskylda Tómas kvæntist 20.10. 1951 Önnu Ólöfu Sveinbjörnsdóttur, f. 13.6. 1931, iðjuþjáífa. Hún er dóttir Sveinbjörns Sigurðssonar loft- skeytamanns og Ólafiu Þuríðar Pálsdóttur húsmóður. Börn Tómasar og Önnu Ólafar eru Sveinbjörn Sigurður Tómas- son, f. 5.4. 1952, vöruflutningabíl- stjóri, en kona hans er Dagmar Ás- geirsdóttir og eiga þau þrjár dætur, Önnu Ólöfu, Fanneyju og Erlu Snædísi; Ólöf Elín Tómasdóttir, f. 18.11. 1958, fatahönnuður, og á hún þrjú börn, Díönu, Svein og Tómas, en maður hennar er ísleifur Sveinsson; Guðmundur Tómasson, f. 19.4. 1964, flugmaður, en kona hans er Fríða Jónsdóttir og eiga þau þrjú börn, Jón Andra, Önnu Helen og Kristrúnu Lóu. Systur Tómasar eru Fjóla Guð- mundsdóttir, f. 12.10. 1912, fyrrv. húsfreyja 1 Stóru-Skógum; Hall- dóra, f. 8.10. 1917, hjúkrunarkona í Kópvogi; Margrét, f. 10.4.1921, hús- móðir á Selfossi; Ásta, f. 28.10.1930, húsmóðir á Selfossi. Foreldrar Tómasar eru Guð- mundur Tómasson, f. 14.9. 1891, d. 13.9. 1989, bóndi í Tandraseli í Borgarhreppi, og k.h., Ólöf Jóns- Tómas Guðmundsson. dóttir, f. 15.11. 1887, d. 15.8. 1955, húsfreyja. Ætt Guðmundur var sonur Tómasar Guðmundssonar, b. á Einifelli, og k.h., Ásrósar Sumarliðadóttur. Ólöf var dóttir Jóns Bjarnasonar, b. á Einifelli, og k.h„ Gróu Hall- dóru Jónsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.