Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 JÖ'V fréttir Viöræður hafnar um sameiningu ÚA og dótturfyrirtækja Samherja: Samherjamenn að leysa vanda bæjarstjórnarinnar? Húsakostur Útqerðarfélags AZkureyringa. DV-myndir gk Hús Strýtu hf. á Akureyri DV, Aknreyri: „Það er alveg ljóst að ef Sam- herjamenn hefðu ekki komið fram meö þetta tilboð sitt þá hefði meiri- hiutinn í bæjarstjórn verið í áfram- haldandi vandræðum með hvaða leið skyldi fara í málinu og þessi vandi nær reyndar til bæjarstjóm- arinnar allrar. Bæjarfulltrúar hafa verið að tvístíga með það hvemig standa ætti að sölu hlutabréfa bæj- arins í Útgerðarfélaginu, hversu mikið ætti að selja og svo framveg- is.“ Þessi orð ónafngreinds aðila, sem tengist hugsanlegri sameiningu Út- Fréttaljós Gylfi Kristjánsson gerðarfélags Akureyringa og þriggja dótturfyrirtækja Samherja hf., end- urspegla þau viðhorf sem hafa verið uppi í viðræðum manna á milli á Akureyri undanfarna mánuði um málefni ÚA og hugsanlega sölu hlutabréfa Akureyrarbæjar í fyrir- tækinu en eignarhluti bæjarins nemur 53%. Ekki var hægt að sjá hvernig bæjarfulltrúar myndu ná lendingu í málinu, margir töluðu um að aldrei yrði nein sátt í bæjar- stjóm um þá leiö sem fara ætti og jafnvel hefur verið um það rætt að þetta gæti orðið banabiti bæjar- stjómarmeirihlutans. Samherji með hnífinn Margir telja aö með tilboði sínu hafi Samherjamenn birst með hníf- inn og skoriö á þann hnút sem upp var kominn, en Samherji bað Akur- eyrarbæ um könnunarviðræður þar sem könnuð yrði sameining Útgerð- arfélags Akureyringa og þriggja dótturfyrirtækja Samherja, Strýtu, Söltunarfélags Dalvíkur og Oddeyr- ar. Þessar viðræður em hafnar og er talið að ekki taki mjög langan tíma að sjá hvort þær leiða til já- kvæðrar niðurstöðu. í bréfi sínu til Jakobs Bjömsson- ar bæjarstjóra óskaði Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Samherja, jafnframt eftir því að kannaður yrði möguleiki á að Akureyrarbær seldi hluta 53% eign- arhluta síns í ÚA til Samherja og annarra, þó meö það markmið að Akureyrarbær yrði áfram sterkur eignaraðili að fyrirtækinu. Kratar kátir Allir sem tjáð hafa sig opinber- lega um þetta tilboð Samherja- manna hafa tekiö því jákvætt og t.d. er vitað að þetta fellur vel að vilja alþýðuflokksmanna sem eiga einn mann í bæjarstjómarmeirihlutan- um. Fram að þessu tilboði Samherj- amanna vom þær raddir ávallt há- værar að það mætti ekki gerast að meirihlutinn í ÚA kæmist í hendur einhverra aðila utan bæjarins sem myndu síðan hafa sína hentisemi og e.t.v. flytja reksturinn og kvótann að einhverju leyti úr bænum.. Margir sem svona hugsuðu telja að tilboð Samherja tryggi að slíkt muni ekki gerast og þaö skipti ekki minnstu máli. Þá er það ekkert launungarmál að bæjarbúar treysta flestir a.m.k. Samherjamönnum bet- ur en öðrum til að stuðla að enn frekari sókn í útgerð og fiskvinnslu í bænum. Besta leiðin Það kæmi vissulega á óvart ef ekki gengi saman með þremenning- unum sem fjalla eiga um sameining- armálið, Jakobi Bjömssyni bæjar- stjóra, Þorsteini Má Baldvinssyni og Jóni Þórðarsyni, formanni stjómar ÚA. En þá er eftir að ræða sölu hlutabréfanna. í stöðunni er aö mati eins viðmælanda DV líklegast að farin verði sú leið að selja Sam- herja hlutabréf, e.t.v. 30-35% af 53% hluta bæjarins. í framhaldi af því er rætt um að bærinn selji ÚA sjálfu afgang bréfa sinna. „Það er besta leiðin að styrkja fyrirtækið þannig. Það vita flestir að sú þróun er í gangi að eftir nokkur ár verði eftir fá stór fyrirtæki í fiskveiðum og vinnslu sem veröa leiðandi og þessi leið myndi styrkja ÚA verulega," sagði einn viðmælandi DV. Veltan 6 milljarðar Fyrirtækin þrjú sem Samherja- menn hafa boðiö að sameinist ÚA eru ekki fyrirtæki á vonarvöl. Þau voru t.d. rekin með um 250 milljóna króna hagnaði á síðasta ári og velta þeirra var um 2,5 milljarðar króna. Velta ÚA á síðasta ári var um 3,6 milljarðar króna þannig að gangi sameiningaráformin eftir sjá allir hversu öflugt fyrirtæki yrði til að sameiningunni lokinni. Þetta er því svo sannarlega ekkert smámál fyrir Akureyri og íbúa þar. -gk Ungur listamaður fann málverk í Kaupmannahöfn: Líklega áður óþekkt verk Jóns Stefánssonar - fannst fyrir tilviljun hjá fornsala DV, Kaupmannahöfn: „Hvað ert þú að gera hér, hugsaði ég þegar ég fann myndina. Þama var allt í einu komin ein kvennanna sem hafa horft á mig í biðröðinni í Lands- bankanum. Ég er 100 prósent viss um að þessi mynd er eftir Jón Stefáns- son,“ segir ungur listamaður i Kaup- mannahöfn. í síðustu viku keypti hann mynd af fomsala í Kaupmanna- höfn sem grunur leikur á að sé eftir listamanninn Jón Stefánsson. Sjálfúr segir hann að hér sé líklega um að ræða skissu eftir Jón sem hann hefur gert fyrir freskumar þekktu í Lands- bankanum. Kunnáttumenn sem séð hafa verkið em sannfærðir um að fúndið sé áður óþekkt verk eftir Jón Stefánsson. List- fræðingar vilja þó ekki fúllyrða neitt fyrr en verkið hefur verið rannsakað rækilega. Sú vinna hefst væntanlega í næsta mánuði. „Síðan ég flutti hingað árið 1991 hef ég reynt að finna verk eftir Islendinga á fornsölunum hérna. Þær leynast víða enda lærðu og störfuöu flestir gömlu meistaranna héma. Ég varö rosalega æstur þegar ég fann myndina enda sannfærður um að um íslenska mynd væri að ræða. Hún var ansi kunnugleg þessi bændastúlka með sjalið og ég vissi að ég hafði séð hana áður. Myndin var hins vegar það dýr að ég gat ekki keypt hana strax. En ég lét sem betur fer verða að því og sé ekki eftir því,“ segir listamaðurinn sem ekki vill láta nafii síns getiö. Myndin er ómerkt og fomsalinn taldi að verkið væri eftir þekktan danskan málara. Kaupandinn er hrns vegar sannfærður um myndin sé eftir Jón og þeir sem skoðað hafa verkið em sömu skoðunnar. Haft var sam- band við Listasafn íslands og fer rann- sókn fram í næsta mánuði. „Ég er sannfærður ems og allir aðr- ir að þetta er eftir Jón og er himinnlif- andi yfir fundinum," sagði listamaður- inn að lokum. Verðkönnun frá Samkeppnisstofnun: Fjarðarkaup með lægsta verðið - Bónus og KEA-Nettó ekki tekin með Fjarðarkaup i Hafnarfirðí reyndust með lægsta verðið af 22 stórum matvömverslunum sem Samkeppnisstofnun tók i verð- könnun sem birt var í vikunni. Skráð var verð á 85 algengum vömtegundum, þ.á m. mjólkur- og landbúnaðarvörum og nýlendu-, drykkjar- og hreinlætisvörum. Reiknað var út meöalverð hverrar einstakrar vöru og þaö síöan notað sem stuöull til viðmið- unar og var miöað við meðaltöl- una 100. Fjaröarkaup komu út meö 91,4, töluvert undir meöaltalinu, 10-11 var með 93,6, Hagkaup Eiöis- torgi 96,4, og Nóatún með 100 slétta. Hæst var verðið á ísafirði, í Kaupfélagi ísfirðinga 113,5 og í Vöruvali, Skeiði 111,6. Á Akureyri var KEA Hrísalundi með stuðul- inn 96,6 og Hagkaup 97. Niöurstöö- umar eru svipaðar fyrri niður- stööum að því leyti að ákveðin tengsl eru á milli verðlags og fjar- lægðar verslunar frá höfuöborgar- svæðinu. Verslanir á Akureyri eru sem fyrr undantekning firá þessu. 1 könnun Samkeppnisstofnunar er þess getið að verslanimar Bón- us og KEA-Nettó hafi ekki verið teknar með vegna þess að þar hafi fáar vörutegundir verið saman- burðarhæfar. Þess er þó getið að í verslununum var meðalverð lægst á þeim vörutegundum sem sam- bærilegar vora. Bónusmenn hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma þau vinnubrögð að horft sé fram hjá Bónusi í verðkönnun sem þessari því með því sé veriö að villa um fyrir neytendum um hvar lægsta vöruverð sé að finna. -sv Málverkið sem grunur leikur á að sé eftir Jón Stefánsson. DV-mynd pj Sæluvika Skagfirðinga DV, Sauðárkróki: Dagskrá verður með íjöl- breyttasta móti á Sæluviku Skag- firðinga sem hefst 28. apríl og stend- ur út vikuna. Trúlega hefur sjaldan eða aldrei verið úr jafnmiklu að velja en að venju hefst sæluvikan með messu í Sauðárkrókskirkju kl. 14 á sunnudag. Setningarathöfn verður á eftir í Safnahúsinu og þar jafnframt opnuð sýning. Síðan verð- ur haldið áfram alla vikuna og end- að meö stórtónleikum ýmissa kóra 4. maí í Miðgarði og dansað fram á nótt í að minnsta kosti þremur hús- um. -ÞÁ Fimm bændur kærð- ir fyrir ikveikjur Fimm bændur í Húnavatnssýslu eiga yfir .höfði sér kærur fyrir að hafa kveikt í sinu í blíðunni síðustu daga. Samkvæmt lögum má ekki kveikja í sinu án leyfis sýslumanns og að fenginni umsögn oddvita í hverjum hreppi. Sektir liggja við ef ekki er farið að lögum. Lögreglan á Blöndusósi hefur síð- ustu daga heimsótt bændur sem kveikt hafa í sinu og gert þeim grein fyrir að frelsi fyrri ára til að brenna sinu að vild fram til 1. maí heyri sögunni til. -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.