Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 38
46 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 MlÞ'SF Hin annálaða Sæluvika Skagfirðinga hefst á morgun: Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir nýtt leikrit - eftir Jón Ormar Ormsson í leikstjórn Eddu V. Guðmundsdóttur Sæluvika Skagfirðinga, hin ann- álaða gleðisamkoma, hefst á morg- un. Þá hefst sjö daga löng dagskrá sem verður í gangi bæði á Sauðár- króki og í Miðgarði í Varmahlíð. Boðið verður upp á leiksýningar, kvikmyndasýningar, kóratónleika, kirkjukvöld, listsýningar, matar- kvöld, diskótek, popptónleika, djass- tónleika, dansleiki og dægurlaga- keppni. Á Sauðárkróki fara þessir viðburðir fram í félagsheimilinu Bifröst, íþróttahúsinu, Safnahúsinu, kirkjunni, Sveinsbúð og á Kaffi Krók og Hótel Mælifelli. Hæst ber á Sæluviku frumsýning Leikfélags Sauðárkróks á nýju ís- lensku leikriti eftir Jón Ormar Ormsson sem nefnist Sumarið fyrir stríð. Leikstjóri er Edda V. Guð- mundsdóttir. Leikritið verður frum- sýnt annað kvöld í Bifröst. SöguSviðið er Skagaíjörður sum- arið 1939. Jón Ormar segir að þetta verk sé ekki sagnfræði, enginn at- burður eða persóna sé fyrirmynd að neinu því atriði sem upp sé brugðið. Jón segir að fjórði áratugurinn sé í raun umfjöllunarefniö. „Áratugurinn milli 1930 og 1940 var um margt líkur þeim tímum sem við lifum nú. Stjórnmálabarátt- an og stéttaátök voru að vísu miklu harðari, en margt var með líkum hætti. Kreppa með miklu atvinnu- leysi, sauðfjársjúkdómar í stað kvóta og mikið landabrugg svo eitt- hvað sé nefnt. Það er andblær frá þessum árum sem við erum að reyna að kalla fram með þessari sýningu. Okkur er hollt að hugsa um þessa tíma og þá sem hér lifðu. Og við samanburð mun margt koma okkur á óvart,“ segir Jón Ormar m.a. í veglegri leikskrá. Alls taka hátt í 50 manns þátt í uppfærslunni. Mikið er um tónlist í sýningunni en söngtextar eru eftir Ársæl Guðmundsson, Björn Björns- Höfundur Sumarsins fyrir stríð, Jón Ormar Ormsson, ásamt leikstjóranum, Eddu V. Guðmundsdóttur. son og þriðji höfundurinn er undir nafnleynd. Stjórnandi tónlistar er Rögnvaldur Valbergsson. Höfundur lýsingar er Páll Arnar Ólafsson og Söngkonan Emilíana Torrini verður með tvenna tónleika á morgun á Kaffi Krók í tilefni af Sæluviku. leikmyndina hönnuðu Edda, Jón Ormar, Gunnar Már Ingólfsson og Jóhannes Hinriksson. Þau Edda og Jón komu einnig nálægt búningun- um ásamt Helgu Sigurbjörnsdóttur og Jónu Bergsdóttur. Með helstu hlutverk fara Agnar Gunnarsson, Kristinn Einarsson, Styrmir Gísla- son, Bára Jónsdóttir, Guðbrandur J. Guðbrandsson, Gerður Hauksdóttir, María Gréta Ólafsdóttir og Júlíana Ingimarsdóttir. Sumarið fyrir stríð er fjórða leik- sýningin sem Edda sviðsetur í Skagafirði. Hún lauk námi frá Leik- listarskóla íslands og að því loknu lék hún með Alþýðuleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og Leikfélagi Reykjavíkur, auk þess sem hún hef- ur leikið í sjónvarpsmyndum og kvikmyndum. Edda hefur sviðsett leikrit víða um land. Undanfarin sex ár hefur hún unnið sem ráðgjafi hjá SÁÁ að Vogi. Jón Ormar segir að leiksýningin sé óbeinn liður i þeim hátíðahöld- um sem fara í hönd á Sauðárkróki í tilefni af nokkrum stórum tímamót- um í sögu bæjarins. Fyrst og fremst hafi Leikfélag Sauðárkróks viljað setja upp eftirminnilega sýningu í tilefni af því að í febrúar sl. voru liðin 120 ár frá fyrstu leiksýning- unni á Sauðárkróki. Dægurlagakeppni í þriðja sinn Margt fleira stendur upp úr á Sæluviku Skagfirðinga en leiksýn- ingin. Fyrst skal telja dægulaga- keppni Kvenfélags Sauðárkróks sem fram fer í íþróttahúsinu fimmtudag- inn 2. maí. Þetta er þriðja árið í röð sem kvenfélagið heldur keppnina en hún var fastur liður á Sæluviku á Kjartanssonar. Þá verður veitinga- og skemmti- staðurinn Kaffi Krókur með ýmsar Úr leikritinu Sumarið fyrir stríð í uppfærsiu Leikfélags Sauðárkróks. Frum- sýning er annað kvöld og þar með hefst sjö daga löng dagskrá á Sæluviku Skagfirðinga. árum áður. Keppnin hefur vakið mikla athygli síðustu þrjú ár, það sýnir mikill fjöldi laga sem borist hefur hvaðanæva af landinu. Stórtónleikar verða í Miðgarði laugardaginn 4. maí, bæði um dag- inn og kvöldið. Þar koma fram Söngsveitin Drangey, Karlakórinn Heimir, Karlakór Reykjavíkur og Rökkurkórinn. Dansleikur verður að síðari tónleikunum loknum með Hljómsveit Geirmundar. Sama kvöld fer fram dansleikur á Sauðár- króki með Hljómsveit Magnúsar uppákomur. Þær helstar eru tvenn- ir tónleikar á morgun með söngkon- unni Emilíönu Torrini, djasstón- leikar á mánudagskvöld með Kuran Swing og dansleikur með Sixties um næstu helgi. Hér hefur aðeins verið talið upp brot af þeirri metnaðarfullu dag- skrá sem verður á Sæluviku Skag- firðinga 1996. Þar verður eitthvað fyrir alla, hvort sem þeir eru Skag- firðingar eða annarra sveita kvik- indi. Svo mikið er víst. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.