Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 JjV Dagur í lífi Ómars Ragnarssonar, frétta- og þáttagerðarmanns: Eins og að finna gömul handrit Dagurinn byrjar eins og hjá bóndanum; að taka veðrið. Litast um út um gluggana í allar áttir og hringt í Veðurstofuna til að athuga hvort það verði veður til að skapa. Stigið á vogina. 82 kíló. Ejögur far- in á tveimur vikum og önnur fjög- ur eiga að fara á næstu tveimur til þremur vikum. Ágústu Johnson- aðferðin svínvirkar! Klukkan níu var ég kominn upp í Sjónvarp. Ég ræddi við Friðgeir Má Alfreðsson filmusérfræðing um litmyndirnar sem hann gróf upp af afhendingu handritanna fyrir 25 árum og útbjó tU notkunar fyrir þáttinn „Takk“, hvalreki. Eins og að finna gömul handrit! Takk, Friðgeir! Að þessu loknu var komið að morgunfundi á fréttastofunni og fréttaefni rædd en síðan var haldið áfram að athuga hvort eigi að fara vestur á firði í dag til myndatöku í nýju þáttaröðina, Tónastiklur. Hringt vestur í hina og þessa til undirbúnings og í Víöi Gíslason á Akureyri sem ætlar að koma fljúg- andi vestur ef af verður. Þetta verður nefnUega tveggja flugvéla flug. Frestað þar tU síðdegis á morgun og verið í bænum í dag í rólegheitunum. Teknar saman eft- irhreytur handritaþáttarins í fyrradag. Skotist upp í Efstaleiti tU ráða- gerða með húsverði þar. Hitti Sveinbjörn I. Baldvinsson dag- skrárstjóra til að undirbúa fund á morgun þar sem lagðar verða lín- ur fyrir 24ra þátta röð um unga fólkið og fsland. Sóttar ljósmyndir úr framköUun handa blöðunum um Tónastiklurnar. Kannað á hvaða flugvél verði best að fara vestur og lagðar línur með Frið- þjófi Helgasyni myndatökumanni. Ómar Þorfinnur Ragnarsson, sjónvarps-, þáttagerðarmaður, skemmtikraftur og margt fleira. DV-mynd BG Síðdegis er ráðgast við Gunnar Þórðarson um upptökur á laginu Brú yfir boðafóllin með Sigríði Beinteinsdóttur en Gunnar er líka að útsetja og spUa inn aðallag þátt- arins, Við eigum land. „How sweet it is" Þá var komið að fundi með ráða- mönnum póstþjónustunnar vegna skemmtiatriða á 220 ára afmælis- hófi hennar 4. mai. Stefnumót við þáttagerðarmenn „Lonely planet“ á Reykjavíkurflugvelli og lagðar línur fyrir myndatökur með þeim á morgun. Flýg með þá i rúmlega klukkustundar kvikmynda- tökuflug Reykjavík - BúrfeUsgjá - Hengill - Nesjavellir - ÞingveUir - Hvalfjarðarbotn - Reykjavík. Þing- veUir hrífa útlendingana: Ameríka á vesturbakkanum en Evrópa á austurbakkanum. Rætt við Magnús Ingimarsson um undirleik og útsetningu á lag- inu „Flökkusál" fyrir Tónastiklur. Eftir léttan kvöldmat heima er farið út á Álftanes á æfingu með Hauki Heiðari Ingólfssyni undir- leikara vegna skemmtiþáttar á Hótel íslandi á föstudag. Síðan er rennt á knattspyrnuæf- ingu í KR-húsinu miUi klukkan ell- efu og tólf. Hörkukeyrsla, barátta og átök! How sweet it is! Eftir æf- ingu er tékkað á flugvélinni úti á flugvelli og þar lögð drög að flug- inu vestur, því að á morgun munu þáttagerðarmenn „Lonely planet“ verða frekir á tíma og eins gott að hafa vélina klára, svo að það verði hægt að fara strax vestur síðdegis. Þessi skýrsla síðan hripuð niður áður en lagst er á koddan klukkan að ganga tvö. DV hefði kannski átt að velja einhvern fjörugri dag til skýrslugerðar, en svona var hann. Finnur þú fimm breytingar? 356 Afsakið lögregluþjónn en er þetta þriðja gata á hægri hönd. Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð fimmtugustu og fjórðu getraun reyndust vera: 1. Kristín Gestsdóttir Faxabraut17 230 Reykjanesbær 2. Pálmi Jónsson Hólavegi 27 550 Sauðárkróki Myndimar tvær viröast við fyrstu sýn eins en þegar bet- ur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi að verð- mæti kr. 7.100, frá Hljómbæ Skeifunni 7, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur, aö verðmæti kr. 1.790. Annars vegar James Bond-bókin GuUauga eða Goldeneye eftir John Gar- dner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 356 c/o'DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.