Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1996næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 Fréttir Gamall maður á sjúkrahús eftir að unglingar börðu og spörkuðu í höfuð hans í bílageymslu: Hotuðu að drepa okkur og byrjuðu svo að berja - segir Ragnar Guðlaugsson sem sá unglingana brjótast inn í bíl Utandagskrárumræða um hvalveiðar á ný: Það er ástæðulaust að skelfast - segir Guðjón Guðmundsson alþingismaður „Þeir hótuöu að drepa okkur og svo þegar gamli maðurinn ýtti ein- um unglingnum, þeim sem mest hafði sig í frammi, frá sér byrjuðu þeir að berja og sparka," segir Ragn- ar Guðlaugsson, sjúkraliði og íbúi í Seljahverfmu, í 'samtali við DV. Hann lenti ásamt þremur öðrum íbúum við Flúðasel og Fifusel í hörðum slagsmálum við fimm ungl- inga í gærkvöldi. Ragnar sá hvar unglingarnir brutust inn í bíl við Fífusel og og hlupu svo inn í bila- geymslu við Flúðasel. Hann hringdi þegar á lögreglu en tveir aðrir íbú- ar á staðnum, annar þeirra lög- reglumaður á frívakt, fylgdu ung- lingunum inn í geymsluna. Ragnar kom út eftir að hafa náð sambandi við lögregluna og þá létu unglingarnir ófriðlega í bUageymsl- unni og beittu m.a. fyrir sig slökkvi- tæki og tæmdu það á þremenning- ana. Mögnuðust lætin stig af stigi uns unglingarnir byrjuðu að berja og áttu þremenningarnir fullt í fangi með að halda þeim í skefjum. „Þeir réöust af mestri heift á gamla manninn. Þjörmuðu að hon- um, börðu hann og. spörkuðu svo í höfuðið á honum. Þetta var virki- lega ljótt að sjá,“ segir Ragnar. Hin- ir mennirnir tveir vUdu ekki tjá sig um atburði kvöldsins við DV í morgun. Þeir fóru báöir á slysadeUd Ragnar Guðlaugsson átti ásamt tveimur mönnum öðrum í hörðum átökum við hóp unglinga í gærkvöldi. Vildu þeir hindra unglingana í að stela úr bflum og upphófust þá slagsmál sem enduðu með að tveir mannanna urðu að leita læknis en unglingarnir voru handteknir. DV-mynd S Guðjón Guðmundsson alþingis- maður (S) var málshefjandi í utan- dagskrárumræðu á Alþingi í gær um að hefja beri hvalveiðar á ný. „Það standa öll rök til þess að byrja hvalveiðar, bæði benda vísinda- menn okkar á þessu sviði á að hvalastofnarnir hér við land þoli vel veiði. i annan stað þá muni áfram- haldandi veiðibann leiða til þess að afrakstur okkar af þorskstofninum minnki um 10%,“ sagði Guðjón í samtali við DV eftir umræðuna. Guðjón segir að auk ofannefnds þá sé um ónýtta auðlind að ræða og hvalveiðar skapi fjölda starfa án til- kostnaðar nánast þar sem allt er til staðar - skip, vinnslustöðvar og kunnátta. „Við erum alls staðar að leita að nýjum atvinnutækifærum til að leysa atvinnuleysisvandann og hoppum hæð okkar yfir hverju nýju starfi sem býðst þótt það kosti tugi eða hundruð milljóna. Þama eigum við þessa möguleika og ég tel að við eigum að nýta þá,“ segir Guð- jón. Norðmenn hafa undanfarin ár stundað takmarkaðar hvalveiðar með þarfir innanlandsmarkaðar í huga þar sem útflutningur á hval- kjöti er enn bannaður. Þeir hyggjast nú tvöfalda veiðamar sem mun væntanlega þýða að útflutningur. standi fyrir dyrum, enda héfur hval- kjötið ekki selst upp á heimamark- aði. - En er ekki varasamt að hefja hvalveiðar vegna þess að Grænfrið- ungar muni þá spilla fyrir á útflutn- ingsmörkuðum okkar? Guðjón telur ekki sérstaka ástæðu til að óttast. „Ef menn em smeykir við slíkt þá myndi það bitna harðast á þeim sem hafa beina afkomu af sjávarútvegi, útgerðar- mönnum, sjómönnum og verkafólki, en samtök alls þessa fólks mæla ein- dregið með hvalveiðum," segir Guð- jón. Hann segir að höfuðtilefni utan- dagskrámmræðunnar hafi verið að ýta á eftir málinu gagnvart utanrík- is- og sjávarútvegsráðuneytum og eftir þingsályktunartillögu um að hefla hvalveiðar. í umræðunni á Alþingi í gær kom fram að utanríkismálanefnd þings- ins mun taka þetta mál upp fyrir þinglausnir. -SÁ Keflavíkurflugvöllur: Millilent vegna ófrískrar konu DV, Suðurnesjum: Flugvél frá breska flugfélaginu British Airways millilenti á Kefla- víkurflugvelli á miðvikudag vegna ófrískrar konu um borð sem leið mjög illa. Hún var með hita og fjór- ar mínútur liðu mílli hríða. Hún er komin 30 vikur á leið og talið var að hún mundi fæða þá og þegar.Meðal farþega var læknir og ljósmóðir sem gátu sinnt konunni. Lent var í Keflavík kl. sex og beið þar sjúkrabíll sem þegar flutti kon- una á Landspítalann. Líðan kon- unnar var sæmileg þegar DV hafði samband við spítalann í gær en hún var ekki búin að fæða. -ÆMK NIÐURSTAÐfl Eiga íslendingar að hefja hvaiveiðar í sumar? d d \ INS*1 904-1600 •e FÓLKSÍNSI Lögreglan er komin með klippurnar á loft og sviptir þá bíla númerunum sem eiga svo lata eigendur að þeir hafa ekki greitt bifreiðagjöldin. Mun ganga á þessu næstu daga. DV-mynd S en fengu að fara heim í gærkvöldi eftir skoðun. Þeir eru báðir sárir í andliti en Ragnar slapp betur frá átökunum. „Ég hef búið í útlöndum í sex ár og aldrei orðið var við ólæti. Svo kemur maður heim og þá er ástand- ið hér eins og í stórborgunum," sagði Ragnar þegar hann lýsir reynslu sinni. Fjórir unglinganna voru hand- teknir eftir átökin. Þeir eru allir undir lögaldri, 14 og 15 ára, og voru foreldrarnir látnir sækja þá á lög- reglustöðina. Einn unglingurinn er vistaður á Unglingaheimili ríkisins og var fluttur þangað á ný í gær- kvöldi. -GK Stuttar fréttir Kröfum mótmælt Framkvæmdastjóri VSÍ mót- mælir kröfum Rafiðnaðarsam- bandsins um sérstakan kjara- samning fyrir starfsmenn Hval- fjarðarganga segir þær endur- spegla að þörf sé á nýrri vinnu- löggjöf. RÚV greindi frá þessu. Flóttamenn að koma Bæjarstjórn ísafjarðar hefur skipað þriggja manna starfshóp til að undirbúa móttöku 25 flótta- manna til bæjarins, samkvæmt RÚV. Mælt með öllum Kjósendur geta mælt með eins mörgum forsetaframbjóðendum og vera vill, samkvæmt RÚV. Lækkun ekki fylgt eftir Seðlabankastjóri segir að bankarnir fylgi illa eftir vaxta- lækkunum á peningamarkaði, á öllum sviðum séu vextir nú lægri en í desember, nema hjá bönkunum. Þetta kom fram á RÚV. Veiöileyfi á haförninn Bændur við Breiðafjörð vilja veiðileyfi á hafóminn og hóta að taka lögin í sínar hendur, bæti ríkið þeim ekki skaða af völdum ránfuglsins. Þetta kom fram á Stöð 2. Milljarða framkvæmdir í ár og á því næsta verður að öllum líkindum framkvæmt fyr- ir 8 milljarða króna á Keflavík- urflugvelli. Mbl. greindi frá þessu. Ný ferðaskrifstofa? Ferðaskrifstofan Wihlborg Reiser í Danmörku vill hefja starfsemi hér á landi en segir það ýmsum vandkvæðum bund- ið. Samkvæmt Ríkissjónvarpinu telur skrifstofan allt aðrar reglur gilda á íslandi en í öðrum ríkj- um Evrópu. Mismunað eftir búsetu Greiðendum þungaskatts er mismunað eftir búsetu, segir stjórnarformaður Vörubilastöðv- arinnar Þróttar. Samkvæmt Rík- issjónvarpinu eru dæmi um að kærum Vegagerðarinnar, fyrir að láta ekki lesa af gjaldmælum, sé ekki sinnt. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 106. tölublað (10.05.1996)
https://timarit.is/issue/196737

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. tölublað (10.05.1996)

Aðgerðir: