Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 Afmæli Gunnar H. Sigurðsson Gunnar H. Sigurösson deildar- stjóri, Grenignmd 40, Akranesi, er fertugur i dag. Starfsferill Gunnar fæddist í Hafnarfirði en ólst upp inn viö Sund í Reykjavík. Hann lærði vélvirkjun í smiðju föður síns, lauk iðnnámi frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1975, hlaut meistarabréf i iðninni á Akranesi 1988, lauk raungreinadeildarprófi frá Tækniskóla íslands 1978 og út- skrifaðist sem véltæknifræðingur frá Odense Teknikum í Dan- mörku 1981. Á námsárunum starfaði Gunn- ar í smiðju fóður síns en auk þess hjá Vélsmiðjunni Héðni, Tækni hf. og síðar úti í Danmörku hjá Roulunds Fabrikker A/S. Að loknu námi réðst hann til Sementsverksmiöju ríkisins á Akranesi sem verkefnisstjóri. Hann var viðhaldsstjóri verk- smiðjunnar 1985-91 en þá tók hann við sem framleiðslustjóri. Frá ársbyrjun 1994 hefur Gunnar verið forstöðumaður framleiðslu- og viðhaldsdeildar'hjá Sements- verksmiðjunni hf. Fjölskylda Gunnar kvæntist 23.3. 1985 Am- björgu A. Guðmundsdóttur, f. 2.1. 1946, fulltrúa framkvæmdastjórn- ar íslenska járnblendifélagsins hf. Hún er dóttir Guðmundar Gils- sonar, organista og varatónlistar- stjóra hjá Ríkisútvarpinu, sem lést 1993, og Halldóru R. Hansen sjúkraliða. Sonur Arnbjargar frá fyrra hjónabandi er Bjarni Gunnarsson, f. 12.1.1968, kennari í framhalds- námi við HÍ. Sambýliskona hans er Stella Sigurgeirsdóttir, nemi í KHÍ. Börn Gunnars og Arnbjargar eru Gréta, f. 20.2. 1980, nemi; Sig- urður Gunnar, f. 27.5. 1982, nemi. Bræður Gunnars eru Sigurvin Rúnar, f. 3.12.1952, deildarstjóri hjá Samskipum; Pétur Sigurður, f. 5.5. 1962, d. 11.3. 1984, vélfræðing- ur; Sveinn, f. 15.1. 1969, vélvirki. Foreldrar Gunnars eru Sigurð- ur Vilhjálmur Gunnarsson, f. 7.12. 1929, iðnrekandi í Reykjavík, og Þýðrún Pálsdóttir, f. 19.1. 1931, forstöðukona. Ætt Sigurður er sonur Gunnars, vél- stjóra í Neskaupstað, Bjarnason- ar, b. frá Sveinsstöðum, Guð- mundssonar, trésmiðs á Sveins- stöðum, Jónssonar. Móðir Gunn- ars var Guðrún Þorgrímsdóttir en móðir hennar var Oddný Ólafs- dóttir, systir Jóns Ólafssonar, skrifara á Eskifirði. Móðir Sigurð- ar var Hermannía Sigurðardóttir Stefánssonar. Móðir Hermanníu var Vilhelmína Hermannsdóttir, b. á Brekku og Barðsnesi, Vil- hjálmssonar, b. á Brekku í Mjóa- firði, Vilhjálmssonar. Móðir Vil- helmínu var Guðný Jónsdóttir, prests á Skorrastað og í Heydöl- um, Hávarðssonar og Sólveigar Benediktsdóttur. Þýðrún er dóttir Páls, b. á Stóru- Völlum í Landsveit, bróður Þorgils, föður Jóns framkvæmda- stjóra héraðsnefndar Rangárvalla- sýslu. Páll var sonur Jóns, fræði- manns á Ægissíðu á Rangárvöll- um, bróður Jóns í Hlíð, afa Jóns Helgasonar, prófessors og skálds. Jón var einnig bróðir Skúla, afa Jóns Skúla Sigurðarsonar, for- stöðumanns Loftferðaeftirlitsins. Systir Jóns var Ingiriður, langamma Sigurðar, afa Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhags- stofnunar. Jón var sonur Guð- mundar, b. á Keldum á Rangár- völlum, Brynjólfssonar, af Vík- ingslækjarætt. Móðir Þýðrúnar var Sigríður, dóttir Guðjóns, b. á Þúfu í Land- sveit, Þorbergssonar, b. á Stóru- Völlum í Landsveit, Jónssonar yngsta, b. á Efra-Seli á Landi, Jónssonar. Móðir Jóns yngsta var Þórunn Jónsdóttir frá Efra-Seli, af Víkingslækjarætt. Móðir Sigríðar var Sigríður Sæmundsdóttir, b. á Fossi á Rangárvöllum, Ólafssonar, í Húsagarði á Landi, bróður Guð- brands á Lækjarbotnum, fóður Sæmundar, ættföður Lækjabotna- Gunnar H. Sigurðsson. ættarinnar, og bróður Sigurðar á Gaddstöðum, afa Guðmundar Daníelssonar rithöfundar. Móðir Sæmundar á Fossi var Guðný Sig- urðardóttir, systir Elínar, móður Sæmundar ættfoður. Ólafur í Húsagarði var sonur Sæmundar, bónda á Hellnum á Landi, Ólafs- sonar. Óskar Gudjónsson Óskar Guðjónsson, fyrrv. bóndi og starfsmaður á Keldum, nú bú- settur á Hrafnistu í Reykjavík, er áttræður i dag. Starfsferill Óskar fæddist á Þórshöfn á Langanesi og ólst upp í foreldr- ahúsum. Hann gerðist svo bóndi í félagi við foreldra sína á Jaðri við Þórshöfn á Langanesi. Þar stund- aði hann búskap til 1963. Óskar stundaði síðan ýmis störf, var viö búskap og sjó- mennsku, en 1967 flutti hann suð- ur til Reykjavíkur og stundaði þar garðyrkjustörf hjá Finni Ámasyni garðyrkjumeistara. Óskar réðst að tilraunastöðinni að Keldum 1975 þar sem hann sá um dýrahald og stundaði almenn bústörf. Þá lauk hann farsælum starfsferli 1991. Hann flutti síðan á Hrafnistu í Reykjavík 1993 þar sem hann hefur dvalið síðan í góðu yfirlæti. Fjölskylda Systur Oskars eru Margrét, f. 22.1. 1909, d. 28.6. 1993, húsmóðir í Reykjavík, var gift Emil A. Sigur- jónssyni og varð þeim fimm barna auðið; Þórdis, f. 24.8. 1910, d. 5.11. 1944, var gift Guðmundi K. Er- lendssyni og eru börn þeirra tvö; Steinunn, f. 26.10. 1912, d. 1978, var gift Birni Kristjánssyni og tóku þau að sér kjördóttur; Jónína, f. 13.7. 1918, húsmóðir, var gift Dav- íð Sigurjónssyni sem lést 1991 og varð þeim sjö barna auðið. Fóstursystkini Óskar; Sigtrygg- ur Davíðsson; Margrét Kjartans- dóttir; Guðjón Davíðsson. Tll hamingju með afmælið 10. maí 85 ára Þórarinn Brynjólfsson, Þverbrekku 4, Kópavogi. 75 ára Oddur Geirsson, Holtagerði 64, Kópavogi. Oddur er að heiman. 70 ára Sigurgeir Eiriksson, Fumgrund 36, Kópavogi. Sigurður Ámi Kristinsson, Tjarnarlundi 6D, Akureyri. 60 ára Sigríður Júlíusdóttir, Klifvegi 2, Reykjavík. Þórgunnur Rögnvaldsdóttir, Ægisgötu 1, Ólafsfirði. Halldóra Karlsdóttir, Þverárseli 24, Reykjavík. 50 ára Valdís Hjartardóttir, Öldugötu 24, Hafnarfirði. Guðrún Þorbjörg Einarsdóttir, Foldasmára 7, Kópavogi. Guörún Ingimundardóttir, Austurvegi 9, Seyðisfirði. Elsa Jónsdóttir, Fiskakvísl 4, Reykjavík. Ingveldur Sverrisdóttir, Vesturgötu 79, Akranesi. Steindór Steindórsson, Þverholti 5, Mosfellsbæ. 40 ára Tómas S. Guðlaugsson, Heiðarvegi 4, Keflavík. Snorri Halldórsson, Hagatúni 8, Höfn í Hornafirði. Sigurður H. Einarsson, Flúðaseli 93, Reykjavik. Ingibjörg Ottósdóttir, Fannafold 171, Reykjavík. Erling Steinar Huldarson, Norðurási 6, Reykjavík. Björg Þórarinsdóttir, Hraunbæ 54, Reykjavík. Herdís Hermannsdóttir, Leirutanga 1, Mosfellsbæ. Pétur Jónsson, Dverghömrum 40, Reykjavík. Ágúst Benediktsson, Rauðási 13, Reykjavík. Aase Gunn Björnsson, Hálsaseli 51, Reykjavík. Kristín Amardóttir, Bólstaðarhlíð 52, Reykjavík. Hreiðar Þór Jóhannsson, Eyrargötu 21, Sigluflrði. Eyjólfur Vilhelm Böðvarsson, Víkurgrund 1A, Kjalarneshreppi. Birkir Friðbertsson Óskar Guðjónsson. Foreldrar Óskars voru Guðjón Þórðarson, f. 8.1. 1883, bóndi á Jaðri á Langanesi, og k.h., Kristín Salína Jónsdóttir, f. 12.9. 1883, húsfreyja. Ætt Guðjón var sonur Þórðar, b. á Hólum í Biskupstungum, Þórðar- sonar, b. á Spóastöðum, Þórðar- sonar, b. í Keldnaholti, Jónssonar, Gíslasonar. Móðir Guðjóns var Vigdís Vigfúsdóttir. Kristín Salína var dóttir Jóns Benjamínssonar frá Kumblavík á Langanesi og Steinunnar Sigurð- ardóttur frá Skálum á Langanesi. Óskar tekur á móti vinum og ættingjum í Safnaðarheimili Frí- kirkjunnar í Reykjavík að Laufás- vegi 13 í dag, 10.5., kl. 18.00. Birkir Friðbertsson, bóndi og búfræðingur að Birkihlíð við Suðureyri, er sextugur í dag. Starfsferill Birkir fæddist í Botni við Suð- ureyri og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi og síðan búfræði- prófi. Birkir hóf búrekstur í félagi við foreldra sína 1958 og stofnaði svo nýbýlið Birkihlíð úr landi Botns þar sem hann hefur stund- að búskap síðan. Birkir sat i sveitarstjórn Suð- ureyrarhrepps í átta ár, var full- trúi á Búnaðarþingi í átta ár, sat í stjórn Stéttarsambands bænda í sjö og hálft ár, hefur verið gjald- keri Búnaðarsambands Vestfjarða frá 1990, var stjórnarformaður Mjólkursamlags ísfirðinga í fimmtán ár og síðan ritari stjórn- arinnar. Fjölskylda Eiginkona Birkis er Guðrún F. Björnsdóttir, f. 16.7. 1936, hús- freyja og bóndi. Hún er dóttir Björns Steindórssonar bifvéla- virkja og Fjólu Georgsdóttur sem lést er Guðrún var á barnsaldri. Guðrún ólst að hluta tU upp í Skorradal, á Indriðastöðum og Mófellsstöðum. Börn Birkis og Guðrúnar eru Björn Birkisson, f. 6.7. 1956, bóndi í Botni, kvæntur Helgu Guönýju Kristjánsdóttur og eiga þau fjögur börn auk þess sem Björn á dóttur frá því áður; Hörður Birkisson, f. 16.8. 1958, bifvélavirki í Keflavík, kvæntur Málfríði Waage og eiga þau tvær dætur; Fjóla Birkisdótt- ir, f. 21.4.1960, húsmóðir og dag- móðir á Akureyri, gift Ingvari Val Gylfasyni og eiga þau þrjár dætur; LUja Birkisdóttir, f. 31.7. 1962, húsmóðir á Akranesi, gift Torfa Guðmundssyni og eiga þau tvær dætur; Björk Birkisdóttir, f. 6.4. 1968, símamær á Akureyri; Svavar Birkisson, f. 18.9. 1972, stundar bústörf, búsettur í Birki- hlíð. Systkini Birkis eru Svavar, f. 14.5. 1933, nú látinn, vörubUstjóri á Suðureyri; Kristjana, f. 22.9. 1939, verslunarmaður í Reykja- vík; Kristín, f. 30.8. 1943, verslun- armaður í Garðabæ; Ásta Björk, f. 7.7.1947, forstöðumaður heimil- is aldraðra á Suðureyri. Foreldrar Birkis: Friðbert Pét- ursson, f. 31.10. 1909, d. 30.5. 1994, bóndi í Botni, og Kristjana Guð- rún Jónsdóttir, f. 7.11.1909, hús- freyja og bóndi í Botni. Ólafur Ingi Jónsson Ólafur Ingi Jónssson, skrifstofu- stjóri Landsbanka Islands á Akra- nesi, Garöabraut 23, Akranesi, er sextugur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Reykholtsskóla 1953 og verslunarprófi frá VÍ 1956. Ólafur Ingi starfaði hjá Spari- sjóði Akraness 1956-64 en hefur starfaö hjá Landsbanka íslands frá 1964. Ólafur Ingi var í nokkur ár í stjóm Knattspyrnufélags Akra- ness og í stjórn íþróttabandalags Akraness. Hann er stofnfélagi Kiwanisklúbbsins Þyrils á Akra- nesi og var fyrsti forseti hans. Þá var hann svæðisstjóri Eddu-svæð- is Kiwanis 1974-75. Fjölskylda Ólafur Ingi kvæntist 8.8. 1959 Helgu G. Guðmundsdóttur, f. 26.10. 1938, húsmóður og iðnverka- konu. Hún er dóttir Guðmundar Jónatanssonar, málarameistara á Akranesi, og Maríu Júlíusdóttur húsmóður. Börn Ólafs Inga og Helgu eru Guðmundur, f. 18.11. 1959, húsa- smíðameistari á Höfn í Horna- firði, kvæntur Sigríði Birgisdóttur bankastarfsmanni og eiga þau þrjú börn; Jón Ingi, f. 22.6. 1968, matreiðslumaður; María Hend- rikka, f. 17.5. 1975, nemi. Systkini Ólafs Inga eru Garðar Sigmundur, f. 25.11. 1932, bréfberi á Akranesi; Kristin Hendrikka, f. 19.1. 1934, húsmóðir á Akranesi. Foreldrar Ólafs Inga voru Jón Sigmundsson, f. 1.11. 1893, d. 24.1. 1982, framkvæmdastjóri á Akra- nesi, og Hendrikka A. Ólafsdóttir Finsen, f. 18.7. 1900, d. 4.9. 1981, húsmóðir. Ætt Jón var sonur Sigmunds Guð- mundssonar, b. að Görðum á Ólafur Ingi Jónsson. Akranesi, og k.h., Vigdisar Jóns- dóttur. Hendrikka var dóttir Ólafs Fin- sen, héraðslæknis á Akranesi, og k.h., Ingibjargar ísleifsdóttur. Ólafur Ingi verður að heiman á afmælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.