Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 Ábyrgðist tryggingavíxil á Eurocardkort fyrir 12 árum: Fær nú í hausinn tæpa hálfa milljón króna - sofandi ábyrgðarmaður grefur sér gröf, segir Eurocard Neytendur Almannatryggingar: Spurt og svarað Eins og undanfarna föstudaga birtum við hér spurningar frá fólki um almamannatryggingar. Þe.ir sem hafa spurningar varð- andi komugjöld á sjúkrahús, greiðslu ferðakostnaðar vegna ferða til lækna innanlands, elli- lífeyri, öryrkjalífeyri, slysabæt- ur eða annað sem varðar greiðsl- ur frá Tryggingastofnun geta haft samband við Neytendasíð- una í síma 550-5814 og 550-5000 og í bréfasíma 550-5020. Svör frá Tryggingastofnun munu síðan birtast hér á síðunni. Einstæð móðir 1. Einstæð móðir hringdi og sagðist eiga tíu ára dóttur sem hefur átt við endurtekin veik- indi að stríða og þess vegna þurft að fara margoft til lækn- is. Hún segir að sagt hafi ver- ið í fréttum að fólk geti fengið endurgreiddan mikinn lækn- is- og lyfjakostnað. Hún spyr hvaða reglur gildi um endur- greiðslu, hvenær hægt sé að sækja um og hversu mikiö hún fái borgað ef hún er með 60.000 krónur í tekjur á mán- uði. Svar Ný reglugerð um endur- greiðslur mikils læknis- og lyfja- kostnaðar tóku gildi 1. maí. End- urgreitt er fyrir þrjá mánuði í senn, eða 1. janúar til 31. mars, 1. apríl til 30. júní, 1. júlí til 30 sept- ember og 1. október til 31. desem- ber. Hægt er að sækja um endur- greiöslu um leið og hverju tíma- bili lýkur gegn framvísun kvitt- ana. Hlutfall endurgreiðslu fer eftir árstekjum fjölskyldu árið áður en sótt er um endurgreiðsluna. Ef árstekjur þínar eru undir 750 þúsund kr. færðu endurgreidd 90 prósent af kostnaði sem er um- fram 7.000 krónur á hverju þriggja mánaða tímabili. Hafir þú t.d. greitt 15.000 krónur vegna læknisþjónustu og lyfja fyrir fjöl- skylduna fyrstu þrjá mánuði árs- ins fengir þú 7.200 kr. endur- greiddar. Fullur ellilífeyrir Kona hringdi og vildi fá að vita hversu hár fullur ellilíf- eyrir væri og hversu há full tekjutrygging væri. Enn frem- ur hversu miklar tekjur maki mætti hafa áður en bætur skertust. Svar Fullur ellílífeyrir er nú 13.373 kr. á mánuði en fullur ellilífeyr- ir hvors hjóna er 12.036 kr. ef bæði eru lífeyrisþegar. Full tekjutrygging ellilífeyrisþega er 24.605 kr. á mánuði. Tekjur maka hafa ekki áhrif á ellilífeyr- inn en þær geta skert tekjutrygg- inguna. Skerðingin fer eftir því hvort annað hjóna eða bæði eru lífeyr- isþegar og hvaðan tekjurnar koma. Ef annað er lífeyrisþegi en hitt vinnur úti geta þau haft samanlagðar 36.220 kr. í launa- og leigubætur (almennar tekjur) eða kr. 52.616 í lífeyrissjóðstekj- ur á mánuði áður en þær fara að skerða tekjutrygginguna. Hjón, sem bæði eru lífeyrisþegar, geta hins vegar haft samanlagt 25.354 kr. í almennar tekjur eða 36.832 kr. í lífeyrissjóðstekjur án þess að tekjutrygging þeirra skerðist. -sv „Reglurnar eru skýrar. Víxillinn er hafður ódagsettur og ábyrgðar- maðurinn á að gera sér grein fyrir því hvað hann er að skrifa upp á. Honum er síðan frjálst hvenær sem er að segja ábyrgðinni upp og þá ber hann bara ábyrgð fram að þeim tíma. Það er eiginlega gert ráð fyrir því að menn muni eftir því fyrir hvern þeir hafa skrifað upp á,“ seg- ir Pétur Bjarnason hjá Eurocard en DV bar undir hann mál þess efnis að maður, sem skrifaði upp á trygg- ingavíxil vegna Eurocard kredit- korts fyrir vin sinn fyrir tólf árum, er nú krafinn um tæplega hálfa milljón króna sem vinurinn getur ekki staðið í skilum með. Pétur segir aðstæður oft breytast hjá fólki og það treysti sér ekki lengur til þess að ábyrgjast víxil. Þá sé því í lófa lagið að neita áfram- haldandi ábyrgð. Hann segir hins vegar að ef ábyrgðarmaðurinn sé al- gerlega sofandi fyrir þessu þá sé hann einfaldlega að grafa sína eigin gröf. Fáránlegt og siðlaust „í mínum huga er það alveg fá- ránlegt að láta fólk skrifa upp á óút- fyllta, ódagsetta og ótakmarkaða BJ heildverslun hefur hafið inn- flutning á einnota diskum og hnífa- pörum úr lífrænni fram- leiðslu. Diskarnir eru framleiddir úr kart- öflumjöli, þykking- arefni og vatni og á þeim er náttúruleg himna til að vatns- verja þá. Hún er unnin úr fjölsykri úr plöntum, græn- metisolíu og nátt- úrulegri viðar- kvoðu. „Diskarnir eru algerlega náttúruvænir og þeir breytast í lífrænan áburð á aðeins 3-4 vikum í venjulegum safn- haug. Diskurinn víxla. Það er algerlega siðlaust að mínu mati og ég tel að ábyrgðar- menn eigi að hafa miklu meiri rétt- indi en þeir hafa í dag. Það er ekki nóg að halda því fram að hægt sé að segja upp ábyrgð hvenær sem er því reynslan hefur því miður sýnt að það er ekki svo auðvelt,“ segir Drífa Sigfúsdóttir, nýr formaður Neyt- endasamtakanna, þegar DV leitaði álits hennar á þessu máli. Drífa segist hafa lagt fram þingsá- lyktunartillögu í þinginu í haust um réttindi ábyrgðarmanna. Nefnd vinnur að málinu um þessar mund- ir og segir Drífa að ábyrgðarmenn eigi að fá að vita um skuldastöðu þess sem skrifað er upp á fyrir. „Hér á landi vantar upplýsinga- miðstöð um fjármál, miðstöð sem myndi bæði vinna að hagsmunum einstaklinga og bankanna. Mér finnst það annars frumskilyrði að ábyrgðir þurfi að endurnýja. Annaö getur ekki gengið," segir Drífa. Bankamir ráða Hjá Visa ísland fengust þær upp- lýsingar að tryggingavixlamál væru alfarið í höndum hvers banka og þar af leiðandi giltu ólíkar reglur hjá hverjum og einum. skilur ekki eftir sig nein hættuleg efni í náttúrunni og það er, held ég, „Við endurnýjum kortin á tveggja ára fresti og víxlana um leið. Kort- hafi þarf þá nýjan ábyrgðarmann eða nýja uppáskrift frá þeim sem verið hefur. Víxlarnir eru sem sagt alltaf ódagsettir og hjá okkur alltaf með ákveðinni upphæð," segir Elín Þorvaldsdóttir hjá Búnaðarbankan- um. Hjá íslandsbanka eru víxlarnir alltaf dagsettir, gilda hugsanlega fyrst í 1 y2 ár og eru þá endurskoðað- ir og síðan í 2H til 3 ár, aldrei leng- ur. í texta með víxlinum kemur fram að þurfi að innheimta skuld hjá ábyrgðarmanni sé bankanum heimilt að nota hann upp að 700 þúsund krónum. Landsbankinn er með svokallað- ar sjálfsskuldarábyrgðir, sem eru í raun svipaður pappír og víxlarnir, og á þeim er 400 þúsund króna upp- hæð. Ábyrgðin er ekki dagsett en ábyrgðarmanni er heimilt að segja henni upp hvenær sem er. í Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis gildir í 70-80 prósent tilvika sú regla að á bak við vísakortin er eiginvíxill. Þar skrifar korthafi bara upp á óútfylltan víxil. í öðrum til- vikum er um 450 þúsund króna tímalausan víxil að ræða. -sv það sem mestu máli skiptir. Á með- an við horfum upp á að plastið eyð- ist hægt eða alls ekki í umhverfinu verður þetta að náttúrulegu efni á skömmum tima,“ segir Brynjólf- ur Thorarensen hjá BJ heild- verslun. Diskarnir fást ekki enn í verslunum en fjölmargir eru að skoða þá og prófa og segir á Einnota diskar og hnifapör úr lífrænni framleiðslu: Diskar úr kartöflumjöli hnífapjör úr maískorni - eyðist í umhverfi á nokkrum dögum DV Lególeikur Kjöríss Kjörís I Hveragerði og Legó kynna þessa dagana skafmiða- leik. í heimilispakkningum, sem innihalda froska-, apa-, gírfaffaís og Hlunka frá Kjörís, eru skaf- miðar sem hafa að geyma ávís- anir á 8.020 vinninga. Aðalvinn- ingarnir eru tvær ferðir til Lególands fyrir 2, 18 Pro Style fjallahjól frá Hagkaupi og 2.000 Legó smáöskjur. Aukavinningar eru 6.000 ávísanir á tvo græna Hlunka en þeir sem ekki fá vinn- ing geta sent skafmiðann á Bylgjuna þar sem dregið verður úr innsendum miðum um glæsi- lega aukavinninga. Aftan á hverri heimilispakkningu eru leikir fyrir börnin, sjóræningja- og vestraspil, dúkkulísur og fleira. Reiðhjól í strætó SVR hefur nú hafið að nýju til- raunir á flutningi reiðhjóla með vögnum sínum. Nú er hægt að flytja hjól á leiðum 14,15 og 115, sem fara í Grafarvog, 10 og 110, sem fara í Árbæ, 11, 12, 111 og 112, sem fara í Breiðholt, og á leið 16, sem tengir saman Grafar- vogs-, Árbæjar- og Breiðholts- hverfi. Til að auðvelda flutninginn er mikilvægt að hjólreiðamenn greiði fargjaldið áður en fariö er með hjólið inn í vagninn og fari svo með hjólið inn um afturdyr. Mikilvægt er að festa hjólið með eigin hjólalás eða halda vel viö það á meðan vagninn er á ferð. Ekki er gert ráð fyrir sérstökum festingum fyrir hjólin og böm yngri en 12 ára geta aðeins tekið með sér hjól í strætó ef þau eru í fylgd með fullorðnum. Aðalskoðun hf. með markaðseftirlit Nýverið var undirritaður samningur milli Löggildingar- stofunnar, Rafmagnseftirlits rík- isins og Aðalskoðunar hf. um markaðseftirlit með leikfóngum .og rafiöngum. Samningurinn er gerður á grunni laga um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu. Samkvæmt honum tekur Aðal- skoðun hf. að sér eftirlit með ör- yggi raffanga og leikfanga sem eru á markaði. Eftirlitið felst f því að fylgst er með þeim vörum sem eru á markaði með heimsóknum til söluaðila og innflytjenda. Þar er varan skoðuð og ef öryggi vöru er ábótavant er gerð athugasemd við markaðssetningu hennar. Sé vara talin hættuleg geta stjórn- vald sett sölubann á vöru meðan málið er skoðað til hlítar. Ef hættan er staðfest er ábyrgðar- aðila hennar gert að innkalia vöruna. Öllum ábendingum um leik- fang eða raffang sem hugsanlega getur verið hættulegt skal komið til Aðalskoðunar hf. Síminn þar er 555 3355. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.