Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 4 9 + Fréttir Laugavegurinn: Reiðhjólin bönnuð Borgarráð samþykkti fyrir nokkru að banna hjólreiðar á Laugavegi frá Hlemmi að Banka- stræti og á gangstéttum í Banka- stræti. Lögreglustjóri hefur nú sam- kvæmt samykkt borgarráðs og í samræmi við heimild í umferðarlög- um bannað hjólreiðar á þessum stöðum frá og með 10. maí. -SÁ Heilsuverndarstöð: Læknar vilja ekki lokun „Við teljum það fljótræði að ákveða fyrst að leggja niður og svo að fara að gera eitthvað með það sem lagt hefur verið niður. Við veit- um heilsugæslustöðvunum og al- menningi í Reykjavík og heilsu- gæslustöðvunum úti um land ákaf- lega mikla þjónustu. Varðandi hreina heilsuvernd er mikið leitað til okkar. Þegar farið er yfir skýrsl- una með tillögunum virðist eiga að leggja allar deildirnar niður,“ segir Helgi Guðbergsson, formaður Læknaráðs Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Læknaráðið mótmælir harðlega tillögum stjórnar Heilsuverndar- stöðvarinnar um að leggja stöðina niður í núverandi mynd. Læknaráðið átelur að ekki skuli haft samráð við lækna stöðvarinnar og álítur að í veigamiklum atriðum hafi faglegra sjónarmiða ekki verið gætt. Ráðinu er ekki kunnugt um að ráðgast hafi verið við aðra fagaðila á stöðinni. Læknaráðið gerir einnig athuga- semd við að stjórnin skuli leggja slíkt til við ráðherra án samráðs við samstarfsráð Heilsugæslunnar í Reykjavík og án samráðs við Hér- aðslækninn í Reykjavík. „Við teljum ekki heppilegt að sjúkraþjónustu annars vegar og hins vegar heilsuvernd sé sinnt af sama fólkinu. Við erum hræddir um að heilsuverndin verði útundan," sagði Helgi. -ÞK Forsetameðmæli: 1.141 þarf í Sunnlendinga- fjórðungi Þeir sem ætla að vera með í slagnum um forsetastólinn á Bessa- stöðum þurfa að skila inn meðmæl- endalista með að lágmarki 1.500 nöfnum fullgildra kjósenda fyrir 24. maí nk. Fjölda meðmælenda er skipt eftir landsfjórðungum. Þannig þurfa að lágmarki að koma 1.141 nafn úr Sunnlendingafjórðungi, sem nær frá V-Skaftafellssýslu til Borgar- fjarðar, 88 nöfn úr Vestfjarðafjórð- ungi, 194 nöfn úr Norðlendingafjórð- ungi og 77 nöfn úr Austfirðinga- íjórðungi. Guðmundur Rafn Geirdal er sennilega sá væntanlegra frambjóð- enda sem hefur á brattann að sækja í söfnun meðmælenda. Hann hefur 14 daga til stefnu að safna hátt í 1.400 nöfnum en í gær voru með- mælendur komnir eitthvað yfir hundraðið. -bjb Leiðrétting Á bls. 26 í DV 8. maí segir að til standi að flytja Gróðrarstöðina Grænuhlíð við Bústaðaveg að Dal- vegi í Kópavogi og leggja stöðina við Bústaðaveg niður. Það er ekki rétt að til standi að leggja stöðina við Bústaðaveg niður, hún verður starf- rækt áfram einnig. Beðist er vel- virðingar á þessu. QXiðtttllTl(ÍXlT Qárdd væntanlegurforsetaframbjóðandi Með því að veita mér meðmæli ertu að auka líkur á að ég fullnægi skilyrðum um nægan fjölda meðmælenda fyrir 24. maí næstkomandi og það gæti síðan leitt 61 þess að ég verði forsetaefni og verði þannig raunhæfur valkostur um hugsanlegan næsta forseta okkar. Þó svo að ég verði ef til vill ekki kjörinn sem slíkur hefur framboð mitt áhrif á heUdarumræðuna um hvemig við sjáum fyrir okkur forsetaembætúð. VUt þú andlega þenkjandi mann sem er hlutlaus í stjómmálum og viU Uauga leiðir 61 að þjóðfélag okkar ge6 þróast á hærra svið? Ef svo er máttu skrifa undir yfirlýsingu þá sem hér fyígir og senda hana 61 mín: Yfirlýsing Ég undirrituð-/aður mæli með Guðmundi Rafni Geirdal sem forsetaefni við kjör til forseta íslands sem fram á að fara þann 29. júní 1996: Nafn:-------------------------------------------------------------------------------------- Lögheimili: Kennitala: - Sendist til: Guðmundur Rafn Geirdal, Smiðshöfða 10,112 Reykjavík <s. 567-8921, s. 567-S922, fs. S97-2350, bt. 846-5015, fax 567-8923) PHILCO Fyrir 8-10 þúsund kr! Þetta tilboð gildir um ailar Philco vörur: Þvottavélar, þurrkara og ísskápa. Notaðu tækifærið og komdu gömlu græjunni í verð, það skiptir engu máli í hvernig ástandi hún er eða af hvaða gerð. Við sækjum hana meira að segja heim til þín um leið og þú færð þá nýju! (FRI HEIMSENDING GILDIR A HÖFUÐBORGARSVÆÐINU) Verðdæmi: Philco ísskápur 180x60 sm. CBR25 Verð nú: 79.900 kr. Afsláttur v/ eldri ísskáps: 10.000 kr. Tilboðsverð: 69.900 kr. 5% stgr. afsláttur: 3.500 kr. Staðgreiðsluverð: 66.400 kr Visa í 18. mán. meðaigr. á mán. 4.460 m/ vöxtum og kostn. Philco þvottavél 800 sn. WMN862 Verð nú: 54.600 kr. Afsláttur v/ eldri véiar: 8.000 kr. Tilboðsverð: 46.600 kr. 5% stgr. afsláttur: 2.300 kr. Staðgreiðsluverð: 44.300 kr. Visa í 18. mán. meðaigr. á mán. 3.005 m/ vöxtum og kostn. tjý Heimilistæki hf -- 25% staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur og stighækkandi birtingarafsláttur gS@ 5& bma- auglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.