Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 M Anna Mjöll æfir fyrir Eurovision. Ennþá ruglaðri en venjulega „Ég er orðin ennþá ruglaðri en venjulega og mátti nú kannski ekki við því. Aðalatrið- ið er að muna í öllum látunum að þetta er bara ævintýri." Anna Mjöll, í Tfmanum. Kunnum að semja af okkur „Utanríkisráðherra sagði á Al- þingi að íslendingar hefðu þurft að sýna að þeir gætu samið. En þurftum við að sýna að við gæt- um samið af okkur?“ Sighvatur Björgvinsson, í Alþýðublað- inu. Ummæli Alveg eins orðið íslendingur „Ólympíuleikarnir eru öðru- vísi mót og það er aldrei að vita hverjir komast á pall. Það gæti alveg eins orðið íslendingur." Pétur Guðmundsson kúluvarpari, í Morgunblaðinu. Ekki til að taka mark á „Ég er satt að segja hissa á þessum tillögum því mér finnst þær lýsa svo mikilli andúð á Ríkisútvarpinu. Þess vegna held ég að það sé ekki mikil ástæða til að taka mark á þeim.“ Svavar Gestsson, í Alþýðublaðinu. Skýrsluna hefði átt að semja í Valhöll „Ég velti því fyrir mér hvort ekki hefði verið nær að semja skýrsluna í Valhöll frekar en á kostnað íslenskra skattborgara." Þórunn Sveinbjarnardóttur, í Alþýðu- blaðinu. Dauðarefsing Dauðarefsing á sér langa sögu. Má rekja hana allt aftur til ný- steinaldar. Þetta sannaðist þegar Tollund-maðurinn fannst í Dan- mörku. í dag hafa hávær mót- mæli gert það að verkum að flest vestræn ríki eru búin að afnema dauðarefsingu og það eru aðeins Bandaríkjamenn sem hafa inn- leitt hana á ný. Meðal þeirra ríkja sem enn notfæra sér dauða- refsingu er Kína þar sem um 500 manns eru tekin af lífi árlega. Fyrsta þjóðin til að afnema dauðarefsinu var smáríkið Liechtenstein árið 1798. Blessuð veröldin Fjölmennasta henging Aldrei hafa fleiri menn verið hengdir á einn gálga en þegar 38 Sioux-indíánar, voru líflátnir skammt frá Mankato í Minnesota í Bandaríkjunum annan dag jóla 1862. Var þeim gefið að sök að hafa myrt vopn- lausa borgara. í síðari heims- styrjöldinni, 22. júli 1944, lét nas- istaforingi hengja í i hefndar- skyni í einni lotu 50 Grikki úr andspyrnuhreyfingunni. Þokusúld sunnanlands og vestan Yfir Suður-Grænlandi og fyrir vestan Grænland eru aðgerðalitlar lægðir en austur af landinu er víð- áttumikil 1038 mb. hæð. í dag verður súld eða þokusúld sunnan- og vestanlands en úrkomu- Veðrið í dag lítið annars staðar. Suðvestangola og skýjað sunnan- og vestanlands en bjartviðri víða annars staðar í nótt og í fyrramálið. Vestangola og hæg- viðri á landinu á morgun. Á höfuðborgarsvæðinu verður sunnan- og suðvestangola í fyrstu en suðvestan- og vestangola og skýj- að en úrkomulítið síðdegis. Hægari og úrkomulaust í nótt og fyrramál- ið. Hiti 6 til 9 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.22 Sólarupprás á morgun: 4.25 Síðdegisflóð í Reykjavík: 24.42 Árdegisflóð á morgun: 0.42 Veðriö kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 7 Akurnes þoka í grennd 8 Bergsstaðir skýjaó 10 Bolungarvík skýjaö 7 Egilsstaðir skýjaö 9 Keflavíkurflugv. súld 7 Kirkjubkl. súld 8 Raufarhöfn skýjaö 8 Reykjavík rigning og súld 7 Stórhöföi þoka 8 Helsinki alskýjaö 8 Kaupmannah. rigning 5 Ósló léttskýjað 6 Stokkhólmur skýjaö 5 Þórshöfn skýjaó 6 Amsterdam rigning 6 Barcelona þrumuveóur 15 Chicago alskýjaö 9 Frankfurt rigning 5 Glasgow léttskýjaó 5 Hamborg súld 5 London léttskýjaó 5 Los Angeles heióskírt 16 Lúxemborg hálfskýjaö 4 París skýjaö 6 Róm þokumóöa 15 Mallorca skýjaö 12 New York alskýjaö 12 Nice léttskýjaó 13 Nuuk snjókoma -2 Orlando skýjaö 22 Vin alskýjaó 9 Washington þokumóöa 14 Winnipeg léttskýjaó -4 7 > .'§3 11° 86 j* y -7C 3C 9 9 /i Ý / 8° m > ? ^■^Logn Veðrið kl. 6 í morgun Guðrún Gísladóttir, bikarmeistari í þolfimi: Ánægjulegt að verða stigahæst allra á mótinu „Það var mjög gaman að sigra á heimavelli fyrir framan þúsund áhorfendur. Ég hef verið í öðru sæti á stórmótum þrisvar sinnum í röð svo það var kominn tími til að sigra. Það sem gerði þennan sigur enn ánægjulegri var að á þessu móti var ég stigahæst allra keppenda, hvort sem þaö var í Maður dagsins kvenna- eða karlaflokki, en meðal þátttakenda í karlaflokki var ís- landsmeistari karla,“ segir Guð- rún Gísladóttir, bikarmeistari í' þolfimi, en stutt er síðan sú keppni fór fram á Akureyri. Guð- rún er Akureyringur og er búin að keppa I tvö ár í þolfimi, auk þess sem hún hefur tekið þátt í Fitness- keppni. Ásamt því að þjálfa sjálf kennir Guörún þolfimi í Stúdíói Púls sex daga vikunnar. „Ég er búin að æfa þolfimi í Guðrún Gísladóttir. þrjú ár og keppa á fimm mótum frá því ég hóf keppni. Áður æfði ég fimleika í átta ár. Ég er ekki alveg laus við fimleikana því ég þjálfa krakka í fimleikum tvisvar I viku.“ Það mætti halda að þetta væri alveg fullt starf hjá Guðrúnu en hún er auk þess i námi við kenn- aradeild Háskólans á Akureyri og var að ljúka öðru ári þar. Guðrún sagöi að bikarmótið hefði verið lokamótið á þessu tímabili: „Þráð- urinn veröur tekinn upp í haust og æft vel fyrir íslandsmótið en ég er búin að taka tvisvar þátt í því, var fyrst í þriðja sæti en í öðru sæti síðast, og stefnan er enn upp á við. Samkeppnin er mikil og hópurinn sem tekur þátt í þolfimi- mótum er mjög jafn þannig að ekkert þýðir að slaka á.“ Guðrún var spurð hvort nokkur tími væri fyrir annað en námið og þolfimina. „Það er það ekki virka daga en ég reyni aö nýta helgarn- ar í önnur áhugamál sem eru mörg. Ég hef gaman af að fara á skíði og í sund, af ferðalögum og að fara út að skemmta mér.“ I sumar ætlar Guðrún að vinna á Hótel Hörpu. Unnusti Guðrúnar er Ágúst Herbert Guðmundsson, körfuboltaþjálfari Þórs á Akur- eyri. -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1509: Stafkarl Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði DV Karólína Eiríksdóttir er eitt átta íslenskra tónskálda sem á verk á tónleikunum í Sóloni íslandusi. í andlit sólar ErkiTíð ’96 verður framhaldið í kvöld kl. 20.00 á Sóloni ís- iandusi en þá verða kammertón- leikar sem hafa yfirskriftina í andlit sólar og eru öll verkin eft- ir íslensk tónskáld en annað að- alverkefni ErkiTíðar er að flytja íslenska samtímatónlist. Þau Tónleikar tónskáld sem eru höfundar verk- anna í kvöld eru Karólína Ei- ríksdóttir, Leifur Þórarinsson, Páll ísólfsson, Áskell Másson, Snorri Sigfús Birgisson, Gunnar Reynir Sveinsson, Ámi Egilsson og Þorkell Sigurbjörnsson. Ann- að kvöld verða svo lokatónleikar ErkiTíðar, söngtónleikar sem hafa yfirskriftina Út úr haus. Tónlistarkrossgáta Lausnir sendist til Ríkisútvarpsins Rás 2, Efstaleiti 105 Rvk. Merkt Tónlistarkrossgátan Bridge Þetta spil birtist í danska blaðinu Jyllands-Posten og kom fyrir í spila- klúbbi í Frederikshavn. Þeim sem skrifaði um spilið var ekki full- kunnugt um hvort vestur hefði sýnt snilldartakta í vörninni eða hvort hann var einfaldlega heppinn klaufi. Sagnir gengu þannig, norður gjafari og enginn á hættu: 4 1032 V D2 4 ÁD7653 4 Á8 4 KG * 87643 * KG98 * G5 4 ÁD9854 V Á9 4 42 * 1063 Norður Austur Suður Vestur 14 2* 24 pass 34 pass 34 pass 44 p/h Útspilið hjá vestri var laufagosi sem sagnhafi drap á ásinn. Nú spil- aði sagnhafi spaða á drottningu og vestur drap á kóng. Vestur spilaði þá laufi, austur fékk slaginn á drottninguna og spilaði næst laufa- kóngnum. Suður átti lauf og nú gat vestur tryggt sér slag á blankan spaðagosann. En vestur virtist ekki þurfa að hugsa sig um, hann henti hjarta. Sagnhafi gekk út frá því sem vísu að austur ætti spaðagosann (myndir þú ekki gera það einnig). Hann trompaði í blindum og svín- aði næst spaðatíunni. Vestur fékk á gosann og sagnhafi gat ekki komist hjá því að gefa slag tU viðbótar á hjarta. Ef vestur hefði hins vegar trompað með spaðagosa, hefði sagn- hafi einfaldlega hent hjarta í blind- um og fengið 10 slagi. Það var svo sannarlega heppileg yfirsjón hjá vestri að henda hjarta, ef það var ástæðan fyrir spilamennskunni. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.