Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 Fréttir Kærur og barsmíðar að verða daglegt brauð í næturlífi Reykjavíkur: Nektardansinn er svar við harðnandi samkeppni - átökin snúast um skiptin á gróðanum af rekstri nektardansstaðanna „Veitingastaðirnir í Reykjavík eru orðnir vel á annað hundrað. Margir þeirra eru að keppa um fólk- ið sem fer út eftir miðnætti og stóra trompið í þeim slag er að bjóða upp á nektarsýningar. Þetta er sama þróun og alls staðar annars staðar þar sem gróska er mikil í nætur- menningunni," segir einn viðmæl- andi DV sem fylgist náið með næt- urlífinu í Reykjavík. Undanfarnar vikur hafa borgar- búar orðið vitni að „undirheima- stríði" sem í æsilegustu útgáfunum gæti minnt á stríð sem fréttist af frá öðrum löndum milli eigenda nætur- klúbba. Harkan er greinilega meiri en verið hefur. Maður barinn Ráðist er á Guðjón Sverrisson, eiganda skemmtistaðarins Bóhem við Grensásveg, og hann sakar Dan Morgan, fyrrum framkvæmdastjóra Vegas, um að standa að baki árásinni. Dan Morgan svarar með því að kæra Guðjón fyrir ærumeið- ingar. Á Vegas var og allt í háalofti. Áðurnefndur Dan Morgan lenti upp á kant við þrjá félaga sína um rekst- ur staðarins og upp úr sauð um síð- ustu helgi þegar allt starfsfólkið, 18 manns, gekk út með Dan Morgan. Félagar Dans voru Haraldur Böð- varsson, sonur Böðvars Bragasonar lögreglustjóra í Reykjavík, Jónas Sigurðsson, bróðir Valgeirs veit- ingamanns í Lúxemborg og Svíþjóð, og Friðrik Stefánsson fasteignasali. Hann á auk þess húsnæði í Mjölnis- holti en þar hefur lögregla oft ráðist til inngöngu í vetur vegna gruns um fíkniefnamisferli. Fyrrum starfsfólk á Vegas er sak- að um þjófnað. Starfsfólkið hefur lagt sín mál fyrir stéttarfélag sitt og neitar að sjálfsögðu öllum ásökun- um um afbrot. Það segist eiga inni stóran hluta launa frá síðasta mán- uði og viðurkennir Valgeir að laun- in séu enn ekki að fullu uppgerð. Bolabrögð? Dan Morgan er Kanadamaður en hefur verið hér á landi í nær fimm ár. Hann hefur staðið fyrir innflutn- ingi á nektardansmeyjum frá heimalandi sinu og spennan kring- um þá starfsemi er orðin slík að helst minnir á undirheimaátök í er- lendum stórborgum. Þátttakendur í deilum þessum vilja fátt segja um það sem er að gerast. Áðurnefndur Haraldur Böðvarsson vildi í gærmorgun ekk- ert segja um hvort hann ætti í skemmtistaðnum Vegas en fannst þó heldur mikið fjallað um málið. Dan Morgan segir að verið sé að beita hann bolabrögðum og að und- irrót alls séu átök um skiptingu á gróðanum af skemmtanahaldinu. Allir vilja stærri sneið af kökunni. Valgeir lýsir sínum hlut svo að hann hafi viljað koma skikk á rekst- ur staðarins sem Jónas bróðir hans hafi fjárfest í. Valgeir hafi reynsl- una í veitingarekstri en Jónas ekki. Undirrót allra deilnanna er þó sú að rekstur á hefðbundnum krám - pöbbum - gefur ekki eins mikið í aðra hönd og áður. Staðirnir eru orðnir of margir og þá þarf að finna ný ráð til að lokka að fólk. Ráðið er að bjóða upp á nektardans. -GK Skemmtistaðurinn Vegas við Frakkastíg: Reksturinn er í fullum gangi - segir Valgeir Sigurðsson veitingamaður „Reksturinn á Vegas er eins og áður. Við höfum fengið nýtt starfs- fólk í stað þess sem gekk út. Hér er enginn í verkfalli enda verður að boða verkfall fyrst áður en farið er í það,“ segir Valgeir Sigurðsson, veit- ingamaður frá Lúxemborg, en hann hefur látið til sín taka í íslensku skemmtanalífi undanfarið vegna næturklúbbsins Vegas. Hópur starfsfólks af Vegas gekk út um síðustu helgi og hefur ekki komið til starfa aftur. Segist fólkið ekki hafa fengið laun greidd. Valgeir segir að endanlegt upp- gjör á launum starfsfólksins, sem var á Vegas, liggi ekki fyrir enda eigi enn eftir að taka tillit til úttekta þess á bar og kostnaðar við kaup á fatnaði sem átti að dragast af laun- um. -GK Nektardansmeyjar hafa sett svip sinn á skemmtanalífið í Reykjavík í vetur. Myndin er af stúlkum sem dansa fyrir gesti Vegas og eru ekki aðilar að þeim deilum sem staðið hafa. DV-mynd Sveinn Halldór Kristinsson frá Hagkaupum, til vinstri, afhendir Magnúsi hjólið í versluninni í Kringlunni. DV-mynd GS Skafmiðaleikur Kjöríss og Lego Lesendur DV fengu skafmiða frá Skafmiðaleik Kjöríss og Lego með blaðinu laugardaginn 27. aprU. Þar voru verðlaunin ferð tU Lego- lands, Lego-öskjur, tveir grænir hlunkar og Pro Style fjallahjól. Þeim sem fengu vinnig og hafa ekki þegar vitjað hans er bent á að hafa samband við Kjörís. Lego-öskjurnar fást afhentar í flestum leikfangaverslunum á land- inu og að sögn Þorleifs V. Stefáns- sonar, innkaupa-, sölu- og markaðs- fulltrúa hjá Reykjalundi, sem er umboðsaðili fyrir Lego, hafa farið mun fleiri öskjur vegna átaksins með DV en þeir áttu von á. Magnús Óskarsson, sem er áskrif- andi að DV, var einn hinna heppnu sem fengu vinning á sinn skafmiða, Pro Style fjallahjól sem Hagkaup gaf. Magnús sagðist að vonum ánægð- ur með þennan óvænta glaðning og hann kæmi sér mjög vel. -ÞK Bakteríusápan á sjúkrahúsunum: Ekki hættuleg fullfrískum - segir Karl G. Kristinsson sýklafræðingur „Þessar bakteríur eru tiltölulega meinlausar en ef þær berast í opin sár eða ofan lungu sjúklinga sem eru með veiklaðar varnir geta þær valdið sýkingum. Þær eru með öðr- um orðum ekki hættulegar full- frísku fólki en eru óæskilegar á sjúkrahúsum," segir Karl G. Krist- insson, sýklafræðingur og formaður sýklavarnanefndar Ríkisspítala, um handsápuna sem bakteríur fundust í bæði á Landspítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir skömmu. Karl segir sápuna hafa verið tekna úr umferð en að það sé fyrst og fremst fyrirbyggjandi aðgerð frekar en að hún hafi valdið ein- hverjum vandræðum. „Ég á ekki von á að farið verði út í að skoða sápur eitthvað sérstak- lega því almennt eru þessar sápur í lagi. Það sem þarna gerðist var að menn eru alltaf að reyna að gera sápurnar mildari fyrir hendur, sér- staklega á sjúkrahúsum þar sem fólk þvær sér mikið, en eftir því sem sápan er mildari fyrir hendur er hættara við að hún verði um leið mildari fyrir bakteríurnar. Þessi umrædda sápa hefur verið orðin heldur mild og hefur mengast af þeim sökum.“ Karl segir málinu lokið af hálfu Landspítalans og að hann telji það ekki sitt hlutverk að upplýsa hvaða sápa þarna hafi ver- ið notuð. Samkvæmt upplýsingum DV mun hér þó vera um að ræða sápu sem fæst alla jafna ekki í versl- unum, svokölluð Alex mjúksápa sem keypt er tilbúin til landsins og pakkað hér. -sv Salmonellusýkingin á Landspítala: Tveir nú látnir Annar tveggja sjúklinga á Land- spítala sem sýktust í salmonellufár- inu á bolludag og hcifa verið veikir síðan er nú látinn. Karl G. Kristins- son, læknir og sérfræðingur í sýkla- vörnum, staðfestir þetta og segir að hinn sé enn sjúkur. Þar með hafa tvö dauðsföll orðið sem rakin eru til sýkingarinnar sem barst um Landspítalann í rjómabollum. Þeir sem létust voru báðir alvarlega veikir fyrir og þoldu ekki það viðbótarálag á heilsuna sem sýkingúnni fylgdi. Að sögn Karls er ástand þess sjúklings sem enn er veikur alvar- legt. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.