Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif©centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Mikilvægar kosningar Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga í nýju sam- einuðu sveitarfélagi á norðanverðum Vestfjörðum á morgun. Með sameiningu sex sveitarfélaga á þessu lands- svæði varð til allstórt sveitarfélag og um leið ráðandi afl í Vestfirðingaijórðungi. Þau sveitarfélög sem sameinuð- ust eru ísafj arðarkaupstaður, Suðureyrarhreppur, Flat- eyrarhreppur, MosvaÚahreppur, Mýrahreppur og Þing- eyrarhreppur. Sameining sveitarfélaga hefur gengið heldur hægar en ætlað var í upphafi. Slík sameining er hins vegar mjög brýn svo sveitarfélögin geti staðið undir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar af löggjafanum og íbúum þeirra. Fyrir utan bætta þjónustu stærra sveitarfélags fylgir sameiningu ótviræð hagræðing og sparnaður. Dæmin sanna að ýmsir stjórnendur sveitarfélaga og íbúar þeirra hafa efasemdir um sameiningu. Þar getur mismunandi fjárhagsstaða einstakra sveitarfélaga ráðið miklu en frekar þó tilfinningar. Menn í sameiningarhug- leiðingum verða að líta til lengri tíma og hafa hagsmuni heildarinnar í huga. Þeir verða og að leggja til hliðar ná- grannaerjur og tilfinningasemi vegna nafngiftar nýs og sameinaðs sveitarfélags. Um leið verður að gera þá kröfu til þeirra sem stjórna að sæmileg sátt sé um þau nöfn sem íbúar geta kosið um. íbúar á norðanverðum Vestfjörðum velja sér nýtt nafn á sitt sveitarfélag á morgun. Fyrir fram er ekki vitað um sérstök átök í þeim efnum. Valið stendur milli fimm nafna. Menn geta varast það víti sem ibúar sameinaðs sveitarfélags á Suðurnesjum lentu í. Þar var sveitarfélag- ið lengi nafnlaust og mikil átök um nýtt nafn og eimir eftir af þeim deilum enn. Það er miður að ekki skyldu öll sveitarfélög á norðan- verðum Vestfjörðum sameinast í eitt. Nýja sveitarfélagið er merkur áfangi en markmiðið hlýtur að vera samein- ing þeirra allra. Raunar er Vestfirðingafjórðungur það fámennur að hann ætti að vera eitt sveitarfélag. Lands- hættir eru svipaðir, sem og atvinnulífið. Með samein- ingu allra íbúa íjórðungsins væri stjórn sameiginlegra mála á einum stað. Samgöngur eru sameiginlegt mál allra ibúanna, sem og hafnargerð, skólamál og orkukaup heimila og fyrirtækja, að ógleymdum atvinnumálum. Til lengri tima litið veitir stórt sveitarfélag ibúum sín- um betri þjónustu og fjárhagur þess ætti að vera traust- ari en margra lítilla. Kjósendur hins nýja sveitarfélags á Vestfjörðum geta valið milli fimm lista í kosningunum. Tilraun var gerð til þess að sameina pólitíska andstæðinga Sjáifstæðisflokks- ins og bjóða fram sameiginlega líkt og gerðist í borgar- stjórnarkosningunum í Reykjavík. Sú tilraun gekk ekki upp en þó bjóða fram sameiginlega Óháðir, Kvennalisti og Alþýðubandalag. Aðrir sem boðnir eru fram eru listi Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Funk- listi, sem að mestu er skipaður nemum. Efstu menn listanna kynntu stefnumál sín í þessu blaði í gær. Þar kom fram að kosningabaráttan hefur verið á rólegu nótunum. Baráttan stendur um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn nær hreinum meirihluta í sveitar- félaginu. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun héraðs- blaðsins Bæjarins besta á ísafirði fengi flokkurinn sex bæjarfulltrúa og þar með meirihluta. En skoðanakönnun er ekki sama og kosningar. Kjós- endur velja sína fulltrúa á morgun. Hver sem niðurstað- an verður er mikilvægast að menn snúi bökum saman og nýti sér kosti sameiningar þessara sveitarfélaga. Jónas Haraldsson Núverandi fyrirkomulag stefnir í hættu því sem meginþorri þjóðarinnar vill að forsetinn sé sameingingartákn þjóðarinnar, segir m.a. í greininni. Forsetinn settur í vanda Reynslan sýnir okkur að það vald sem forseti Íslands hefur nú til að synja um staðfestingu á laga- frumvarpi, þannig að málið gangið til þjóðaratkæðagreiðslu, er í reynd óvirkt og jafnvel marklaust. Þessu þarf að breyta og heimila jafnframt að þriðjungur kosninga- bærra manna geti krafist þjóðarat- kvæðagreiðslu án atbeina forset- ans, eins og þingmenn Þjóðvaka hafa lagt til. Afsögn ríkisstjórnar eða forseta lýðveldisins Með þessari leið væri verið að auka lýðræðið í þjóðfélaginu. Jafn- framt væri forsetanum hlíft við þeim vanda sem hann er settur í þegar uppi er mikill þrýstingur af hálfu þjóðarinnar í mjög umdeildu máli að láta það ganga til þjóðarat- kvæðagreiðslu sem nú er ekki hægt án atbeina forsetans. Með núverandi fyrirkomulagi er stefnt í hættu því sem megin- þorri þjóðarinnar vill, að forsetinn sé sameiningartákn þjóðarinnar - hafið yfir flokkspólitísk átök. Ljóst er líka, miðað við stöðu forseta- embættisins, að það hlyti að kalla á mjög alvarlegan trúnaðarbrest milli forseta landsins, ríkisstjórn- ar og Alþingis ef forseti synjaði um staðfestingu á stjórnarfrum- varpi. Þannig gæti það varla leitt til annars í mjög umdeildu máli en afsagnar viðkomandi ríkisstjórnar eða forseta landsins, allt eftir því hvernig þjóðaratkvæðagreiðslan færi. Forsetinn í sérkennilegri stöðu Raunar má einnig segja að for- setinn eigi ekki hægt um vik að synja um staðfestingu á stjórnar- frumvarpi því forsetinn þarf að Kjallarinn Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður vel gallana og þversögnina í fram- kvæmdinni. Þjóðaratkvæðagreiðsla án atbeina forsetans Samkvæmt stjórnskipan okkar getur fólk einungis haft áhrif með atkvæði sínu í kosningum til Al- þingis og sveitarstjórna, svo og við kjör forseta lýðveldisins. Telja verður að lýðræðinu séu þannig nokkur takmörk sett - ekki síst þar sem samsteypustjórnir virðast mun algengari hér en t.d. annars staðar á Norðurlöndum. Þannig veit fólk hér á landi sjaldnast hvaða ríkisstjórnir það er að kjósa yfir sig með atkvæði sínu. Auk þess sem auðveldara er í skjóli samsteypustjórna að semja sig frá loforðum og kosningastefnuskrám - eins og ótal dæmi sýna, en það hefur leitt til alvarlegs trúnaðar- „í stórum málum, sem snerta verulega hag þegnanna og afkomu þjóðarinnar, er því mikilvægt að ákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslu án atbeina forseta lýðveldisins sé fyrir hendi.“ samþykkja að stjórnarfrumvarp sé lagt fyrir Alþingi þótt það sé flutt á ábyrgð viðkomandi ráðherra. Forsetinn væri því í þeirri sér- kennilegu stöðu að synja um stað- festingu á stjórnarfrumvarpi sem hann hefur sjálfur fallist á að verði lagt fyrir Alþingi. Ákvæðið er því meingallað. Það rökrétta í framkvæmdinni eins og ákvæðið er nú, væri forsetinn mótfallin stjórnarfrumvarpi, að forsetinn féllist ekki á að það væri lagt fyrir Alþingi. Það gengi hins vegar gegn þingræðinu sem sýnir brests milli stjórnmálaflokkanna og fólksins í landinu. í stórum málum sem snerta verulega hag þegnanna og afkomu þjóðarinnar er því mikilvægt að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu án atbeina forseta iýðveldisins sé fyrir hendi. Það treystir lýðræðið í landinu og veitir stjórnmálaflokk- unum meira aðhald en þeir nú hafa. Það er líka markmiðið með frumvarpi þingmanna Þjóðvaka. Jóhanna Sigurðardóttir Skoðanir annarra Fyrstur á markaðinn „Því hefur löngum verið haldið fram að það sé mikilvægt í samkeppni að vera fyrstur á vettvang. . . . Sá sem er fyrstur hefur öll tækifæri til þess að styrkja sig í sessi og gera þeim sem á eftir koma erfitt um vik að ná fótfestu á markaði, eða að kom- ast inn á þá syllu sem búið er að fylla. Með sérstöð- unni næst auk þess ákveðið samkeppnisforskot því imynd fyrirtækis og/eða vöru er tengd henni í hug- um viðskiptavina." Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 8. maí. Ankannaleg framkvæmd „Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram sam- kvæmt lögum nr. 80/1987. Með breytingu á kosning- alögum það ár var tími til utankjörfundaratkvæða- greiðslu, fyrir kjördag, lengdur úr fjórum i átta vik- ur. ... Þessi framkvæmd, að kosning hefjist áður en framboðsfrestur er útrunninn, er í meira lagi an- kannaleg. Einkanlega í forsetakosningum, þar sem kosið er á milii einstaklinga en ekki flokkslista eins og í alþingiskosningum." Úr foyrstugrein Mbl. 9. maí. Skugginn af sjálfum sér „Ólafur Ragnar hefur tekið þá stefnu í sínu fram- boði að vera ábyrgur og landsfoðurlegur og styggja helst ekki neinn með því að segja eins lítið og hann mögulega kemst af með. Þessi mikli orator og mála- fylgjumaður verður fyrir vikið ekki nema skugginn af sjálfum sér, enda ekki hægt að lá manninum fyr- ir að vilja fara varlega í sakirnar, þegar nánast 70 prósent þjóðarinnar hyggjast kjósa hann meðan hann þegir.“ BG í Tímanum 9. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.