Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1996 15 „Það er ekki von á góðu þegar ráðherrann sjálfur hefur ekki þurft að þola eðlilega atkvæðagreiðslu. Hann er þingmaður Norðurlandskjördæmis vestra og þess vegna þarf hann mun færri atkvæði en þingmenn Reykvíkinga þurfa.“ Fýrir hvern, ráðherra Páll? greiða atkvæði um hvort kjara- samningar eru samþykktir eða felldir. Væri ég hluthafi... Væri ég hluthafi í Eimskip, sem dæmi, væri lögð á mig ábyrgð í at- kvæðagreiðslu sem félaga í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur en alls ekki sem hluthafa í Eimskip. Lýð- ræðið skal ná til stéttarfélaganna en ekki til eigenda fyrirtækjanna. Þegar kemur að fyrirtækjunum ráða örfáir menn, framkvæmda- stjórar, stjórnarmenn og að sjálf- sögðu VSÍ. Það er ekki von á góðu þegar ráðherrann sjálfur hefur ekki þurft að þola eðlilega atkvæða- greiðslu. Hann er þingmaður Norðurlandskjördæmis vestra og þess vegna þarf hann mun færri atkvæði en þingmenn Reykvík- inga þurfa. Er þetta hans tvöfalda lýðræði? Það er sama hvar á mál- ið er litið. Páll Pétursson virðist ganga um beina fyrir atvinnurek- endur. Verða menn saddir af list? Ég efast um að Alþýðusamband- ið, eins og því er stjórnað í dag, geti verið sá kraftur sem við þurf- um á að halda. Þar vantar stór- huga og djarfa forystumenn sem láta verkin tala, þá meina ég ekki menn sem hafa smekk tU að sóa peningum í kaup á listasöfnum heldur menn sem eru tUbúnir að berjast fyrir leiðréttingu því hún þarf að koma tU. Þessa dagana lesum við nánast daglega um stórhagnað hvers stór- fyrirtækisins á eftir öðru. Hagnað- urinn þarf ekki að koma á óvart. Við launþegarnir vorum neyddir með lögum til að færa fyrirtækjun- um hagnaðinn. Aðstöðugjaldið var af þeim tekið og fært yfir á okkur. 1 ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa er eðlUegt að ætlast tU að ekki verði krafist frekari fórna al- mennings tU að auka hagnað góð- vina ráðherranna. Eins er eðlUegt að ætlast tU að hætt verði að ætla sjómönnum að greiða olíukostnað útgerðarinnar. Fyrir liggur að nokkru að stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafa fjárfest fyrir veru- legar fjárhæðir erlendis og eins liggur fyrir að starfsmenn þessara fyrirtækja svo og aðrir íslendingar hafa ekki notið góðs af hagnaði þessara fyrirtækja. Farið hefur fé betra Staða forystu ASÍ er slík að standist hún ekki atlögur ríkis- stjómarinnar með reisn getur hún alt eins látið sig hverfa í frumeind- ir. Ef svo fer er óhætt að segja að farið hefur fé betra. Skoðun margra er að nú sé rétti tíminn tU að setja fram launakröfur og þær verða að vera í takt við hagnað fyrirtækjanna. Ég sé fyrir mér kröfur upp á 70 til 100% hækkun launa, sérstaklega á lágu launin. Miðað við afrakstur fyrirtækjanna ættu þau að ráða við að auka hlut- deild launafólks í hagnaðinum. Með því að setja fram kröfur á vormánuðum ætti að koma timan- lega í ljós hvern hljómgrunn þær fá og ef skilning skortir er ekki annað að gera en að boða tU verk- faUa með góðum fyrirvara. Birgir Hólm Björgvinsson Páll Pétursson félagsmálaráðherra. „Er þetta hans tvöfalda lýðræði?“ spyr greinarhöfundur. Hefur Páll Pétursson áhyggjur af því hvort einstakir félagar í verkalýðsfélögum hafi næg áhrif? Er það ástæða þess að hann hefur lagt fram á Alþingi frumvarp, frumvarp sem er tU þess eins að skerða möguieika þeirra stéttarfé- laga sem hafa kjark og þrótt tU að berjast gegn þeirri stefnu sem fylgt hefur verið, stefnu sem hefur orðið til þess að þúsundir fjöl- skyldna eru eignalausar? Hvað vakir fyrir ráðherranum? Hann vill að tiltekinn fjöldi fé- laga í stéttarfélögum greiði at- kvæði um hvort verkfalli verði beitt. Hann vill hafa vit fyrir for- ráðamönnum stéttarfélaga. En vill hann hafa vit fyrir forystu at- vinnurekenda? Svarið er nei. Hann hefur ekki sagt að hann vilji að ákveðinn hópur hluthafa í al- menningshlutafélögum þurfi að Kjallarinn Birgir Hólm Björgvinsson í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur Snjóflóðavarnir fyrir þá efnameiri? Nú hafa Flateyringum verið kynntar niðurstöður sérfræðinga um leiðir til að auka öryggi íbúa staðarins vegna snjóflóðahættunn- ar sem vofir yfir þorpsbúum. Nefnd sérfræðinga hefur komist að þeirri niðurstöðu að vænlegast sé að koma upp öQugum leiðigörð- um í hlíðinni ofan við byggðina og telja þeir að með því sé öryggi íbú- anna tryggt svo að viðunandi sé. Það verður alltaf álitamál hvort hægt sé að telja mannvirki á borð við snjóQóðavarnir fullkomlega öruggar. Umræður á villigötum Við höfum óþyrmilega verið minnt á það hversu mjög þekking okkar íslendinga á snjóQóðum er lítil og skammvinn. Það hefur til dæmis verið sýnt fram á það í fjöl- miðlum að ábendingar útlendra sérfræðinga í þessum efnum hafa verið virtar að vettugi. Þá er það kunnugt að bæjar- stjórnin á ísafirði hefur tekið um það pólitíska ákvörðun að snóQóð hafi ekki fallið niður á Engjaveg á ísaQrði á sjötta áratugnum. Og var meðal annars lögreglan send nú fj haustdögum á svæöið til að leita Kjallarinn Guðmundur Sigurðsson bifreiðarstjóri verksummerkja um umrætt snjó- Qóð. - Svona vinnubrögð sýna okkur svo að ekki verður um villst að umræður um þá vá sem af nátt- úruhamförum leiðir er á algerum vQligötum. Annars flokks fólk? Það sem mesta undrun vekur í tiUögum sérfræðinganna um varn- ir á Flateyri er sú hugmynd að kaupa upp húseignir við Ólafstún á Flateyri og breyta þeim í félags- legar íbúðir á meðan reynsla er að fást á varnarvirkin ofan þorpsins. Ekki ætla ég að leggja á það neinn dóm hvort það sé tilviljun ein að oddviti Flateyrarhrepps á einmitt hús sitt við þessa götu. En hitt er ljóst að það hlýtur að teljast svívirðilegt að Qokka fólk, sem býr í félagslegum íbúðum, sem annars Qokks fólk sem nota eigi til að mæla notagildi snjóQóðavama. Ef umræddar snjóQóðavarnir teljast það öruggar að óhætt sé að láta þá gerð af fólki sem býr í fé- lagslegum íbúðum búa við götuna ætti að vera jafnöruggt fyrir nú- verandi íbúa að búa áfram þar í húseignum sínum. Pólitískur sóðaskapur Stéttaskiptingin á íslandi er orð- in ógeðfelld þegar hún er komin á þær brautir að skipta íbúunum í hópa eftir efnahag þcir sem hinir efnaminni mega búa þar sem hætt- an er mest á meðan fyrirmanna- hópunum er búið öruggt skjól á hættuminni svæðum á kostnaö rikisins. íbúar á Flateyri sem og annars staðar á landinu þar sem búast má við hörmungum náttúruhamfara hljóta að gera þá kröfu að þeim verði ekki mismunað með jafn herfdegum hætti og hér er gert ráð fyrir. Slík mismunun er ekk- ert annað en pólitískur sóðaskap- ur sem varla verður látinn við- gangast átölulaust. Guðmundur Sigurðsson „Það hlýtur að teljast svívirðilegt að flokka fólk, sem býr í félagslegum íbúð- um, sem annars flokks fólk sem nota eigi til að mæla notagildi snjóflóðavarna.“ Með og á móti Á að breyta RÚV í sam- ræmi við niðurstöður starfshóps menntamála- ráðherra Tímabærar tillögur „Flestar til- lögur nefndar menntamála- ráðherra eru mjög tQ bóta og löngu tíma- bært að endur- skQgreina hlutverk rikis- ins á sviði út- varpsmála. Nú- verandi út- varpslög eru orðin gömul og löngu kominn tími tO þess að endurmeta hlutverk rlkisins á þessum markaði. Bæði hafa miklar tæknibreytingar orðið og fjöldi stöðva nú starfræktur þannig að aðstæður eru allt aðr- ar en þegar Ríkisútvarpið var eitt um hituna. Svo fremi sem menn eru sammála því að ríkið eigi að stunda einhvers konar starfsemi á þessu sviði tel ég að þessi nefnd hafi skilað frá sér mjög góðum tillögum. Ef við ætl- um að hlúa að einkaframtaki á þessu sviði þá er nauðsynlegt að fá svigrúm á við aðra atvinnu- starfsemi. Það gerist ekki öðru- vísi en að taka ríkisrekið útvarp og sjónvarp út af auglýsinga- markaði. Þá má Menningarsjóð- ur útvarpsstöðva missa sín. Til- lögur nefndarinnar miða líka að skilviikari stjórnun og einfald- ara skipulagi stofnunarinnar og skilgreiningu markmiða sem er augljóslega í þágu stofnunarinn- ar sjálfrar, starfsmanna hennar og þjóðarinnar. Þá tel ég mjög æskilegt að setja stofnunina á fjárlög þar sem núverandi fyrir- komulag afnotagjalda og inn- heimtu er mjög dýrt.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, formað- ur Sambands ungra sjálfstæðls- manna Gissur Pétursson, útvarpsráðsmaður fyrir Framsóknar- flokk. Skýrsla um aukaatriði „Ég tel að viðbrögð við þessari skýrslu hafi verið óþarQega sterk því að ég lít ekki á hana öðruvísi en sem hvert ann- að innanhúss- plagg mennta- málaráðherra. Varðandi Ríkisútvarpið er um tvær grundvallarspurn- ingar að ræða: Hvemig verður menn-ingarleg inn-lend fjölmiðl- un tryggð, og í öðru lagi, hvern- ig verður það tryggt að hún kom- ist til allra landsmanna? Ég tel óumdeQanlegt að ríkið á að skipta sér af þvi hvemig þessi markmið nást. Ef einkaaðQar eru sannanlega að reyna að ná þessum markmiðum er sjálfsagt að styðja þá í því en hingað tQ hef ég ekki getað séð að svo væri. TiUögur starfshóps ráð- herra miðast aðallega við það að vasast í starfsemi Ríkisútvarps- ins fremur en að hafa grundvall- armarkmiðin að leiðarljósi. Þannig er ljóst að með því að taka stofnunina af auglýsinga- markaði og ætla sér ekki að bæta henni það upp með hærri afnotagjöldum eða hærri nef- skatti mun mjög draga úr starf- seminni og maður hlýtur að spyrja hvort með því munum við nálgast fyrrnefnd grundvallarat- riði þessa máls eða fjarlægjast." -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.