Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1996 33 Fréttir Akranes: Námskeið fýrir fólk án atvinnu Þá hefur félagsmálaráðuneytið samþykkt styrk til atvinnufulltrú- ans á Akranesi og farskóla Fjöl- brautaskóla Vesturlands til að halda námskeið fyrir atvinnulausa. Styrkurinn er veittur í gegnum at- vinnuleysistryggingasjóð og verða námskeiðin haldin í næsta viku. Þeir sem eiga bótarétt hafa forgang og þurfa ekkert að greiða fyrir nám- skeiðin. -DÓ Selkórinn og Lúðrasveit Seltjarnarness halda tvenna tónleika um helgina. Tónleikar á Seltjarnarnesi Selkórinn á Seltjarnarnesi og Lúðrasveit Seltjarnarness halda vortónleika á morgun kl. 17 og á sunnudaginn kl. 20.30. Báðir tón- leikarnir verða i Seltjarnarnes- kirkju. Á efnisskránni eru þekkt hljóm- sveitarverk og óperukórar. Lúðra- sveitin flytur Nótt á Nornagnípu eft- ir Moussorgsky, forleikinn að Willi- am Tell eftir Rossini og konsert fyr- ir básúnu og hljómsveit eftir Rimsky- Korsakov. Einleikari í því verki er upprennandi básúnusnill- ingur, Helgi Hrafn Jónsson. Kórinn flytur, með undirleik lúðrasveitar- innar, þrjá kóra úr óperum Verdis, þ.e. Fángakórinn úr Nabucco, Steðjakórinn úr II Trovatore og Sig- urmarsinn úr Aidu. Auk þeirra íjóra kóra úr Carmina Burana eftir Carl Orff. Stjórnandi lúðrasveitarinnar er Kári H. Einarsson og stjórnandi kórsins er Jón Karl Einarsson en Þuríður G. Sigurðardóttir sópran sér um raddþjálfunina. Myndverk Tryggva Hansen Sýning á myndverkum eftir Tryggva Gunnar Hansen verður opnuð á veitingahúsinu Samuraj á morgun. Af því tilefni munu Ástríð- ur Óma og Seiðbandið flytja ljóð og fremja hljóðskúlptúra. Á Samuraj eru 17 myndir, flestar litlar og smágerðar. Þær sýna hug og tilfinningaheima höfundar, landslag, hof, sólvagna, dvergalæti og blíð dýr. Myndirriar eru allar málaðar á endurunnið efni, nokkrar með olíueggtempera, aðrar með vaxlit og sumar með rauðglóandi penna. Eitt sérkenni myndanna á sýn- ingunni, sem hefur yfirskriftina „ósjálfráðar Ý myndir", eru svokall- aðar kjöltumyndir, málaðar ósjálfrátt í kjöltu á meðan horft var á sjónvarp. Safnaðarstarf Langhoitskirkja: Aftansöngur kl. 18. Laugarneskirkja: Mæðramorgunn kl. 10-12. Tjarnarferð. Kaffihús á eft- ir. Hittumst við Tjörnina kl. 10. VANEFNDAUPPBOÐ Vanefndauppboð á fasteigninni Stigahlíð 46, íbúð á 2. hæð og bílskúr fjær húsi, þingl. eign Óiafar Ingibjargar Jónsdóttur, verður haldið á eigninni sjálfri eftir kröfu Samvinnulífeyris- sjóðsins, Byggingarsjóðs ríkisins og Lífeyrissjóðs verslunar- manna þriðjudaginn 14. maí 1996 kl. 11.30. Sýslumaðurinn í Reykjavík Sýningar Tónleikar Vortónleikar Tónlistarskóla íslenska Suzuki-sambandsins Þrennir vortónleikar á vegum Tón- listarskóla' íslenska Suzuki-sam- bandsins verða í Bústaðakirkju laugardaginn 11. maí. Fyrstu tón- leikarnir hefjast kl. 11.00, þeir næstu kl. 13.00 og þeir síðustu kl. 15.00. Tilkynningar Lionsklúbburinn Víðarr heldur markaðsdag á Ingólfstorgi sunnudaginn 9. júní. Leitum að vörum og munum, allt nýtilegt vel þegið. Hagnaður rennur til landgræðslu. Móttaka er í Hafn- arhúsinu við Tryggvagötu laugard. kl. 11-16. Upplýs. í síma 562 7777. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík verður með lokadagskaffi laugardag frá kl. 10 á miðbakkanum við höfn- ina. Styrkjum gott málefni. Opin kynning lokaverkefna Rekstrardeild Háskólans á Akureyri býður til opinnar kynningar á loka- verkefnum á gæðastjórnunarbraut laugardaginn 11. maí. Kynningin verður haldin í húsi Oddfellow og hefst kl. 14.00. Kaffiveitingar verða í boði rekstrardeildar Háskólans á Akureyri. Vinnustofa á Norðurstíg 3a Jóhann Vilhjálmsson hefur opnað vinnustofu sem sérhæfir sig í byssu- smíði, byssuviðgerðum, hnífasmíði og málmsmíði. Jóhann lærði í Liege í Belgíu þar sem er 100 ára gamall skóli. Hann hlaut verðlaun frá Brawning og Thys og titilinn De Maitre Armurier eða meistaratitil. DV, Akranesi: Stjórn Atvinnuleysistrygginga- sjóös hefur samþykkt 19 verkefni á Akranesi á vegum bæjarins og fé- lagasamtaka. Það eru svokölluð at- vinnuátaksverkefni. Þetta er 53 störf eða 527 vinnuvikur. I júní á síðasta ári var búið að samþykkja verkefni sem samsvöruðu 344 vinnuvikum. DANM0RK KAUPMANNAHÖFN Takmarkaöur sætafjöldi 9.900 HVORA LEIÐ MEÐ FLUGVALLASKATTI Sala: Wihlborg Rejscr, Danmörk sími: 00-45-3888-4214 Fax: 00-45-3888-4215 UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirtöld- um eignum veröur háð á þeim sjálfum sem hér segir: Austúrvegur 21 (3. áfangi), Reyðar- firði, þingl. eig. Melkorn hf., gerðar- beiðendur Gjaldheimta Austurlands, Iðnþróunarsjóður og sýslumaðurinn á Eskifirði, 14. maí 1996 kl. 11.00. Búland 14, Djúpavogi, þingl. eig. Regína Margrét Friðfinnsdóttir, gerð- arbeiðendur Byggingarsjóður verka- manna, Djúpavogshreppur og Vá- tryggingafélag íslands, 14. maí 1996 kl. 14.30.____________________ Grjótárgata 6, Eskifirði, þingl. eig. Jó- hanna Sölvadóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Eskifjarðar- kaupstaður og Ladnsbanki íslands, 14. maí 1996 kl. 9.45.________ M/b Guðmundur Kristinn SU-404, þingl. eig. Sjávardýr hf., gerðarbeið- endur Grandi hf., 14. maí 1996 kl. 10.15.________________________ Strandgata 10, Eskifirði, þingl. eig. Eskfirðingur hf., gerðarbeiðendur Vátryggingafélag íslands og íslands- banki hf., 14. maí 1996 kl. 9.00. Tollvörugeymsla, Reyðarfirði, þingl. eig. Tollvörugeymsla Austurlands hf., gerðarbeiðandi Gjaldheimta Austurlands, 14. maí 1996 kl. 11.20. SÝSLUMAÐURINN ESKIFIRÐI UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum veröur háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Fellsmúli 15, íbúð á 2. hæð t.h. ásamt bflskúr, þingl. eig. Amalía Skúladótt- ir og Leonhard Haraldsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík og Toll- stjóraskrifstofa, þriðjudaginn 14. maí 1996 kl, 16.30._______________ Logafold 28, þingl. eig. Kristín Reyn- isdóttir, gerðarbeiðendur Byg;gingar- sjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík, Húsasmiðjan hf. og Líf- eyrissjóður verslunarmanna, þriðju- daginn 14. maí 1996 kl. 15.00. Skeiðarvogur 35, kjallaraíbúð, þingl. eig. Guðríður Svavarsdóttir, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Tryggingasjóður innlánsdeilda, þriðjudaginn 14. maí 1996 kl. 15.30. Suðurlandsbraut 20, 2.h. austurendi framhúss og 50 fm í suðausturhorni bakhúss, þingl. eig. Söluskrifstofa Bjarna/Braga hf., gerðarbeiðendur Landsbanki íslands og Lífeyrissjóð- urinn Framsýn, þriðjudaginn 14. maí 1996 kl. 16.00._______________ Tunguvegur 15, kjallaraíbúð, þingl. eig. Sigurður Rafn Borgþórsson, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar, þriðjudaginn 14. maí 1996 kl. 13.30._______________ Vesturhús 6, íbúð á neðri hæð m.m., þingl. eig. Daði Þór Ólafsson, gerðar- beiðandi húsbréfadeild Húsnæðis- stofnunar, þriðjudaginn 14. maí 1996 kl. 14.00._____ Viðarás 79, þingl. eig. Steinar Sig- urðsson, gerðarbeiðandi húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar, þriðjudag- inn 14. maí 1996 kl. 14.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ KL. 20.00: KVÁSARVALSINN eftir Jónas Árnason 9. sýn. Id. 18/5, bleik kort gilda, fid. 23/5, föd. 31/5. Síðustu sýningar. HIÐ LIÓSA MAN eftir íslandsklukku Halldórs Laxness í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur Ld. 11/5, föd. 17/5, föd. 24/5, sýningum fer fækkandi! ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. í kvöld 10/5, aukasýning. Allra sfðasta sýningi! Tveir miðar á verði eins! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur: Alheimsleikhúsið sýnir á Litla sviði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur. í kvöld, örfá sæti laus, Id. 11/5, laus sæti, sud.12/5, föst. 17/5, laus sæti, 50 sýning Id. 18/5, fid. 23/5, föd. 24/5, fid. 30/5, föd. 31/5, laud. 1/6. Síðustu sýningar. Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30. BAR PAR eftir Jim Cartwright í kvöld 10/5, kl. 23.00, örfá sæti laus, aukasýningar sud. 12/5, kl. 20.30, uppselt, Id. 18/5, kl. 20.30. síðustu sýningar! Höfundasmiðja L.R. Laugardaginn 11. maf kl. 16.00. Allsnægtaborðið _ Leikrit eftit Elísabetu Jökulsdóttur. Miðaverð 500 kr. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13- 17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum í síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: PREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson í kvöld, uppselt, Id. 18/5, nokkur sæti laus, sud. 19/5, fid. 30/5. SEM YÐUR PÓKNAST eftir William Shakespeare 5. sýn. á morgun, nokkur sæti laus, 6. sýn. mid. 15/5, 7. sýn. fid. 16/5, 8. sýn. föd. 31/5. TRÖLLAKIRKJA eftir Ólaf Gunnarsson í leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur. sud. 12/5, síðasta sýning. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Á morgun kl. 14.00, nokkur sæti laus, 60. sýn. sd. 12/5 kl. 14.00, nokkur sæti laus, Id. 18/5 kl. 14.00, sud. 19/5 kl. 14.00. Ath. fáar sýningar eftir. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30. KimUUGARÐSKLÚBBURINN eftir ívan Menchell Á morgun, sd. 12/5, mid. 15/5, fid. 16/5, föd. 17/5, fid. 23/5, næstsíðasta sýning, föd. 24/5, síðasta sýning. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.30 HAMINGJURÁNIÐ söngleikur eftir Bengt Ahlfors Á morgun, uppselt, sud. 12/5, mvd. 15/5, örfá sæti laus, fid. 16/5, föd. 17/5, föd. 31/5. Cjafakort í leikhús - sígila og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriðjudaginn 14. maí 1996, kl. 15.00, á eftirfarandi eign: Heiðvangur 18, Hellu, þingl. eig. Helgi Haraldsson og Unnur Hróbjartsdóttir. Gerðarbeiðendur eru Byggingarsjóður ríkisins, Búnaðarbanki Islands, Hellu, og sýslumaður Rangárvallasýslu. Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu ^SA SÁ ^ ÁSTÞÓR MAGNÚSSON KYNNIR ÁTAKIÐ FJÖRUKRÁIN VIÐ STRANDGÖTU, HAFNARFIRÐI, LAUGARDAGINN 11. MAÍ KL.15. KAFFIVEITINGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.