Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 Menning Bækur Máls og menningar gera víðreist erlendis: Englar alheimsins þýddir í 10 löndum - Bandaríkin bætast við á næsta ári Ný forníslensk orðabók: Tók 57 ár í undir- búningi Þegar heimkomu handritanna var minnst í Háskólabíói á dög- unum fékk Björn Bjarnason menntamálaráöherra afhent fyrsta eintakið af nýrri bók frá kollega sínum í Danmörku, Ole Vig Jensen. Þetta var fyrsta bindi af forníslenskri oröabók, Ordbog over det norrone prosa- sprog, sem unnin er á vegum Árnanefndar í Kaupmannahöfn fyrir fjárveitingar frá danska ríkinu. Undirbúningur að út- gáfu hennar hefur staðið yfir frá 1939, eða í 57 ár. Formlega kem- ur hún ekki á markað fyrr en í sumar. Bókin, sem alls verður 12 bindi, tekur til óbundins norsks máls fram til 1370 og íslensks fram til 1540; frá því ári er Nýja testamenti Odds Gottskálksson- ar kom út, fyrsta íslenska prent- verkið sem varðveist hefur. Eintakið sem danski ráðherr- ann færði starfsbróður sínum fékk samastað í Stofnun Árna Magnússonar á íslandi. -bjb Utgáfa íslenskra bóka erlendis hefur sennilega aldrei verið líflegri og útbreiddari en einmitt nú. Til marks um það hefur verðlaunabók Einars Más Guðmúnds- sonar, Englar alheims- ins, verið þýdd og gefin út í 10 lönduriT í sam- vinnu • forlaganna Borgen/Vindrose og Máls og menningar. Samið hefur verið um útgáfu i Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Englandi, Hollandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi og Litháen. Ellefta land- ið bætist við snemma á Einar Már næsta ári en samningar Guðmundsson hafa tekist við hið virta forlag, St. Martin’s Press, um að bókin komi þá út í Bandaríkjunum. Þá er Ijóðaúrval Einars að koma út í Danmörku. Fleiri bækur Máls og menningar hafa verið að gera það gott. Tíma- þjófur Steinunnar Sigurðardóttur fæst í Frakklandi, Þýskalandi og nú síðast í Hollandi og Belgíu. Hjarta- staður Steinunnar hefur komið út í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi. Þá hefur verið samið um útgáfu á Mávahlátri eftir Kristínu Marju Baldurs- dóttur í Þýskalandi. Um mánaðamótin mars/apríl kom Svefn- hjólið eftir Gyrði Elías- son út á þýsku hjá Suhrkamp forlaginu, einu virtasta bókaforlagi Þýskalands, í þýðingu Gert Kreutzer. Falsarinn eftir Björn Th. Björnsson kom út í mars hjá forlagi Samlerens í Danmörku, í þýðingu Keld Gall Jorgensen. Bækur Einars Kárasonar hafa sömuleiðis farið víða. Heimskra manna ráð komu út í Danmörku hjá Gyldendal í þýðingu Áslaugar Rögn- valdsdóttur fyrr í þessum mánuði. Bókin var einnig væntanleg í Nor- egi. Hún hefur fengist í Svíþjóð og nýlega búið að semja um útgáfu hennar í Þýskalandi og Finnlandi. Um síðustu mánaðamót kom fram- hald bókarinnar, Kvikasilfur, út hjá Bonniers í Svíþjóð. Djöflaeyja Ein- ars kom út í Hollandi í síðasta mán- uði og samningar hafa náðst um út- gáfu hennar í PóUandi. Nokkrar íslenskar bækur verða gefnar út í Frakklandi í haust í tengslum við norræna listahátíð í Normandí. Má þar nefna ljóðasafn eftir Stefán Hörð Grímsson og skáldsöguna Hringsól eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Þá hefur Forlagið samið við stærsta forlag Frakk- lands, Gallimard, um útgáfu á Svan- inum eftir Guðberg Bergsson í haust. -bjb Aðstandendur bókarinnar Ströndin í náttúru íslands, sem var ein sex bóka sem Samtök iðnaðarins verðlaunuðu á degi bókarinnar fyrir góða hönnun. Frá vinstri Halldór Guðmundsson frá Máli og menningu, Guðjón Ingi Eggertsson hönnuður, Guðmundur P. Ólafsson, höfundur og einnig hönnuður bókarinnar, og Halldór Ólafsson frá Prentsmiðj- unni Odda. DV-mynd GS Samtök iðnaðarins: Sex bækur verðlaunaðar fyrir hönnun Á degi bókarinnar nýlega afhentu Samtök iðnaðarins aðstandendum sex bóka viðurkenningu fyrir hönn- un og útlit. Fagvinna bókanna var metin en ekki bókmenntalegt gOdi þeirra. Prentsmiðjan Oddi prentaði allar bækurnar en þær eru Ströndin í náttúru íslands, útgefin af Máli og menningu og hönnuð af Guðjóni Inga Eggertssyni og höfundinum Guðmundi P. Ólafssyni, Undir fjala- ketti, útgefin af Ormstungu og hönnuð af Soffiu Árnadóttur og Marteini Viggóssyni, íslenskt grjót, útgefin og hönnuð af Hjálmari R. Bárðarsyni, Karlssonur, Lítill, Trít- ill og fuglarnir, útgefin af Máli og menningu, Jökulheimar, útgefm af Ormstungu og hönnuð af Odda, og Leifur Breiðfjörð, útgefin af Máli og menningu og hönnuð af Leifi sjálf- um. -bjb Gagniýnendur í Svíþjóð lofa Kjartan Ragn- arsson Kjartan Ragnarsson leikstjóri hefur sem kunnugt er starfað í Svíþjóð í vetur. Nýlega setti hann upp Kirsuberjagarðinn eft- ir Tchekhov með útskriftarnem- um Leiklistarskólans í Málmey í Svíþjóð. Auk þess að leikstýra gerir Kjartan einnig leikmynd og búninga. Frumsýning var 26. apríl sl. og er ieik- ritið sýnt dag- lega til 18. maí næstkomandi. Mjög já- kvæðir dómar tveggja gagn- rýnenda hafa birst í sænskum dagblöðum, í Skánska dagbladet og Sydsvenska dagbladet. I Skánska dagbladet er farið lof- samlegum orðum um sýninguna með fyrirsögninni Fullkomlega leikinn Tchekhov. Leikstjórn- inni er hrósað, sem og leik- myndinni. Gagnrýnandi blaðs- ins segir sýninguna þá áhuga- verðustu I Málmey um þessar mundir. -bjb Sumardaginn fyrsta var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins. Þrír listamenn hlutu viðurkenningu að þessu sinni, þau Guðrún S. Gísladóttir leikkona, Egill Ólafsson, söngvari, leikari og tónskáld, og Þórhallur Sig- urðsson leikstjóri. Menningarsjóðurinn var stofnaður á vígsludegi ieikhússins á sumardaginn fyrsta árið 1950 og hafa alls tæplega 60 einstaklingar hlotið viðurkenningu úr sjóðnum á þeim 46 árum sem liðin eru síðan. Þjóðieik- hússtjóri afhenti þremenningunum styrkina á sviði Þjóðleikhússins að lokinni sýningu á Þreki og tárum og var myndin tekin við það tækifæri. Viðar sem Gottskálk í Galdra-Lofti Viðar Gunn- arsson bassa- söngvari hefur verið ráðinn til að syngja hlut- verk Gott- skálks biskups í óperu Jóns Ásgeirssonar, Galdra-Lofti, sem íslenska óperan frumsýnir á Listahátíð 1. júní nk. Þar með hef- ur verið ráðið í öll hlutverkin. Viðar kemur sérstaklega til landsins til að syngja í þessari nýju óperu en hann hefur frá síð- asta hausti verið fastráðinn hjá Aalto Theater í Essen í Þýska- landi. Viðar hefur sungið víða Þýskalandi, s.s. í Ríkisóperunni í Hannover, Frankfurt, Stuttgart og Gelsenkirchen, auk þess að syngja í Austurríki, á íslandi og víðar. Hann er einn fárra íslend inga sem sungið hafa öll helstu bassahlutverkin í Niflungahring Wagners. Þess má geta að miðasala á Galdra-Loft er hafin í íslensku óp- erunni. Þegar er uppselt á fyrstu tvær sýningarnar en þær verða aðeins sex á Listahátið. Mikil eft- irspurn er erlendis frá, m.a. hafa hátt í 30 miðar á frumsýninguna verið seldir til styrktarfélags Metropolitan óperunnar í New York. Sex hugleið- ingar Jóns Bjarmans íslenska brúðu- leikhúsið hefur Jón Bjarm- an, sjúkrahús- prestur og fyrr- um fangaprest- ur, hefur sent frá bókina Að heiman og heim - Sex hugleiðingar. Eins og nafnið ber með sér inniheldur bókin sex hugleiðingar. Þær hafa allar sama viðfang og snið: ritningartexta, stutta íhugun og frumsamið ljóð, sem á rætur í textanum. Bókin er tileinkuð minningu prestanna sr. Jóns E. Einarssonar og sr. Þór- halls Höskuldssonar. Hugleiðing- arnar voru að stofni til fluttar á Kyrrðardögum í Skálholti árið 1990. Jón hefur sent frá sér fjórar frumsamdar bækur; tvö smá- ságnasöfn og tvær ljóðabækur, auk nokkurra þýddra bóka. Ein þeirra fjölmargra brúða sem prýða íslenska brúðuleikhúsið. tekið til starfa Jón E. Guðmundsson hefur opnað íslenska brúðuleikhúsið á ný við Flyðrugranda, gegnt KR- vellinum. Þetta er fertugasta og iriðja starfsár Jóns. Hann hóf sumarstarfsemina um síðustu helgi og þá fylltist leikhúsið, hátt í 60 manns litu við. Jón ætlar að vera með opið hús um helgar á laugardögum og sunnudögum kl. 13-16. Einnig er hægt að panta heilar sýningar eft- ir þörfum hvers og eins. Jón segir að þær séu vel þegnar, ekki síst sem góður endir á afmælisveislu. Símanúmer hjá Jóni er 551-6167.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.