Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 Sandkorn Fréttir Nemaraunir Þaö hefur löng- um ekki veriö tekið út með sældinni að vera iðnnemi. Launin hafa ekki verið til að hrópa húrra fyrir og oft höf- um við heyrt um brot á nem- um í veitinga- bransanum til dæmis. Sandkomsritari heyrði á dögunum ófagrar sögur úr hár- greiðslugeiranum. Einn neminn var ekki búinn að vera lengi á samn- ingi þegar hann var sendur út til að viðra hund hárgreiðslumeistarans og þar á eftir að bóna bílinn! Segir af öðrum nema sem sendur var út í búð að kaupa kiósettpapph-. Kannski ekki svo voöalegt nema hvað meistarinn sendi nemann til baka meö pappírinn því hann var ekki ferskjulitaður! Ekki fylgir sög- unni hvort pappírinn hafí átt að vera hrjúfur eða sléttur. Norður-niður Það mun hafa gerst á Akur- eyri á dögun- um að þeir hittust Hákon Aðalsteinsson, haö'rðingur á Egilsstöðum, og Halldór Blöndal sam- gönguráðherra. Vildi Halldór að Hákon gerði vísu um gagnsemi Hvalfjarðagang- anna. Hákon orti: Þau greiða leiðir greiöslukjara og gróðabrimans. Stytta leið sem flestir fara í fylling timans. Ráðherra fannst þetta ekki góð vísa og viidi að Hákon gerði aðra þar sem skýrt kæmi fram hve leiðin til Akureyrar styttist meö tilkomu ganganna. Þá orti Hákon: Að grafa svona göng er nokkuð góður siöur. Þau stytta veginn norður - niður... Besta nafnið ibúar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á norðanverðum Vestöörðum ganga til kosn- inga á morgun og velja nýja fulltrúa í bæj- arstjórn. Kosn- ingarnar vekja sérstaka at- hygli fyrir þá sök að framhaldsskólanemar bjóða sig fram undir nafninu Funklistinn. Meira grín en alvara er á bak við þetta framboð sem sést m.a. á þvi að meðal baráttumála er aö elgir verði fluttir inn til ísafjarðar til að auðga dýralífiö. Slagorð listans er „Fallegt fólk í fyrirrúmi" og utan á kosningaskrifstofunni hangir mynd af Hugh Grant. Engu að síöur er Funkiistanum spáð tveimur mönn- um í bæjarstjórn. Því tala gárungar um að nýtt sveitarfélag eigi ekki að heita ísafjarðarbyggð heldm- Funky town! í framboði Nú eru aliar líkur taldar á framboði Jóns Baldvins Hannibalssonar til embættis forseta íslands. Því er ljóst að lifrarbandalag- ið berjist um .. Bessastaði en Jón er sagður __________________ vansvefta yfir þeirri tilhugsun að Ólafur Ragnar Grimsson verði næsti forseti. Aðrir frambjóðendur eru ekki sagðir eiga sjens í Ólaf en ónefndur kunningi Sandkomsritara er ósammála þeirri túlkun. Hann segist vera hugsanleg- ur frambjóðandi og hafi yfir að ráða mikilli tungumálakunnáttu, eða eins og hann orti: Góður ég í ensku er, eins í dönsk’ og þýsku, mjög í spænsk’ af mönnum ber, mellufær í grisku. Umsjón: Björn Jóhann Björnsson Mokveiði af þorski í Miðfirði: Ekki gerst í 30 ár og hvalir í göngunni DVj Hvammstanga: „Þau ánægjulegu tíðindi eru að gerast hér að Miðfjörður er fullur af þorski og slíkt hefur ekki gerst í 30 ár. Mokafli er af vænum þorski," sagði Stefán Þórhallsson, hafnar- viktarmaður á Hvammstanga. Þetta hefur haft í för með sér fleiri gesti í firðinum því hnúfubak- ur og smærri hvalir hafa verið að leika listir sínar fyrir íbúa Hvammstanga undanfarna daga og nýtt sér ætið. Bátar frá Ólafsfirði og Grímsey hafa kembt fjörðinn með snurvoð og heimabátar á grásleppuveiðum hafa fyllt netin af þorski. Ekki er vitað hvernig stendur á þessari göngu þorsksins inn fjörðinn en sú tilgáta er uppi að þetta sé hugsanlega fisk- ur af Halamiðum á göngu norður með landinu. -ST Samiðn mótmælir: Boðar óróa á vinnumarkaði „Nauðsynlegt er að víðtæk sátt ríki um breytingar sem gerðar eru á samskiptareglum á vinnumarkaði en stjórnvöld eru greinilega ekki á sama máli og virðast ekki óska eftir þríhliða samstarfi í framtíðinni," segir í ályktun fundar sambands- stjórnar Samiðnar sem haldinn var um síðustu helgi. Fundurinn skorar á ríkisstjórn- ina að draga svonefnd skerðingarfr- umvörp til baka. Gerist það ekki má Hvalur 96: Sjóbjörgunaræf- ing í Hvalfirði Björgunarsveitir Slysavarnafé- lags íslands við Faxaflóa, alls 13 sveitir, auk tveggja björgunarsveita af norðanverðu Snæfellsnesi verða með viðamikla sjóbjörgunaræfingu í Hvalfirði dagana 10.-12. maí. Þátttakendur eru félagar úr sjó- flokkum þessara björgunarsveita, alls 70-80 manns, á um 10 slöngubát- um, 5 harðbotna björgunarbátum og björgunarbátnum Henry A. Hálf- danssyni. Tilgangurinn með æfingunni, sem nefnist Hvalur 96, er að sam- hæfa áhafnir björgunarbáta SVFÍ við Faxaflóa. -ÞK Sæluvikan: Of ungt á lokaballi Lögreglan á Sauðárkróki rann- sakar nú hvort of ungu fólki hafi verið hleypt inn á lokaskemmtun Sæluvikunnar þar í bæ. Lögreglan hafði veitt leyfi fyrir vínveitingum og miðast slíkt leyfi við að ald- urstakmark verði 18 ár. „Þetta er klaufalegt og þar sem við gefum út þessi leyfi viljum við vita hvernig að þessu var staðið. Þetta er fjölskylduskemmtun og þess vegna hefðu menn átf að sleppa vínveitingum. Við erum að skoða þetta og menn læra af þessu," segir Björn Mikhaelsson, yfirlögreglu- þjónn á Sauðárkróki. -sv Kjálka- og ökklabrotnaði I vélsleðaslysi Maður kjálka- og ökklabrotnaði í vélsleðaslysi á Langjökli á þriðju- kvöld. Ók maðurinn fram af hengju í svokölluðum Geitlandsjökli. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- Líf, var send eftir manninum og var komið með hann á Sjúkrahús Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan ellefu um kvöldið. -GK búast við að kjarasamningar á hausti komanda verði erfiðir og langvarandi órói skapist á vinnu- markaði, segir í ályktuninni. Frumvarpi ríkisstjómarinnar um breytingar á vinnulöggjöfinni er harðlega mótmælt og öll vinnu- brögð ríkisstjórnar í málinu, meö félagsmálaráðherra í broddi fylking- ar, eru sögð. gróf íhlutun í innri málefni verkalýðshreyfingarinnar. -SÁ í qarðinn og sumarhúsið V«Rf í Ó.M. búðinni ó Garðhjólbörur kr. 4.290 (USA) Stunguskóflur kr. 1.395 <usa) Stungugafflar kr. 1.395 (usai Alþekjandi gæðafúavörn frá Drywood frá kr. 685 iftri Afargir ^ litfr! Hálfþekjaricíi fúavörn frá Woodex ■■ kr. 746 lítri Grasteppi á svalirfrá ... kr. 830 fm. Útimálning frá Nprdsjö frá..kr. 741 lítri Hitarafmagnskútar í sumarb..kr. 32.100 soi Mottur á trégólf frá...... kr. 1JO0 stk. Einfaldur eldhúskrani í sumarhús-- kr. 2.950 Einfaldur handl.krani í sumarhús--- kr. 1.940 Litlar handlaugar í sumarhús. kr. 2.390 Litlir stálvaskar í sumarhús ■■■■ ...... kr. 3450 WC í sumarhús..... kr. 12.990 Sturtubotnar..... ..........kr. 4.752 Q.M. búðin * Grensásvegi 14»S. 5681190 Afmœlistilboð (ðöi@ PJCtTBJ. £0*010 Compact Disc Player 25W-25WHigh Power System C3 d - n d L0UD 8 M f 2 ^ RESET INTRO C * U 3 œ tri r: t: i RPT A.MEN MUTE » ^ f 3 f 4 1 INTH | SEL f- LEVEL + <M MANU m SEEK m I R|p í rnD Fullkominn - með þjófavörn AÐEINS KRÓNUR STGR. RETTVERÐ KR. 29.900 ÞÚ SPARAR KR. 10.000 SIÐUMULA 2 • SIMI568 9090 • OPIÐ LAUGARDAGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.