Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 13 Fréttir , ___ Jón Sigurðsson GK við bryggju í Grindavík og líkanið af honum á siglingu. Líkaninu er fjarstýrt og það gengur fyr- ir rafmótor. DV-mynd Ólafur Rúnar Bræöur í Grindavík vekja athygli fyrir skipalíkön úr dósablikki: Sumir segja að þetta sé ekki hægt - segir Hlynur Helgason, 16 ára, sem nýlokið hefur smíði á „loðnubát“ „Við byrjuðum fyrir þremur eða fjórum árum á að gera nokkuð stór- an bát sem við draghnoðunum sam- an. Það var heldur gróf smíði en síð- an hefur þetta þróast smátt og smátt og ég er að sjálfsögðu ánægðastur með nýjasta bátinn,“ segir Hlynur Helgason, 16 ára Grindvíkingur, sem í vor lauk við smíði á líkani af loðnuskipinu Jóni Sigurðssyni GK. Líkanið tók á móti frummyndinni við komuna til landsins frá Skot- landi í síðasta mánuði. Handlagni Hlyns og eldri bróður hans, Hafþórs, hefur vakið verð- skuldaða athygli í Grindavík og raunar víðar. Þeir hafa verið að prófa sig áfram með að smíða skipa- líkön úr dósablikki og náð undra- verðum árangri. Efnið er það sama og flestir þekkja í málningar- eða baunadósum. Ónothæft efni „Sumir segja að þetta sé ekki hægt,“ segir Hlynur þegar hann er spurður um vandann við að vinna fína vinnu í blikk. Flestir líkana- smiðir nota tré og önnur viðráðan- legri efni við verk sín. Þá er hægt að pússa og slípa til að fá nákvæmlega rétta útlitið. Hlynur og Hafþór nota blikk og smíða skipin eins og um raunveru- leg stálskip væri að ræða. Hafþór er nú að mestu hættur smíðunum enda segir Hlynur að hann hafi núna „meiri áhuga á stelpum en skipum“. Hlynur ætlar hins vegar að halda ótrauður áfram enda er baráttan við að ná tökum á smíðaefninu nú loks að skila árangri. Likanið af loðnu- skipinu Jóni Sigurðssyni GK er ótrúlega nákvæmt enda smíðað eft- ir sömu teikningu og sjálft skipið. Fyrstu tilraunir Hlyns og Hafþórs eru nokkru grófari enda viður- kenna þeir að vandamálin við að nota blikkið séu mörg. „Ég geri skapalón að öllum hlut- unum í pappa áður en ég sníð bút- ana úr blikkinu. Síðan verður að beygja hvern hlut á réttan hátt og valsa það sam þarf að valsa áður en blikkið er lóðað saman," segir Hlyn- ur. Til þessara verka hefur hann venjuleg skæri, þrjár tangir og lóð- bolta. Lítil borvél kemur líka að góðum notum þegar borað er í gegn- um vír til að nota í rekkverk og handrið. Hlynur segir að það hafi marga kosti að vinna með blikk þótt það sé að sumu leyti erfiðara. Honum líkar ekki að pússa mikið en það er þó ekki aðalatriðið. Eins og alvöruskip „Ég vil að líkönin geti flotið og að það sé hægt að hafa í þeim mótor. Líkön úr tré þola oft ekki vatn og þyngdarhlutföllin í þeim eru heldur ekki rétt. Skipslíkan úr blikki ber sig á sjó alveg eins og alvöruskip," segir Hlynur. Þetta sannaðist þegar líkanið af Jóni Sigurðssyni GK tók á móti frummynd sinni í Grindavíkurhöfn á dögunum. Útgerð skipsins hefur nú keypt líkanið og einnig hefur Fiskanes hf. í Grindavík fengið lík- an af fyrsta skipi sínu, Geirfugli, sem kom til landsins árið 1966. Upphafið að líkanasmíðum bræð- ranna er að þeir fóru með föður sín- um að prófa líkön sem voru til leigu á Rauðavatni. Þegar heim kom var þegar hafist handa við að smíða enda þóttust þeir bræður jafnvel geta gert betur. Þeir voru hins veg- ar aldrei mjög hrifnir af hefðbundn- um plastlíkönum sem flestir ung- lingar hafa spreytt sig á að líma saman. Hafnirnar þræddar Vinnan fer öll fram í bílskúrnum við heimili bræðranna í Grindavík. Faðirinn, Helgi Sæmundsson smið- ur, er einnig með í ráðum og marg- ar bílferðirnar fara þeir feðgar sam- an um bryggjurnar í Grindavík og öðrum útgerðarbæjum. Þá er verið að svipast um eftir fallegum bátum. Hlynur vann að smíði Jóns Sig- urðssonar GK i tvo mánuði í vetur. Hann lauk verkinu um miðjan mars og hefur síðan verið upptekinn við próflestur. Hann er í tíunda bekk og stefnir á fjölbraut næsta vetur. Framtíðin er hins vegar óráðin og Hlynur gefur ekkert út á hvort skipaverkfræði verði fyrir valinu. Það kemur bara í ljós. -GK Bræðurnir Hafþór og Hlynur í „skipasmíðastöðinni" í Grindavík. Þeir hafa gert mörg líkön af bátum og skipum. DV-mynd GS NYJU NILFISK RYKSUGURNAR HAFA FEIKNA SOGAFL OG FULLKOMNASTA SÍUNARBÚNAÐ SEM VÖL ER Á* Nilfisk AirCare Filter® Með 2ja laga pappírspoka, grófsíu og HEPA-síu heldur Nilfisk eftir 99,97% allra rykagna sem eru stærri en 3/10.000 úr millimetra (0,3 my). *l sænskri neytendaprófun (Konsumentverket) á 11 þekktum ryksugum var Nilfisk með HEPA-síu sú eina sem fékk toppeinkunn fyrir síunarhæfni. NÝ NILFISK - NÚ Á FRÁBÆRU KYNNINGARVERÐI NILFISK gerd»» GM-300 GM-310 GM-320 GM-330 Verölistaverö 24.750 28.400 31.350 33.920 Kynningar- og stgr. afsl. 3.590 4.120 4.550 5.930 Staðgreiðsluverð nú 21.160 24.280 26.800 28.990 NILFISK fæst í 4 litum og 4 mismunandi útfærslum. Komdu og kynntu þér kostina. /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 - 18. útdráttur 3. flokki 1991 - 15. útdráttur 1. flokki 1992 - 14. útdráttur 2. flokki 1992 - 13. útdráttur 1. flokki 1993 - 9. útdráttur 3. flokki 1993 - 7. útdráttur 1. flokki 1994 - 6. útdráttur 1. flokki 1995 - 3. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. júlí 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í dagblaðinu Degi föstudaginn 10. maí. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg HÚSNAÐISSTOFNUN RÍKISINS I 1 HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 569 6900 --------------------'ÆJTÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆA Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar næsta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.