Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 11 Fréttir Á köldum klaka fær góöar viðtökur í Bandaríkjunum: Ánægjulegt að fá góða dóma - segir Friðrik Þór Friðiksson Samvinnuverkefni: Jarðgufuvirkjun í Krísuvík Borgarráð Reykjavíkur hefur fyrir sitt leyti samþykkt viljayf- irlýsingu um að kanna ásamt Hafnarfjarðarbæ og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu möguleika á jarðgufuvirkjun í Krísuvík eða á Trölladyngjusvæðinu til stór- iðju. Gert er ráð fyrir því að jarðgufan verði afhent í Straumsvík. Þessi áform tengjast hugsan- legri pappírsverksmiðju en við framleiðslu á pappír þarf mikla gufu og í slíkum verksmiðjum erlendis er gufan oftast fram- leidd með því að brenna kolum, olíu eða gasi. í viljayfirlýsingu bæjarfélag- anna tveggja og ráðuneytisins er gert ráö fyrir því að kannaðir verði möguleikar á jarðgufu- virkjun til stóriðju og gerð verði hagkvæmnisathugun miðað við virkjun sem skilað gæti um 1,6 milljónum tonna af jarðgufu i Straumsvík á einu ári. Gert er ráð fyrir því að rannsóknir hefj- ist hið fyrsta og frumniðurstöð- ur liggi fyrir um mitt næsta ár. Stofnað verður sérstakt undir- búningsfélag þegar niðurstöður rannsókna og kostnaðaráætlanir liggja fyrir. -SÁ Happdrætti SÍBS: Allir vinna á árinu í Vöruhappdrætti SÍBS vinna all- ir á árinu. f ágústmánuði munu öll númer fá vinning, ljþsprentaða bók, handskrifuð verk 124 íslenskra skálda sem Hringur Jóhannesson hefur myndskreytt. Auk þess fá 913 númer annan vinning í þeim sama flokki - aldrei lægri en að verðmæti 10.000 krónur. Það er því ekki rétt, að sögn Helgu Friðfinnsdóttur, fram- kvæmdastjóra Vöruhappdrættis SÍBS, sem fullyrt hefur verið í aug- lýsingum Landsbjargar, að happ- drætti þeirra sé eina happdrættið þar sem allir fá vinning. -ÞK Ólafur Ragnar Grímsson: Fundar með nán- ustu stuðnings- mönnum „Við höfum síðustu daga haldið samráðsfundi með stuðningsmönn- um þessa framboðs á Húsavík, Ak- ureyri, Sauðárkróki og ísafirði. Starflð framundan og meðmælenda- söfnunin hefur verið skipulögð á þessum svæðum, á Norðurlandi og Vestfjörðum. Áður vorum við Guð- rún búin að fara í sama tilgangi um Austurland og Suðurland," sagði Ól- afur Ragnar Grímsson þegar DV sló á þráðinn til að heyra af kos- ingaundirbúningi hans. Ólafur sagði að þessum samráðs- fundum yrði haldið áfram næstu daga á Vesturlandi og suðvestur- horninu. „Ég er mjög ánægður með þessa fundi. Á þeim hefur birst með mjög áberandi hætti sú mikia breidd sem er í stuðningssveit þessa framboðs okkar. Þetta hefur verið mikilvæg- ur þáttur í baráttunni áður en kem- ur að hinum almennu opnu ferða- lögum og heimsóknum," sagði Ólaf- ur Ragnar. -bjb Leiðrétting: Pétur á netið 27. apríl Vegna fréttar í DV í gær um heimasíðu Péturs Kr. Hafstein á Int- ernetinu skal það leiðrétt að hún var opnuð 27. apríl sl. en að sjálf- sögðu ekki 27. maí. „Viðtökurnar hafa verið vonum framar. Það er enn þá verið 'að sýna myndina í New York og hefur að- sókn verið góð og það var ekki slæmt að fá góða dóma um myndina í The New York Times en þeir eru yfirleitt dómharðir á þeim bæ. Ef mynd fær góða dóma í því blaði þá er ísinn brotinn,“ segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmað- ur um góðar viðtökur í Bandaríkj- unum á mynd sinni Á köldum klaka eða Cold Fever eins og hún nefnist á ensku. Friðrik sagði að nú væri einnig farið að sýna hana I Boston og það- an hefðu einnig komið góðir dómar. „Það hefur komið mér ánægjulega á óvart hvað myndin hefur fengið góða dóma, meira að segja eru sum- ir yfirgengilegir að mínu mati Það á eftir að sýna myndina vítt og breitt um Bandaríkin, hún verður til að mynda frumsýnd 25. maí í Los Ang- eles og þá má geta þess að sama dag verður hún frumsýnd i Danmörku." Friðrik hefur lítið getað fylgt myndinni eftir að undanfórnu þar sem tökur á Djöflaeyjunni hafa stað- ið yfir en þeim er nú að ljúka og sagði hann að ráðgert væri að frum- sýna í september. -HK Styrkur þinn verður hennar styrkur pmm Sýnum stúlkunum hennar Sophiu að þær eigi enn heima hér S O F N U N á öllum útvarpsstöðvum föstudaginn 10. maí Söfnunarreikningur nr. 9000 í Búnaðarbankanum Kringlunni, (fjárgæsluaðila söfnunarinnar).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.