Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 18
26 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 r Iþróttir unglinga____________________________________ Skólamót Fjölnis í íslenskri glímu: Húsaskóli sigurvegari mótsins - mikill og vaxandi áhugi fyrir íslenskri glímu í grunnskólum Fjórir bestu í 3. bekk, frá vinstri: Fannar Friðgeirsson, Rimaskóla (1.), Tryggvi G. Teitsson, Húsaskóla (2.), Jóhann Jónsson, Húsaskóla (3.) og Þorgrímur Björnsson, Húsaskóla (4.). Ungmennafelagiö Fjölnir í Graf- arvogi hélt grunnskólamót í glímu 25. apríl, sumardaginn fyrsta, fyrir skólanemendur í Grafarvogi og ná- grenni, þriöja árið í röð. Mótið fór vel fram í íþróttamiðstöðinni Dal- húsum, undir stjórn formanns al- menningsdeildar Fjölnis, Ingólfs Narfasonar. Honum til aðstoðar var formaður GLÍ, Jón M. ívarsson. Umsjón Halldór Halldórsson Keppt var á tveim dýnulögðum völlum og kepptu stúlkur á öðrum og einnig drengir í 4., 5. og 6. bekk. Þar dæmdu Rögnvaldur Ólafsson og Magnús Jónsson var glímustjóri. Á hinum vellinum kepptu drengir í 1.-3. og 7.-9. bekk. Dómari var Hjálmur Sigurösson en glímustjóri Orri Björnsson. Keppendur á mót- inu voru 106, 77 drengir en 29 stúlk- ur. Þrír efstu menn i hverjum flokki hlutu verðlaunapeninga en allir aðrir hlutu viðurkenningarskjöl Fjölnis. Keppnin fór þannig fram að væru keppendur fleiri en fjórir var útsláttarkeppni þannig að keppandi var úr leik eftir tvær byltur þar til fjórir stóðu eftir. Þeir kepptu síðan í hópglímu til úrslita. Til leiks mættu nemendur frá eftirtöldum skólum sem þannig eru skamm- stafaðir: Húsaskóli, Grafarvogi (Hús.), Lækjarbotnaskóli, Kópavogi (Læk.), Foldaskóli, Grafarvogi (Fold.), Kársnesskóli, Kópavogi (Kárs.) og Rimaskóli, Gcafarvogi (Rim.). Ánægður með árangurinn Það var mikil keppni um efstu sætin hjá strákunum í 3. bekk en þar sigraði Fannar Friðgeirsson, Rimaskóla. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég keppi í glímu og ég ætla að halda áfram að æfa því glíman er mjög skemmtileg íþrótt," sagði Fannar. Var á glímukynningunni á Laugarvatni Völundur Jónsson, Lækjarbotna- skóla, sigraði í keppni 6. bekkjar: „Ég hef æft frekar litið en var á glímukynningunni á Laugarvatni og lærði heilmikið þar. Glíma er mjög skemmtileg íþrótt og ég held örugglega áfram að stunda hana,“ sagði Völundur. Nils Lyngdal varð í 2. sæti: „Völ- undur var mjög erfiður í dag en ég fæ tækifæri til að fella hann seinna." Kynntumst 6 mánaða Frans V. Kjartansson sigraði 1 keppni 4. bekkinga: „Ég hef aldrei keppt í glímu áður og þetta er þrælskemmtilegt. Ég ætl- aði bara að horfa á en félagi minn, Einar Á. Einarsson, sem varð í 3. sæti, hvatti mig til að vera með svo þetta er allt honum að þakka. Við erum llka svo góðir vinir, enda kynntumst við fyrst þegar við vor- um 6 mánaða gamlir en auðvitað man maður ekkert eftir því. Svoleið- is var nefnilega að ég var í pössun hjá mömmu hans, henni Sussy, en man náttúrlega ekkert eftir þvl heldur. Eitt er þó klárt, við erum perluvinir við Einar,“ sagði Frans. Vaxandi áhugi á glímu Ljóst er að áhugi skólakrakkanna beinist mjög að íslensku glímunni þessa dagana ef marka má þátttöku skólabarna í Fjölnismótinu. Glímu- sambandið hefur undanfarin ár eflt mjög allt útbreiðslustarf til kynn- ingar á þjóðaríþróttinni og þá ekki hvað síst í grunnskólunum - og á þetta starf örugglega eftir að skila sér á komandi árum. O/SNfV' Þessir sköruðu fram úr í keppni krakka í 6. bekk, frá vinstri: Völundur Jóns- son, Lækjarbotnaskóla (1.), Nils Lyngdal Magnússon, Húsaskóla (2.), Ólafur Sölvi Karlsson, Húsaskóla (3.) og Tandri Waage, Rimaskóla (4.) Strákarnir, sem skipuðu fjögur efstu sætin í keppni 4. bekkinga, frá vinstri: Frans V. Kjartansson, Húsaskóla (1.), Gísli Indriðason, Húsaskóla (2.), Einar Ásgeir Einarsson, Húsaskóla (3.) og Orri Ingólfsson, Kársnesskóla (4.). DV-myndir Hson Knattspyrna á afmælisári: Skíðadeild Leifturs: Göngumót á golfvelli Vinsæl Skagamót í yngstu flokkunum í sumar í tilefni 10 ára afmælis Knatt- spymufélags ÍA og 50 ára afmælis íþróttabandalags Akraness verður lögð áhersla á að vanda enn frek- ar til knattspyrnumóta yngstu flokkanna á Akranesi i sumar en þau eru þessi: Landsbankamót í 5. flokki 14.-16. júní, Lottó-Skagamót í 7. flokki 19.-21. júlí og Pepsímót í 6. flokki 16.-18. ágúst. Þessi stráka- mót hafa verið mjög vinsæl und- anfarin ár og hefur þátttaka veriö góð. Ákveöið er að hafa eitt verð á öll mótin, kr. 6.000 á hvem ein- stakling. Innifaldar eru ferðir með Akraborginni, gisting, kvöldverð- ur á föstudag, morgun- og hádegis- verður laugardag og sunnudag, grillveisla, sundmiðar o.fl. Frítt er fyrir þjálfara og tvo fararstjóra með hverju félagi. í tilefni afmælisársins hefur verið ákveðið að þaö félag sem sendir lið til keppni á öll mótin greiði kr. 5.500 á hvern einstak- ling. Umsjónarmaður mótanna er Kristinn Reimarsson, sími 431 3311 frá kl. 9-16. Faxnúmer: 431 3012. Þátttökutilkynningar skulu berast í pósti eða faxi fyrir 20. maí ásamt afriti af kvittun um greitt staöfestingargjald sem er kr. 10.000 fyrir hvert mót. Staðfesting- argjaldið, sem dregst síöan frá mótsgjöldum, skal leggjast inn á reikning 0552-26-1221 í íslands- banka á Akranesi. Eigandi reikn- ingsins er Knattspymufélagið ÍA, kt.: 500487- 1279. Kiwanismót Súlunnar í skíða- göngu fór fram 1. maí. Mótið, sem er árlegt, sótti, auk Ólafsfirðinga, skíðafólk frá Siglufirði. Akureyr- ingar, sem var einnig boðið, gátu ekki komið. Mótið var að þessu sinni haldið á golfvellinum í Skeggjabrekku í frábæru veðri. Úrslit urðu sem hér segir: 7 ára strákar (1 km) Birkir F. Gunnlaugsson, S . 5,48 Brynjar L. Kristinsson, Ó . . 6,34 Ásgeir Frímannsson, Ó. . . . 7,06 Sigmundur Jónsson, Ó . . . . 8,20 8 ára stúlkur (1 km). Lena Konráðsdóttir, 6 .... 6,56 9 ára stúlkur (1,5 km). Elsa Jónsdóttir, Ó.........7,15 Kristín Þrastardóttir, S. . . . 7,34 Anna Svansdóttir, Ó........8,07 Ásgerður Einarsdóttir, Ó . . 8,58 9 ára strákar (1,5 km). Hjalti Hauksson, Ó........6,21 Örvar Tómasson, S..........7,52 10 ára strákar (1,5 km). Hjörvar Maronsson, Ó . . . . 5,46 Sigurður Guðgeirsson, S. . . 8,52 11 ára stúlkur (2,5 km). Freydís Konráðsdóttir, Ó. . 11,59 Guðný Gottliebsdóttir, Ó. . 12,33 Elín Kjartansdóttir, S . . . . 13,16 11 ára strákar (2,5 km). Freyr Gunnlaugsson, S . . . 10,46 Jóhann Guðbrandsson, S. . 12,01 Sigurjón Óskarsson, S. . . . 13,00 Jakob Sigurðsson, S......13,18 Jón Gestsson, S...........13,32 Jón Kristjánsson, S......13,37 13 ára strákar (2,5 km). Ámi Steingrímsson, S. . . . 10,34 Bragi Óskarsson, Ó.......11,36 Gunnlaugur Haraldsson, Ó 12,40 DV Skólamót Fjölnis: Glímuúrslit Stúlkur -1. bekkur. 1. Hlín V. Aðalsteinsd.......Hús. 3. bekkur. 1. Giovanna Róbertsdóttir. .... Hús. 2. Guðrún í. Þráinsd.........Rim. 3. Auður Óskarsdóttir........Rim. 4. Erla Ó. Guðmundsd........ Hús. 5. Katrín Árnadóttir.........Hús. 5. bekkur. 1.-2. Hildur Guðjónsd........Hús. 1.-2. Guörún E. Ottósd.......Hús. 3. Ólöf M. Guðjónsd..........Hús. 7. bekkur. 1. Rósa Jónsdóttir..........Fold. 2. Helena Bjarnadóttir.......Rim. 3. Anna Sighvatsd...........Fold. 4. Sólveig Svavarsd.........Fold. 5. Margrét Ólafsd...........Fold. 2. bekkur. 1. Sandra Lind...............Hús. 2. Rut Ingólfsd.............Kárs. 3. Jódís Lilja Aðalsteinsd..Fold. 4. Berglind Ólafsdóttir......Hús. 4. bekkur. 1. Anna R. Harðard...........Hús. 2. Harpa Guðmundsd...........Hús. 3. Ragnheiður Snorrad........Hús. 4. Sonný Þráinsd.............Hús. 6. bekkur. 1. Hallveig Guðmundsd........Hús. 2. Eva Kristjánsd............Hús. Drengir -1. bekkur. 1. Daniel Þórhallsson........Rim. 2. Þór H. Hrafnsson..........Hús. 3. Sverrir Hermannsson ...... Hús. 4. Haukur V. Alfreðsson......Hús. 2. bekkur. 1. Ottó M. Ingason...........Rim. 2. Þórhallur Pétursson.......Rim. 3. Sæmundur I. Johnsen.......Hús. 4. Jóhann Friðgeirsson.......Rim. 3. bekkur. 1. Fannar Friðgeirsson.......Rim. 2. Tryggvi G. Teitsson.......Hús. 3. Jóhann Jónsson............Hús. 4. Þorgrímur Björnsson.......Hús. 4. bekkur. 1. Frans V. Kjartansson......Hús. 2. Gísli Indriðason..........Hús. 3. Einar Einarsson...........Hús. 4. Orri Ingólfsson..........Kárs. 5. bekkur. 1. ívar Björnsson............Hús. 2. Gunnar Ö. Jónsson........Fold. 3. Jörgen Úlfarsson..........Hús. 6. bekkur. 1. Völundur Jónsson..........Læk. 2. Níls Lyngdal..............Hús. 3. Ólafur Karlsson...........Rim. 4. Tandri Waage..............Rim. 7. bekkur. 1. Ómar R. Magnússon........Hús. 8. bekkur. 1. Hafsteinn Þ. Eggertsson .... Hús. 9. bekkur. 1. Narfi I. Geirsson.........Rim. 2. Viggó Jensen..............Hús. 3. Ingólfur Kolbeinsson......Hús. Keppendur í 7.-9. bekk kepptu allir í hópglimu, innbyröis. Þar sigraði Haf- steinn, þá Narfl, Viggó, Ómar og Ingólfur. Stigakeppnin í stigakeppni milli skólanna voru stig gefin þannig að fyrsti maður fékk 4 stig, annar 3 stig og þriðji 2 stig og fjórði 1 stig. Stigakeppnin var þrískift og í keppni 1.-4. bekkjar sigraði Húsaskóli með 47 stig. Næst kom Rimaskóli með 21 stig, þá Kárs- nesskóli með 4 stig og Foldaskóli með 2 stig. { keppni 5.-7. bekkja sigraði Húsaskóli og hlaut 29 stig. Næst kom Foldaskóli með 10 stig, þá Rimaskóli með 6 stig og Lækjar- botnaskóli með 4 stig. í keppni 8.-10. bekkja sigraði Húsaskóli með 13 stig en Rima- skóli hlaut 4 stig. Veittur var far- andbikar fyrir sigur í hverjum flokki og hlaut Húsaskóli þá alla. Aðalstyrktaraðili mótsins var Trésmiðja Snorra Hjaltasonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.