Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1996 Utlönd dv Njósnamálið í Noregi dregur dilk á eftir sér: Siðlaust samstarf ríkis, flokks og leyniþjónustu Saddam eyðir og eyðir á með- an börnin deyja Saddam Hussein Iraksforseti hefur eytt hátt í sjötíu milljörðum íslenskra króna í að byggja sér 48 hallir og kaupa dýr- indis lúxusfley frá því SÞ settu viðskiptabann á landið fyrir flmm árum. Á sama tíma hafa tæplega 600 þúsund börn látist. Þetta kemur fram í banda- ríska sjónvarpsfréttaþættinum 60 mínútum sem verður sýndur vestra á sunnudag. Þar segir að viðskiptabannið, sem hafi verið ætlaö að refsa Saddam og stjórn hans, hafi leitt af sér skort á matvælum, lyfjum og tækjum til að hreinsa drykkjarvatn. Af þeim sökum deyja fimm sinn- um fleiri böm undir fimm ára aldri en áður. Tölumar um barnadauðann byggja á tölum úr rannsókn Matvæla- og land- búnaðarstofnunar SÞ. Reuter Pálmi Jónasson, DV, Kaupmannahöfn: Leyniþjónusta lögreglunnar í Noregi og áhrifamenn í Verka- mannaflokknum sæta harðri gagn- rýni vegna ólöglegra njósna um vinstrimenn allt til loka níunda ára- tugarins. Njósnamál þetta var af- hjúpað í 1.185 blaðsíðna skýrslu sem á sér ekki líka. „Niðurstaða skýrslunnar er full- kominn áfellsidómur yfir eins flokks ríki og siðlausu samstarfi Verkamannaflokksins, ríkisins og leyniþjónustunnar," sagði Erik Sol- heim, leiðtogi Sósíalíska vinstri- flokksins. Gagnrýnin er hörðust af vinstrivæng norskra stjórnmála enda hefur njósnum aðallega verið beint gegn þeim. Þegar mest lét var leyniþjónustan með skýrslur um 50 þúsund Norð- menn. Állt niður í 11 ára börn vom skráð ef þau tóku þátt í sumarbúð- um marx-lenínista. Samvinna flokks, ríkis og leyniþjónustu fólst í að kortleggja líklega óvini á vinstri- vængnum með hlerunum og njósn- um til að hindra að kommúnistar og aðrir vinstrimenn, einnig í Verka- mannaflokknum, næðu pólitískum áhrifum. Hörðust er gagnrýnin á Hákon Lie, ritara flokksins frá 1945 til 1969, sem talið er að hafi stýrt njósnun- um að miklu leyti og fengið upplýs- ingarnar inn á sitt borð. Fyrrum forsætisráðherra, Einar Gerhard- sen, liggur einnig undir ámæli. Bróðir hans, Rolf Gerhardsen, stýrði Arbejderbladet þar sem blaðamaðurinn Arne Hjelm Nielsen hafi einungis eitt verkefni, að njósna um andstæðingum Verka- mannaflokksins. Njósnaskýrslan leiðir í ljós að ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyt- inu, Andreas Andersen, þekkti til hluta njósnanna og nefndin sem samdi skýrsluna er sannfærð um að lykilmenn í Verkamannaflokknum hafi einnig gert það. Þá eru allir dómsmálaráðherrar eftir stríð gagn- rýndir harðlega fyrir skort á yfir- stjóm. Núverandi leiðtogi Verkamanna- flokksins, Þorbjörn Jagland, segir sorglegt að lögbrot hafi verið fram- in en bætir við að atburðirnir verði að skoðast í sögulegu ljósi. Greini- leg kaflaskipti hafi orðið þegar Há- kon Lie og Einar Gerhardsen hurfu á braut. Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra hefur enn ekki tjáð sig um njósnaskýrsluna að öðru leyti en því að hún sé ánægð með að hún liggi fyrir. „Þátttaka leyniþjónustunnar í viðamikiu samstarfi um dreifingu upplýsinga, sem fengnar eru með ólöglegum njósnum í áraraðir, er gróft tilfelli ólöglegs athæfis yfir- valda, líklega það alvarlegasta í sögu landsins," segir í niðurstöðum njósnaskýrslunnar. Skýrslan hefur legið fyrir síðan um páskana en lak fyrst út eftir að þingmenn fengu hana á þriðjudag. Þaðan fór hún síðan á Internetið og var áhuginn slikur að tölvukerfi norska stórþingsins hrundi. Skýrsluna má lesa á slóðinni http: /www.stortinget.no/lund/htt- oc.htm. 1. ótdráttur 9. mai 1996. Bifreiðavinningur Kr. 2.000.000 Kr, 4,000.000 (tvðfaldur) 42139 | 7329 Ferðavinningar Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvðfaldur) 33985 55908 56549 Ferðavinningar Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvðfaldur) 4058 7757 9947 44504 56756 57271 7363 8804 33728 56141 57185 77371 Húsbúnaðarvmningar Kr. 10.000 Kr. 20.000 ( 116 8613 18271 27547 39116 51021 tttM •70000 70141 354 8708 18440 27641 39234 51429 60380 72099 452 9206 19586 27714 39725 51502 60883 72826 1537 9515 20193 29202 40063 51527 60893 72919 1634 9671 20241 29317 41087 51535 61893 73674 1813 9917 20513 29479 41133 51567 62741 74214 1995 10148 20570 29533 41258 51568 63887 74737 2270 10245 21148 29869 41970 51799 64186 75552 2322 10999 21384 29962 42072 51802 64305 75916 2886 11082 21534 30139 42975 51823 64399 75948 3935 11482 21555 30362 44360 51991 64414 76149 3986 12026 21593 30383 44441 52382 64817 76204 4429 12426 21785 30533 44529 52645 65221 76299 4696 12482 22093 30695 44934 52987 65524 76386 4809 12529 22666 30825 45711 53197 65653 76414 4954 13324 23081 31227 46330 53906 65719 76751 4999 13784 23409 32242 46442 54453 65721 76839 5342 13799 23892 32471 46591 55099 65764 76920 5672 14674 23953 32767 46891 55448 65809 77174 5785 15235 24405 33481 47144 55470 65995 77383 5926 15655 25325 34893 '47324 55501 67153 77688 5984 15805 25862 35406 47452 55569 67171 77758 6278 16011 26108 35472 48579 55803 67250 77907 6472 16293 26109 37330 48822 55872 68658 78605 6870 16503 26337 37370 49085 56614 68713 78710 7004 16775 26387 37421 49509 56821 68866 78749 7038 16828 26740 37535 49628 57572 68882 78975 7921 17990 27113 37889 49789 57585 69277 79611 7937 18083 27312 38491 50153 57901 69937 8564 18227 27470 38923 50299 58518 69971 Leikarinn Steven Seagal kemur hér til frumsýningar myndarinnar Twister í Los Angeles í gærkvöldi í fylgd konu sinnar, Arissu Wolfe. Arissa er heldur breið um miðjuna enda eiga þau hjón von á barni. Símamynd Reuter Mikilvægt skref á þroskabraut lýðræðisins: Þjoðarflokkurinn úr stjórn Suður-Afríku Þjóðarflokkurinn í Suður- Afríku tilkynnti í gær að hann ætiaði að hætta þátttöku í þjóðstjórn Nelsons Mandela forseta og vera i stjórnar- andstöðu í fyrsta skipti síðan hann innleiddi kynþáttaaðskilnaðarstefn- una fyrir hálfri öld. Flokksformaðurinn F.W. de Klerk, síðasti hvíti leiðtogi Suður- Afríku og núverandi varaforseti, sagðist horfa með tilhlökkun til bar- áttunnar sem biði flokksins í stjórn- arandstöðu þar sem nýsamþykkt stjórnarskrá landsins gerði ráð fyr- ir hreinni meirihlutastjórn en ekki samsteypustjórn sem framtíðarskip- an mála. „Það á að líta á ákvörðun okkar sem mikilvægt skref í þroska ungs lýðræðiskerfis okkar.“ sagði de Klerk. Nelson Mandela forseti, sem deildi friðarverðlaunum Nóbels með de Klerk árið 1993, sagöi að hann hefði heldur kosið að sam- vinnan við Þjóðarflokkinn héldi áfram en hann féllst á að ákvörðun- in væri þroskamerki. Reuter Stuttar fréttir Fangi heim Bresk stjórnvöld tilkynntu í gær að fangi úr röðum IRA, sem er að deyja úr krabbameini, yrði fluttur heim til írlands. Clinton neitar Bill Clinton Bandaríkja- forseti neitaði í framburði sínum í svokölluðu Whitewater-' máli að hann hefði beitt pólitískum þrýstingi til að afla viðskiptafélaga sínum ólöglegs láns. Ótti við múslíma Samsteypustjórnin i Tyrk- landi tórir enn af einum saman óttanum við að flokkur harð- línumúslíma komist á valdastól- ana. Lík grafin upp Bosniskir verkamenn á veg- um SÞ grófu upp á annan tug beinagrinda úr meintri fjölda- gröf í norðvesturhluta Bosníu. Rao segir af sér P.V. Naras- hima Rao, for- sætisráðhérra Indlands, mun segja af sér embætti í dag í kjölfar mik- ils ósigurs Kongress- flokksins í þingkosningunum á dögunum og má búast við harðri baráttu um að koma á lífvæn- legri samsteypustjórn. Segist saklaus Fyrsti Bosníu-múslíminn til að koma fyrir stríðsglæpadóm- stólinn fyrir fyrrum Júgóslavíu lýsti yfir sakleysi sínu af ákær- um um stríðsglæpi gegn Serbum. Fjöldaflótti úr búðum Rúmlega 200 víetnamskir flóttamenn brutust út úr búðum í Hong Kong í morgun og kveiktu í byggingum og tóku verði í gíslingu í nokkrar klukkustundir. Díana hefur í hótunum Díana prinsessa hefur sagt El- ísabetu drottningu að hún taki ekki lengur þátt í skilnaðarvið- ræðum við Karl nema einhver árangur fari að sjá dagsins ljós. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.