Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1996 Helgarblað DV: Troðfullt af lesefni í helgarblaði DV á morgun má lesa viðtal við foreldra þriggja ára drengs sem eytt hefur mestum hluta ævi sinnar í sjúkrahúsi. Hann er með fæðingargalla í smágörnunum og þarf þvi að vera með næringu í æð 18 tíma á sólarhring. Farið verð- ur ofan í saumana á Friði 2000 og ferill Ástþórs Magnússonar rakinn í fréttaljósi. Þá verður Guðrún Pét- .ursdóttir forsetaframbjóðandi í yfír- heyrslu og einnig er rætt við Rúnar Alexandersson eða Ruslan Ovt- chinnikov, skærustu stjörnu íslend- inga í fimleikum.' Auk þessa er fjöldamargt annað efni við allra hæfi í blaðinu. Forsetaslagurinn: Yfirgnæfandi lík- ur á framboði Jóns Baldvins Samkvæmt heimildum DV eru yf- irgnæfandi líkur á að Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, tilkynni framboð til emb- ættis forseta íslands á næstu dög- um. Búist er við yfírlýsingu þess efnis strax éftir helgi. Til marks um þetta eru stuðningsmenn Jóns farn- ir að leita að húsnæði undir kosn- ingaskrifstofu og fjársterkir aðilar eru búnir að heita Jóni stuðningi. Síðustu tvær vikur hefur þrýst- ingur aukist verulega á Jón að fara í framboð. Hann sagði í samtali við DV í morgun að hann myndi taka sér tíma til að ræða við það fólk sem fast hefði sótt eftir framboði við þau Bryndísi. Þrýstingurinn væri úr öll- um áttum. „Þetta er seint fram komið. Þess vegna þarf að gefa því nauðsynlegan tíma. Niðurstaðan mun ekki fara framhjá neinum þegar þar að kem- ur,“ sagði Jón. -bjb ( , ER ÞÁ ÓFRIÐUR '96 ] l I KRINGUM FRIÐ 2000 I & L O K 1 Deilur milli Ástþórs Magnússonar og auglýsingastofunnar Eureka: Auglysingaherferð Friðar 2000 \ uppnámi - valdamiklir aöilar kippa í spotta, segir Ástþór Samningur Ástþórs Magnússon- ar og samtaka hans, Friðar 2000, við auglýsingagerðina Eureka er í uppnámi. Lögmaður Ástþórs, Ró- bert Árni Hreiðarsson, segir að Eureka hafi vanefnt auglýsinga- samninginn á margan hátt og því hafi greiðslum verið haldið eftir. Peningarnir séu hins vegar til og sýnilegir. „Eureka hefur ekki lagt fram áætlanir um einstaka liði fram- kvæmdarinnar né gert grein fyrir því hvort að framkvæmdinni hafi verið staðið hvað varöar dreifingu auglýsinga og birtingu,“ segir Ró- bert Árni Hreiðarsson lögmaður. Eureka hefur annast gerð aug- lýsinganna fyrir Ástþór Magnús- son undir einkunnarorðunum Virkjum Bessastaði en auglýsinga- herferðin hefur veriö mjög áber- andi um allt land og í Reykjavík hafa auglýsingarnar einkum birst á strætisvögnum og flettiskiltum. Samkvæmt heimildum DV hljóðar samningurinn við Eureka upp á tæpar 30 milljónir króna en hvorki Róbert Ámi né Ástþór vilja staðfesta þá tölu. Ástþór Magnússon segir við DV að auglýsingar hans hafi ekki birst á þeim stöðum þar sem þær áttu aö birtast samkvæmt samn- ingnum við Eureka og jafnvel ver- ið teknar niður fyrr en samningar gerðu ráð fyrir, svo sem flettiskilti gegnt Stjórnarráði íslands, og svo virðist sem valdamiklir aðilar hafi kippt þar í spotta. Heimildir sem DV telur áreiðan- legar herma að kostnaður við rekstur Friðar 2000 frá áramótum sé ekki undir 50 milljónum króna og eru stærstu liðirnir fyrrnefnd auglýsingaherferð, hátíðakvöld- verður í Perlunni nýlega og útgáfa bókarinnar Virkjum Bessastaði • sem prentuð var í 80-90 þúsun.Hum eintaka. Hvaðan koma allir þessir fjár- munir? Ástþór Magnússon vildi ekki svara því nú í morgun en sagði að hann tæki þá af eigin fé sínu. Hann kvaðst hafa komist í álnir með viðskiptum með eigin tölvuforrit og á flugrekstri, meðal annars. Hann neitaði því að sjálfs- eignarstofnun í Kaliforníu í Bandaríkjunum, sem kennir sig við Gandhi, hefði látið um 40 millj- ónir króna í Bessastaðabaráttuna. Þá neitar hann því að hún sé liður í kosningabaráttu hans sjálfs til forsetakjörs, eins og heimildar- maður DV heldur fram. -SÁ Fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna að loknum tónleikunum í Háskólabíói í gærkvöld þegar Kristján Jóhannsson þreytti frumraun sína á óperunni Otello eftir Verdi með Sinfóníuhljómsveit íslands, undir stjórn Ricos Saccanis. Auk Kristjáns komu fram 8 einsöngvarar og Kór íslensku óperunnar. Eftir að söngvararnir höfðu margsinnis verið klapp- aðir upp fór Kristján báksviðs, náði í reyktan lax og færði Rico og söngvurunum að gjöf. Kristjáni fannst laxinn meira viðeigandi en blóm. Á myndinni veifar Kristján laxinum ásamt Luciu Mazzaria. Hann gaf þóknun sína í gærkvöldi til Samtaka um byggingu tónlistarhúss og á seinni tónleikunum á morgun rennur þóknunin til styrktar uppbyggingu á Flateyri. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Víöa bjartviðri Á morgun verður hæg breyti- leg átt og víða bjartviðri, einkum þó inn til landsins. Þó má reikna með þokulofti með suður- og suð- austurströndinni. Það verða væn vorhlýindi á landinu, víðast 10 til 15 stiga hiti að deginum þar sem sólar nýtur. Veðrið í dag er á bls. 36 Fundinn látinn Sigurður H. Jónsson, maðurinn sem lögreglan í Kópavogi lýsti eftir í gær, fannst í nótt látinn. Olís hækkar líka Esso, Skeljungur og Olís hafa öll ákveðið að hækka bensínverð um 1,90 kr. lítrann vegna hækkunar á heimsmarkaði. Fjármálaráðuneytið lækkar vegagjald um 82 aura á lítr- ann og kemur í veg fyrir frekari hækkun. Orkan bíður átekta. -sv Erlendrar konu saknað: Kom hingað sem nektardansari Lögreglan í Reykjavík hefur lýst eftir 24 ára gamalli ungverskri konu, Angélu Csehó að nafni. Síðast fréttist af henni á föstudag en þá hringdi hún í íslenskan sambýlis- mann sinn og sagðist vera á Sél- fossi. Angéla kom til Islands í janúar á þessu ári. Hún vann hér fyrst sem nektardansari á skemmtistað. Leit lögreglu beinist bæði að Suðurland- sundirlendinu en ekki er útilokað að hún hafi farið úr landi. Vitni segjast hafa séð hana í Leifsstöð en það hefur ekki fengist staðfest. Angéla var á bil af gerðinni Niss- an Sunny, árgerð 1985, með númer- inu Y-15733. Billinn er ófundinn en hans hefur sérstaklega verið leitað á svæðinu við Keflavíkurflugvöll. -GK btother. Litla merkivélin loksins með Þ og Ð Nýbýlavegi 28, sími 554 4443 góðmálma sími: 581-4757 HRINGRAS HF. ENDURVINNSLA .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.