Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1996, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ1996 25 FÖSTUDAGUR 10. MAI 1996 I íþróttir Draumalið DV Þátttökutilkynningar í drauma- liðsleikinn berast jafiit og þétt. Staðfestingar á skráningum hafa birst tvo siðustu daga og hér kemur viðbót. Þar með er búið að birta alla þá sem tilkynnt höföu þátttöku á miðvikudags- kvöld. Meðfylgjandi tilvísunamúmer nota þátttakendur til að fá upp- lýsingar um gengi síns liðs á Símatorgi DV eftir að íslands- mótið hefst. 00296 Leonardo 00297 Niílingar 00298 Vítaskyttan 00299 E.LÓa 330 00300 Krían 00302 Jón Páll J. 00303 Alicante 00304 Rósin 00305 Bamaskot 00306 Cambridge! 00307 Fjallarefir 00308 Spottar 00309 Galaxy 00320 R.M.G. 00322 Flakk 00323 SOS 00324 Sampemal 00325 Heimsmeistarinn 00326 Búmmarar 00327 Mummi mágur 00328 Toto FC 00329 Snillir 00330 X-Íð 97,7 00332 K.H.H.S. 00333 Addi Soltiere FC 00334 Adidas 00335 S.M.G. Varnarmaður með Einn varnarmanna 1. deildar sem hægt er að velja í leiknum hefúr sjálfur sent inn þátttökutil- kynningu. Hann valdi ekki sjálf- an sig í liðið og sóknarmenn hans kpma úr öðrum félögum. PUtur gæti því lent í vanda þeg- ar hann mætir „sínum“ mönn- um í deUdinni í sumar! Hafið númerin rétt Þátttakendur verða að gæta þess að skrá á seðUinn rétt núm- er á þeim leikmönnum sem vald- ir eru. Það er númerið sem ræð- ur hvaða nafn er skráð. Næst á mánudag Næsti skammtur af þátttak- endum verður birtur í mánu- dagsblaði DV og á þriðjudag verður þátttökuseðUlinn birtur í síðasta sinn ásamt tUheyrandi upplýsingum. Búlgari á leið Hert eftirlit Vill framlengja um fimm ár Tirana meistari til Aberdeen með miðasölu Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, sagöi viö fréttamenn í í Albaníu Skoska liðið Aberdeen hefur Englendingar halda uppi gær að hann hefði fullan hug á því að vera áfram við stjórnvölinn á Old Trafford. Tirana tryggði sér í gær al- fest kaup á búlgörskum knatt- ströngu eftirliti varðandi miða- í gær var einnig haft eftir Martin Edward, stjórnarformanni félagsins, að hann banska meistaratitilinn i knatt- spyrnumanni að nafni Ilya Kyri- sölu á Evrópukeppnina sem myndi hefja samningaviðræður við Ferguson strax eftir helgina. Ferguson hefur spyrnu eftir hatramma baráttu akov frá liði á Kýpur. Skoska lið- hefst í júní. Um síðustu mánaða- sagt að hann vilji endilega framlengja samning sinn um fimm ár og er talið að við Teuta. Tirana vann í loka- ið greiðir fyrir hann um 40 millj- mót voru menn uppvísir að ólög- honum verði að ósk sinni. umferðinni en Teuta tapaði og ónir króna. legri miðasölu og eftirlit hert til „Auðvitað viljum við halda Alex. Hann er búinn að vinna ómetanlegt starf hjá það gerði gæfumuninn. Tirana Aberdeen, sem um árabil var í muna í kjölfarið. félaginu. Þessa stundina einbeitum við okkur að úrslitaleiknum í bikarnum gegn fékk 55 stig og Teuta 54 stig. fremstu röð skoskra liða, ætlar Enskum yfirvöldum er mjög í Liverpool en við stefnum að sjálfsögðu að vinna tvöfalt í ár. Það hvarlaði aldrei Tirana hefur verið yfirburða- að styrkja sig verulega fyrir mun að I vrópukeppnin fari vel að okkur að heíja viðræður við Alex fyrr enn tímabilinu lyki,“ sagði Martin lið í Albaníu og var þetta í 16. næsta tímabil og verða fleiri fram og verði Englendingum til Edward við fréttamenn í Manchester í gær, skömmu áður en hann hélt til Lund- skipti sem liðið verður meistari. menn keyptir -JKS sóma _jKS úna. -JKS Stöð 3, RÚV og útsendingar frá ensku bikarkeppninni í knattspyrnu: Sannleikanum hagrætt - Heimir Karlsson sem samdi fyrir Stöð 3 við CSI gagnrýnir Ingólf Hannesson DV barst í gær eftirfarandi bréf frá Heimi Karlssyni, sem gekk frá samningi Stöðvar 3 og dreifingarfyrirtækisins CSI, vegna beinna útsendinga frá ensku bikarkeppninni í knatt- spyrnu: „Ég hef hingað tU ekki lagt það í vana minn að rita greinar í íslensk dagblöð, hvað þá svar- greinar, þó oft hafl ég brunnið í skinninu. Ástæðan er einfold; það er oftast ekki þess virði og þær greinar sem hugsanlega ætti að svara eru yflrleitt ritað- ar af einstaklingum sem nýta sér dagblöðin tU að bjarga eigin skinni. Svo er með þá grein sem birtist í DV í gær, að vísu í viðtalsformi, við íþróttastjóra RÚV, Ingólf Hannesson. Viðtalið í DV í gær snýst um „margfalt" yfirboð Stöðvar 3 til að tryggja sér einkarétt á bikarkeppninni ensku. Þar sem ég gekk frá samningi um umrædda bikarleiki í ensku knattspyrnunni fyrir hönd Stöðvar 3 hlýt ég manna best að vita hvað Stöð 3 greiðir fyr- ir sýningarréttinn á leikjun- um. Greiðsla Stöðvar 3 fyrir hvern leik er mjög eðlileg mið- að við það sem gengur og ger- ist. Ég ætti svo sem að vita það eftir að hafa gengið frá samn- ingum Stöðvar 2 um ítölsku knattspymuna í mörg ár og eftir að hafa starfað á íþrótta- deild RÚV um tíma. Það sem ég get hins vegar ekki látið sem vind um eyru þjóta er að menn hagræði sannleikanum svo jaðri við lygi og komi þannig höggi á Stöð 3 1 þessu tilfeUi og kenna henni um inn- anhússvandamálin hjá RÚV. Ingólfur segir í viðtalinu í DV í gær að hann hafi boðið í „úrslitaleikinn sjálfan, einn leik úr 5. eða 6. umferð og svo undanúrslitaleikinn (þeir eru reyndar tveir), sem sagt þrjá leiki. Ingólfur hugðist einungis sýna úrslitaleikinn beint, eins og hingað tU, en sýna hina á myndbandi nokkrum dögum síðar. Réttindagreiðslur fyrir leiki sem sýndir eru á mynd- bandi eru mun lægri en rétt- indagreiðslur fyrir beinar út- sendingar, það veit Ingólfur mætavel. Það er rétt að upp- hæðin sem Stöð 3 greiðir fyrir bikarleikina er töluvert hærri en RÚV hefur greitt hingað tU, en ástæðan er að leikirnir sem sýndir eru á Stöð 3 á þessu leiktímabili eru 10 talsins, þar af 9 í beinni út- sendingu, á móti 3 leikjum sem RÚV hugðist sýna, þar af 1 í beinni útsendingu. Vissulega lætur Ingólfur að því liggja að Stöð 3 hafi yfirboð- ið RÚV og greitt margfalt hærra verð fyrir hvem leik en RÚV bauð. Þetta er rangt þar sem málið náði aldrei svo langt. Ingólfur fékk aldrei tækifæri tU að bjóða í leikina, þess vegna er ekki um neitt yfirboð að ræða. CSI, fyrirtækið sem annast þessi mál fyrir enska knatt- spymusambandið, var ekki tU- búið að ræða við Ingólf um að- eins 3 leiki vegna þess að Stöð 3 hafði mjög snemma vetrar sam- band við CSI og lýsti yfir áhuga á kaupum á leikjum ffá og með 3. umferð (hámark 15 leikir) og gekk frá samningi þess efnis. Sem sagt: ástæðan fyrir því að Stöð 3 krækti í einkaréttinn var sú að hún var tUbúin að sýna „margfalt“ fieiri leiki en RÚV ffá bikarkeppninni. Þá má tiltaka hvemig í ósköpunum á íþróttadeUd Stöð 3 að geta yfírboðið RÚV sem hefúr væntanlega tífalt hærra ráðstöfúnarfé á mUli handanna. Ég efast ekki um að Ingólfúr hefúr áhuga á að sýna frá fieiri leikjum en aðeins þremur fi-á ensku bikarkeppninni. Harrn fékk hins vegar ekki pláss fyrir fleiri leiki í dagskrá Ríkissjón- varpsins og hefúr reyndar aldrei fengið og mun sennUega aldrei fá það pláss. Það er meginástæð- an fyrir því að Ingólfúr gat ekki keppt við Stöð 3. Vandainál Ing- ólfs í þessu tilfelli á sem sagt ræt- ur sínar að rekja innanhúss hjá RÚV. Því er afar ósmekklegt af honum að skella skuldinni á Stöð 3 og kenna yfirboði hennar um að RÚV geti ekki sýnt úr- slitaleikinn beint á laugardag. Ingólfur og íþróttadeUd Sjón- varpsins hafa enn einu sinni orðið undir í baráttunni. í stað þess að taka tapinu eins og sönnum íþróttamanni sæmir með því einfaldlega að búa sig betur þegjandi og hljóðalaust undir næsta leik, kennir hann öðrum um ófarirnar. Fyrirsögn greinarinnar í gær, þar sem vitnað er í Ingólf Hannesson, segir einnig meira en mörg orð; „Siglum inn í nýtt samkeppn- isumhverfi". Stöö 3 hóf útsend- ingar í nóvember á síðasta ári, ef það skyldi hafa farið fram hjá Ingólfi, og hófu starfsmenn Stöðvarinnar siglinguna þá. Ef tU vUl þess vegna eru þeir langt á undan í siglingakeppninni og koma því væntanlega á undan í mark, að minnsta kosti á þessu keppnistímabUi." Heimir Karlsson, Englandi. Blikastúlkur meistarar Lið Breiðabliks varð í gær- kvöldi deildarbikarmeistari i knattspymu kvenna. Blikastúlkur léku til úrslita gegn Val og sigruðu með 4 mörk- um gegn 2. Staðan í leikhléi var 2-1, Breiðabliki í vU. Tanja Nikolic skoraði tvö af mörkum Blika en þær ÁsthUdur Helgadóttir og Inga Dóra Magn- úsdóttir eitt hvor. Mörk Vals skomðu þær Bergþóra Laxdal og íris Andrésdóttir. -SK Fimmta tríóið Úrvalslið NBA-deUdarinnar í vörn var valið í gær og þremenn- ingarnir Michael Jordan, Dennis Rodman og Scottie Pippen í Chicago eru aUir í liðinu. Þetta er í fimmta sinn í sögu NBA sem þrír leikmenn úr sama liði eru í vamarliði deildarinnar. Hinir sem valdir vom nú em David Robinson, SASpurs, og Gary Payton, Seattle. -SK NBA í nótt: San Antonio jafnaði metin San Antonio Spurs jafnaði metin, 1-1, í viðureigninni gegn Utah Jazz í úrslitakeppni NBA í nótt. Spurs sigraöi, 88-77. „Það var aUt annað að sjá til okkar í þessum en þeim fyrsta. Núna lékjum við sem liðsheild. Þetta lofar góðu,“ sagði David Robinson hjá Spurs sem skoraöi 24 stig í leiknum. Chuck Person kom næstur með 16 stig. Karl Malone skoraði 24 stig fyrir Utah cg Bryon Russell 16. -JKS Sýnt beint frá Reykjavíkurmóti Eins og fram kom í DV í gær þá fer úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu fram í fyrsta skipti á Laugardalsvellinum. Leikurinn hefst kl. 17.00 á sunnudaginn og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 3. Það er því ljóst að leikurinn á sunnudag verður merkilegur fyrir margra hluta sakir. Úrsíitaleikur mótsins hefur aldrei áður farið fram á grasi og aldrei áður hefur hann verið sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpi. Wright áfram hjá Arsenal Ian Wright er ákveðinn að vera áfram hjá Arsenal þrátt fyrir að hann hafi óskað eftir sölu frá félaginu í vetur. Ég á þrjú ár eftir af samningi mínum og ég hef hug á að halda mér við hann. Það hafa margir spurt mig hvað ég ætli að gera en það lítur allt út fyrir að ég verði um kyrrt á Highbury," sagði Ian Wright f gær. TK(; Kinkladze fer ekki „Georgíumaðurinn Kinkladze fer ekki frá okk- ur þó svo liðið hafi fallið í 1. deild. Þeir leikmenn, sem eru inni í framtiðarmynd okkar fara hvergi,“ sagði Alan Ball, stjóri Manchester City. Milan og Barcelona hafa verið að spyrjast fyrir um þennan snjalla leikmann en fá ekki. Hann er á samningi við City til ársins 1999. IJf<J Leikmenn United örlátir Leikmenn Manchester United eru örlátir menn. Þeir hafa ákveðið að gefa tvær milljónir af launum sinum vegna bikarleiksins gegn Liver- pool á laugardaginn kemur. Stofnaður hefur ver- ið sjóður vegna harmleiksins í Dunblane á Skotlandi í vetur. Alex Ferguson var ánægður þegar hann heyrði af þessu framtaki stráka sinna og sagði að þeir sýndu með þessu gott fordæmi. Ekkert verður af sameiningu Þórs og Týs: Allt í hnút i Eyjum - sexmenningarnir hættir afskiptum af íþróttahreyfingunni DV, Eyjum: Hópur áhrifamanna í Vestmannaeyjum, svo- kallaðir sexmenningar, með forstjóra Vinnslu- stöðvarinnar og ísfélags- ins í fararbroddi, hefur lokið afskiptum sínum af málefnum íþróttahreyf- ingarinnar í Eyjum. Sexmenningarnir buðu sig fram í stjórn ÍBV sem tæki á skuldavanda íþróttahreyfíngarinnar, sem er sýnu verst hjá Knattspyrnufélaginu Tý, að uppfylltum nokkr-um skilyrðum, meðal annars því að Þór og Týr yrðu lögð niður. í bréfi sexmenning- anna til stjórna aðildarfé- laga íþróttabandalags Vestmannaeyja segir að sameiginlegum afskipt- um þeirra af þessu máli sé lokið. Afstaðan sé tekin á grundvelli þeirra svara sem bárust frá aðildarfé- lögunuin og ráðum innan ÍBV. Samkvæmt heimild- um DV gengust Týrarar að þessu samkomulagi en Þórsarar ekki og því 'varð niðurstaðan þessi. Þessa dagana eru ýms- ir útgerðaraðilar í Eyj- um að róa lifróður fyrir Knattspyrnufélagið Tý, sem er skuldum vafið, til þess að bjarga félaginu. Eru taldar góðar líkur á því að það takist. Hins vegar eru málefni íþróttahreyfingarinnar komin í enn einn rembi- hnútinn og fyrirsjáanlegt að engar breytingar verða þar í bráð eftir nið- urstöðu sexmenning- anna. -ÞoGu Valur 85 ára Knattspymufélagið Valur er 85 ára á morgun, laugardag. Hátíðardagskrá verður að Hlíðarenda í tilefni afmælisins. Hún hefst kl. 16.00 í félagsheim- ili Vals og verður margt til skemmtunar. Fánahylling verður kl. 9.45 og lagður krans að styttu Frið- riks Friðrikssonar og hugvekja á sama stað kl. 10.00. -SK LEIKNIS V ÖLLUR VÍKIXGIK - LEIMIR FösÉudaginn 10. maí kl. 19:00 Birkir Kristinsson var borinn af leikveili í gærkvöldi. Norska knattspyrnan í gærkvöldi: Birkir borinn af leikvelli - þegar Brann og Moss skildu jöfn, Birkir Kristinsson, markvörður Brann, var borinn af leikvelli skömmu fyrir leikhlé í leik Brann og Moss í norsku knattspyrnunni i gærkvöldi. Birkir lennti snemma leiks í samstuði við einn leikmanna Moss og aftur við sama leikmann rétt fyrir leikhlé. „Það var sparkað í höfuðið á mér og fékk ég vægan heila- hristing. Leikmaður Moss fékk fyrir vikið að sjá rauða spjaldið. Ég var borinn af leikvelli en um tíma sá ég allt þrefalt. Ég er að lesa það í blöðunum núna að sögn læknis liðs- ins verði ég frá keppni í tvær vikur. Því vil ég helst bara ekki trúa,“ sagði Birkir við DV snemma í morgun. Leiknum lauk með jafntefli, 1-1. 1-1 Marco Tanasic, fyrrum leikmaður með Keflvík- ingum, var í sviðsljósinu í gærkvöldi en hann skor- aði sigurmark Strömgod- set gegn Tromsö en leikn- um lauk með sigri Strömgodset, 0-1. Rosenborg gerði jafn- tefli á heimavelli Viking, 1-1, og er efst með 13 stig ásamt Lilleström sem vann Bodö/Glimt, 1-3. -JKS/-SK Fallegt ævintýri - sagði Cantona Eric Cantona tók í gær á móti viðurkenningu fyrir útnefning- una besti leikmaður ensku knatt- spymunnar á keppnistímabilinu sem lýkur um helgina. „Þetta hefur verið stórkostlegt tímabil, fallegt ævintýri. Ég vil tileinka þennan heiður öllum leikmönnum United, starfsfólki félagsins, framkvæmdasijóran- um og öllum aðdáendum liðsins víðs vegar um heiminn," sagði Cantona. Hann hefur ekki talað í fjöl- miðlum frá því hann var dæmd- ur í keppnisbanniö langa í fyrra -SK York féll ekki York sigraði Brighton, 3-1, í 2. deild ensku knattspyrnunnar í gærkvöldi og hélt þar með sæti sínu i deildinni. „SK Keegan engu gleymt Nottingham Forest sigraði Newcastle í fyrra- dag, 6-5, í ágóðaleik fyrir Stuart Pearce. Kevin Keegan stjóri Newcastle lék með síðustu tíu mín- útur leiksins og skoraði eitt mar. Hann sýndi að hann hefur engu gleymt í knattsprynunni. Þrátt fyrir ágóðaleikinn er Pearce ekki að hætta hjá Forest. Hann mun skrifa undir þriggja ára samn- ing á næstunni. Ágóðaleikurinn gaf 20 milljónir. Vialli undir smásjánni Gianluca Vialli er enn þá undir smásjánni hjá Chelsea. Colin Hutchinson, stjórnarformaður Chelsea, flaug til Torino í gær til viðræðna við Vialli. Juventus reynir allt hvað það getur til að halda honum. Glasgow Rangers er einnig inni í myndinni en talið er líklegra að hann velji Chelsea vegna þess að Ruud Gullit er hjá félaginu. Gullit hefur þegar rætt við Vialli. Góð afkoma Dortmund Velta þýska liðsins Dortmund fyrir tímabilið 1995-96 stefnir í að verða 4,5 milljarðar og hefur veltan aldrei verið meiri í sögu félagsins. Að von- um er mikil ánægja með stöðu liðsins og styrkir það í að verða áfram í fremstu röð í evrópskri knattspyrnu. Helstu tekjur komu frá þátttöku í Evrópukeppni meistaraliða en þaðan komu hátt í 600 milljónir króna. íþróttir Terry Venabies ásamt eiginkonu sinni, Yvette, sem er 15 árum yngri en þjálfarinn. Hún segir hann heiðarlegan en iatan heima fyrir. Sofnaði grátandi við hlið Venables Enska landsliðið í knattspyrnu hefur ekki unnið til neinna verð- launa í þrjá áratugi en Englend- ingar urðu sem kunnugt er heims- meistarar árið 1966. Spenna er farin að hlaðast upp fyrir úrslitakeppni Evrópukeppn- innar sem hefst eftir mánuð í Englandi og enginn viðloðandi enska landsliðið er undir meira álagi en landsliðsþjálfarinn, Terry Venables. Sjaldan er farið ofan í saumana á líðan eiginkvenna þjálfara sem mega þola margt misjafnt í knatt- spyrnunni sem öðrum íþróttum. Strax eftir að Terry Venables hringdi í eiginkonu sína, Yvette, og sagði við hana: Ég er hinn nýi landsliðsþjálfari Englands, fóru í hönd erfiðir tímar hjá Yvette. „Um kvöldið ræddum við málið yfir kvöldverði og þegar við fórum í háttinn leið mér strax illa. Mér var hugsaö til þess hvernig fjöl- miðlar fóru með Graham Taylor og fjölskyldu hans á meðan hann var þjálfari enska liðsins. Ég gat ekki sofnað þetta kvöld. Ég verð að viðurkenna að í fyrsta skipti í langan tíma grét ég hljóðlega í koddann minn á meðan Terry svaf við hliðina á mér. Ég vissi hins vegar að það var of seint að snúa við blaðinu." Terry treysti öllum Terry Venables á í vandræðum í einkalífinu og í haust verða tek- in fyrir dómsmál sem hann á aðild að. Um þetta segir Yvette, eigin- kona hans: „Það hljómar kannski barnalega en Terry var vanur að treysta öll- um. Og þar sem hann er heiðarleg- ur maður ætlast hann til hins sama af öðrum. Nú hefur hann hins vegar séð að það eru ekki all- ir heiðarlegir. Yfirleitt á Terry auðvelt með að fyrirgefa mönnum en ég á erfitt með það. Eftir að hafa gengið í gegnum alla þessa erfiðu hluti er samband okkar nánara og betra en áður.“ Til hvers er ryksugan? Yvette er 37 ára en Venables 52 ára. Þau giftu sig árið 1991 en Venebles skildi árið 1984. Venables er varla fyrirmynd annarra manna heima fyrir og þar tekur hann ekki til hendinni. Úm þetta segir Yvette: „Hann gerir lít- ið sem ekkert heima hjá sér. Terry veit ekki hvar ryksugan er geymd, hvað þá til hvers á að nota hana. Hann vaskar ekki heldur upp, aldrei. Mér dettur ekki í hug að reyna að breyta þessu. Hann er vanur því frá móður sinni að allt sé gert fyrir hann og þannig verð- ur þetta. Ég elska Terry og hann elskar mig. Hann myndi örugglega gera ýmsa hluti ef ég bæði hann um það en ég mun ekki gera það. Terry er þungamiðjan í lífí mínu og verður það vonandi sem lengst,“ segir hin glæsilega eiginkona Terrys Venables. -SK Leikur nr. 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.