Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 Fréttir Fullkomin óvissa ríkti í gær á þingi ASÍ um næsta forseta sambandsins: Fimm voru nefndir sem hugsanlegir kandídatar - nær öruggt að kemur til kosninga milli manna, sagði Benedikt Davíðsson „Ég tel nær öruggt að það komi til kosninga milli manna hvað for- seta sambandsins viðkemur," sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, í samtali við DV á þingi sambandsins sem hófst í gær. Fullkomin óvissa ríkir um hver verður næsti forseti sambandsins og sömuleiðis hverjir verða varafor- setar. Það hefur ðður komið fram að Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, og Hervar Gunnarsson, 2. varaforseti þess, gefa báðir kost á sér. Menn úr forystusveit Verka- mannasambandsins styðja Hervar en það er alveg víst að hann nýtur ekki stuðnings allra fulltrúa Verka- mannasambansins. „Það er rétt að til mín hefur ver- ið leitað um að ég gefi kost á mér til forseta. Ég hef hafnað þvi vegna þess að ég tel mig eiga skyldum að gegna við það fólk í Dagsbrún sem studdi mig i formannskjörinu í vet- ur,“ sagði Halldór Bjömsson, for- maður Dagsbrúnar. Til hans var nokkuð stíft leitað í gær og verður eflaust áfram í dag. Þá er komin upp hugmynd um Guðmund Þ. Jónsson, formann Iðju, sem forseta ASÍ, Hervar sem 1. varaforseta og Hansínu Stefánsdótt- ur frá Selfossi, sem 2. varaforseta. „Ég veit ekki hvort þessu fylgir mikil alvara en ég hef heyrt af hug- myndinni," sagði Guðmundur Þ. i samtali við DV síðdegis í gær. „Ef til mín verður leitað og um það næst breið samstaða er ég tilbú- inn til að gefa kost á mér til forseta ASÍ,“ sagði Grétar Þorsteinsson, formaður Samiðnaðar, i samtali við DV í gær. Stuðningsmenn Benedikts Dav- íðssonar myndu styðja Grétar ef Benedikt gefur ekki kost á sér en Grétar færi aldrei fram gegn hon- um. Þannig ríkir alger óvissa á þing- inu um næstu forystusveit ASt. Og í gær komu nýjar hugmyndir fram með fárra klukku- stunda milli- bili og eiga væntalega líka eftir að gera það í dag. -S.dór Þing ASI: Tekist á um upp- stillingarnefnd í gær gerðist það á þingi ASÍ að til kosninga kom í uppstilling- amefhd. Oftast eru nefiidir sjálf- kjörnar á slíkum þingum. Kjör- nefnd gerði tillögu um 9 manns eins og vera bar en þá komu tvö nöfn til viðbótar úr sal. Það voru nöfn þeirra Kristján Gunnarsson- ar og Birgis H. Björgvinssonar Síðan var kosið og náðu allir menn kjörnefndar kosningu. Hún fór þannig að Guðrún Kr. Óladóttir úr Sókn fékk 409 at- kvæði, Sigurður Ingvarsson úr Árvakri 400, Konráð Alfreðsson, Sjómannafélagi Eyjafjarðar, 397, Sólveig Haraldsdóttir, Verslun- armannafélagi Hafnarfjarðar, 391, Haraldur R. Jónsson, Félagi íslenskra rafvirkja, 388, Guð- mundur Hilmarsson, frá Bíliðna- félaginu, 338, Þórður Ólafsson, úr Boðanum, 335, Ragna Berg- mann, úr Framsókn, 329 og Magnús. L. Sveinsson, formaður VR, fékk 300 atkvæði. Kristján Gunnarsson hlaut 224 atkvæði og Birgir H. Björgvins- son 152. -S.dór NIÐURSTAÐA Á að tryggja nafnleynd kynfrumugjafa? r o d d FÓLKSINS 904-1600 Lögmaður Fær- eyja í heimsókn Lögmaður Færeyja, Edmund Joensen, kemur í heimsókn til ís- lands í dag í boði forsætisráðherra. í för með honum verður samgöngu- ráðherra Færeyja, Sámal Petur í Grund. Á morgun og fimmtudag mun lög- maðurinn ferðast um Vestfirði í fylgd Halldórs Blöndals samgöngu- ráðherra. Hann mun meðal annars heimsækja Flateyri og Súðavík en Færeyingar gáfu rausnarlegar gjafir til uppbyggingar á þessum stöðum. -IBS Stuttar fréttir Þrír aðilar sammála um að trúnaðarbrot biskups sé alvarlegt: Bolli hefur vísað málinu til ráðherra Stuttar fréttir Tvær þyrlur Vamarliðsins og ein Herkúlesflugvél voru eftir hádegið í gær sendar eftir sjómanni um borð í eistneskan togara á Reykjanes- hrygg. Hafði maðurinn fengið heila- blóðfall og var lamaður öðrum meg- in. Var togaranum siglt til móts við þyrlurnar og var hann um 190 míl- ur undan Reykjanesi þegar sjómað- urinn var tekinn upp í aðra þyrl- una. Maðurinn var fluttur á Sjúkra- hús Reykjavíkur og kom þangað á fimmta tímanum. -GK Þyrla Varnarliðsins kom með eistneska sjómanninn að Borgarspítalanum í gær. Hann hafði fengið heilablóðfall og var lamaður öðrum megin. DV-mynd Sveinn hefði gerst sekur um alvarlegt trún- aðarbrot. Geir Waage vék sér einnig undan að svara beint spumingu um hvort þessi niðurstaða væri áfall fyrir kirkjuna í landinu. Stjóm Prestafélagsins lauk í gær umfjöllun um trúnaðarbrot biskups þegar hann í vetur lét fjölmiðlum í té upplýsingar um fund Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur með séra Flóka Kristinssyni. Var niðurstaða stjórnar sú sama og siðanefnd Prestafélagsins hafði áður komist að. Séra Bolli Gústavsson var settur af Þorsteini Pálssyni kirkjumála- ráðherra til að fjalla um mál bisk- ups og komst hann einnig að þeirri niðurstöðu að brot biskups væri al- varlegt. Hefur kirkjumálaráðherra fengíð það álit og er það nú ráð- herra að ákveða hvort trúnaðar- brestur biskups hefur frekari afleið- ingar. Ekki náðist í Þorstein Páls- son vegna þessa máls. Ennþá er einnig beðið niðurstöðu frá ríkissaksóknara vegna kæru- máls herra Ólafs á hendur tveimur konum sem saka hann um kynferð- islega áreitni. Saksóknari hefur fengið það mál í hendur eftir rann- sókn Rannsóknarlögreglu ríkisins og tekur ákvörðun um hvort höfðað verður opinbert mál. -GK Það hefur eitthvað mikið verið að gerast í þinginu þegar þessi mynd var tek- in af þeim Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra og Davíð Oddssyni for- sætisráðherra. Og það er ekkert minna en ráðherrastóll Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra sem þeir tala yfir. DV-mynd BG „Það hefði vissulega verið betra fyrir kirkjuna að ekkert þessu llkt hefði gerst,“ sagði Geir Waage, for- maður Prestafélagsins, þegar hann var spurður hvort herra Ólafi Skúlasyni biskupi væri sætt í emb- ætti eftir að siðanefnd Prestafélags- ins, stjórn Prestafélagsins og séra Bolli Gústavsson, settur biskup, væru á einu máli um að biskup Nýjar steindir fundnar Jarðfræðingur hefur fundið nýjar steindir í Surtsey, Vest- mannaeyjum og Heklu. Óvenju- legt er að finna óþekktar steind- ir á eldvirkum svæðum. Sjón- varpið greindi frá. Metur ástandið Bandarískur læknir kemur hingað til að meta ástand tveggja bama til líffæraflutninga á næst- unni. Tvær milljónir sparast við komuna. Sjónvarpið sagði frá. Ásakar um hlutdrægni Rafiðnaðarsambandið ásakar Gallup um að vera hlutdrægt í spumingum og vill ekki að eiga viðskipti við fyrirtækiö, skv. RÚV Sjáffstæöismenn vinna á Sjálfstæðisflokkur fengi 42,7% atkvæða ef þingkosningar væru haldnar nú, fékk 38,3% í síðustu könnun. Aðrir flokkar tapa fylgi. Moggi greindi frá. Slegið íslendingi Drykkjarhom frá 16. öld var slegið íslendingi fyrir 275 þús- und á uppboði í Danmörku í gær. Kaupandinn ætlar að gefa það Þjóöminjasafni. Átta skólastjórar hætta Átta skólastjórar hafa sagt upp störfum í Reykjavík, skv. Mogga. Formaður Skólamála- ráðs segir þá hætta störfum vegna aldurs. Sementsverksmiðjan Spænskt fyrirtæki hefur áhuga á að kaupa meirihluta í Sements- verksmiðjunni á Akranesi. Við- ræður hefjast brátt, að sögn Mbl. Lög um nytjastofna Alþingi hefur samþykkt lög um umgengni um nytjastofha sjávar. Bannað er að henda fiski eða fiskhlutum í sjóinn. Ekki auglýsingabann Meirihluti landsmanna telur að ekki eigi að banna auglýsinga rí Ríkisútvarpinu. útvarpið sagði frá. Tillaga felld á þingi Þingmenn hafa fellt tillögu um að banna ekki innflutning og sölu á munntóbaki, aö sögn Út- varps. Atkvæðagreiðslan fór ekki eftir flokkslinum. Ráðuneyti ítrekar Félagsmálaráðuneytið hefur ít- rekað að Kópavogsbæ sé óheim- ilt að gangast í sjálfskuldará- byrgðir fyrir utanaðkomandi, skv. Stöð 2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.