Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 Fréttir Þing Alþýðusambands íslands hófst í gær: Ríkisvaldið að setja komandi kjarasamninga í uppnám Þing Alþýðusambands íslands var sett í gær en þetta er 38. þing sam- bandsins sem varð 80 ára á þessu ári. Rétt til setu á þinginu eiga 484 fulltrúar en þeir voru ekki allir mættir til þings í gær. Þingið stend- ur í fimm dag. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, setti þingið og bauð gesti velkomna. Hann flutti síðan ræðu og var oft hvassyrtur út í ríkisstjórnína vegna skerðingarfrumvarpanna sem hann kallaði svo. Hann ræddi um þann efnahagsbata sem orðið hefði og sagði menn sammála um að nýta þann bata til að efla atvinnulífið og bæta kjör þess fólks sem hefur fært miklar fórnir síðastliðin ár. „En þá bregður svo við að rikis- stjórnin sér sig knúna til að veitast með óskammfeilnari hætti en oftast hefur þekkst áður að félagslegum réttindum allra launamanna, hvar í samtökum sem þeir eru, ekki bara hinum efnahagsfélagslegú, svo sem velferðar- og tryggingarmálum, held- ur og innri félagsréttindamálum sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, í setningarræðu sinni launafólks,“ sagði Benedikt meðal annars í ræðu sinni. Hann gerði grín að varaformanni félagsmálanefndar Alþingis sem sagði opinberlega að gott samstarf hefði verið við forystu ASÍ um frum- varpið um stéttarfélög og vinnudeil- ur. Það hefðu verið landssamböndin sem hefðu verið á móti. Benedikt spurði hverjir væru hinir eiginlegu forystumenn ASÍ ef ekki formenn landssambanda þess. Þá ræddi hann nokkuð þau átök og þær deilur sem urðu innan ASÍ þegar launanefndin klofnaði í haust varðandi það hvort segja ætti kjara- samningunum upp. Hann sagðist vona að slíkt gerðist ekki aftur. „Við gerðum öll mistök, mistök sem við verðum að læra af til þess að komast hjá svona félagslega erfiðum ágreiningi í framtíðinni," sagði Benedikt. Hann ræddi einnig um þær skipu- lagsbreytingar og það innra starf sambandsins sem verða fyrirferðar- miklir málaflokkar á þinginu. -S.dór Benedikt Davíðsson, forseti ASI, flytur ræðu sína í upphafi 38. þings ASI í íþróttahúsi Digranesskóla í gær. Hér er verið að klæða frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, sérstökum skrúða um leið og hún var gerð að heið- ursdoktor við Saint Mary’s University í Halifax í Nova Scotia í Kanada. DV-mynd S.dói Frú Vigdís Finnbogadóttir sæmd heiðursdoktorsnafnbót í síðustu viku var frú Vigdís Finnbogadóttir sæmd heiðursdokt- orsnafnbót við Saint Maryls Uni- versity í Halifax í Nova Scotia í Kanada. Athöfnin var mjög virðuleg og fjölmenn en hún fór fram í miklu störhýsi, Metro Center í Halifax. Frú Vigdís hélt ræðu við þetta tækifæri og ræddi nokkuð um stöðu kvenna í nútíð og fortíð. Hún sagði meðal annars frá Guðríði Þorbjarn- ardóttur sem er talin hafa verið fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Ræða frú Vigdísar vakti verðskul- daða athygli. -S.dór Vegir lagðir vegna nýja lónsins DV, Suðurnesjum: „Framkvæmdir ganga mjög vel við nýja veginn. Ég held að það eigi að setja bundið slitlag á hann í lok mánaðarins og þá verður hann til- búinn til notkunnar í júní,“ sagði Grímur Sæmundsen, framkvæmda- stjóri Bláa lónsins, i samtali við DV. Vegurinn liggur frá Grindavíkur- vegi að byggingarsvæðinu þar sem nýja lónið verður í framtíðinni 700 metra frá núverandi lóni. Vegurinn verður 2 kílómetrar með bundnu slitlagi. Annar vegur, 3 kílómetrar, verður lagður frá nýja lóninu til Grindavíkur, skammt frá fjallinu Þorbirni. Nýi vegurinn frá Grinda- víkurveginn verður hins vegar not- aður að núverandi lóni þangað til nýja lónið kemst í gagnið. „Það er gott að við getum nýtt hluta vegarins að núverandi lóni á meðan verið er að vinna að fram- kvæmdum við nýja lónið. Við fáum bundið slitlag sem er ekki fyrir á núverandi afleggjara að lóninu. Vegurinn nú er mjög leiðinlegur en það verður breyting þar á í júní,“ sagði Grímur Sæmundsen. -ÆMK. Áburöarverksmiöjan: Hálfs mán- aðar bið eftir áburði Hálfs mánaðar bið er eftir sumum tegundum af áburði hjá Áburðar- verksmiðjunni og segja viðskipta- vinir það koma sér illa á þessum árstima. „Við höfum verið að bjóða upp á áburð í tvenns konar umbúðum, annars vegar í 600 kflóa sekkjum og hins vegar í 40 kílóa sekkjum. Við byrjuðum með 600 kílóa sekkina fyrir tveimur árum. Eftirspurnin eftir stærri umbúðunum hefur orð- ið miklu meiri en við gerðum ráð fyrir. Við getum því ekki afgreitt ýmsar tegundir í þessum 600 kilóa sekkjum fyrr en eftir hálfan mánuð en við eigum flestar tegundir í 40 kílóa sekkjunum," segir Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri verk- smiðjunnar. Hákon tekur það fram að fram- leiðsluáætlanir miðist við eftir- spurn fyrri ára. „Það er ákveðinn vandi, sem við ráðum ekki við, þeg- ar menn eru að flytja sig milli teg- unda. Á þessum tíma árs koma stundum 2 til 3 dagar sem við eigum ekki sumar tegundir. í vor eru menn svo einnig miklu fyrr í því að kaupa áburð en undanfarin ár.“ Innflutningur á áburði er frjáls en Áburðarverksmiðjan er með all- an markaðinn, að sögn Hákonar. „Það er ekki einokun lengur í sjálfu sér. En vandinn er sá að það þarf að gera ráðstafanir snemma gagnvart innflutningi. Hér ætlast menn kannski til að varan sé til þegar þeir þurfa á henni að halda og við reynum að sinna því eins og við get- um.“ -IBS Unnið að framkvæmdum nýja vegarins sem mun bæði liggja að núverandi lóni og framtíðarlóni. Það sést í gröfu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.