Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 16
16 veran ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 Eins og sjá má er aðstaða göngudeildarinnar í Bláa lóninu afar glæsileg. Ásdís Jónsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri segir að vel sé hægt að halda einkennum psoriasis niðri með réttri meðferð. DV-myndir ÆMK Meðferð við psoriasis í Biáa lóninu: Getum haldið einkennum niðri - segir Ásdís Jdnsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri DV, Suðumesjum:____________________ „Við læknum ekki psoriasis því sjúkdómurinn er ólæknandi, a.m.k. enn sem komið er. Með því að koma hingað getur fólk haldið einkennun- um niðri. Húðin er eitt af mikilvæg- ustu líffærum líkamans og bakterí- ur eiga greiðan aðgang að honum þegar húðin er mikið opin. Þeir sem hingað kom lagast allir, bara mis- mikið eftir því hversu duglegir þeir eru að stunda meðferðina," segir Ásdís Jónsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri göngudeildar við Bláa lónið. psoriasis- sjúkdóminn. „Sjúklingar koma hingað á göngudeild eins og á venjulegum spítala. Þeir þurfa að vísu ekki að panta tíma en koma allir með beiðni frá húðsjúkdómalækni. Það er nauðsynlegt að hann ákveði með- ferðina." Ásdís segir að fyrst fari fólkið í baðlónið í klukkutíma og beri á sig kísilinn. Eftir það fari þeir í sturtu, beri á sig bláalónskremið og fari síðan í sérstök UFB-ljós sem eru þekkt um allan heim sem meðferð við sjúkdómnum. 6-7% með psoriasis Ásdís segir að á þeim fjórum árum sem hún hafi starfað við lónið hafi hún fylgst með því hvernig fólki hefur batnað en segist aðeins muna eftir einu tilviki þar sem viö- komandi hafi haft ofnæmi fyrir lón- inu. Talið er að 6-7% íbúa allra þjóða í Vestur-Evrópu séu með Neikvætt hugarfar „Þegar sjúklingar koma hingað í fyrsta skipti könnum við almennt ástand þeirra og könnum hvort við getum hjálpað þeim með eitthvað annað, svo sem eins og offitu eða of háan blóðþrýsting. Margir koma hinað til okkar með neikvæðu hug- arfari, hafa kannski gengist undir margs konar tilraunir sem engan í meðferð í Bláa lóninu: Ofeimnari í stuttermabol DV, Suðumesjum: ________________ „Ég hef verið í meðferð í ljósum á þremur stöðum í Reykjavík og hef stórlagast eftir að ég byrjaði hér. Það hlýtur að vera kísilgúrn- um að þakka og ég skora á alla psoriasissjúklinga að prófa þetta hér,“ segir Þórir Jónasson sem fer sex sinnum í viku í meðferð á göngudeild Blá lónsins, á þriðja klukkutíma i senn. Þórir segist fyrst hafa tekið eftir því að hann væri með psoriasis árið 1991. Til þess að halda sjúkdómnum niðri segist Þórir láta kísilinn úr lóninu á blettina og í hársvörðinn og lætur hann vera þar í um 15 mínútur. „Mér líður stórvel eftir hverja meðferð. Það er mjög þægilegt að koma hingað, hér er gott starfsfólk og aðstaða öll hin besta. Árangur- inn gæti veriö betri en hann er mjög misjafn eftir einstaklingum. Sjálfur er ég nú ófeimnari við að vera á stuttermabol á almanna- færi. Þegar ég var sem verstur á handleggjunum klæddi ég það af mér,“ segir Þórir. -ÆMK árangur hafa borið og eru orðnir þreyttir á því. Það er undantekning ef fólk er ekki ánægt með árangur- inn eftir 3-4 vikur hjá okkur. Ég er sífellt að fá bréf og hringingar frá ángæðu fólki sem hefur dvalið héma hjá okkur," segir Ásdís. -ÆMK Ása heldur hér á ýmsum vörutegundum sem unnar hafa verið úr Bláa lón- inu. Húðvörur úr Bláa lóninu: Breikkum vörulínuna DV, Suðumesjum:_______________________ „Sýnt hefur verið fram á lækn- ingamátt lónsins og einnig að hér eru einstök hráefni. Upphafið að vöruþróuninni var að menn fór að baða sig hér og fundu þennan lækn- ingamátt sem lónið hefur,“ segir Ása Brynjólfsdóttir, lyfjafræðingur hjá Bláa lóninu hf., en hún stýrir vöruþróun hjá félaginu. Þrjár vöru- tegundir eru þegar komnar á mark- aðinn, baðsöít, kísilleðja og raka- krem, allt húðvörur úr hráefnum úr lóninu. Engin aukefni eru sett í vör- urnar. „Það var fyrst og fremst verið að skoða vörur fyrir psoriasis-sjúkl- inga. Þar sem lónið er heilsulind fyrir alla og gott fyrir allar húðgerð- ir var farið út í að breikka vörulín- una, þjóna psoriasis-sjúklingum bet- ur og einnig þeim sem eiga við önn- ur húðvandamál að stríða, s.s. eins og unglingabólur eða exemhúð. Það hafa ekki verið gerðar rannsóknir á því hvort hráefnið í vörunum hefur áhrif á þessa sjúkdóma en við höf- um vísbendingar í þá átt og þær er verið að skoða,“ segir Ása. Hún seg- ir að meiningin sé að breikka vöru- línuna og þróa almenna sjúklinga- línu og snyrtivörulínu. -ÆMK Árangur og ástundun DV, Suðumesjum: :y' Lítið vitað um efnin Enn sem komið er vita menn ekki hvað það er í lóninu sem virkar á psoriasis-sjúklinga. Rannsóknir hafa verið geröar á kísilgúrnum og fleiri efnum en án árangurs. Þeir sem þekkja best til segja að það sé sam- vinna efnanna, hitans og mjög sérstakra þörunga sem valdi þessu. Enn fremur hafa ýmsir haldið því fram að álfarnir í hrauninu við göngudeildina geri mikið gagn og að þeir eigi stóran þátt í þeim árangri sem sjúklingar ná þama. 200 fermetrar Göngudeildin við Bláa lónið hefur um 200 fermetra aðstöðu. Hún þykir mjög góð fyrir sjúk- lingana. í botn lónsins hefur verið settur dúkur svo fólk rífi sig ekki á hrauninu og komið hefur verið fyrir aðstöðu fyrir þá sem eiga erfitt með að . ganga. Starfsmenn deildarinnar reyna að hafa aðstöðuna eins heimilislega og mögulegt er svo fólkinu megi líða sem best. Sjúklingamir fá kaffi og vatn í lónið og haldnar eru grillveisl- ur, árshátíðir og þorrablót fyrir sjúklinga. Tryggingastofnun byrjaði 1994 að greiða fyrir meðferð ís- lensku sjúklinganna. Það ár voru 2.147 til meðferðar. í fyrra voru þeir hins vegar 3.497. For- ráðamenn deildarinnar vilja að Tryggingastofnun greiði hótel- kostnað fyrir þá fjölmörgu sjúk- linga sem búa úti á landi og geta þess vegna ekki stundað lnniö Trygginga- stofnun greiðir Rannsóknir sem gerðar hafa verið á göngudeildinni við Bláa lónið benda til þess að psorias- is- sjúklingur sem baðar sig í lóninu hafi um helmingslíkur á að halda sjúkdómnum í skefj- um. Fari menn hins vegar í ljós samfara böðunum aukast lík- umar upp í 89%. Æskilegt þyk- ir að fólk mæti að lágmarki 2-3 sinnum í viku í þrjár vikur, ætli það sér að ná árangri. Að meðferð lokinni er fólki ráðlagt að baða sig í lóninu einu sinni í viku til að halda sjúkdómnum niðri. Þeir sem hafa þjóðst vegna kláða hafa fengið heil- mikla bót með því að fara í lón- ið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.