Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 5 BHdshðfða 20-112 Roykjavík - Sfmi 587 1410 Fréttir Könnunar- stig en ekki viðræður um kaup Vegna fréttar DV í gær um að við- ræður væru að hefjast á milli Land- helgisgæslunnar og danska sjóhers- ins um kaup á einu skipa hersins vill Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, ítreka að að- eins er um að ræða einn af fleiri möguleikum vegna skipakaupa. Hafsteinn sagði að aðeins væri um að ræða könnun á ýmsum kost- um hvað varðar danskt herskip. Því sé ekki um að ræða viðræður við Dani um kaup heldur athugun á slíkum kosti jafnt sem öörum mögu- leikum sem hugsanlega eru í boði. Verið velkomin til okkar Landhelgisgæslan hefur fullan hug að á að eignast stórt varðskip: Þaö vantar bara að ráðherra opni budduna LDtríkair og fallegar handunnar tréstyttur til í miklu úrvali. Margar gerðir til frá kr. 500,- lOcm. segir Helgi Hallvarðsson, framkvæmdastjóri gæsluframkvæmda Vædderen var á Seyðisfirði á dögunum og reyndist fara vel í höfninni þar. Að sögn Helga Hallvarðssonar er hægt að snúa þessu skipi á punktinum. DV-mynd Jóhann Jóhannsson „Við erum nú bara að spá og spekúlera. Það vantar fyrst og fremst að ráðherrann opni budd- una," segir Helgi Hallvarðsson, framkvæmdastjóri gæslufram- kvæmda, í samtali við DV. Menn frá Landhelgisgæslunni hafa undanfarið verið að skoða danska varðskipið Vædderen með það í huga að Gæslan eignaðist sams konar skip. Vædderen er 3.000 tonn að stærð og hafa skip af þessari gerð verið notuð til gæslu í landhelgi Grænlands og Færeyja undanfarin ár. „Við erum að skoða það sem er á boðstólum. Það eru fleiri skip sem koma til greina en þetta hefur marga kosti sem myndu nýtast okkur vel. Það hefur stærðina fram yfír núverandi varðskip og myndi því henta vel til gæslu á djúpslóð. Það væri allt annað líf fýrir mannskapinn um borð að fá skip með veltitönkum,“ sagði Helgi. Hann sagði einnig nauðsynlegt að Gæslan hefði yfir að ráða skipi sem væri ekki minna en stærstu togararnir. Varðskipin Ægir og Týr voru svo stór á sínum tíma en eru það ekki lengur. Þá benti Helgi á að skip af sömu gerð og Vædd- eren hefðu reynst vel við erfiðar aðstæður í Norðurhöfum og hönn- un þeirra byggðist á reynslu sem Danir hefðu aflað sér á löngum tíma. „Við þurfum ekki allan þann búnað sem er í Vædderen. Þar eru hertól sem við þurfum ekki og eins kæmumst við vel af með tvær aðai- vélar í stað þriggja. Þannig búið ætti skipiö að ná 18 til 19 mílna hraða og halda honum í slæmum sjó,“ sagði Helgi. Hann sagðist ekki vita til að Vædderen væri til sölu enda væri ekki sérstaklega áhugi á að skoða það skip. Það væri fyrst og fremst þessi gerð af skipum sem vekti áhuga og hefði raunar gert það um árabil. Vædderen er þriggja ára gamalt skip. Það hefur að jafnaði viðkomu í Reykjavik þegar skipt er um áhafhir og undanfarið hefur það og komið viö á ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum þar sem kannað var hvort skipið kæmist fyrir í höfnum þar. Svo reyndist vera. „Við öfundum þá svolitið af þessum skipum. Það mætti nota varðskip af þessari stærð til haf- rannsókna á djúpslóð auk annarr- ar þjónustu. Minni varðskipin yrðu áfram notuð á grunnslóð," sagði Helgi. Hann sagði að skip af þessari gerð myndi kosta nýtt um tvo milljarða íslenskra króna. Það er þá án þyrlu. Um borð í Vædderen er búnaður til að afgreiða bensín á þyrlur á flugi en það er ekki í eldri varðskipum gæslunnar. GK > HYUflDFJI ILADA Greiðslukjör til allt að 36 mánaða án útborgunar RENAULT GOÐIR MOTABUM BILAR BMW 520ÍA 2000 ‘91, ssk., 4 d., grár, ek. 110 þús. km. Verö 1.860.000 MMC Lancer EXE ‘92, beinsk. 4 d., grár, ek. 66 þús. km. Verð 870.000 Honda Civic ‘91, beinsk., 4 d., grár, ek. 98 þús. km. Verð 740.000 Hyundai Elantra 1600 ‘92, ssk., 4 d., blágrænn, ek. 37 þús. km. Verð 840.000 Honda Civic ESi 1600 ‘92, ssk., 4 d., rauður, ek. 75 þús. km. Verð 1.090.000 Chevrolet Corsica ‘91, ssk., 4 d., blár, ek. 48 þús. km. Verð 890.000 Lada Sport 1700 ‘95, beinsk. 3 d., hvítur, ek. 7 þús. km. Verð 840.000 Ú a . á - i' '-V' qsúpss Mazda 323 ‘90, ssk., 4 d., svartur, ek. 91 þús. km. Verð 750.000 BMW 316i 1600 ‘89, beinsk., 2 d., rauður, ek. 98 þús. km. Verð 720.000 Renault 19 GTS ‘90, beinsk., 5 d., grár, ek. 46 þús. km. Verð 620.000 MMC Galant 2000 ‘89, ssk., 4 d., grár, ek. 134 þús. km. Verð 830.000 Toyota Camry 4x4 ‘88, beinsk., 4 d., grár, ek. 116 þús. km. Verð 790.000 Hyundai Accent GS 1500 ‘95, ssk., 3 d., rauður, ek. 11 þús. km. Verð 1.060.000 Lada Samara ‘95, beinsk., 5 d., rauður, ek. 11 þús. km. Verð 530.000 Nissan Sunny 1600 ‘93, ssk., 4 d„ rauður, ek. 57 þús. km. Verð 1.020.000 Opid virku dugtt fru kl. 9 - / ÍS, Imtgardaga 10-14 ’iíIíteSIÍN VHtt NOTAÐIR BILAR SUÐURLANDSBRAUT 12, SÍMI: 568 1200, BEINN SiMI: 581 4060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.