Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1996, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1996 Forsetakjör er ofarlega í hugum fulltrúa á ASÍ-þingi. Ekki stórt vandamál „Að finna fólk til að framfylgja stefnu sem við erum orðin ein- huga um getur ekki verið stórt vandamál." Benedikt Daviðsson í Morgunblað- inu. Jafnvægisleysi dómara „Það var mikil barátta í leikn- um og hún fór yfir markið á tímabili vegna jafnvægisleysis þess sem átti að sjá um að leik- urinn væri i jafnvægi." Guðjón Þórðarson knattspyrnu- þjálfari í DV. Ummæli Ekki of mikið og ekki of lítið „Þegar ég var í þessum veikind- um upplifði ég að við megum ekki veiða of mikið, þá erum viö sektaðir, og ef við veiðum of lítið þá er kvótinn tekinn af okkur.“ Bjarni Gústavsson trillusjómaður í Morgunblaðinu. Geimfarar hafa orðið fyrir marg- víslegum áhrifum úti í geimnum. Hvað sögðu geimfararnir? Geimfarar hafa orðið fyrir miklum áhrifum þegar þeir eru komnir út fyrir geimfarið og eru einir í óendanlegum geimnum. Sá fyrsti sem fór í geimgöngu var Aleksei Leonov 18. mars 1965. Hann sagði: „Það sem hafði mest áhrif á mig var þögnin, þessi mikla og djúpa þögn sem var ólík öllu á jörðinni. Ég fór að heyra í líkama minum, hjart- sláttinn, æðaslátt og meira að segja í vöðvunum þegar ég hreyfði mig.“ Frank Borman, sem flaug Apollo 8 til tungslins í desember 1968, sagði: „Við höfðum allir flogið flugvélum og séð flugvelli og borgir smækka fyrir augum okkar en nú var það jörðin sjáif sem minnkaði og minnkaði. Þetta var ótrúleg tilfinning og við sögðum ekkert hver við ann- an en ég er viss um að hugsanir okkar allra voru hjá fjölskyldum okkar sem voru á þessum litla hnetti sem snerist í kringum sjálfan sig. Blessuð veröldin Jim Lovell var flugmaður í ferð Apollo 8 og hann var á léttu nótunum þegar geimfarið hafði losnað úr þyngdaráhrifum frá tunglinu og var á leið til jarðar- innar á jóladag: „Houston, látið vita að jólasveinninn er til.“ Charles Conrad, sem flaug Apollo 12 til tungslins, var beð- inn að lýsa því hvernig tunglið væri á litinn: „Ef ég ætlaði á jörðinni að líta á eitthvað sem er í sama lit og tunglið þá mundi ég fara út fyrir dyrnar heima hjá mér og horfa á bílainnkeyrsl- una.“ I>V Skýjað að mestu Veörió kl. 6 í morgun: Yfir Jan Mayen er nærri kyrr- stæð 1029 millibara hæð. Skammt vestur af Skotlandi er 995 millibara lægð sem hreyfist lítið. í dag verður austan- og norðaust- anátt, gola eða kaldi. Norðvestan til Veðrið í dag á landinu verður skýjað að mestu, súld eða rigning með köflum suð- austanlands en skúrir víðast annars staðar. Hiti verður 3 til 12 stig, hlýj- ast suðvestantil yflr daginn en kald- ast við norðausturströndina. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustangola eða -kaldi og smásk- úrir, einkum síðdegis. Hiti 5 til 11 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.58 Sólarupprás á morgun: 3.50 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.01 Árdegisflóð á morgun: 9.25 Akureyri skýjaö 6 Akurnes skýjað 7 Bergsstaöir skýjaö 7 Bolungarvik skýjaö 4 Egilsstaöir skýjaó 5 Keflavikurflugv. skýjað 6 Kirkjubkl. rigning 6 Raufarhöfn alskýjað 3 Reykjavík skýjaó 7 Stórhöfói rign. á síð.kls. 6 Helsinki léttskýjað 9 Kaupmannah. Ósló skýjaö 8 Stokkhólmur léttskýjaö 11 Þórshöfn alskýjaö 7 Amsterdam skýjaö 10 Barcelona hálfskýjaö 12 Chicago skýjað 13 Frankfurt skýjaó 9 Glasgow skúr á síö.klst. 8 Hamborg heiöskírt 8 London rign. á síö.kls. 9 Los Angeles heiöskírt 16 Lúxemborg skýjaó 9 Madríd léttskýjaö 8 París léttskýjað 9 Róm heiöskírt 14 Valencia skýjaö 13 New York heiöskírt 28 Nuuk alskýjaö 3 Vin léttskýjaó 13 Washington heiöskírt 26 Winnipeg skýjaö 8 Fjórir leikir í 2. deild íslandsmótið í knattspyrnu er haflð og er þegar byrjað að keppa í neðri deildunum og kvennaboltanum en keppni í 1. deild karla hefst á fimmtudag- inn. Keppni í 2. deildinni hófst í gærkvöldi með leik Fram og íþróttir Þróttar. í kvöld verða svo fjórir leikir. Á Akureyri leika KA og Víkingur, i Borgarnesi leika Skallagrímur og ÍR, á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði leika FH og Þór frá Akureyri og á Leiknisvelli leika Leiknir og Völsungur. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00. Þá er einnig hafm keppni í Mjólkurbikarnum og í kvöld leika á Akranesi Bruni og KR 23. Þrettán ára leik- ur píanókonsert Mozarts í kvöld kl. 20.00 verða hljóm- sveitartónleikar Nýja tónlistar- skólans. Sinfóníuhljómsveit skip- uð nemendum, kennurum og að- stoðarfólki leikur í sal FÍH við Rauðagerði. Á efnisskrá tónleik- anna eru þrjú verk, Forleikurinn um Fingalshelli eftir Mendels- sohn, sem hann skrifaði aðeins tvítugur, Píanókonsert Mozarts í Tónleikar A-dúr K488, kannski þekktasti pí- anókonsert Mozarts. í þessu verki leikur 13 ára nemandi skólans, Dagný Tryggvadóttir, einleik. Síð- ast á efnisskránni er síðasta Lundúnasinfónía Haydns í D-dúr, no 104. Hljómsveitarstjóri er Ragnar Björnsson. Áðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Bridge Kristján Hauksson er mörgum spil- urum að góðu kunnur. Hann var um nokkurra ára bil gjaldkeri Bridgesam- bandsins og vann mikið starf í tölvu- málum fyrir BSÍ, m.a. að uppsetningu sýningarforrita í bridge sem þykja með þeim bestu í heiminum í dag. Kristján flutti með fjölskyldu sinni til Danmerkur á síðasta ári og í síðasta mánuði var hann ráðinn til starfa hjá danska Bridgesambandinu. í frétt í danska bridgeblaðinu er greint frá þessum tíðindum og hugsa þeir sér gott til glóðarinnar að fá mann með svo góða tækniþekkingu til starfa. Kristján hefur einnig spilað í Dan- mörku og sendi þættinum þetta spil. Hann var sagnhafi í fjórum hjörtum i suður eftir opnun austurs á einum tígli. Útspil vesturs var tígulgosi: * G1098 * D1043 * ÁD942 * -- * Á762 * Á86 * K1075 * D9 * KD K952 * 63 * KG1083 Samningurinn leit ekki vel út en það þýddi ekki að gefast upp. Kristján drap á ás og spilaði hjarta á kóng. Síð- an kom meira hjarta, gosinn frá vestri, austur drap á ás og spilaði meira hjarta. Kristján drap heima, lagði niður spaðakóng, austur drap á ásinn og spilaði meiri spaða. Nú var lítið lauf trompað í blindum, G10 í spaða tekin og tígli og laufi hent heima. Austur fylgdi lit en vestur henti laufi i fjórða spaðann. Nú var tígull trompaður heim, vestur fylgdi lit og Kristján gat nú spilað nánast á opnu borði. Austur hafði sýnt skipt- inguna 4-3-4-2 og var þegar búinn aö sýna 11 punkta. Opnanir AV á einu grandi lofuðu 15-17 punktum og þvi ljóst að vestur átti laufásinn. Kristján lagði því niður laufkónginn, felldi drottninguna blanka hjá austri og vestur átti ekkert eftir nema lauf. ísak Örn Sigurðsson Óli Sigurðsson, íslandsmeistari í pílukasti: Að halda haus og passa að taugarnar klikki ekki DV, Suðurnesjuni: „Ég er í góðu formi og ég byrj- aði virkilega vel í mótinu. í einvig- inu hitti ég á mitt toppform en þetta var mjög erfitt en engu að síður öruggt, segir Óli Sigurðsson, nýkrýndur Islandsmeistari í pílu- kasti. Sigur Óla kom mörgum á óvart og þurfti hann að leggja þrjá sterka landsliðsmenn að velli til að komast í úrslitaleikinn. „Ég ■ kom öllum á óvart nema sjálfum Maður dagsins mér. Eftir að ég marði mig í úrslit- in fannst öðrum það orðinn raun- verulegur möguleiki að sigra í mótinu. Heima hjá mér hefur sim- inn ekki stoppað síðan, fóik að óska mér til hamingju og þá hef ég fengið senda blómvendi." Þetta er fyrsti titillinn sem Óli vinnur en hann hefur æft pílukast í átta ár. „Minn undirbúningur fyrir mótið var þrjár vikur. Ég Óli Sigurðsson. hleyp mikið, skokka og hjóla. Það er mikið atriði að vera vel undir- búinn likamlega fyrir keppni sem þessa. Ég æfi minnst pílulega séð, sálfræðihliðin er 90%, það er allt hægt ef maður heldur haus og taugarnar klikka ekki.“ Óli segir að hann spili fjórum sinnum í mánuði. Hann segir að fyrstu fjögur árin, þegar hann var að byrja, hafi hann æft á kvöldin og um helgar. Þrátt fyrir að vera íslandsmeistari er Óli ekki í lands- liðinu sem er að fara til útlanda í keppni: „Ég tók ekki þátt í stiga- mótunum og það má segja að það sé það eina sem ergir mig þessa dagana. Ég verð bara að taka því eins og það er. Stefnan hjá mér er að halda titlinum og reyna að opna hug fólks gagnvart pílukasti. Ég ætla að fara í sumar og kynna íþróttina og byrja hjá Júlíusi Ölafssyni, vini mínum á Vestfjörð- um.“ Óli var fyrir átta árum einn af stofnendum Litla píluklúbbsins í Keflavík og eru nú 25 félagar í honum. Hann hefur nokkur áhugamál fyrir utan píluna: „Ég ferðast mikið innanlands, þá hef ég gaman af að hlaupa og hjóla, íþróttir almennt eru áhugamál hjá mér og að sjá góðar kvikmyndir." Eiginkona Öla er Þorbjörg Þóra Jónsdóttir, verkstjóri í hreingern- ingadeild hjá Flugleiðum á Kefla- víkurflugvelli. -ÆMK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1516 Nábítur Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði * 543 G7 * G8 * Á76542

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.