Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Síða 4
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 13 "V fréttir Ólafur Jóhann Ólafsson hefur komið sér upp fyrirtækjasamsteypu í Bandaríkjunum: Fyrirtæki með um 17 milljarða ársveltu - öll á sviði tölvuhugbúnaðar með 5-15 prósenta hlut Ólafs Ólafur Jóhann Ólafsson í faðmi fjölskyldunnar áður en hún fór til vetrarsetu í heimkynnum sínum í New York í vik- unni. Kona Ólafs, Anna Ólafsdóttir, stendur viö hlið Ólafs Jóhanns yngri, sem er 3 ára, og Ólafur eldri heldur á Árna Jóhanni sem er V/2 árs. DV-mynd GVA Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöf- undur og fyrrum stjórnarmaður Sony í Bandaríkjunum, er aldeilis ekki hættur afskiptum af fyrir- tækjarekstri vestanhafs því hann hefur ásamt nokkrum stórum fyrir- tækjum og fjárfestum komið sér upp samsteypu íjögurra fyrirtækja í Bandaríkjunum sem tengjast tölvu- hugbúnaði á einn eða annan hátt. Eignarhaldsfyrirtækið Mermaid, sem Ólafur á alfarið, á 5-15% hlut í þessum fyrirtækjum. Samanlögð ársvelta þeirra er í kringum 17 milljarðar íslenskra króna og mark- aðsvirði er um 13 milljarðar. Ólafur er í stjórnum þessara fjögurra fyrir- tækja, þar af formaður í tveimur þeirra og varaformaður í einu. Hann tekur þó ekki þátt í daglegri stjómun. í samtali við DV í gær, en sam- steypan hefur verið að fæðast á síð- ustu dögum, sagðist Ólafur Jóhann ekki viija gefa upp hver hlutur hans í peningum talið væri í þessu. Hans framlag væri fyrst og fremst tími og þekking. En miðað við mark- aðsvirði og veltu fyrirtækjanna er ljóst að Ólafur leggur til hundruð milljóna króna. Ólafur hefur því ótvirætt skipað sér í hóp auðugustu íslendinga og valdamestu manna í viðskiptaheiminum vestanhafs á sviði margmiðlunar. Nýjar aðferðir með nýrri tækni „Hugmyndin að samsteypunni er að koma inn á sem flest svið sem tengjast gagnvirkri margmiðlun en hún er farin að hafa áhrif á ýmsa þætti þjóðfélagsins. Það sem ég hef verið að gera í samvinnu við aðra er að tengja sam- an fyrirtæki sem grundvallast á nýj- um aðferðum með hjálp nýrrar tækni. Fyrirtækin munu breyta ýmsu, vonandi til hins betra, sem snýr að daglegu lífi fólks og fyrir- tækja,“ sagði Ölafur. Single Track með Sony og Microsoft Fyrst skal nefna fyrirtækið Single Track Entertainment Technologies, sem risafyrirtækin Sony og Microsoft taka þátt í með meiri- hlutaeign ásamt Ólafi. Single Track sérhæfir sig í framleiöslu á þrívídd- arhugbúnaði í fræðslu- og skemmti- efni fyrir sjónvarp og tölvur. Þetta er fyrsta og eina fjárfesting Micros- oft í fyrirtæki af þessu tagi og munu Sony og Microsoft dreifa efni Single Track um allan heim. Fyrirtækið var stofnað fyrir tveimur árum, fjármagnað af Sony Interactive Entertainment, sem Ólafur Jóhann var á þeim tíma í for- svari fyrir, til að vinna að Sony Playstation leikjatölvunni. AIS fyrir Internetið Annað fyrirtækið er American In- formation System, AIS, sem sérhæf- ir sig í hugbúnaði fyrir Intemetið. Viðskiptavinir eru fyrirtæki og stofnanir sem fá AIS til að koma m.a. upp hjá sér Intemeti og öllu sem því tengist. Meðal viðskipta- vina má nefna US Robotics og síma- fyrirtækið Ameritech. AIS var stofnað fyrir þremur árum en Ólafur Jóhann ásamt sænska fjármálafyrirtækinu Proventus og einu stærsta kortafyr- irtæki Bandaríkjanna hafa keypt meirihluta í fyrirtækinu. Ólafur hefur ráðið einn helsta samstarfs- mann sinn hjá Sony til að stjórna daglegum rekstri en verður sjálfúr stjómarformaður. Cyber-Smith tæknisafn á 8 stöðum Þriðja fyrirtækið er Cyber- Smith, stofnað fyrir tveimur árum. Ólafur er hluthafí ásamt General Cinema Corporation og fleiri fjár- festum. Hann er stjórnarformaður en hefur ráðið Tony Cox til að stjóma fyrirtækinu en Tony var áður forstjóri Showtime sjónvarps- stöðvarinnar. Cyber-Smith er með starfsemi víða um Bandaríkin og rekur mið- stöðvar þar sem allt það nýjasta á sviði gagnvirkrar tækni stendur fólki til boða ásamt veitingum. Starfseminni svipar til svokallaðra netkafllhúsa nema hvað fjölbreytn- in er miklu meiri. Cyper-Smith mið- stöðvar era komnar upp á 8 stöðum í Bandaríkjunum en stefht er að því að þær verði um 80 innan tveggja ára. „Hugmyndin með Cyber-Smith er að leyfa almenningi að njóta allrar þeirrar tækni sem fram er komin. Þarna getur fólk fengið fræðslu af ýmsu tagi ásamt því að njóta veit- inga og annarra þæginda. Þetta er nokkurs konar tæknisafn,“ sagði Ólafúr. Samstarf meö kortafyrirtæki Fjórða fyrirtækið sem Ólafur hef- ur fjárfest í er systurfyrirtæki eins stærsta kortafyrirtækis Bandaríkj- anna. Ólafur vildi að svo stöddu ekki upplýsa hvaða fyrirtæki þetta væri þar sem samningar væra ekki endanlega frágengnir. Hér er um glænýtt fyrirtæki að ræða sem mun byggja upp gagn- virka fjármálaumsýslu með hjálp nýtækni. Ólafur er varaformaður í stjóm fyrirtækisins og hluthafl en kortafyrirtækið fjármagnar dæmið að öðru leyti. Ólafur Jóhann sagðist ætla að sinna ritstörfum áfram þrátt fyrir samsteypuna enda tæki hann ekki þátt í daglegum rekstri hennar. Helmingur vinnutímans færi í skriftir. „Eigum við ekki að kalla þetta vikulega stjómun fyrirtækj- anna. Stjómarseta og stjómarfor- mennska fer fram með öðruvísi hætti í Bandaríkjunum en t.d. á ís- landi.“ Fleiri tilboö í gangi Auk alls þessa þá er Ólafur Jó- hann að kanna tilboð frá öðrum fyr- irtækjum í Evrópu og Bandaríkj- unum um að koma inn með fjár- magn og þekkingu á sviði nýtækni og margmiðlunar. Meðal þeirra er breskt fyrirtæki að verðmæti um 1 milljarður króna. Þá er Ólafur enn í samstarfi við Sony vegna annarra tilboða þannig að fyrirtækjasamsteypa Ólafs gæti átt eftir að stækka á næstu mánuð- um. -bjb Vestfjaröagöngin formlega opnuö: Eru meö lengstu jarð- göngum í Evrópu - fóru rúm 16% fram úr kostnaðaráætlun Jarðgöngin undir Breiðadalsheiði og Botnsheiði verða formlega opnuð fyrir umferð seinni partinn i dag viö hátíðlega athöfn við munnann í Tungudal. Halldór Blöndal sam- gönguráðherra mun flytja ávarp ásamt Páli Sigurjónssyni, forstjóra ístaks, Helga Hallgrímssyni vega- málastjóra og fulltrúa frá ísafjarðar- bæ. Móttaka verður síðan fyrir boösgesti á Hótel ísafirði. Göngin voru opnuð fyrir almenna umferð í desember í fyrra þótt þau væra ekki fullbúin en þeim síöan lokað aftur í maí á meðan unnið var að lokafrágangi. Göngin eru því full- húin til umferðar nú en eftir er þó að ljúka endanlega við stýrikerfi rafbúnaðar sem væntanlega veröur gert fyrir árslok. Heildarlengd ganganna er 9120 metrar og era þau næstlengstu veg- göng á Norðurlöndum og meðal þeirra lengri í Evrópu. Þau eru langlengstu veggöng á íslandi 'en til samanburðar eru Múlagöng 3400 metrar, Strákagöng 800 metrar og Oddsskarðsgöng 640 metrar. Kostn- aðaráætlun þeirra frá 1991 hljóðaði upp á 3,7 mifljarða en heildarkostn- aður verður um 4,3 milljarðar. Verkið hefur því farið rúm 16% fram úr upphaflegri áætlun en óvænt og mikið vatnsrennsli í göng- unum olli töfum og jók kostnað. -ingo Þjóðhagsstofnun: Tap á fiskvinnslunni en hagnaður af veiðunum í frétt frá Þjóðhagsstofnun segir að um þessar mundir sé 8,5 pró- senta tap á rekstri frystingar og söltunar en allt árið 1995 var tap- ið 2,7 prósent af tekjum. Aftur á móti er hagnaöur af botnfiskveið- um báta og togara í ágúst 3,5 pró- sent en frystitogaranna 6,4 pró- sent. Árið 1995 var 13,2 prósenta hagnaður af rækjuveiöum og vinnslu og loðnuveiöum og bræðslu 9,6 prósent. í ágúst í ár voru rækjuveiðar og vinnsla rek- in með 3,1 prósents tapi en loðnu- veiðar og bræðsla með 15 pró- senta hagnaði. í fréttabréfi Þjóðhagsstofnunar segir aö í úrtaki stofnunarinnar hafi verið 277 sjávarútvegsfyrir- tæki. Af þeim vora 30 þeirra rek- in með 10 prósenta tapi, 56 þeirra voru rekin með meira en 15 pró- senta hagnaði en 191 var rekið með hagnaði. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.