Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 JjV útlönd I stuttar fréttir 1 Báðum að kenna Akbar Hashemi Rafsanjani íransforseti sagöi í gær að spennan í samskiptum íraks og Bandaríkjanna væri báðum aðilum að kenna. Fergie blaðamaður Prinsessan af Jórvík, betur þekkt sem Fergie, hefur nú gengið til liðs við franska tímaritið Paris Match og ætlar að gerast blaðamaður. Þess má geta að Fergie fór einu sinni í mál við blaðið fyrir að birta myndir af henni ber- brjósta. Frakkar fullgildir Þess verður ekki langt að bíða að Frakkar gerist fullgild- ir aðilar að hernaðarsamstarfi NATO, að sögn Juppés forsæt- isráðherra. Dimitra erfir alit Dimitra Liani, ljóshærð ekkja Papandreousar, fyrrum forsætisráðherra Grikklands, erfir allar eigur hans, að því er fram kemur í erfðaskránni. Treystu nasistum Forráðamenn svissneska þjóðarbankans sögðu að stjórn- endur þar á bæ hefðu verið heldur trúgjarnir þegar þeir keyptu gull af þýskum nasist- um á stríðsárunum, gull sem var hugsanlega illa fengið. Aukin lögguvöld Yfirmaður dómsmála Evr- ópusambandsins hvatti aðild- arríkin til að staðfesta samn- ing sem gefur Evrópulöggunni aukin völd til að berjast gegn kynþrælkun bama. Einn fórst Einn maður lét lífið og eigin- kona hans særðist illa þegar sprengja sprakk í lyftu í fjöl- býlishúsi í Moskvu. Biðjast afsökunar Biljana Plavsic, starfandi for- seti Bosníu- Serba, kom fram í sjón- varpi í gær- kvöld og baðst afsök- unar á því að landar hennar hefðu haft uppi áróður fyrir sameiningu við Serbíu í baráttunni fyrir kosn- ingarnar i dag. Landvinningar Stjórnvöld í Afganistan hafa staðfest að Laghman-héraö í austurhluta landsins sé fallið í hendur Talaban skæruliða sem segjast einnig hafa náð ná- grannahéraðinu Kunar. Reuter Olía á heimsmarkaöi: Ekki hærri síðan í Flóabardaga Hráolíutunnan á heimsmarkaði fór í rúma 24 dollara á fimmtudaginn og hefur verðið ekki verið hærra síð- an í Flóabardaganum i janúar 1991. Hækkunin nú er til komin vegna óróans milli iraka og Bandaríkja- manna og yfirvofandi endurtekningu á Flóabardaga. Bensínverð hefur sömuleiðis hækkað, það mikið að undanförnu að olíufélögin hér heima sáu ástæðu til að hækka í vikunni. Hlutabréfaverð i helstu kauphöll- um heims hækkaði verulega í vik- unni. Þannig var sett sögulegt met í London á fimmtudaginn og Dow Jo- nes í New York fór yfir sögulegt met um miðjan daginn en þegar viðskipt- um lauk á fimmtudagskvöld endaði vísitalan örfáum stigum fyrir neðan metið frá í maí sl. Reuter Aöskilnaöarsinnar á Ítalíu ganga til Feneyja: Stofna sjálfstætt lýðveldi á morgun — klámstjörnur berhátta sig fyrir sameinaöa Ítalíu Umberto Bossi, leiðtogi ítalskra aðskilnaðarsinna, lagði upp í mikla göngu með fram ánni Pó í gær og lýkur henni með því að lýst verður yfir sjálfstæði nýs lýð- veldis á norðurhluta Ítalíu. Leiðtogi Bandalags norðan- manna fyllti flösku úr Feneyjagleri með vatni úr Pó, lengsta fljóti ítal- íu, við upptök hennar í fjöllunum við Pian del Re. Síðan hóf hann „Gönguna til sjávar" sem mun standa í þrjá daga. Bossi gerir sér vonir um að ein milljón manna að minnsta kosti muni slást í hópinn og lýsa yfir stuðningi sínum við áform hans um aðskilnað norður- og suðurhluta Ítalíu. Mótmælaaðgerðum Bossis og félaga lýkur á sunnudag í Feneyj- um þegar lýst verður yfir sjálf- stæði sambandslýðveldisins Padaníu. „Vatn er uppspretta alls, lífsins og Padaníu," sagði Bossi, með bleikan borða nældan í peysuna, ekkert ósvipað borðunum sem ítalir setja á útihurðina hjá sér til að fagna barnsfæðingum. „Þetta er táknræn aðgerð. Þetta vatn úr Pó, frá Padaníu, verður á sviðinu þegar lýst verður yfir sjálfstæði Padaníu á sunnudag," sagði Bossi við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna. Ekki eru þó allir jafn hrifnir af aðskilnaðaráformum Bossis og fé- laga. Þannig tóku þrjár klám- stjömur sig til í Róm og fækkuðu klæðum misjafnlega mikið til að lýsa yfir stuðningi sínum við sam- einaða Ítalíu. Búist er við ffekari mótmælaaðgerðum þeirra sem vilja áfram sameinaða Ítalíu um helgina. Reuter Umberto Bossi, leiötogi aöskilnaöarsinna á noröurhluta Ítalíu, heldur á lofti flösku meö vatni úr ánni Pó viö upphaf sjálfstæðisgöngunnar miklu. Símamynd Reuter Bandaríkjamenn halda áfram að vígbúast viö Persaflóa: Hundruð Kúrda bíða eftir að verða fluttir frá írak Hundruð Kúrda, sem störfuðu fyrir bandaríska aðila í norðurhluta íraks, voru í felum í gær og bjuggu sig undir aö veröa fluttir burt. Brottför þeirra markar endalok áhrifa Bandaríkjamanna meðal upp- reisnarmanna í Norður-írak. „Bandaríkjamennirnir í Silopi gáfu leyfi fyrir brottflutningnum á miðnætti síðastliðnu," sagði Kúrdi einn, sem starfaði á vegum hjálpar- stofnunar bandarískra stjórnvalda, í gær. Starfsfólk í miðstöð hersveita sem höfðu það hlutverk að vernda Kúrda fyrir árásum heija Saddams Husseins íraksforseta flutti sig til tyrkneska landamærabæjarins Silopi þegar kúrdiskar skæruliöa- sveitir, sem njóta stuðnings Sadd- ams, hófu áhlaup á andstæðinga sína í ágústlok til að ná héraðinu öllu á sitt vald. Bandarískar hersveitir skutu úr stórskotaliðsbyssum sínum á ímyndaða óvini úti í eyðimörkinni í Kúveit í gær, svona rétt til að benda íröskum stjórnvöldum á að þær væru staðráðnar í að verja olíurík- in við Persaflóa, bandamenn stjóm- valda í Washington. Hermennimir sögðust vera til- búnir aö skjóta á alvöru skotmörk ef oröaskakið milli Bandaríkja- manna og íraka snerist upp í hem- aðarátök. Bandarikjamenn hafa mjög aukið viöbúnað sinn viö Persaflóann en írösk stjómvöld eru hvergi bangin. Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra íraks, sagði í viðtali við rúss- neska sjónvarpsstöð að landar sínir væru hreint ekki á því að gefast upp. Reuter i i I I É I I 1 C'; I '■■ Noel Gallagher nógu klár til að hætta ekki Noel Gallagher, annar aðal- maðurinn í bresku poppsveitinni Oasis, er nógu mikill skynsemdar- piltur til að vita að hljómsveitin má ekki hætta. Svo segir aö minnsta kosti pabbi þeirra Gallagherbræðra. Mildar vangaveltur hafa verið um að hljómsveitin væri að leggja upp laupana eftir að bræð- umir Noel og Liam slógust og sveitin aflýstri tónleikaferðinni sem hún var í vestanhafs. Plötufyrirtæki sveitarinnar vísaði líka á bug fréttum í gær um að þessi vinsælasta unglinga- hljómsveit Breta nú um stundir heyrði brátt sögunni til. Sprenging við nýtt klúbbhús Vítisengla DV, Kaupmannahöín. Mjög öflug bilsprengja sprakk fyrir utan hið nýja klúbbhús Vit- isengla í Hróarskeldu í vikunni. Sprengingin var svo öflug að ein hliðarbygging jafnaðist við jörðu en eldar, sem kviknuðu, náðu ekki i sjálft klúbbhúsið. Fjöldi meðlima Vítisengla og Heathens, stuðningshóps þeirra, var í hús- inu. Engin meiðsl urðu á fólki. Lögreglan upplýsti að allir bæjarbúar hefðu fundið fyrir sprengingunni. Fullvíst er talið að Bandidos, erkifjendur Vít- isengla, hafi staðið að tilræðinu. -PJ Fegurðar- drottning 1 formi þrátt fyr- ir aukakíló Alheimsfegurðardrottningin Alicia Machado frá Venesúela segist vera nægilega vel á sig komin til að halda titlinum enda þótt hún hafi bætt á sig nokkrum kílóum frá því hún var kjörin fegurst fljóða. Nánar tiltekið eru það fimm kíló. „Ég viðurkenndi að ég hef bætt á mig. En ég get fullvel komið fram fyrir hönd þjóðar minnar með eða án aukakíló- anna fimm,“ sagði Machado í sjónvarpsviðtali. Stúlkan er 19 ára gömul og gerir sér vonir um að verða kvik- myndastjama þegar hún afsalar sér titlinum í maí á næsta ári. Fýrsta flokks j læknar ráðgjaf- ar Kremlverja Rússnesk stjómvöld Iætla að fá tvo þýska hjarta- sérfræðinga til að gefa þarlendum læknum holl ráö fyrir hjartaaðgerð- ina á Borís Jeltsín forseta, auk þess sem búist er við að einn frægasti hjartaskurðlæknir Bandaríkjanna muni slást í hópinn. Sérfræöingarnir munu taka um það ákvörðun í kringum 28. september hvenær aðgerðin veröur gerð á Jeltsín en lækn- arnir þurfa að setja nýjar æðar í stað stíflaðra. Að sögn rúss- neskra lækna er þetta fremur I einfóld aðgerð. Jeltsín, sem er 65 ára, fékk | tvö hjartaáföll í fyrra. Hann hef- ur lítið verið við frá því hann : náði endurkjöri í júlí. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.