Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 / Ævintýramaðurinn Magnús Jónsson sigldi skútu frá Flórída til íslands: í rafmagnslaus í óveðri og svo kom stillilogn - vildi sigla inn í björtu og leyfa fólkinu að sjá skútuna koma af hafi „Fyrir mörgum árum fór ég að kaupa og lesa skútublöð af hreinni tilviljun og svo keypti ég alltaf fleiri og fleiri blöð og mér fannst alltaf meira og meira af skemmtilegu les- efni í þeim. Á endanum fór ég að hugsa um að það væri gaman að prófa skútusiglingar. Ég fór að spá í hvað skúta myndi kosta og hvort það væri möguleiki að eiga skútu hérna heima því að ég vildi auðvit- að eiga hana hér,“ segir Magnús Jónsson, flugstjóri og skútusiglinga- maður, en hann sigldi nýlega hing- að til lands 44 feta 20 ára gamalli skútu, Elínu, sem er ein stærsta skútan i eigu íslendings. Magnús starfar nú sem flugstjóri hjá Flugleiðum en hefur á árum áður tekið þátt í flugi til Bangladesh og Bíafra meðan þeir heimshlutar voru í fréttum vegna styrjalda og hungursneyða. Hann fer á eftirlaun eftir eitt og hálft ár og hyggst þá leggjast í skútusiglingar um öll heimsins höf og njóta siglinganna með sínum nánustu, vinum og ætt- ingjum. Fram að því ætlar hann að nota frítíma sinn í aö gera skútuna upp enda segir hann að hún sé far- in að þurfa örlitla „andlitslyftingu". Magnús segist hafa byrjað að leita sér að skútu fyrir sex árum, skrifað fólki sem var að auglýsa bát- ana sína í erlendum tímaritum og haft samband við einn stærsta skútumiðlarann í Maryland. Hann segist hafa verið vandfýsinn á bát, byggingarlag hans og efnivið því að margar skútur, sem séu á markað- inum, séu stórar, rúmgóðar og fal- legar en þær hafi ekki samrýmst hugmyndum sínum um báta til út- hafssiglinga lagsins vegna. Hann sé alinn upp við slippinn í Hafnarfirði og hafi vitað frá æsku hvaða bátar væru góðir sjóbátar. Hann hafi fyrst og fremst viljað hafa skútuna gott sjóskip. Magnús var eiginlega búinn að gefast upp á skútuleitinni þegar enn ein skútan var auglýst til sölu í des- ember 1994. Sú skúta var byggð í Frakklandi fyrir hollenska sendi- herrann í París árið 1976 en innrétt- uð í Bretlandi. Magnús fékk upplýs- ingar um skútuna, fór til Flórída og skoðaði gripinn og varð hrifinn. Það endaði með því að hann gerði tilboð og fékk skútuna afhenta um miðjan ágúst í fyrra frá þýskum eigendum sem voru að eignast sitt þriðja barn og vildu fara að búa í húsi. Frítíminn fór í skútuna Eftir að hafa eytt öllum frítíma sínum í að laga skipið lagði Magnús af staö ásamt Áskatli Fannberg sunnudaginn 3. mars stutta leið til Fort Lauderdale. Morguninn eftir lögðu þeir svo aftur af stað í 20-30 hnúta vindi með spá um sunnanátt næstu daga en svo átti að bregða til norðaustanáttar. Ætluðu þeir að sigla nærri landi til að geta leitað í var ef veður versnaði. Eftir klukku- tíma siglingu var kominn 50 hnúta vindur og fóru þeir þá inn aftur og sigldu eftir skurði til South Palm Beach. Þaðan fóru þeir aftur út á sjó og sigldu yfir 250 sjómílur á tveim- ur dögum. Aðeins sólarhrings sigl- ing var eftir til Southport þegar norðvestanátt skall á. „Áætlunin um að geta siglt í land var þá ekki jafn auðveldlega fyrir hendi. Spáin gerði ráð fyrir 30 hnúta vindi að hámarki en vindur- inn fór að vaxa og fór í 40-50 hnúta fyrsta daginn. Við héldum sjó þann dag. Næsta dag hvessti enn þá meira og það var 60 hnúta vindur í tvo sólarhringa. Á þessum tima fór hann úr norðvestanátt í norðaust- anátt þannig að við gátum fikrað okkur í átt að landi. Fjórða óveðurs- daginn lægði aðeins þó að vindur- inn væri samt 50 hnútar," útskýrir Magnús. Fimmta daginn lægöi stöðugt og skipverjar voru farnir að sjá til lands þegar stillilogn kom. Óveðurs- dagana höfðu tvímenningarnir sett vélina í gang einu sinni á sólar- hring til að hlaða rafgeyma og halda kæliboxinu köldu. Þegar óveðrið stóð sem hæst urðu rafgeymamir óvirkir vegna botnfalls og ákváðu tvímenningarnir að setja i gang á þriggja tíma fresti. Að lokum gátu þeir ekki startað vélinni og þá voru þeir rafmagnslausir í óveðrinu. Fimmta daginn varð stillilogn og rak skútuna fram og til baka í sólar- hring þar til andvara gerði og skip- verjum tókst að sigla með straumi inn í innsiglinguna til Savannah. Þar vörpuðu þeir ankeri. Skipt um rafhlöður í Savannah kom þriðji maðurinn, Ragnar Hilmarsson, um borð með rafhlöður. Skipt var um alla geyma og fórinni haldið áfram til Sout- hport. Þar var veðurspáin óhagstæð og þvi ákváðu félagamir að sigla eftir skipaskurði til Norfolk. í Norfolk var skipt um áhöfn á El- ínu, þar sem sonur Magnúsar, Jón, og tengdadóttir, Guðrún Alberts- dóttir, komu um borð og var förinni svo haldið áfram til New York og komið þangað í svartabyl. Þar yfir- gaf Guðrún skútuna og feðgamir Miklir fagnaðarfundir urðu þegar Elín, ein stærsta skútan í eigu íslendings, kom til hafnar 9. september eftir sigiingu í þremur áföngum frá Flórída til íslands. Skipstjóri er Magnús Jónsson en síðasta hluta leiðarinnar sigldu með hon- um Ragnar Hilmarsson og Ingi Ágústsson. DV-mynd Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.