Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 13 "V
Mánudagurinn 9. september í
mínu lífi hófst með útvarpsfréttum
á miðnætti. Fátt nýtt var frekar en
venjulega í miðnæturfréttum sem
varð til þess að tannburstahljóðið
náði yfirhöndinni og ég missti at-
hyglina. Það var kominn háttatími
og ég rankaði næst við mér þegar
útvarpsvekjarinn sagði mér fréttir
klukkan sjö og morgunútvarp rás-
ar tvö rann af stað. Ég var þó ekki
alveg á þvi að kveðja draumaland-
ið og velti mér á hina hliðina í eins
og 20 mínútur. Þá glumdi hin
skelfilega vekjaraklukka sonanna,
sem minnir einna helst á klukkna-
hljóminn á Pink Floyd plötunni
hér í den. Þegar ég stíg á fætur
finn ég fyrir smá strengjum eftir
helgarsportið en á laugardeginum
hafði ég tekið þátt í hinum árlega
knattspyrnuleik Sjónvarpsins og
KEA sem fram fór norðan heiða.
Leikurinn var síðasta embættis-
verk mitt fyrir framan Sjónvarpið,
í bili að minnsta kosti.
Með stýrurnar í augunum eru
strákarnir klæddir í rólegheitum
og búnir undir átök dagsins. Við
tekur hefðbundinn morgunmatur,
útvarp, DV, sturta og rakstur, eða
þar til Jón Guðni hefur lokið við
að segja áttafréttir morgunsins. Þá
skýst ég með eldri drenginn í Æf-
ingaskólann og kem síðan aftur til
baka til að sækja þann yngri og
konuna. Leikskólinn og VÍB eru
siiffuíns íifiíuf írá ufl
Skipuiógö sófnun Kv!
kvikjnynöa «wr !
krUtmyrwJarifWi qq q*
Knrfor. U&kvwtt\ sht
QQ mwM'ii&QtZ
k'íikrnyrtóatei
KviKmyndisafnió j
iarKSlnu oq i
kvikmyraís^róatrm'
sÓQuieQar
ttmarlía um kvtkmy
skrlía uíti kvííLmyn
ÖMfrn MÓ þ
Þorfinnur Omarsson er nýtekinn við starfi framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs Islands. Annríki þar er mikiö og
missti Porfinnur því af kvöldverði meö strákunum sínum og komst ekki heim fyrr en um miönætti.
DV-mynd Pjetur
Dagur í lífi Þorfinns Omarsson, framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs:
fyrir eitt og síminn heldtn- áfram
að hringja. Til mín kemur Sigrún
Valbergsdóttir ásamt fulltrúum
Kaþólsku akademíunnar í Ham-
borg sem ætla að halda myndar-
lega Islenska menningarhátíð á
næsta ári þar sem íslenskar barna-
myndir verða sýndar. Árangurs-
ríkur fundur með þeim stóð i tæpa
klukkustund og síðan er sest við
tölvuna við að svara ýmsum erind-
um, m.a. fyrirspurn frá norsku
systo-stofnuninni um fjármögnun
og fleira tengt íslenskri kvik-
myndagerð.
Klukkan þrjú er ég mættur nið-
ur í menntamálaráðuneyti á fund
með ráðherra og forstöðumönnum
menningarstofnana rikisins.
Helsta tilefnið er fjárlagagerðin en
í tilefni af hallalausum fjárlögum
set ég upp þverröndótta, hallalausa
bindið mitt. Ég stefni vitaskuld aö
því að fá mér bindi með upphækk-
andi mynstri á næsta ári. Rétt fyr-
ir fimm kem ég afto upp á skrif-
stofu og skömmu síðar kemur
Huldar Breiðfjörð til að taka við
mig viðtal fyrir Stúdentablaðið.
Hann er mjög áhugasamur og
stundum ekki ljóst hvor er spyrill-
inn þannig aö samræður okkar
dragast til að verða sjö. Ég hef því
misst af kvöldmatnum heima og
mikilvægri samverustund með
strákunum en hringi í þá og sem
um að bæta úr því daginn eftir.
Með hallalaust bindi í tilefni af fjárlögum
næstu viðkomustaðir og tíu mínút-
um síðar er ég kominn á útvarps-
stöðina FM í Mjóddinni en ég hafði
lofað Axel morgunhana að ræða
við hann - og hlustendur - um
málefni Kvikmyndasjóðs. Á FM fæ
ég eitthvert versta kaffi sem ég
man eftir. „Kaffið“ líkist einna
helst þunnri naglasúpu og bragð-
ast eins og gruggugt vatn. Þetta
var fyrsti kaffisopi dagsins en ég
var ekki á því að láta hann setja
mig út af laginu. Á leiðinni aftur
niður í bæ kem ég við á mínum
gamla vinnustað, Sjónvarpinu, en
hef örskamma viðdvöl. Kveð fyrr-
um félaga í Dagsljósi með þeim
orðum að ég komi og taki draslið
mitt í rólegheitum um kvöldið.
Hefði betur sleppt slíkum loforðum
Spjallað við öðlinga
Klukkan er að ganga tíu þegar
ég kemst loks á skrifstofu Kvik-
myndasjóðs, þar sem ótal verkefni
biða úrlausnar. Jón Hjartarson
leikari kemur og biður mig um aö
skrifa grein í tímarit leikara og
skömmu síðar þjóta 300 slög á mín-
útu inn á tölvuna. Reyndar sér
síminn til þess að hægja á ferðinni
með reglulega millibili en á góðum
degi er hringt til okkar aðra hveija
mínútu dagsins.
Um ellefuleytið kemur góður
gestur í heimsókn, Knúto Halls-
son, sem hefur með rentu verið
nefndur faðir Kvikmyndasjóðs,
enda var hann stjómarformaður í
áratug. Við spjöllum um sjóðinn í
fortíð, nútíð og framtíð og hef ég af
því bæði gagn og gaman. Óform-
legum fúndi okkar lýkur um há-
degið en þá kemur annar öðlingur,
Jón Múli Árnason, í leit að kvik-
mynd frá togaraútgerð á fjóröa
áratugnum þar sem hann sjálfur
var einn af persónum og leikend-
um. Böðvar Bjarki Pétursson, for-
stöðumaður Kvikmyndasafnsins,
tekur á móti Múlanum og þeir
leggjast yfir myndirnar næsta
klukkutímann.
Morgunrúntoinn á FM varð til
þess að ég sat uppi með fjölskyldu-
bílinn en því þurfti að kippa í lag
þar sem fundir vora fyrirhugaðir
fram eftir degi. Ég bruna því öðru
sinni til VÍB og næ „helstinu" í há-
degisfréttum Útvarps í bílnum. Ég
mun líklega seint vaxa upp úr því
að fylgjast með fréttum.
Menningarhátíð
á næsta ári
Ég er kominn aftur í sjóðinn rétt
Með það að vopni og síma sem þeg-
ir þunnu hljóði halda mér engin
bönd. Ég sit sem fastast við ýmis
verkefni og jafnvel verkefnavísa
frá ráðuneytinu til aö ganga tólf
um kvöldið. Þá átta ég mig á því að
ég hef alfarið gleymt að borða sem
er afar sjaldgæft.
Mér er líka ljóst að ekki er hægt
að fara í fyrirhugaða tiltekt hjá
Sjónvarpinu. Manana. Um miðnætt-
ið er því fátt annað að gera en að
skunda heim á leið, fá sér snarl fyr-
ir svefninn og smyija nesti fyrir
strákinn í skólann í leiðinni. Og ég
hélt að ég væri að fara í 9-5 vinnu.
Finnur þú fimm breytingar? 376
[FTftLÍP
ci?2S©BCsQ
z (v| u swj
Þetta er versta tegund mislinga sem ég hef séö i mörg ár!
Nafn:.
Heimiii:
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð sjötugustu og
fjórðu getraun reyndust vera:
Rósa Eðvaldsdóttir
Blómvangi 11
220 Hafnarfjörður
Linda Óskarsdóttir
Engimýri 10
210 Garðabær
Myndimar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þínu
og heimilisfangi. Aö tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
SHARP vasadiskó með útvarpi, að
verðmæti kr. 7.100, frá Bræðrunum
Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr.
1.7ð0. Annars vegar James Bond-bókin
Gullauga eða Goldeneye eftir John
Gardner og hins vegar bók Luzanne
North, Fín og rík og liðin lík.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 376
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík