Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Síða 20
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 13 "V 20 3 fréttir ------------------------------------ Aðferðir og mynstur líkamsárása hafa breyst: Líkamsárásir fálskulegri og tilgangslausari en áður - áfengis- og fíkniefnaneysla veldur alvarlegri verknuðum Líkamsárásir virðast tilgangslausari og fólskulegri en áöur. Ellefu alvarlegar líkamsárásir hafa veriö geröar í Reykja- vík þaö sem af er árinu. Á myndinni eru lögreglumenn aö færa árásarmann á brott eftir árás sem átti sér staö í ár. DV-mynd S beldi hafi ekki aukist til muna held- ur form þess breyst. Umhverfið sem við lifum í er opnara fyrir ofbeldi en áður var. Þar kemur til að áfengis- neysla hefur aukist og nær til yngra fólks en áður og til viðbótar hafa of- beldisskapandi fíkniefni eins og am- fetamín og kókaín borist hingað í vaxandi mæli,“ sagði Guðmundur. Á mörkum eitrunar í rannsókn á þessum málum, sem Guðmundur Guöjónsson gerði árið 1992, hafa þessir áhrifaþættir komið skýrt fram. Auk þess vakti athygli mjög mikið áfengismagn í blóði Fréttaljós Róbert Róbertsson árásarmanna (yfir 2 prómill) og margir þeirra höfðu einnig hátt hlutfall kókaíns og amfetamíns í blóði sínu sem talið vsir á mörkum eitrunar. @.mfyr:Alvarlegustu lík- amsárásirnar Alvarlegustu árásarmálin i Reykjavík á þessu ári eru eftirfar- andi: í febrúar urðu átök innandyra í samkvæmi í vesturbænum sem end- uðu með því að karlmaður var stunginn með hníf. Málið tengist fíkniefnaviðskiptum. í mars réðust tveir ölvaðir menn að konu á heimili hennar á Skóla- vörðuholti, tóku hana kverkataki og köstuðu utan í vegg. Málsaðilar þekktust. í maí urðu átök innandyra í aust- urborginni milli tveggja kvenna. Önnur konan stakk hina með hníf og urðu áverkar talsvert miklir. Málið er talið tengjast fíkniefnum. í sama mánuði gerðust nokkrir menn óvelkomnir í heimahúsi í austurborginni þar sem þeir voru á Febrúar Vesturbær: Átök áttu sér staB innandyra í samkvæmi sem endaéi meB því aB karlmaBur var stunginn meB hnífi. MáliÐ taliB tengjast eldri fíkniefnaviBskiptum. Mars Skólavörduholtlö: Tveir ölvaBir menn réBust aB konu á heimili hennar og tóku kverkataki og köstuBu utan í vegg. MálsaBilar þekktust. Maí Austurborgin: Átök innandyra milli kvenna þar sem önnur hlaut áverka vegna hnífstungu. MáliB er fíkniefnatengt. Austurborgln: Nokkrir menn komu övelkomnir I heimahús í kjölfar vinkonu sinnar og veittu húsráBanda áverka. JÚIÍ Austurborgln: Átök áttu sér staB innandyra milli aBila sem þekktust. KarlmaBur veltti öBrum áverka I andliti. Brelöholt: RáBist á stúlku I söluturni. Ágúst Hlíöahverfl: Unglingar berjast utandyra þar sem einum eru veittir áverkar meB hnífi. Mlöbær: RáBist á stöBumælavörB i Rchersundi. Mlöbær: RáBist á 16 ára stúlku i Hafnarstræti. September Mlöbær: RáBist á ungan mann á Ingólfstorgi. Alvarlegar líkamsárásir virðast hafa færst í vöxt hér á landi að und- anfömu. Margar árásimar em al- gerlega tilgangslausar og mjög fólskulegar. Spörk em sérstaklega algeng nú og virðist sem þeim sé beint að viðkvæmum stöðum, svo sem höfði. í Reykjavík hafa átt sér stað ell- efu meiri háttar líkamsárásir það sem af er árinu. Á Akureyri hafa verið framdar fjórar alvarlegar lík- amsárásir á árinu, þar af var ein hnífstunguárás og þrjár árásir þar sem beinbrot hlutust af. í Hafnar- firði hafa átt sér stað fjórar meiri háttar líkamsárásir og í tvígang hef- ur verið um hnífstungu að ræða. Á Suðumesjum hafa þrjár alvar- legar líkamsárásir verið gerðar og jafnmargar hafa verið kærðar í ísa- fjarðarsýslu. í Vestmannaeyjum hafa tvær alvarlegar líkamsárásir verið framdar og ein slík á Þingvöll- um og sömuleiðis ein í Kópavogi. Engar tölur um meiri háttar líkams- árásir fengust uppgefnar á Austur- landi. Umhverfi sem eykur líkur á ofbeldi Það er ljóst að heimurinn er að harðna og við íslendingar förum ekki varhluta af því. Hér hefur skapast umhverfi sem eykur mjög líkur á ofbeldisverkum og á aukin áfengis- og vímuefnaneysla stærst- an þátt í þvi. Við skoðun á lögregluskýrslum kemur skýrt fram að áfengis- og fíkniefnaneysla er mjög ofbeldis- hvetjandi og hefur valdið alvarlegri verknuðum. Aðferðir og mynstur afbrota breytt „Það er ekki hægt að segja að of- beldi hafi aukist en hins vegar hafa aðferðir og mynstur breyst síðari ár. Ofbeldi virðist nú oftar en áður vera beitt af litlu sem engu tileftii og oft af hreinni meinfýsi. Það virðist þó ekki vera um að ræða fjölgun til- vika, samkvæmt rannsóknum okk- ar,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, við DV um máliö. „Til að fá gleggri mynd af stöðu ofbeld- isbrota er gott að skoða upp- lýsingar frá slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur því þangað leita jafnan þeir sem fá al- varlegustu áverkana. Þar kemur fram að hlutfall þeirra sem leita til slysadeildar vegna ofbeldis hefur ekki aukist svo marktækt sé síðan 1975. Þessar upplýs- ingar eru því í raun staðfest- ing þess að of- ferð með vinkonu sinni. Húsráðandi hugðist hringja á aðstoð lögreglu til að koma mönnunum út en þeir réð- ust á hann og veittu honum mikla áverka. í júlí áttu sér stað átök í öðru húsi í austurborginni milli tveggja karlmanna og veitti annar þeirra hinum mikla áverka í andliti. Mennirnir tveir þekktust. í sama mánuði var ráðist hrotta- lega á afgreiðslustúlku í sölutumi í Breiðholti og hún slegin ítrekað í höfuðið með klaufhamri. Hún hlaut alvarlega höfuðáverka. Hún þekkti ekki árásarmanninn. í ágúst réðst 17 ára piltur af tæ- lenskum ættum á 21 árs gamlan mann í Hlíðahverfi og stakk hann vinstra megin í brjóstið með hníf. Fórnarlambið var mjög heppið að komast lifs af því hnífurinn lenti rétt við hjartað. í sama mánuði var ráðist fólsku- lega á 16 ára stúlku sem var á gangi í Hafnarstræti. Sparkað var í höfuð hennar svo hún missti meðvitund og marðist á heila. Hún þekkti ekki árásarmanninn. Ráðist var á stöðumælavörð í Fis- chersundi um hábjartan dag í byij- un ágúst. Stöðumælavörðurinn var laminn illa og rifbeins- og handar- brotnaði í árásinni. Nú um síðustu helgi var ráðist að tilefnislausu á ungan mann viö Ing- ólfstorg og hann skorinn á kjálka með hníf. Hann hlaut djúpan 9 sentímetra langan skurð á kjálkann. Ef skurðurinn hefði verið tæpum tveimm: sentímetrum neðar hefði hann skorið í sundur slagæð á hálsi og maðurinn hugsanlega látist. Fómarlambið þekkti árásarmenn- ina. Meiri fjölmiðlaumfjöllun Á undanfömum áram hefur færst mjög í vöxt að líkamsmeiðingar em samstundis tilkynntar til lögreglu og ekki er að sjá að fleiri hljóti of- beldisáverka samkvæmt gögnum slysadeildar. Þetta er athyglisvert og bendir til þess að fjölgun tilvika samkvæmt lögregluskýrslum komi til af því að fólk tilkynni mun frek- ar slík ofbeldisverk en áður. Hér kunna að vera ýmsar ástæð- ur og skýr- ingar að baki, svo sem að fólk sætti sig siður við of- beldi en áður. Hugs- anlega má líka að ein- hverju leyti rekja skýr- inguna til forvamar- starfs lög- reglu og enn fremur hefur meiri fjöl- miðlaum- fjöllun um ofbeldi án efa hvatt fólk frekar til að til- kynna slík brot. MEIRI HÁTTAR LÍKAMSÁRÁSIR - í Reykjavík frá 1. jan. til 1. sept. 1996 -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.