Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Qupperneq 22
22 sérstæð sakamál LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 JLlV I leit að nýjum eiginmanni Marianne Gant Adams. Harold Adams. Þegar hliðið á kvennafangelsinu í New York riki var opnað að morgni 21. desember 1979 varð Marianne Gant Adams fyrst til að ganga út um það. Hún var þrjátíu og átta ára þeg- ar hún hóf vistina þar árið 1966, en nú var hún fimmtíu og eins árs. Árin í fangelsinu höfðu hins vegar sett sín merki á hana, svo hún leit út fyrir að vera eldri en hún var. Hún virtist kvíðafull þar sem hún stóð með litla ferðatösku í hendinni, en í henni var aleiga hennar. Það glaðnaði þó yfir henni þegar ung kona gekk til hennar og sagði: „Sæl, mamma. Komdu heim með okkur. Við höfum herbergi handa þér, og þú ert velkomin." Nokkrir blaðaljósmyndarar stukku út úr bil þegar mæðgurnar fóru að tala saman, en þær höfðu hraðan á og voru komnar inn í bíl, sem tengdasonur Marianne Gant Adams sat undir stýri á, áður en þeir gátu tekið nokkrar myndir. Hugði á gott líf Fangelsisdómurinn yfir Mari- anne var refsing fyrir morðið á Harold Adams, sem hún hafði gifst árið 1948. Árið áður höföu þau kynnst í jólaboði, en þá var hún að- eins nítján ára. Henni hafði strax litist vel á Harold. Hann var mynd- arlegur og þótt hann væri tólf árum eldri en hún fannst henni það ekki koma að sök, því hann gat fært henni það sem stóð fæstum jafnöldr- um hennar til boða. Hann átti end- urskoðunarfyrirtæki í Oceanside á suðurhluta Long Island. Marianne hafði lengi verið þeirr- ar skoðunar að þegar hún gifti sig myndi’ hún velja mann sem hefði komið sér vel fyrir í lífinu. Hún ætl- aði ekki að ganga í hjónaband sem hæflst á mörgum mögrum árum. Það var henni ekki að skapi að þurfa að snúa við hverjum eyri áður en honum yrði eytt. Ástæðan til þess að Harold Ad- ams var enn ókvæntur, þrjátíu og eins árs gamall, var sú, að því er hann sagði sjálfur, að hann væri að bíða eftir að hitta þá réttu. Og það hélt hann sig hafa gert þegar hann gekk að eiga Marianne, en þar urðu honum á afdrifarík mistök. Mikil breyting Þau Marianne og Harold gengu í hjónband í mars 1948, skömmu eftir að hún varð tvítug. Fyrsta árið gekk allt vel. Unga eiginkonan naut lífs- ins, því maður hennar gat boðið henni margt. Og í febrúar 1949 eign- uðust þau dóttur, sem var skírð Pearl. Því fylgdi gleði og ánægja, en svo fóru óveðursskýin að hrannast upp. Þegar kom fram á vorið fór Mar- ianne að hafa allt á hornum sér. Ef Harold færði henni blóm voru þau ekki af þeirri tegund sem hana lang- aði í. Ef hann kom með gjöf sagði hún hann nískan af því gjöfm væri ekki nógu dýr. Þá gagnrýndi hún klæðaburð hans og hæddi hann í viðurvist annarra. Og stundum hélt hún á lofti menntun sinni, því þótt ung væri hafði hún háskólapróf í heimspeki. Hann hafði hins vegar aldrei í háskóla komið. Næstu ár einkenndust af svipuðu ástandi, en svo fór Marianne að kvarta undan því við Harold að hann væri of gamall, og jafnframt sagði hún honum að hún hefði að- eins gifst honum vegna peninganna. Þegar Marianne varð þrítug ákvað hún að flytja í eigin svefnher- bergi, og þar með var kynlífl þeirra hjóna lokið. Víðhalriiö Harold var þolinmóður og umbar hegðun konu sinnar. Hann leitaði þó til annarra kvenna eftir því sem kona hans neitaði honum nú um. Dag einn sá Marianne að ná- granni þeirra var að láta mála hús sitt. Það sem vakti mesta athygli hennar við það var ekki liturinn sem valinn hafði verið á húsið, heldur málarinn sem verkið vann. Hann var aðeins nítján ára og henni leist vel á hann. Hún gerði boð fyr- ir hann og skömmu síðar var ákveð- ið að hann skyldi mála hús þeirra Adams-hjóna. Það verk tók þó lengri tima en ætla heföi mátt, en skýringin var fyrst og fremst sú að ungi maðurinn varði álíka miklum tíma í rúmi Marianne og með pensilinn í hendi. Ungi málarinn varð hins vegar fljótlega þreyttur á Marianne og þar kom að hann hélt sína leið. En hún var ekki á því að snúa til fyrra lífs. Nokkru síðar þurfti hún að kalla á heimilislækninn, en hann reyndist þá í leyfi. í stað hans kom fertugur læknir af ítölsku bergi brotinn, Julio Luccioni. Vart hafði Marianne séð lækninn þegar hún ákvað að þar væri kom- inn maðurinn sem hún vildi giftast. Gallinn var hins vegar sá að þar eð Luccioni læknir var kaþólikki myndi hann vart ganga að eiga frá- skilda konu. Öðru máli myndi þó gegna um ekkju. Þar með var Harold Adams dauðadæmdur. Bráfið Það var í mars 1965 sem Mari- anne ákvað að láta á það reyna hvemig Luccioni lækni litist á hana. Hún gerði boð fyrir hann og þegar hann kom lá hún í rúminu í næfurþunnum náttkjól. Þegar lækn- irinn beygði sig yfir hana til þess að rannsaka hana greip hún um háls hans og kyssti hann. Luccioni brást ekki við á þann hátt sem hún hafði gert ráð fyrir. Hann reif sig lausan, tók tösku sína og sagði að hún skyldi fá sér annan lækni. Svo gekk hann á dyr. Pearl Adams. Marianne fannst sér misboðið og ákvað að hefna sin. Hún settist við skriftir og skömmu síðar sendi hún þrjú bréf þar sem hún tilkynnti þá ætlun sína að stytta sér aldur. Eitt var til lögreglunnar, annað til dótt- ur hennar og það þriðja til séra Harys Keuhne, sóknarprestsins hennar, en í því var að fmna fyrir- mæli um hvernig útför hennar skyldi fara fram. Marianne gaf þá skýringu að hún væri ólétt: „Ég á von á bami sem Luccioni læknir er faðir að. Hann vill hins vegar ekki viðurkenna það. Ég hef syndgað, en synd hans er enn meiri þar sem ég er sjúklingur hans. Ég þoli ekki að lifa við þessa skömrn." Þannig skýrði Marianne sjálfs- vígsfyrirætlun sína. Með allt annað í huga í raun var tilgangurinn með bréf- unum undirbúningur á morði. Þau áttu að sýna að hún væri ekki í and- legu jafnvægi og þannig að renna stoðum undir að hún væri ekki ábyrg gerða sinna. Marianne sendi bréfin, en tók síð- an eldhúshníf og hamar og kom fyr- ir í svefnherbergi manns síns. Síðan fór hún að elda mat, en það gerði hún enn á hverju kvöldi. Út í hann setti hún duftið úr fimm svefntöfl- um sem hún hafði mulið. Harold borðaði matinn og nokkru síðar fór hann til herbergis síns. Klukkan hálftíu, þegar Pearl var sofnuð, gekk Marianne inn til manns síns, þar sem hann lá í þung- um svefni. Hún tók hamarinn og sló hann í höfuðið með honum. Svo tók hún eldhúshnífinn og stakk hann nokkrum sinnum í brjóstið. Að því búnu hringdi Marianne í móður sína og sagði henni að hún ætlaði að stytta sér aldur. Bað hún hana að sjá um Pearl. Síðan tók Marianne sex róandi töflur og opnaði flösku af viskíi. Nokkru síðar ruddust lögreglu- þjónar inn í húsið. Þá sagði Mar- ianne: „Komið þið sælir, piltar. Ég þarf víst að játa á mig morð. Ég er ekki viss um að ég muni þetta rétt, en ég held að ég hafi drepið mann- inn minn þegar hann réðst á mig.“ Von um að sleppa Marianne hafði talið að henni yrði ekki refsað fyrir að stytta manni sínum aldur af því hún hefði verið drukkin og teldist ekki ábyrgð gerða sinna á því augnabliki sem hún framdi glæpinn. En henni varð ekki að þeirri von sinni. Móðir hennar bar að hún hefði alls ekki virst drukkin þegar hún hringdi til að tilkynna um yfirvof- andi sjálfsvíg sitt. Þá lét réttarlækn- ir í ljós þá skoðun að ölvuð kona hefði ekki getað gengið til verks á jafnnákvæman hátt og Marianne hefði gert þegar hún varð manni sínum að bana. Tilraunir sálfræðings Marianne til að koma henni til hjálpar báru lítinn árangur. Hann gat að vísu nefnt dæmi þess að taugabilað fólk undir miklum áhrifum áfengis hefði framið morð, og Marianne gæti ekki talist bera fulla ábyrgð á því sem hún hafði gert vegna þess ástands sem hún hefði verið í. Dómarinn féllst hins vegar ekki á að það ætti við í þessu máli og sagði meðal ann- ars: „Þessi kona vissi hvað hún gerði. Hún drap af ásetningi. Síðan drakk hún sig fulla í von um að sleppa undan hendi réttvísinnar. Þá laug hún af óskammfeilni upp á Luccioni lækni. Hann fór aldrei í rúmið með henni og rannsókn leiddi í ljós að hún var alls ekki ólétt.“ Þungur dómur Marianne gerði lokatilraun til að fá dóminn yfir sér mildaðan. Þá sagði hún meðal annars: „Maðurinn minn hafði ekki hug- mynd um hvað gerðist. Ég varð að drepa hann af því hann var of gam- all fyrir mig og vildi ekki veita mér frelsi. Ég vildi ekki að hann fyndi til þegar ég gerði það og þess vegna gaf ég honum svefnlyfið." Þessi yfirlýsing dugði ekki. Mar- ianne Gant Adams var dæmd til tuttugu ára fangelsisvistar, en fékk reynslulausn eftir þrettán ár vegna góðrar hegðunar. Undir lok réttarhaldanna gerðist eitt atvik, sem fékk suma til að brosa, þótt engum hefði þótt tilefni til þess fram að því. Dómarinn, Albert Oppido, spurði hina dæmdu, að bandarískum rétt- arsið, hvort hún væri gift eða ógift þegar hann lauk málinu. „Ég er ekkja," svaraði hin dæmda. „Já, fyrir eigin tilverknað," bætti dómarinn þá við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.