Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Síða 23
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 23 ðmajyy. Beint úr frystinum Úrval af ostakökum, tertum og oftlrréttum Julia Roberts hefur náö sér í nýjan kærasta og stundar gleðskap fram á morgun. Partíljónið Julia Roberts Julia Roberts, sem fræg varð fyr- ir hlutverk sitt í Pretty Woman, hef- ur breyst í gríðarlegt partíljón. Á dögunum fór hún á tónleika þar sem fyrrverandi eiginmaður henn- ar, Lyle Lovett, spilaði. I för með stjömunni var nýi kærastinn, Pat Manocchia, en hann á líkamsrækt- arstöð í New York. Eftir tónleikana héldu skötuhjúin út á lífið ásamt Lyle Lovett og nýju konunni í lífi hans, Elizabeth Vargas úr þáttun- um Good Morning America. Julia var ekki búin að fá nóg svo hún og Pat fóru inn á skemmtistað sem heitir Hogs & Heifers og fengu sér einn fyrir svefninn. Hann er frægur fyrir að þar hanga mótor- hjólaklíkur og frægt fólk. Þama skemmti Julia sér í tætlur og skellti sér upp á barborðið og dansaði til fjögur um nóttina ásamt fimm öðr- um konum. Julia tók jafnvel upp sið klúbbsins og þreif af sér brjósta- haldarann og skildi eftir haldara númer 34B sem minjagrip á bam- um. Þar fetaði hún í fótspor stjam- anna Ashley Judd, Drew Barrymore og Daryl Hannah. Ljósmyndari Post var staddur á sama stað og Julia og hann fullyrti að hún hefði kysst bar- þjóninn, (sem var kvenkyns). Vændiskonan Divine Brown reyndi að selja lögreglumanni blíðu sína. Divine Brown handtekin aftur Vændiskonan í Hollywood, Divine Brown, sem hvað mest var í fréttum vegna sambands síns við leikarann Hugh Grant, hefur verið handtekin á ný fyrir vændi. Brown var handtekin á sunnudag á Grand Hotel and Casino í Las Vegas þar sem hún reyndi að bjóða lögreglu- mönnum blíðu sína. Hún var ákærð fyrir tilraun til vændis og mótþróa við handtöku. Mörgum er í fersku minni uppþotið sem það vakti þegar Hugh Grant og Brown sáust í kyn- mökum í bíl Grants nálægt Sunset Boulevard í Los Angeles í fyrra. Gr- ant baðst á sínum tíma afsökunar á framferði sínu og það tók talsverðan tíma að gróa um heilt á milli hans og kærustunnar, Elizabeth Hurley. STAÐFESTING Á GÆÐUM! 323 Sedan Samkvæmt nýlegum skýrslum þýsku skoðunarstofunnar DEKA, sem árlega framkvæmir skoðanir og mengunarmælingar á um 7 milljónum bíla, eru bílar af MA2DA gerð í besta ástandi allra þriggja til sjö ára bíla. Þetta er enn ein staðfestingin á góðri endingu og vandaðri smíð MAZDA. ISO 9001 í Certificate MA2DA er að auki fyrsti og ennþá eini japanski bifireiðaframleiðandinn, sem veitt hefur verið ISO 9001 gæðavottun, en það er æðsta viðurkenning sem framleiðandi getur hlotið. Við bjóðum nú 1997 árgerðirnar af MAZDA með nýjum innréttingum og auknum búnaði á betra verði en nokkru sinni fyrr! MAZDA 323 kostar frá kr. 1.298 þús. BÍLASALAN OPIN LAUGARDAGA 12-16 323 F 323 Coupé - Óbilandi traust! SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK SÍMI 561 9550 Netfang:www.hugmot.is/mazda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.