Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Side 27
X> V LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 130 milljóna fjárveiting Bandaríkjamanna til að steypa Saddam fór í vaskinn: a vegum Viðleitni Bandaríkjamanna til að velta Saddam Hussein, forseta íraks, úr sessi varð fyrir meiri hátt- ar áfalli í síðustu viku. Yfirvofandi árás á borgina Arbil neyddi starfs- menn bandarísku leyniþjónustunn- ar CLA til að hörfa til Tyrklands ásamt bandarískum hermönnum. En það var ekki einsdæmi heldur í annað sinn sem njósna- og andófs- starfsemi Bandarikjamanna í írak verður fyrir áfalli í þessu ári. Þykir ljóst að langt verði í aðra tilraun til að velta Saddam en urmull öryggis- lögreglumanna hans í Norður-írak gerir andófsmönnum og njósnurum afar erfitt fyrir. Bill Clinton Bandaríkjaforsti fyr- irskipaði snemma á þessu ári að öll njósna- og andófsstarfsemi í Norð- ur-írak, sem staðið hafði yfir frá lokum Persaflóastríðsins, skyldi efld. Bar CIA að útvega andófshóp- um vopn, annast herþjálfun, og koma fyrir njósnatækjum. Á þessu ári varði CIÁ um 130 milljónum króna til þessara aðgerða sinna í írak en þær komu úr leynisjóðum forsetans. Takmarkið var að koma Saddam Hussein frá völdum. frásagna um starfsemi fylkingarinn- ar og skotnir. Samkvæmt heimildum innan bandarísku stjómsýslunnar hafði Samfylking íraka (Iraqi National Accord) sem sunnítar sfjóma, verið svikin af mönnum Saddams sem gengið höfðu í fylkinguna undir folsku flaggi. Mun CIA þá þegar hafa veitt milljónir dollara til starf- semi fylkingarinnar og annars hóps, Þjóöþings íraka (Iraqi National Congress), sem í em aðal- ega Kúrdar frá norðurhluta íraks sem hvatt hafa til andófs við Saddam í fjögur ár. Var von Banda- ríkjamanna að stuðningur við Þjóð- þing íraka gætti hjálpað til við sam- einingu Kúrda í Norður-írak. En þegcir frá leið varð ófriðurinn í Kúrdahéruðunum til þess að CIA beindi peningastreyminu frekcir að Samfylkingunni, enda voru meðlim- ir hennar frá ráðandi þjóðarbrotum í írak. Flóðu með þyrlu Áður en kom til stórsóknar Lýð- ræðisflokks Kúrda og hersveita Saddams i Norður-írak náði um 10 En í júní byrjaði smám saman að fjara undan ráðagerð Bandaríkja- manna. Sprenging í einum af höll- um Saddams kom öryggislögregl- unni á sporið um ráðabragg gegn forsetanum. Naut hún síðan aðstoð- ar íraskra stuðningsmanna Sadd- ams búsettra erlendis en þeir gengu í raðir andófsmanna og hjálpuðu til við að koma upp um þá. í kjölfarið handtók öryggislög- regla Sassams Husseins yfir 100 íraska andófsmenn og yfirmenn í íraksher. Þeir voru í tengslum við hóp manna í Jórdaníu sem aftur era á mála hjá CIA. Er talið að allir hin- ir handteknu hafi verið teknir af lífi eftir pyntingar. í blaðafréttum í Kúveit kemur fram að auk svikara í röðum andófsmanna hafi vöntun á áræðni Bandaríkjamanna gert úts- lagið í klúðrinu. Skipulagið hrynur Hinar misheppnuðu tilraunir CIA til að steypa Saddam komu fyrst fram í dagsljósið þegar hermenn Lýðræðisflokks Kúrda og her Sadd- ams réðust á horgina Arbil í Norð* ur-írak um síðustu mánaðamót. Þá hrundi skipulag andófsstarfsemi CIA í Norður-írak. Komust hersveit- ir Saddams yfir tölvur og ýmis gögn um starfsemina. í kjölfarið mátti hvarvetna sjá menn úr öryggislög- reglu Saddams á svæðinu. Fór hún hús úr húsi með lista sem fenginn var frá svikuram innan fylkingar- innar. Um 100 samfylkingarmenn vora síðan handteknir, pyntaðir til manna sveit á vegum CIA, sem stað- sett var norðan við borgina Arbil, að flýja. Var hún flutt til Tyrklands með þyrlum. Meðlimum Samfylkingarinnar var gert viðvart um yfirvofandi árás og munu hafa haft tíma til að flýja. Þeir fáu sem sluppu era enn í sjálf- heldu i fjallahéruðum íraks og kom- ast hvergi. En í Washington vilja menn ekki blanda sér frekar í málið. Og þeir vilja heldur ekki taka á sig sökina fyrir aö aðgerðir CIA gegn Saddam fóra í vaskinn. Haft er eftir háttsett- um embættismanni i Washington að ófriðurinn milli fylkinga Kúrda hefði gert útslagið. Þeir hefðu ekki getað sæst og sameinast gegn Saddam. En Bandaríkjamenn geta ekki stært sig af sérstökum árangri í bar- áttu sinni gegn Saddam. I Persaflóa- stríðinu var látið ógert að elta hann uppi og ráða hann af dögum. Geor- ge Bush, þáverandi forseti, sagði að Bandaríkjamenn yrðu bara að snúa aftur og ná í kauða innan fimm ára. Nú era liðin sex ár og Bush horfinn af sjónarsviði heimsstjómmálanna. En Saddam Hussein er við hesta- heilsu. Hryllingur harðstjómar hans heldur þjóðlífinu í helgreipum. Blóðið drýpur upp á hvem dag. Andstæðingar era pyntaðir og þeim fleygt í sýrubað og augun stungin úr bömum fanga til þess eins að þeir játi á sig upplognar sakir. Bandaríkjamenn skutu 44 eld- flaugum á írak eftir árásina á Arbil á dögunum. En eldflaugar Clintons höfðu engin áhrif. Skaðinn var óverulegur og írakar hófu endur- byggingu loftvarnabyrgja sinna. Öryggislögregla Saddams er við hvert fótmál í Norður-írak. Kúrdar sem Saddam styður ráða þar lögum og lofum. Enginn jarðvegur er fyrir andófs- né njósnastarfsemi og langt virðist í land að Saddam verði steypt af stóli. Reuter o.fl. SEPTEMBER 18. mið. Grindavík, iþróttahús Grindavikur 20. fös. Þorlókshöfn, íþróttamiðstöðin 21. lau. Akranes, íþróttahúsið 22. sun. Stokkseyri, íþróttahúsið 23. món. Sandgerði, íþróttahúsið 24. þri. Hveragerði, íþróttahúsið 25. mið. Hella, Hellubíó 26. fim. Mosfellsbær, Hlégarður 27. fös. Borgarnes, iþróttahúsið 28. lau. Blönduós, iþróttamiðstöðin 29. sun. Stykkishólmur, iþróttamiðstöðin m OKTOBER 01. þri. Vestmannaeyjar, íþróttahúsið 03. fim. Sauðórkrókur, iþróttahúsið 04. fös. Húsavik, iþróttahúsið 05. lau. Akureyri 17. fim. Útgáfa, ný plata 24. fim. Hvolsvöllur, iþróttahúsið 25. fös. Vik í Mýrdal, Félagsheimilið Leikskálar 27. sun. Höfn i Hornafirði, iþróttahús Heppuskóla 28. mán. Eskifjörður, íþróttahúsið 29. þri. Neskaupstaður, iþróttahúsið 30. mið. Egilsstaðir, iþróttahúsið 31. fim. Borgarfjörður eystri, Fjarðarborg NOVEMBER H 01. fös. Vopnaf jörður, íþróttahúsið I 02. lau. Þórshöfn, Þórsver 03. sun. Dalvik, iþróttahúsið 04. mán. Olafsf jörður, iþróttamiðstöðin 05. þri. Laugarbakki, iþróttahúsið Ekkert aldurstakmark Tónleikar hefjast kl. 21.00 öll kvöldin TONLEIKAFERÐALAG HAUSTIÐ 1996

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.