Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Page 29
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996
37
Finnur Torfi Stefánsson tónskáld gagnrýnir stjórnendur Sinfóníuhljómsveitar fslands fyrir fátíðan frumflutning:
„Ég hef litið á mig sjálfan sem svo-
lítinn ævintýramann en aldrei dottið
í hug að ég væri kvennamaður," seg-
ir Finnur Torfi Stefánsson tónskáld
aðspurður, en á námsárum sínum
varð hann þekktur fyrir að spila með
ýmsum hljómsveitum og lék meðal
annars lengi með hljómsveitinni Óð-
mönnum. Hann lærði til lögfræðings
og hugði á frama í stjómmálum en
venti kvæði sínu i kross eftir stutt
stopp á Alþingi og hóf nám í tón-
smíðum í Bandaríkjunum. Hann hef-
ur nú sest að á bænum Tungufelli í
Lundarreykjadal og smíðar tónverk.
Finnur Torfi Stefánsson er fæddur
árið 1947, sonur Gróu Margrétar
Finnsdóttur og Stefáns Gunnlaugs-
sonar. Hann ólst upp í Reykjavík
fram á unglingsár að hann fluttist til
Hafnarfjarðar. Hann er af miklum
krataættum í báðar ættir og föður-
fólkið hans og hann sjálfur hafa ver-
ið áberandi í þjóðlífinu. Hálfbræður
hans, Gunnlaugur og Guðmundur
Árni Stefánssynir, hafa setið á Al-
þingi og sjálfur sat Finnur Torfi á
þingi í eitt og hálft ár þegar Alþýðu-
flokkurinn vann stórsigur með Vil-
mund Gylfason í broddi fylkingar
árið 1978.
„Ég var alltaf mikið hjá fóðurfólk-
inu mínu í Hafnarfirði. Þó ég sé að
mestu alinn upp í Reykjavík er ég
heilmikill Hafnfirðingur líka og
gengst fúslega við því. Ég var þar
með aðra löppina alla mína æsku þó
ég ætti lengst af heima í Reykjavík,“
segir Finnur Torfi.
Finnur Torfi á fjögur börn. Elst er
Gróa Margrét, næstur er Jens Finns-
son nemi, þá Fróði, sem nú er látinn,
en yngst er Herdís Steinunn, þriggja
ára. Fróða átti Finnur Torfi með
Eddu Þórarinsdóttur leikkonu og
fyrrverandi eiginkonu sinni. Móðir
Herdísar og sambýliskona Finns
Torfa er Sigfríður Björnsdóttir kenn-
ari. Bamaböm hans em þrjú.
Ekki rjómaterta
á hverjum degi
„Þegar ég var lítill var ekki alltaf
til mikið af peningum heima en þeg-
ar fór að rætast úr þeim málum var
píanó meðal þess sem fyrst var keypt
og ég var settur til planónáms. Þegar
ég komst á táningaaldur var
grammófónninn að verða útbreiddur
og unglingahljómsveitir að koma
fram á sjónarsviðið. Til þess að vera
í takt við mína kynslóð fór ég að
spila á gítar og spila rokk. Ég gerði
það alla mína skólatið og vann fyrir
mér að verulegu leyti sjálfur með því
að spila í ýmsum rokkhljómsveit-
um,“ segir Finnur Torfi.
„Mamma er mikill tónlistarunn-
andi og ég ólst upp við það að hún
hlustaði á klassík í útvarpinu. Ég
var kallaður inn til að hlusta þegar
Tunglskinssónatan var flutt,“ segir
hann af fyrstu kynnum sínum af tón-
listinni og bætir við að Beethoven
hafi verið sinn besti vinur strax í
æsku. Hann segist samt hafa unaö
„Á seinni árum hefur oröiö æ erfiöara fyrir íslensk tónskáld aö fá hljómsveitarverk sín frumflutt og kastaði þar tólfunum eftir aö finnski stjórnandinn Osmo
Vánská tók viö stjórninni. Þá var mörkuö sú meginstefna aö flytja ekki önnur íslensk verk en þau sem þegar væru til í upptökum," segir Finnur Torfi meöal ann-
ars. DV-myndir BG
um og alls konar hugsjónir í gangi.
„Ég fékk heilmikla tónlistarlega
útrás í poppinu þó að það hafi ekki
verið háleit list. Maður þarf ekki að
borða rjómakökur á hverjum degi,“
segir hann.
Auðvelt að
velja lögfræði
Finnur Torfi lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1967 og fór þá í lögfræði í Háskólan-
um. Hann segir að það hafi verið ein-
falt val, enda hafi fóðurbróðir hans,
Árni Gunnlaugsson lögmaður, verið
sér fyrirmynd. Sér hafi fundist Ámi
skemmtilegur og vel gerður maður,
mikill hugsjónamaður og góður krati
með stórt kratahjarta.
„Áhrif hans á mig urðu til þess aö
það var auðvelt fyrir mig að velja
lögfræði með það fyrir augum að
fara út í stjómmál," útskýrir hann.
- En kom aldrei til greina að fara
í tónlistina?
„Það reyndi aldrei á það. Ef ég
hefði verið spurður um það hvað
mér þætti skemmtilegt hefði ég nefnt
tónlistina en hugsunarhátturinn var
ekki svoleiöis. Manni var ætlað að
standa á eigin fótum og spjara sig í
lífinu og það gerði maður í einhverju
praktísku," segir hann.
Hélt með United
Finnur Torfi lauk lögfræðinni á
fimm árum og skellti sér svo til Eng-
lands þar sem hann gat fylgst með
liðinu sínu, Manchester United, á
vellinum, auk lpess sem hann spilaði
fótbolta í skólanum. í Manchester
lauk hann framhaldsnámi í stjóm-
málafræði. Á þeim tíma var hann bú-
inn að fá mikinn áhuga á siglingum
og orðinn íslandsmeistari í þeirri
grein. í Englandi hélt hann áfram í
siglingunum og keypti sér seglbát.
„Ég notaði hann til að sigla um
strendur Englands en mér er eftir-
minnilegast þegar ég sigldi með vini
mínum, Gunnari Hilmarssyni, á
pínulitlum seglbát frá íslandi til
Skotlands, um Vestmannaeyjar og
Færeyjar. Það var mikil vosferð. Ut-
anborðsmótorinn datt í sjóinn, stýrið
brotnaði af og það gekk á ýmsu.
Þetta var alveg ómetanlega skemmti-
leg reisa sem ég gleymi seint.“
Hugsjónakrati
Eftir heimkomuna frá Englandi
vann Finnur Torfi um tíma hjá
tryggingafélagi og fór svo að þreifa
fyrir sér í bæjarmálapólitíkinni í
Hafnarfirði, enda hafði hann verið í
unghreyfingunni og stúdentapólitík-
inni í Háskólanum á sinum tíma.
Hann hafði alla tíð verið í Alþýðu-
flokknum, í upphafi óspurður, og lík-
að það vel, enda verið litið á þetta
sem spumingu um að vera með
hjartað á réttum stað.
Finnur Torfi segist hafa verið mik-
ill hugsjónakrati og legið í öllum
fræðiritum um pólitík. Auðvitað hafi
Alþýðubandalagið togað í sig eins og
fleiri róttæka unga menn en sér hafi
alltaf fundist við nánari skoðun Al-
þýðubandalagið íhaldssamur og
þröngsýnn flokkur.
„Þeir voru ekki sósíalistar og ekki
einu sinni almennilegir marxistar.
Mér fannst þeir þjóðemissinnaðir og
íhaldssamir - ekki róttækir fram-
farasinnar eins og mér fannst kratar
miklu frekar vera. Ég var i aðalatrið-
um sáttur við að vera í Alþýðu-
flokknum. Mér fannst hann vera
réttur farvegur fyrir róttækan mann
sem vildi framfarir í landinu og
vinna alþýðunni gagn.“
Nýkominn frá námi segist Finnur
Torfi hafa verið rómantískur í anda,
bjartsýnn og hlakkað til að taka þátt
í pólitikinni en kynnst fljótt hinum
dekkri hliðum stjómmálanna sem
hann hafi þekkt af bókum en ekki af
eigin raun fyrr en prófkjör hafi ver-
ið haldið í Hafnarfirði. Kratar áttu
tvo örugg sæti af fimm í bæjarstjóm
á þessum tíma.
„Af einhverjum furðulegum ástæð-
um náði ég öðru sæti í prófkjörinu.
Mörgum eldri mönnum í flokknum
fannst ótækt að láta svo ungan strák
strax inn í bæjarstjóm. Eftir mikinn
undirróður endaði þetta með því að
mér var bolað niður um eitt sæti.
Það var verið að bijóta á mér leik-
reglur og mér fannst það svindl þá
en erfi það ekki nú,“ segir hann.
Eftir eitt kjörtímabil sem varabæj-
arfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnar-
firði fluttu þau Edda til Reykjavíkur
þar sem Finnur Torfi opnaði lög-
fræöistofu. Urti svipað leyti urðu
miklar breytingar í fjölmiðlun á ís-
landi með frjálsari og óheftari fjöl-
miðlum. Stjórnmálaumræðan varð
sér vel í poppinu líka.
„Það var mikill metnaður i popp-
inu líka, menn völdust saman eftir
getu og það myndaðist oft
skemmtilegt samspil. Allt var
svo frjálst og menn léku sér
óbundnir af nótum. Það var
skemmtileg upplifun," segir
Finnur Torfi og kveðst
ekkert skammast
sín fyrir popp-
ið. Andinn
hafi verið
góður á
hippa-
tím-
an-
opnari og Vilmundur Gylfason kom
fram á sjónarsviðið. Mikil og
skemmtileg umræða og umrót áttu
sér stað í þjóðmálum.
„Krataflokknum hefur tekist að
vera ferskur, gagnrýninn og fram-
sækinn - boðberi nýrra tíma allt frá
þessum árum. í sögu þessarar aldar
hefur það alltaf verið krataflokkur-
inn sem hefur knúið á um breyting-
ar sem hinir flokkamir samþykkja
tíu árum síðar. Að þessu leyti er ég
ákaflega sáttur við Alþýðuflokkinn
og nokkuð sama hvort hann er stór
eða lítill. Hann þarf ekki að vera stór
til að gegna þessu hlutverki,“ segir
tónskáldið.
Fyrir alþingiskosningarnar 1978
vantaði Alþýðuflokkinn frambjóð-
anda í efsta sæti á Norðurlandi
vestra sem var erfitt kjördæmi fyrir
flokkinn. Jón Þorsteinsson hafði
haldið sér á þingi í uppbótarþing-
sæti, enda skemmtilegur og sjarmer-
andi frambjóðandi sem fékk fleiri at-
kvæði í kjördæminu en flokkurinn
átti, að sögn Finns Torfa. Finnur
Torfi skellti sér í framboð og flokkur-
inn vann stórsigur í kosningunum,
fékk 14 þingmenn. Vinstri stjórn
gekk illa, meðal annars vegna tog-
streitu milli manna í þingflokki Al-
þýðuflokksins. Á endanum sprengdi
flokkurinn stjórnina.
„Þetta var skýrt skólabókardæmi
um pólitískt sjálfsmorð, kratarnir
fómuðu sjálfir sínum stóra sigri. Það
var heldur óskemmtilegt," segir
Finnur Torfi. í næstu kosningum
tapaði flokkurinn stórt og Finnur
Torfi datt út af þingi. Þá segist hann,
rúmlega þrítugur maðurinn, hafa
staðið á tímamótum; í fyrsta sinn á
ævinni hafi hann þurft að velta fyrir
sér hvað hann hygðist gera þegar
hann væri „orðinn stór“. Allt sem
hann hafði gert fram að þessu hafði
komið eins og af sjálfu sér.
Finnur Torfi varð embættismaður
í dómsmálaráðuneytinu og gegndi
starfi umboðsfulltrúa almennings í
tvö ár en það starf var vísir að emb-
ætti umboðsmanns Alþingis. 1 dóms-
málaráðuneytinu ákvað hann að fara
í tónlistina. Hann segist hafa átt
henni skuld að gjalda. Hann settist
því á bekk í tónlistarskóla i Reykja-
vík og fór að því loknu í framhalds-
nám til Bandaríkjanna. Jafnhliða
náminu hér heima starfaði hann sem
lögfræðingur FÍH.
mér og buðu mér upp á kvöldverð,
danskan mat, og svo var ég drifinn
til hvílu í afhýsi og svaf þar til morg-
uns. Þegar ég ætlaði að fara út úr
húsinu og leita morgunverðar þá
komst ég ekki út. Þá hafði skollið á
iðulaus stórhríð um nóttina og húsið
fennt í kaf. Fyrir rest komst ég út um
glugga og gat farið inn í aðalhúsið.
Þessi hríð stóð í viku,“ segir hann.
„Þegar henni slotaði fórum við út
á flugvöll og þá sást rétt aðeins í stél-
ljósið á vélinni minni, hún var öll
komin í kaf. Danimir áttu allar græj-
kláraði þar mastersnám. Hann var
kominn vel á veg með doktorsnám og
farinn að hugsa til heimferðar. Þegar
Fróði fékk krabbamein flutti hann
heim og mikiö erfiðleikatímabil byrj-
aði.
„Menn gerðu sér fyrst góðar vonir
um að það mætti lækna Fróða. Hann
var sendur í stranga læknismeðferð,
henni lauk og ekki var annað að sjá
en að allt krabbamein væri horfið.
Síðan leið töluverður tími. Maður
hélt að Fróði væri sloppinn og var
eiginlega hættur að hafa miklar
að þau Edda hafi staðið saman eins
og klettur um Fróða og þau hafi allt-
af verið mjög góðir vinir og séu enn
þann dag í dag. Eftir fjögurra ára
samband flutti svo Sigfríður með
Herdísi, dóttur þeirra Finns Torfa,
að Tungufelli og þar ætla þau að búa.
Tónlistin er
honum hugleikin
Tónlistin er Finni Torfa afar hug-
leikin og sömuleiðis skilyrði tónlist-
Finnur Torfi ásamt sambýliskonu sinni, Sigfriöi Björnsdóttur, og yngsta barni sínu af fjórum, Herdísi Steinunni, þriggja
ára. Þau búa á jörðinni Tungufelli í Lundarreykjadal.
Flaug þvert
yfir Bandaríkin
í dómsmálaráðuneytinu var Finn-
ur Torfi kominn með flugdellu og at-
vinnuflugmannspróf. Hann keypti
flugvél í Louisiana, tók sér mánaðar-
frí um hávetur og flaug vélinni þvert
yfir Bandaríkin til Kanada og norður
á Baffinsland til Frobisher Bay. Það-
an fór hann yfir hafið til Grænlands
og yfir hájökulinn til Kulusuk og síð-
an heim. Á leiðinni stoppaði hann á
ýmsum stöðum og átti meðal annars
eftirminnilega dvöl í Kulusuk.
„í Kulusuk tóku danskir menn,
sem höfðu þar stasjón, vel á móti
ur til að moka af vellinum og ég
komst klakklaust heim,“ bætir hann
við og telur að félagar sínir í Stjórn-
arráðinu hafi talið sig hálfgeggjaðan
að leggja í þessa ferð og það hafi lík-
lega verið rétt hjá þeim.
Batavonir brugðust
Eftir tveggja ára störf í ráðuneyt-
inu fór Finnur Torfi í tónlistamám
og fann að tónlistin átti vel við hann.
Hann fór því með fjölskyldu sína til
framhaldsnáms í Kaliforníu og
áhyggjur en þá kom krabbameiniö
upp aftur. Þá hófst stríðið aftur sem
endaði með því að hann dó.“
Margt var að gerast í fjölskyldunni
á þessum tíma. Sama dag og Fróði
var jarðaöur sagði Guðmundur Ámi
af sér sem heilbrigðisráðherra eftir
mikla orrahrið.
Fljótlega eftir heimkomuna frá
Bandaríkjunum keypti Finnur Torfi
jörðina Tungufell í Lundarreykjadal
til að geta helgað sig tónsmíðum í
friði og ró og þar hefur hann búið eft-
ir skilnað þeirra Eddu. Hann segir
armanna og tónskálda til að sinna
hugðarefni sínu. Hann viðurkennir
að það sé erfitt að hafa lifibrauð af
tónlistinni. Tónskáld geti ekki gert
sér miklar vonir um fé eða frama.
Steinn Steinarr hafi sagt að listin
borgaðist í öfugu hlutfalli við gildi
sitt og það sé í meginatriðum rétt.
„Það tekur oftast langan tíma fyr-
ir gott verk að sanna gildi sitt. Þeir
sem starfa við alvarlega tónlist verða
að sætta sig við að semja og vinna;
leggja mikið á sig án þess að eiga von
á umbun,“ segir hann.
Finnur Torfi telur að það sé mjög
mikilvægt fyrir íslendinga að geta
lifað í samfélagi þar sem á sér stað
fjölskrúðugt menningarlíf og allir
geta fúndið eitthvað við sitt hæfi.
Það besta sem hann geti gert til að
stuöla að því sé að semja tónlist. Það
sé gott starf og hann uni sér vel við
það. Hann gagnrýnir hart stjómend-
ur Sinfóníuhljómsveitar íslands fyrir
laklegt framlag til íslenskrar tónlist-
ar, einkum hvað varöar fmmflutn-
ing nýrra verka.
Ný verk flutt í
undantekningartilvikum
„Sú var reglan á árum áður,“ seg-
ir hann, „að hljómsveitin reyndi að
flytja öll ný íslensk verk einu sinni
svo að þau mættu heyrast. Menn
gátu eftir það tekið afstöðu til þess
hvort ástæða væri til að flytja verkin
aftur eða ekki. Á seinni árum hefur
orðið æ erfiðara fyrir íslensk tón-
skáld að fá hljómsveitarverk sín
frumflutt og kastaði þar tólfunum
eftir að finnski stjórnandinn Osmo
Vanská tók við stjórninni. Þá var
mörkuð sú meginstefna að flytja ekki
önnur íslensk verk en þau sem þegar
væru til í upptökum eða, með öðram
orðum, að frumflytja ekki ný íslensk
verk nema í undantekningartilvik-
um,“ segir hann.
Finmn- Torfi bendir á að þetta losi
hljómsveitarstjórann undan því að
læra ný verk eftir nótunum. Hann
getur í staðinn lært þau eftir upptök-
unum sem sé mikill vinnuspamaður
fyrir flesta hljómsveitarstjóra. Þessi
stefna hljómsveitarinnar er í fullu
gildi í dag,“ segir Finnur Torfi. „Af-
leiðing hennar er sú að framflutning-
ur nýrra íslenskra hljómsveitar-
verka hefur nánast stöðvast."
Hann segist vita um mörg verk
kollega sinna sem aldrei hafi heyrst
af þessum sökum og eiga nokkur
sjálfur. Tónskáld hafi samt lítið látið
í sér heyra af ótta við að vera útilok-
uð frá frekari flutningi hjá hljóm-
sveitinni, sem sé alvarlegt mál fyrir
tónskáldin því þau eiga ekki í önnur
hús að venda hérlendis.
Ósanngirni
í dómum
Finnur Torfi segir augljóslega
ósannaarnt að dæma íslensk tón-
verk vond eða misheppnuð áður en
þau hafa heyrst, auk þess sem frá-
leitt sé að láta örlög þeirra ráðast af
smekk eins manns, útlends hljóm-
sveitarstjóra sem engra hagsmuna
hafi að gæta af flutningi þeirra held-
ur þvert á móti aðeins ómak. Finnur
Torfi segist þeirrar skoðunar að
stefna Sinfóníuhljómsveitarinnar
hafi í rauninni ekkert meö góða eða
vonda tónlist að gera heldur það eitt
að losa hljómsveitarstjórann undan
vinnu sem hann hefur ekki áhuga á
en alls staðar annars staðar væri tal-
in eðlilegur og sjálfsagður hluti
starfs hans.
„Það er sorglegt að horfa upp á
þetta gerast hér,“ segir Finnur Torfi.
Finnur Torfi hefur prófaö margt í lífinu: skútusiglingar milli Islands og Bretlands og flogiö þvert yfir Bandaríkin og yfir Grænlandsjökul til Islands og nú er hann meö hesta á jörö sinni. Hann játar aö
hafa litiö á sig sem ævintýramann en aöspuröur segist hann aldrei hafa taliö sig mikinn kvennamann.