Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1996, Side 50
« kvikmyndir Háskólabíó/Sam-bíóin - Stormur: *** Náttúruhamfarir af stærstu gerð Það hefur háð flestum stór- myndum sumarsins hversu inni- haldslitlar þær hafa verið. Þau andlausu handrit sem notast hefur verið við hafa þó ekki náð að skemma fyrir. Kraftmiklir leik- stjórar ásamt úrvals tæknimönn- um, sem hafa verið ósparir á að sýna undraheim tækninnar, hafa boðið upp á mikla og góða skemmtun og er Stormur (Twister) engin undantekning. Stormur er enn ein rússíbana- ferð um ógnvekjandi hættusvæði og nú eru það sléttur miðvestur- ríkja Bandaríkjanna sem eru sögusvið, en þar eru fæðingarstaðir hinna miklu hvirfilbylja sem við íslendingar þekkjum sem betur fer aðeins af afspurn. Það er greinilegt að leikstjórinn Jan De Bont og lið hans kemur vel undirbúið til leiks. Áður en tökur hófust var búið að mynda nokkra alvöru hvirfilbylji og svo var það verk tæknideildar að magna þá upp og það tekst þeirri deild af mikilli snilld svo úr verður skemmtileg og hröð kvikmynd sem býður upp á hvirfilbylji sem mun- ar ekkert um að gjöreyða því svæði sem þeir fara yfir og á loft tekst allt sem fyrir verður, meðal annars þungir flutningabílar. Vandamálið er að mjög erfitt að búa til innihaldríka sögu um hvirf- ilbylji, sögu sem fyrst og fremst á að skemmta fólki en ekki segja frá þeim hörmungum sem hvirfilbyljir hafa valdið í áranna rás og meira að segja spennusagnarithöfundurinn Michael Crichton á í erfiðleik- um, en hann er annar handritshöfunda. Sagan um hóp vísinda- og ævintýramanna sem reynir hvað hann getur til að koma nýju tæki inn í miðjan hvirfilbyl, tæki sem á að geta sagt vísindamönnum eitthvað um þessi dularfullu fyrirbrigði, er alls ekki svo vitlaus þótt persónurnar séu misvel heppnaðar. Bill Paxton og Helen Hunt eru þeir leikarar sem komast best frá sínum persónum enda mest lagt í þær og er leikur þeirra með ágætum. Það sem fer með sögxma og gerir hana eins og teiknimyndasögu er að bætt er inn óvinaflokki á flottum svörtum bílum, bara að því er virðist til að koma vondu köUunum að í myndina. Þetta er algjör óþarfi, hvirfilbylj- - imir í umsjón tæknideUdarinnar sjá alveg um að halda magnþrung- inni spennu út aUa myndina og gera Storminn að virkUega góðri skemmtun. Lelkstjóri: Jan De Bont. Handrit: Michael Crichton og Anne-Marie Martln. Kvlk- myndataka: Jack N. Green. Tónlist: Mark Manclna. Aðalleikarar: Helen Hunt, Bill Paxton, Jaml Gertz og Cary Elwes. Hilmar Karlsson Háskólabíó - Jerúsalem: irkiri, Ýmsar myndir ástarinnar Danski kvikmyndastjórinn BiUe August er áreiðanlega fremstur þeirra leikstjóra sem nú starfa á Norðurlöndum. Það er því mikiU fengur að nýjasta kvikmyndin hans, Jerúsalem, skuli vera frum- sýnd hér samtímis og annars stað- ar á Norðurlöndum. Eins og ýmsar fyrri myndir Augusts er Jerúsalem umfangsmikil í bæði tíma og rúmi, og ákaflega löng í þokkabót, en hún hefur samt yfir sér þetta svipmót „lítiUa“ mynda þar sem persónum- ar eru í öndvegi, þótt „stórmynda- takta“ megi finna hér og hvar. í Jerúsalem er Bille August að fjaUa um ástina i ýmsum myndum. Ástina miUi manns og konu, ástina á guði og meinta ást guðs á mönn- unum, og ást mannsins á landinu sínu og átthögum, hvernig þetta tvinnast allt saman og hefúr áhrif hvað á annað. Myndin gerist í litlu samfélagi í norðanverðri Svíþjóð á ofanverðri 19. öld, þar sem hefðbudinni trúarró er fyrst raskað af hópi íbúanna sem vflja reisa bænahús tfl að boða hina réttu trú og síðar af harð- línutrúboðanum HeUgum sem boðar mönnum að flytja til landsins helga tU að vera sem næst guði. Drjúgur hluti byggðarlagsins hlýðir kallinu og leggur upp í langferð, þar á meðal hin unga og fagra Ger- trud sem flýr á náðir Jesú vegna þess að maðurinn sem hún elskar og sem elskar hana ákveður að giftast annarri tU að forða frá því að ættaróðalið lendi í höndum ókunnugra. BUle August dregur upp einkar sannfærandi mynd af litia samfé- laginu og þeirri hörðu lifsbaráttu og innri baráttu sem þar fer fram og kallar fram á sjónarsviðið mikinn fjölda persóna, hverja með sína sögu og í mörgum tilfellum djöful að draga. Hann sýnir okkur, svo ekki verður um viUst, að grasið er ekki aUtaf grænna handan við hæðina og varar okkur við hvers konar fanatík. Jerúsalem er afskaplega vönduð mynd í aUa staði. Handrit leik- stjórans, eftir sögu Selmu Lagerlöf, er vel skrifað og oft á tíðum frá- bærlega flutt af leikarahópnum og kvikmyndatakan er hrein veisla fyrir augað. Og þótt myndin sé tæpir þrír tímar, finnur maður varla fyrir því. Jerúsalem er mynd sem enginn má missa af. Lelkstjóri: Bllle August. Handrit: Bllle August, eftir skáldsögu Selmu Lagerióf. Kvik- myndataka: Jörgen Persson. Lelkendur: Ulf Friberg, Maria Bonnevie, Pernilla August, Max von Sydow, Olympia Dukakls, Relne Brynolfsson, Sven-Bertil Taube, Jan Mybrand, BJöm Granath. Guðlaugur Bergmundsson Jean-Claude Van Damme í hlutverki Chris Dubois í The Quest en hann leikstýrir einnig myndinni. The Quest í Laugarásbíói: Van Damme í mikl- um látum í Tíbet Jean-Claude Van Damme hefur verið á uppleið í Hollywood og telst ekki lengur til b-mynda leikara. Sið- ustu myndir hans hafa náð nokkrum vinsældum og nú hefur hann fært sig upp á skaftið og bæöi leikur og leikstýrir The Quest, sem Laugarásbíó frumsýndi í gær. í myndinni leikur hann Chris Dubo- is, hugmyndaríkan sakamann, sem í byrjun myndar er á flótta undan lögreglunni í New York á þriðja áratug aldarinnar. Honum er rænt af byssusmyglurum þegar hann verður vitni að verknaði þeirra og færður í skip sem er á leið til Taílands. Á leiðinni bjarga sjóræn- ingjar honum úr klóm smyglaranna en ekki tekur betra við þegar sjó- ræningjarnir komast að því að hann kann ýmislegt fyrir sér í slagsmálum. Hann er seldur sem boxari og liggur leið hans til Tíbets þar sem hann á að taka þátt í mik- illi slagsmálakeppni þar sem verð- launin eru hinn eftirsótti Gulldreki. Jean-Claude Van Damme á einnig hugmyndina að sögunni og segir að hann sé að láta bemsku- drauma rætast. „Þegar ég var bam var ég alveg vitlaus i Tinna sögum- ar og var mjög hrifinn af ævintýr- um hans sem leiddu hann út um all- an heim. The Quest er í anda þess- ara sagna, enda er ferðast um hálf- an heiminn í myndinni." Um þá ákvörðun sína að leikstýra mynd- inni segir Van Damme: „Það var annað hvort að gera það núna eða sleppa því alveg. Síðustu myndir mínar höfðu gengið ágætlega og meðan ég er enn ungur finnst mér sjálfsagt að reyna eitthvað nýtt og þar sem The Quest er mjög persónuleg þá var að hrökkva eða stökkva.“ Aðalmótleikari Van Damme er Roger Moore sem leikur breskan fyrrverandi liðsforingja sem hefur gerst sjóræn- ingi. Hann bjargar Dubois úr klónum á smyglurunum en selur hann svo til baka til manns sem vill nota hann í slagsmálakeppn- ina. Aðrir leikarar eru James Remar, Janet Gunn og Jack McGee. Saga Jean-Claude Van Damme er ævin- týri líkust. Hann fædd- ist í smábæ í Belgíu fyr- ir 35 árum og var skírð- ur Jean-Claude Van Varensberg. Meðan hann var enn bam höfðu foreldrar hans áhyggjur af honum vegna þess hversu róleg- ur hann var og talaði lítið. Auk þess var hann lítill og grannur, notaði gleraugu og var að eigin sögn eins og blýantur í laginu. Breyting varð á honum þegar hann komst í kynni við karate. Hann tók fljótt æfingarnar mjög al- varlega og grannur skrokkurinn breyttist í stæltan líkama. Auk þess að æfa karate stíft stundaði hann ballett og má segja að það hafi ver- ið ballettinn sem hjálpaði honum að ná upp þeirri tækni sem gerði hann að yfirburðamanni í íþrótt sinni. Um tíma keppti hann í karate, dans- aði með ballettflokki og tók þátt í líkamsræktar- keppnum. Draumur Van Damme var alltaf að leika í kvik- myndum og þar var stórt hugsað því honum datt ekki í hug að reyna sig í kvikmyndabrans- anum á heimaslóð- um heldur tók stefnuna beint á Hollywood. Tæk- ifærin létu þó bíða eftir sér en hann beið rólegur og tók að sér alls konar vinnu, vann meðal annars sem leigu- bílstjóri, þjónn og dyravörður, auk þess sem hann kenndi karate. Sagan segir að eitt skipti hafi framleiðandinn, Menahem Golan, sem er þekktur hasarmyndafram- leiðandi, átt leið í klúbb þar sem Van Damme var dyravörður og sá hann tuska til ólátabelgi fyrir utan staðinn. Golan sá í Van Damme eitt- hvað sem aðrir höfðu ekki tekið eft- ir og bauð honum strax aðalhlut- verkið í myndinni Bloodsport sem hann var að byrja á. Þá hafði Varenberg þegar breytt eftimaíhi sínu í Damme sem honum fannst hljóma betur. Bloodsport kostaði ekki mikla peninga en hún varð aftur á móti geysivinsæl og hjólin byrjuðu að snúast Van Damme í vil og þau snú- ast enn. -HK Roger Moore leikur fyrrum breskan liðsforingja sem orðinn er sjóræningi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.