Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Síða 4
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 JL>V
4 fréttir
Þingmenn, ráðherrar og fleiri tala um hófsemi í kröfugerð verkalýðsfélaganna:
Þessir menn eru í öðrum
heimi og öðrum veruleika
- segir Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar í Eyjafirði
DV, Akureyri:
„Mér finnst mjög alvarlegt þegar
menn sem þegið hafa aðrar eins
launahækkanir og þingmenn og
fleiri embættismenn hafa gert und-
anfarin misseri tala gegn þvi að lág-
launafólkið fái einhverja launa-
hækkanir. Launahækkanir þing-
manna og embættismannanna einar
og sér voru hærri en heildarlaun
láglaunafólksins, og það er í raun-
inni alveg ótrúlegt að þessir menn
skuli tala gegn launahækkunum
þeirra lægst launuðu, alveg ótrú-
legt,“ segir Björn Snæbjörnsson,
formaður Verkalýðsfélagsins Ein-
ingar í Eyjafirði.
Bjöm segist ekki eiga við að þing-
mennimir hafi ekki verðskuldað
Gosið í Vatnajökli:
Sextíu Hollend-
ingar á leiðinni
DV, HoUandi:
MikUl áhugi er á meöal HoUend-
inga um að koma til íslands vegna
eldgossins í Vatnajökli og yfirvof-
andi Skeiöarárhlaups. Að sögn
starfsmanna á feröaskrifstofunni
Askja Reizen, Island Tours og Flug-
leiðum í Amsterdam, sem selja ferð-
ir til íslands, hefur fjöldi fólks
hringt undanfama daga og spurt
um ferðir til eldfjallaeyjunnar í
norðri.
Þannig hefur Askja Reizen þegar
undirbúið fyrstu ferðina sem alls 60
manns eru skráðir í. Eftir að ríkis-
stjórn íslands lýsti yflr neyðar-
ástandi á svæðinu komst eldgosið
fyrst í fréttirnar og í gær var greint
ítarlega frá því í útvarpi og myndir
sýndar í hollenskum sjónvarps-
stöðvum. -EE/bjb
^ Eldgosið í Vatnajökli:
Útsýnisflugið
þykir heldur dýrt
- Flugleiðir greina ekki áhuga erlendis
DV, Akureyri:
„Við höfum ekki fengið neinar
fyrirspumir erlendis frá eða pant-
anir sem rekja má beint til gossins í
Vatnajökli. Þó vitum við um áhuga
erlendis, sérstaklega ef gosið færist
í aukana og þetta verður allt stærra
í sniðum," segir Edda Hannesdóttir
í upplýsingadeild Flugleiða um fyr-
irspurnir erlendis frá vegna gossins
í Vatnajökli.
A.m.k. þrjú flugfélög innanlands
bjóða ypp á útsýnisflug yfir goss-
töðvamar. Hjá íslandsflugi sagði
Sveinn Ingvarsson að vart hefði orð-
ið við mikinn áhuga. Mörgum
finnst hins vegar dýrt að fara í
svona flug, það kostar 9.800 krónur
enda segir Sveinn að um langt flug
sé að ræða en ferðin taki rúmar
tvær klukkustundir. „Við erum
búnir að fljúga með um 50 manns og
eflaust eykst þetta um helgina. Það
stendur t.d. til að fara með um 20
varnarliðsmenn og ef Skeiðarár-
hlaupið fer af stað eykst almennur
áhugi eflaust," sagöi Sveinn.
Hjá Flugfélaginu Jórvik í Reykja-
vík sagði Rögnvaldur Hilmarsson
að mikið væri spurst fyrir um ferð-
ir, en þær kosta 9.800 krónur eins og
hjá íslandsflugi. „Þetta er 2 tíma
flug á tveggja hreyfla vélum og við
fljúgum í 10-15 mínútur yfir goss-
töðvunum,“ sagði Rögnvaldur.
Hjá Flugfélagi Norðurlands sagði
Ari Fossdal að ekki hefðu verið sett-
ar upp sérstakar ferðir, en þar á bæ
væra menn tilbúnir að fljúga með
fólk ef fyrir lægi að hægt væri að
fylla 9-sæta vélar. Þá myndi farið
kosta um 6.700 krónur á mann og
yrði flogið í um 30 mínútur yfir gos-
stöövunum.
-gk
launahækkun: „En þeir geta ekki
tekið þetta til sín og sagt um leið að
aðrir geti ekki fengið hækkanir á
sínum launum því þá fari allt yfir
um í þjóðfélaginu. Þetta sýnir ekk-
ert annaö en að þessir menn era í
öðrum heimi og öðrum veruleika.
Fólk man hins vegar eftir þeim upp-
ákomum sem urðu þegar verið var
að skammta þingmönnunum launa-
hækkanimar og láglaunafólkið er
reitt og sárt yfir því hvernig þessir
menn tala núna.
Þetta er reyndar ekkert nýtt, það
upphefst alltaf sami söngurinn þeg-
ar samningar láglaunafólksins eru
að renna út, að nú þurfi að stilla
kröfum í hóf og fleira þess háttar til
að landið sporðreisist ekki. Það er
ekki langt síðan forsætisráðherra
lýsti því yfir að nú væri lag til að
lagfæra launin, en nú á sem sagt að
gæta hófsemi. Það er spuming í
hverju sú hófsemi felst hjá þeim
sem eru meö 50-55 þúsund krónur á
mánuði. Ég held aö menn ættu að
horfa á krónumar í þessu samhengi
en ekki einhverjar prósentur," segir
Bjöm Snæbjömsson.
Lítiö er um fyrirspurnir erlendis frá vegna gossins ( Vatnajökli. A.m.k. þrjú flugfélög innanlands bjóöa ypp á útsýn-
isflug yfir gosstöövarnar. Hjá íslandsflugi sagöi Sveinn Ingvarsson aö vart heföi oröiö viö mikinn áhuga. Mörgum
finnst hins vegar dýrt aö fara í svona flug. Hér má sjá mökkinn sem viröist ekki stuöla að auknum ferðamanna- l
straumi enn sem komið er. DV-mynd Brynjar Gauti
Nefskattur vegna snjóflóðavarna:
Sjálfsagt aö ríkiö
greiði að fullu
- segir Smári Geirsson á Neskaupstað
Samherjaskipin:
Ekki í Smuguna
að svo stöddu
DV, Neskaupstað:
„Sveitarstjómarmenn, sem búa á
snjóflóðahættusvæöum, hafa rætt
sín á milli um þessi mál og eftir því
sem maður hugsar meira um þá
hugmynd að snjóflóðavarnir séu
kostaðar af ríkinu að öllu leyti þá
verður ljóst að sú leið er sjálfsögð,“
sagði Smári Geirsson, forseti bæjar-
stjómar Neskaupstaðar, vegna um-
mæla Kristjáns Þór Júlíussonar,
bæjarstjóra á ísaflrði, varðandi þátt-
töku allra landsmanna í kostnaði
vegna snjóflóðavarnarmannvirkja.
„Það er staðreynd að margvísleg-
um verkefnum, sem snerta öryggi
landsmanna allra eða hluta þeirra,
er sinnt af ríkisvaldinu og það er í
sjálfu sér ekkert eðlilegt að kostnað-
ur vegna snjóflóðavama sé borinn í
meira mæli af íbúum þeirra sveitar-
félaga sem búa við snjóflóðahættu
en öörum landsmönnum. Mín niö-
urstaða er mjög ótvíræð. Það er eðli-
legt að samfélagið í heild sinni eða
ríkisvaldið beri allan kostnað við
Smári Geirsson Neskaupstaö.
uppbyggingu snjóflóðavarnamann-
virkja," sagði Smári ennfremur.
-SJG
DV, Akureyri:
„Það er ekkert skip frá okkur í
Smugunni og stendur ekki til að
senda þangað skip að svo stöddu,
a.m.k. ekki á meðan aflabrögð
breytast ekki þar,“ segir Þorsteinn
Már Baldvinsson, framkvæmda-
stjóri útgerðarfyrirtækisins Sam-
herja á Akureyri.
Samherji sendi tvö skip í Smug-
una í haust og vora þau þar í 3-4
vikur en árangur var lítill. Skipin
vora því kölluð heim og sem fyrr
segir áforma Samherjamenn ekki að
senda skip í Smuguna að nýju nema
breyting verði á aflabrögðum þar.
-gk
Leiörétting
Rangt var farið með nafn leik-
stjóra nýrrar sýningar Kafíileik- .
hússins, Spánskra kvölda, í F)ör- I
kálfinum i gær. Rétt er að Þórann
Sigurðardóttir leikstýrir sýning-
unni, en Ása (ekki Ásta) Richards-
dóttir er framkvæmdastjóri Kaffi-
leikhússins. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.