Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Page 8
8 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 Meintur heili á bak við Palmemorðið sagður hafa gist í Stokkhólmi sjálfa morðnóttina: I gestaíbúð lögreglunnar skammt frá morðstaðnum Anthony White, meintur morðingi Olofs Palme og fyrrum atvinnumorðingi í Ródesíu, harðneitar öllum sakargiftum. Símamynd Reuter „Hvers vegna hafa Svíamir ekki fengið vit- neskju um þetta? Af hverju? Ég skil þetta ekki. Það er eitt og hálft ár síðan ég greindi frá því að Suður-Afríka hefði staðið á bak við morðið á Olof Palme.“ Þetta segir Dirk Coetzee, fyrrum yflrmaður dauðasveita suður- afrísku lögreglunnar, í viðtali við blaðamann sænska dagblaðsins Dagens Nyheter. Coetzee segir viðtalið við sig fyrir einu og hálfu ári hafa verið tekið upp á myndband. Sænski heimildakvikmyndagerðarmaður- inn Boris Ersson viðurkennir að hafa rætt við Coetzee um morðið á Palme, fyrrum forsætis- ráðherra Svíþjóðar. Hann kveðst hafa látið Fréttaljós á laugardegi sænsku rannsóknarlögregluna fá allar upplýs- ingar að undanskildu einu lykilatriði sem hann er nýbúinn að segja lögreglunni frá. Möguleg tengsl suður-afrískra yfirvalda hafa reyndar alltaf verið inni í myndinni við rannsókn sænsku lögreglunnar á morðinu á Palme sem var framið 1986. Palme var svarinn andstæðingur stjómar hvitra manna sem þá var við völd í Suöur-Afríku. En menn hafa aldrei fundið nein suður-afrísk tengsl við sjálfan morðstaðinn. 80 til 90 viðriðnir morðið Dirk Coetzee var fyrsti háttsetti suður- afríski lögreglumaðurinn sem kom fram í dagsljósið og sagði frá skítverkum stjórnar sinnar. Það var árið 1989. Coetze bjó í útlegð í Dirk Coetzee, fyrrum yfirmaður dauðasveita suður-afrísku lögreglunnar, var fyrsti háttsetti yfirmaður lögreglunnar sem kom fram í dags- Ijósiö og sagði frá skítverkum stjórnar sinnar. Sfmamynd Reuter nokkur ár þar sem gerð var tilraun til að myrða hann. Nú er hann meðlimur í Afríska þjóöarráðinu og vonast til að fá sakaruppgjöf. Coetzee kveðst í blaðaviðtali ekki vita ná- kvæmlega hvemig staðið var að morðinu á Palme en fullyrðir að 80 til 90 manns hafi átt hlut að máli. Kostnaður suður-afrísku leyni- þjónustunnar vegna morðsins á að hafa verið rúmlega ein milljón íslenskra króna. Coetzee kveðst einnig hafa fengið upplýsingar um að morðingjar Palme hafi falið sig einhvers stað- ar í griska eyríkinu. En hann viðurkennir að upplýsingamar séu bara orðrómur sem hann hafi heyrt. Heilinn á bak við Upplýsingamar styðja þó frásögn Eugenes de Kocks, eftirmanns Coetzees í dauðasveitun- um, við réttarhöld í síðustu viku að ofumjósn- arinn Craig Williamson hafi verið heilinn á bak við morðið á Palme. De Kock er dæmdur fyrir sex morð og 83 aðra glæpi. Það var þeg- ar hann var að reyna að semja um mildari refsingu sem hann sagði frá tengslum Willi- amsons við Palmemorðið. Williamson var einn af duglegustu njósnur- um Suður-Afríku þar til breska blaðið Guardi- an kom upp um hann 1980. I dulargervi hjá andstæðingunum Hann var þá aðstoðarframkvæmdastjóri fjáröflunarstofnunar andstæðinga aðskilnað- arstefnunnar í Genf. Yfirmaður stofnunarinn- ar var Svinn Lars-Gunnar Eriksson og varð Williamson hægri hönd hans. Getum er leitt að því að suður- afriski mannréttindabaráttu- maðurinn Steve Biko hafi verið gripinn af stjórnvöldum í Suður-Afríku og pyntaður til dauða vegna njósnastarfsemi Williamsons. Éjáröflunarstofnunin vann að því að koma á fundi Bikos og Olivers Tambos, leiðtoga Afríska þjóðarráðsins, sem var í útlegð. Eftir að upp komst um Williamson hótaði Coetzee því að eitthvað kynni að koma fyrir Eriksson sjálfan eða forystumenn jafnaðarmanna. Eriksson, sem lést 1990, var alla tíð viss um að Suður-Afríka bæri ábyrgð á Palmemorðinu. Williamson sneri til Suður-Afríku eftir að hann hafði verið afhjúpaður og varð liðsfor- ingi hjá öryggissveitunum. Hann var heilinn á bak við sprengjutilræðið gegn skrifstofum Afríska þjóðarráðsins 1982 og var heiðraður fyrir af suður-afrískum yfirvöldum ásamt starfsfélaga sínum Peter Caselton. Caselton sagði i viðtali við sænska sjónvarpið um síð- ustu helgi að suður-afríska öryggisþjónustan hefði staðið á bak við morðið á Palme. Leigði íbúð nálægt morðstaðnum Síðastliðinn sunnudag hafði sænska blaðið Expressen það eftir tveimur ónafhgreindum lögreglumönnum að Williamson hefði gist á Kammakergatan í Stokkhólmi, í um 200 metra fjarlægð frá morðstaðnum, nóttina sem Palme var myrtur. Williamson á að hafa, undir fólsku nafni, tekið á leigu gestaíbúð alþjóðlegu lögreglusamtakanna IPA. Heimildarmenn Ex- pressens segjast hafa þekkt Williamson af mynd. Williamson fullyrðir að hann hafi ekki komið til Stokkhólms siöan í lok áttunda ára- tugarins. Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóö- ar, var svarinn andstæðingur aöskilnaðar- stefnu suðurafrískra yfirvalda. I samstarfi við sænskan öfgamann En hann hefur greint frá því að hann hafi átt samstarf við Svíann Bertil Wedin, hægris- innaðan öfgamann, um það leyti sem Palme var myrtur. Wedin hafði við ýmis tækifæri lýst yfir hatri sínu á Palme. Fullyrt er að það hafi verið Wedin sem kom af stað orðrómnum um að kúrdíska skæruliðahreyfmgin PKK hefði staðið á bak við morðið. Árið 1983 var Wedin ákærður fyrir innbrot í skrifstofur suð- ur-afrískra frelsissamtaka í London. Hann sagði Caselton hafi ráðið sig og að tengiliður sinn hefði verið Williamson. Atvinnumorðingi verkfæri Williamsons Dirk Coetzee segir að maður að nafni Ant- hony White hafi verið verkfæri Williamsons þegar Palme var myrtur. White er fyrrum liðsmaður ródesískra sérsveita. Þegar blökku- menn komust til valda í Ródesíu 1980 og breyttu nafni landsins í Zimbabwe flutti White til Suður- Afriku. Hann fékk starf hjá njósnafyrirtæki Williamsons sem vann fyrir leyniþjónustuna. White er sagður hafa verið atvinnumorð- ingi í Ródesíu. Samkvæmt þeim gögnum sem finnast í Norrænu Afríkustofnuninni var White háttsettur í sérsveitum Ians Smiths, Selous Scouts, á áttunda áratugnum. Selous Scouts höfðu þann starfa að leita uppi skæruliða andspymuhreyfingar blökku- manna og drepa þá. White var hækkaður í tign og var árið 1976 einn af þeim sem stjórn- uðu árás á flóttamannabúðir í Mósambík. í árásinni voru allt að þúsund flóttamenn drepnir. Næst skaut White upp kollinum í apríl 1979 þegar hann gerði tilraun til að myrða Joshua Nkomo, leiðtoga skæruliða- hreyfingarinnar Zapu. White var sérstaklega valinn af stjóminni í Ródesíu til þess að skipuleggja og fremja morðið. White, sem nú rekur timburverksmiðju í Mósambík, harð- neitar að hafa átt þátt í morðinu á Olof Palme. Varaðvið sögumönnum Þegar skæruliðahreyfingamar sigruðu í kosningunum í Ródesíu hurfu margar sér- sveitir, þar á meðal Selous Scouts, til Suður- Afríku. Þar hafa meðlimir sérsveitanna snúið sér að öðrum verkefnum, smygli og ýmsu öðru misjöfnu sem þeir fá borgað fyrir. Mögulegt þykir að rétt sé að Suður- Afrika tengist morðinu á Palme en það er varað við sögumönnunum. Þeir em allir fyrrum njósn- arar og sérsveitarmenn frá Ródesíu, Suður- Afriku og fyrrum portúgölskum nýlendum. Bent er á að nú þegar þeir séu famir að kroppa hverjir í aðra séu þeir fyrst og fremst að reyna að bjarga sjálfum sér. Byggt á Dagens Nyheter, Reuter og Jyllands-Posten.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.