Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Page 10
1« heilsa LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 UV Júlía Baldursdóttir mælir fæðuóþol: Fæðuóþol er Fæðuóþol er eitt af því sem marg- ir þjást af um þessar mundir og hafa næringarfræðingar hingað til verið uppteknir við að greina hvað fólk þolir og þolir ekki. Á Akranesi stofnaði Júlía Baldursdóttir heilsu- búð fyrir nokkrum árum og var helsta ástæða þess hennar eigið fæðuóþol. Hún hefur tekið upp ný- stárlega aðferð við að mæla fæðuó- þol fólks. í þægilegu umhverfi, með reykelsislykt fyrir vitum, spyr Júlía hvort blaðamaður þjáist af einhverj- um einkennum fæðuóþols. Þau eru algengust meltingarvandamál, vöðvavandamál, höfuðverkur, liða- vandamál og útbrot. Einnig er þar nefstífla og bláir pokar undir aug- um. Blaðamaður getur ekki neitað því að einhver þessara einkenna hrjái hann. Júlía sagði að sam- kvæmt sinni reynslu þoli blaðamað- ur ekki mjólkina. Þar fór osturinn, rjóminn og ísinn en spennandi verð- ur að vita niðurstöðuna. „Ef fólk hefur ekki þessi einkenni sem fæðuóþoi veldur finnst mér ástæðulaust að gera mælinguna. Fæðuóþol er ekki orsök allra kvilla sem fólk þjáist af en margra þeirra," segir Júlía þegar hún leggur raf- rænan staut í hönd blaðamanns og lætur lítið glas sem inniheldur eina fæðutegund í tækið. Hún ýtir síðan tækinu á nálastungupunktana sem eru í kringum neglurnar á fmgrum hinnar handarinnar. Við það að ýta á punktana segir Júlía að likaminn svari. Það heyrist ógurlegt væl í tækinu en það á að vera svoleiðis. Mælir á tækinu sýnir Júlíu hvort maður þolir fæðuna vel eða illa. Betra að mæla á tánum „Það er auðveldara að mæla á tánum en fólki þykir það óþægi- legra. Þaö eru líka til fleiri aðferðir til þess að mæla fæðuóþol. Vöðva- þrýstiprófun hefur verið notuð með góðum árangri. Ef maður er ekki sáttur við lífið eins og það er þá er ágætt að byrja á því að sortera mat- inn og athuga hvort kvillarnir sem eru að hrjá mann stafa af fæðuó- þoli,“ segir Júlía á meðan hún held- ur áfram að mæla blaðamann. Hún tekur sum efnin til hliðar en það er greinilegt að þau þolir blaðamaður verr. Nú kámar gamanið og fer að verða forvitnilegt hvort aukabitarn- ir muni fjúka út í veður og vind. „Ýmislegt getur valdið óþægind- um þó það sé ekki beint óþol. Þeir sem breyta mataræðinu til hins betra fara að þekkja líkama sinn betur og vita nákvæmlega hvað fer vel í þá og hvað ekki, þó svo óþol hafi ekki mælst,“ segir Júlía. Engin sjúkdámsgreining Sumir vilja halda að við gerum sjúkdómsgreiningu með þessari mælingu. Við getum alls ekki gert það. Ég er ekki lærður næringar- fræðingur en ég hef lesið mér til um fæðuóþol í mörg ár. Ég hef verið í kvilla sambandi við samtök á írlandi sem selja náttúrulega unnin bæti- efni. Þau hafa kennt okkur mjög mikið og ég er að fara á námskeið þangað bráðum. Ég var sjálf illa haldin af fæðuóþoli og þekki vel þessa kvilla sem fylgja og leiðir út úr því lika,“ segir Júlía. Júlía segir að þessi aðferð sem hún noti sé mjög góð til þess að koma fólki af stað en sé ekki hundrað prósent örugg. Hún seg- ist ekki blanda sér í störf lækna og ekkert af því sem hún ráðleggi fólki geti verið skaðlegt. Allir fá miða yflr þær tegundir sem hún hefur tekið til hliðar en það eru tegundir sem vilja valda óþoli. „Ég held að það sé ekki meira en 20-30% fólks sem fer eftir þessum ráðleggingum til að byrja með. Það er allt í lagi því það skilar sér þó seinna verði. Sumir flnna strax breytingu á sér en fyrir aðra tek- ur það lengri tíma.“ Niðurstaða mælingar blaða- manns var frekar sorgleg. Burt með sykur, súkkulaði, hvítt hveiti, ger og allar mjólkurvörur til að byrja með. Júlía segir að það borgi sig að byrja á að vera strangur við sjálfan sig. Eftir nokkra mánuði er hægt að prófa eina og eina tegund af þvi for- boðna í einu til þess að sjá hvern- ig líkaminn bregst við. Jiilía getur einnig mælt ástand líkamans út frá því hvort vítamínskortur hrjá- ir fólk. -em orsök margra Júlia Baldursdóttir mælir fæðuóþol karla og kvenna á Akranesi. ér!end_bóksiá_ Metsölukiljur I •••§••••••#•••• Bretland Skáldsögur: 1. laln Banks: Whit. 2. Catherine Cookson: The Obsession. 3 Bernard Cornwell: The Winter Klng. 4. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 5. Stephen Klng: Coftey on the Mile. 6. Nick Hornby: Hlgh Fldelity. 7. Len Deighton: Hope 8. Patrlcia D. Cornwell: From Potter's Field. 9. Jostein Gaarder: Sophle's World. 10. Ken Follett: A Place Called Freedom. Rit almenns eðlis: 1. BEII Bryson: Notes from a Small Island. 2. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 3. Bill Watterson: There’s Treasure Everywhere. 4 Danlel Goleman: Emotlonal Intelllgence. 5. M. Cotterell & A. Gilbert: The Mayan Prophecles. 6. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 7. Paul Bruce: The Nemesls Flle. 8. Margaret Forster: Hldden Llves: A Famlly Memolr. 9. Susan Jeffers: Feel the Fear and Do It Anyway. 10. Chris Ryan: The One That Got Away. innbundnar skáldsögur: 1. Dlck Francls: To The Hilt. 2. Meave Blnchy: Evening Class. 3. Frederlck Forsyth: lcon. 4. Ben Elton: Popcorn. 5. Stephen Klng: Desperatlon. Innbundln rit almenns eðlis: 1. Dave Sobel: Longltude. j 2. R. Andrews & P. Schellenberger: The Tomb of God. 3. Humphrey Carpenter: Robert Runcle: The Reluctant Archblskop. 4. Francls Gay: The Friendshlp Book 1997. 5. Roy Strong: The Story of Brltaln. (Byggt á The Sunday Times) Tuttugasta skáld- saga Muriel Spark Muriel Spark: 78 ára að aldri og með nýja skáldsögu. Umsjón Elías Snæland Jónsson var rithöfundurinn Graham Greene sem snerist til kaþólskrar trúar eins og hún. Hann studdi hana fjárhags- lega með því skilyrði að hún myndi hvorki þakka honum fyrir aðstoð- ina né biðja fyrir honum. Það rofaði fyrst til fjárhagslega þegar skáldsagan The Comforters kom út árið 1957 og hún komst á græna grein nokkrum árum síðar, nánar tiltekið 1961, þegar frægasta saga hennar fyrr og síðar kom út. Það var The Prime of Miss Jean Brodie, um skoska kennslukonu og nemendur hennar. Sú saga var kvikmynd- uð með Maggie Smith í aðal- hlutverkinu. Þótt Muriel Spark sé afar bresk í skáldsögunum sínum hefur hún lengst af búið í öðr- um löndum. Seint á sjöunda áratugnum flutti hún til New York þar sem hún samdi The Hothouse by the East River. Nokkrum árum síðar hélt hún yfir Atlantshafið á ný og settist að á Ítalíu þar sem hún hefur búið i um þrjá áratugi ásamt vinkonu sinni, Penelope Jardi- ne. Lifir fyrir að skrifa Muriel Spark kveðst vera að vinna að skáldsögu á hverjum ein- asta degi og muni halda þvi áfram á meðan hún sé sannfærð um að hún eigi enn betri skáldsögu hið innra með sér. Hún undirbýr sögur sínar vandlega áður en hún fer að skrifa sjálfan textann. Hún er líka afar fastheldin á það vinnulag sem hún tileinkaði sér á unga aldri. Þannig handskrifar hún allar sögur sínar í sérstaka tegund minnisbóka frá fyrirtæki i Edin- borg. Og hún hendir penna sínum í ruslið ef einhver annar verður til þess að snerta hann! „Ég get ekki ímyndað mér hvem- ig það efr að vera hætt að skrifa," segir hún í áðurnefndu viðtali. „Ég held ég myndi bara deyja á þeirri sömu stundu.“ Muriel Spark reynir að láta aldurinn hafa sem minnst áhrif á rithöfundarferil sinn. Þótt hún hafi þurft að gangast undir nokkra uppskurði að undan- förnu, og verði nú að styðjast við staf þegar hún gengur um gólf, er þessi 78 ára gamla skáldkona einmitt þessa dagana að senda frá sér tuttugustu skáldsöguna. Nafn hennar er Reality and Dreams. Spark, sem hefur búið á ítal- íu mörg undanfarin ár, hélt í stutta heimsókn til Bretlands í tilefni af útkomu nýju bókar- innar og ræddi þá við blaða- menn. Hér á eftir verður vitnað í viðtal við hana sem birtist í bókablaði The Sunday Times. Hóf ferilinn í fátækt En fyrst nokkur orð um langa ævi skáldkonunnar. Muriel Sarah Camberg fæddist árið 1918 í Edinborg. Aðeins nítján ára að aldri hljópst hún að heiman ásamt Sidney Oswald Spark, kenn- ara sem var 13 árum eldri, og hélt til Ródesíu sem þá var bresk ný- lenda. Þar gengu þau í hjónaband sem stóð þó stutt; fljótlega kom í ljós að eiginmaðurinn var ekki heill á geðsmunum. Hún átti því dapurlega daga í Afr- íku og eins seinna þegar hún stund- aði ritstörf við mikla fátækt í Lon- don. „Ég bjó við svelti,“ segir hún í viðtalinu. „Það var hræðilegt. Ég hafði ekkert að borða.“ Meðal vina hennar á þessum tíma Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Stephen King: The Green Mile: Coffey on the Mlle. 2. V.C. Andrew: Melody. 3. Sidney Sheldon: Mornlng, Noon & Night. 4. Stephen King: The Green Mile: Nlght Journey. 5. Michael Crictonl: The Lost World. 6. Sue Grafton: „L“ is for Lawless. 7. Davld Guterson: Snow Falling on Cedars. 8. Ollvia Goldsmlth: The Rrst Wives Club. 9. Tami Hoag: Cry Wolf. 10. Catherine Coulter: The Heir. 11. Nancy Taylor Rosenberg: Trial By Flre. 12. Stephen Klng: The Green Mlle: Two Dead Glrls. 13. Stephen King: The Green Mlle: The Bad Death of Eduard Delacrolz. 14. Stephen King: The Green Mile: Coffey’s Hands. ; 15. Stephen Klng: The Green Mile: The Mouse on the Mlle. Rit almenns eðlis: I. Mary Pipher: Reviving Ophella. ; 2. Mary Karr: The Liar's Club. 3. Thomas Cahlll: How the Irish Saved Civllization. 4. J. Douglas & M. Olshaker: Mlndhunter. 5. Jonathan Harr: A Civil Actlon. 6. Gall Sheehy: . New Passages. 7. Ellen DeGeneres: My Point... And I Do Have One. 8. Erma Bombeck: All I Know About Anlmal Behavior I Learned In Loehmann’s Dressing Room. 9. Andrew Weil: Spontaneous Healing. * 10. James Carville: We're Rlght, They're Wrong. II. Colin L. Powell: My American Journey. 12. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 13. Thomas Moore: Care of the Soul. 14. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 15. Isabel Allende: Paula. ; (Byggt á New York Times Book Revlew)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.